Morgunblaðið - 16.04.1958, Page 1

Morgunblaðið - 16.04.1958, Page 1
* 20 síður 45. árgangur tbl. — Miðvikudagur 16. apríl 1958 Prentsmiðja Morgunblaðslna Atkvœði greidd í dag á Genfar- ráðstefnunni um landhelgismálin Talið að ný og athyglis- verð tillaga USA hljóti 2/t afkvœða í DAG er mikill örlagadagur fyrir okkur íslendinga á land- helgisráöstefnunni í Genf. Kl. 4,30 í dag mun atkvæðagreiðsla hef jast í landhelgis- nefndinni um stærð landhelginnar og viðbótarbeltið. í gærdag barst sú stórfrétt frá Reuter að bandaríski fuil- trúinn, Mr. Dean, myndi í dag leggja fram nýja tillögu um að landhelgin skyldi vera 6 sjómílur, en þar við skyldi bætast 6 sjómílna einkafiskveiðibelti. Er það álit Bandaríkjanna að fyrir þessari tillögu sé % meirihluti á ráðstefnunni. Helztu tillögur Atkvæðagreiðsla á að fram í dag um margar tillögur fara og breytingartillögur. Þessar þeirra eru þó helztar: 1. Tillaga Kanada um 3 sjó- mílna lögsögulandhelgi og 12 sjómílna fiskveiðiland- helgi. 2. Tillaga Breta um 6 sjómílna landhelgi bæði um lögsögu og varðandi fiskVeiðar. 3. Tillaga Indverja og Mexí- nana um 12 sjórnílna iögsögu og fiskveiðilandhelgi. 4. Tillaga íslendinga um viðbót- arneit: við 12 sjómíln.i f:;k- veið'.andhelg’. ■ ef setstakar a-'siaður strandríkts eru fyrir hendi. Þar við bætist nú væntanlega tillaga Bandaríkjamanna um 6 Eru Bandaríkin að bíta ísland í bakið með tillögu á síðustu stundu? UM miðnætti í gærkvöldi barst eftirfarandi skeyti frá Gunnari G. Schram, fréttaritara Mbl. — Er þar nánar skýrt frá hinni banda- rísku tillögu. Mr. Dean, fulltrúi Bandaríkj- anna á Genfarráðstefnunni, hélt seint í kvöld fund með blaða- mönnum og skýrði frá því, að bandaríska sendinefndin myndi snemma í fyrramálið bera fram nýja tillögu varðandi stærð land- helginnar. Samkvæmt þeirri tillögu á há- marksvídd landhelginnar að vera sex mílur, en strandríkið á að hafa sömu réttindi til að tak- marka fiskveiðar í 12 mílna belti frá grunnlínum, sem í sjálfri landhelginni. — Þó með því skil- yrðþ að þegnar ríkja, sem hafa veitt í beltum reglulega síðast- liðin 10 ár áður en ráðstefnu- yfirlýsing er undirrituð, hafi rétt til að veiða þar áfram um ótil- tekinn tíma. Er þar átt við 6 mílna fiskveiðibeltið fyrir utan sex mílna landhelgina. Þegar Mr. Dean skýrði blaða- mönnum frá þessu í kvöld hafa nær engir fulltrúar þingsins feng ið að vita um þessa gerbreyttu afstöðu Bandaríkjamanna. Tillag an verður formlega borin fram á morgun. Mr. Dean sagði, að tillaga þessi væri borin fram til þess að gera Genfar-ráðstefnuna árangurs- ríka. Hún samræmdi sjónarmið vanyrktu ríkjanna, sem Banda- ríkin vildu mjög gjarnan koma til móts við og væru mörg mjög háð fiskveiðum og einnig sjónar- mið hinna eldri ríkja, sem hafa lengi fiskað á útmiðum. Hann kvað tillögunni vera ætl- að að koma í veg fyrir hættuna af því, ef heilar þjóðir yrðu að breyta fæðu sinni, minnka fiskát og umbreyta fiskiskipastóli sín- um með miklum tilkostnaði. Á blaðamannafundinum spurði ég Mr. Dean, hvað átt væri við með þjóðum sem veitt hefðu „reglulega“ í beltinu. Kvað ég þetta mál vera íslendingum mik- vægt. Hann sagði að með því væri átt við þjóðir, sem hvert ár hefðu sótt á miðin, en vildi ekk- ert segja um, hve aflamagnið þyrfti að vera til þess að unnt væri að segja að einhver þjóð hefði fiskað „reglulega" Ég spurði hann einnig, hver afstaða og undirtektir Bandaríkj anna væri við íslenzku tillöguna um einkafiskveiðiréttindi vegna efnahagsaðstæðna. Hann sagði: — Við íhugum þá tillögu með mikilli athygli og samúð. Mér virðist að þetta sé vandamál, sem verði að leysa á svæðaráðstefnum. Hann rakti það, hve íslendingar byggju við erfið náttúruskilyrði, hve fisk- veiðarnar væru mikilvægar og Bandaríkin myndu grandskoða tillöguna. Síðan bætti hann við: „En það eru sjómenn í öðrum löndum með lítið fé milli handa, sem einnig hætta lífi sínu við strendur lands ykkar. í þessum málum verður að koma á sam- komulagi milli ísiendinga og pess ara eðilja". Augljóst var aí þessu, að treg- lega var tekið í algjör einkansk- veiðiréttindi á grundvelli ís- lenzku tillögunnar. Mr. Dean Kvað Bandaríkm hafa sýnt mikla sáttfýsi með til- lögu sinni. híkin sem ojr.ð hafa fram til- iögui um 12 mílna landhelgx hafa ekki hvikað um þumiung. Hins vegar kvaðst í-tan þess fuliviss að tillaga tíandaríkianianna fengi % hluta atkvæða. Hún væri endanleg afstaða Bandaríkjanna. Lióst er að þessi tillaga er sára lítið frábrugðm brezku tillögunni cg enn er allt á huldu, hvaða af- greiðslu hún fær Hávaðasamasta borgin TOKYO, 12. apríl. (Iteuter). — Umferðaiimálanefnd Tokyo hefur komizt að þeirri niðuratöðu í skýrslu sem birtist í dag, að hin japanska höfuðborg sé hávaða- mesta borg í heimi. Stafar þetta af því að engin takmörk hafa ver- ið sett á ýmiskonar hljóð frá far artækjum, bifreiðastjórum er ekki bannað að þeyta bíllúðra sína og þess er ekki krafizt að vél- knúin farartæki séu með hljóð- deyfara. ’ • sjómílna lögsögulandhelgi og 6 sjómílna viðbótarbelti til einka- fiskveiða strandríkis. Munu Bandaríkjamenn bera hana fram vegna þess að þeir óttast að til- laga Indverja og Mexikana kunni að fá meirihluta. En Bandaríkja- menn eru mjög mótfallnir því að almenn lögsögulandhelgi víkki, en hafa hins vegar lýst sig hlynnta víkkun fiskveiðiland- helgi þrátt fyrir að þeir bíða fjár hagslegt tjón af því. 5 ára frestur Það mun gert ráð fyrir því í tillögu Bandaríkjanna, að strand- ríki geti þegar lýst yfir 6 mílna landhelgi, en hins vegar fái þau ekki einkarétt til veiða á 6 míina viðbótarbeltinu fyrr en eftir 5 ár. Er þetta gert til þess að um- skiptin verði ekki of snögg, held- ur gefist sjávarútveg hinna ein- stöku landa tími til að laga sig að hinum nýju aðstæðum. Það hefur mjög mikla þýðingu í þessu máli, ef % hlutar aðild- | arríkja ráðstefnunnar samþykkja tillögur Bandaríkjamanna, því að þá yrði litið á ákvæðið sem al- þjóðalög. Stórvelda- fundur? LONDON, 15. apríl (Reuter). — Sendiherrar Breta, Frakka og Bandaríkjamanna munu á fimmtudaginn afhenda rússnesku stjórninni svar til tillögu Rússa um að sendiherrar landanna taki nú þegar að undirbúa fund æðstu manna stórveldanna. Samkvæmt ábyggilegum heim- ildum verða svör Vesturveldanna jákvæð um að undirbúningsfund ir sendiherranna hefjist hið skjótasta. Hins vegar munu Vest- urveldin óska þess, að sendiherr- arnir fái umboð til að ræða nánar hvaða mál skuli tekin til um- ræðu á fundi æðstu manna stór- velanna. Telja Vesturveldin að undir- búningur sendiherranna yrði harla lítilfjörlegur. ef þeir mega ekkert ákveða nema tæknileg atriði í sambandi við tíma og findarstað. Benda þau á, ef ekk- • 1 verður vikið að málefnaskrá, ij ekki einu sinni hægt að undir- búa ráðstefnu tæknilega, þar sem ekki sé þá vitað hverjum öðrum ríkjum en stórveldunum eigi að bjóða að vera við fundinn. Sendiherrar Vesturveldanna i Moskva eru reiðubúnir að hefja undirbúningsviðræður strax á fimmtudaginn, ef Rússar standa við það. Serkneskir knattspyrnu- menn strjúka Frakkland PARÍS, 15. apríl — (Reuter) — Frönsk knattspyrna beið stórkostlegan hnekki í dag, þegar 14 úr hópi frægustu og beztu knattspyrnumanna landsins hurfu allt í einu og er ekki búizt við að þeir leiki knattspyrnu framar á ffönsk- um völlum. Þessir fjórtán knattspyrnu- menn eru allir af Serkja-ættum frá Alsír. Er greinilegt, að þeir hafa haft samráð um að hverfa skyndilega úr Frakklandi til að mótmæla aðgerðum Frakka í Alsír. 1 dag birtust fimm þeirra svo í Túnis og fregnir frá Lausanne í Svisslandi herma að fimm þess- ara knattspyrnumanna hafi sézt þar í dag, en þeir neituðu að segja hvert þeir ætluðu. Eftir þetta þykir nú varla neinum vafa undirorpið lengur, að knattspyrnumennirnir eru á leiðinm til Túnis, þar sem þeir F«h. á bls. 19. „LIrræðí' vinstri stjórnarinnar: Dulbúin gengislækkun og stórfelldar nýjar álögur á almenning Uppbótakerfinu haldið áfram ÞRÁTT fyrir mikil átök og hráskinnaleik innan vinstri stjórnarinn- ar undanfarnar vikur bendir nú margt til þess að samkomulag sé að takast um einhverjar tillögur í efnahagsmálunum. Ekki er þar þó um neinar „nýjar leiðir“ eða „varanleg úrræði“ að ræða. Niður- staðan verður að öllum likindum sú, að lagt verður á nýtt, mjóg hátt yfirfærslugjald á sölu meginhluta erlends gjaldeyris og þannig lramkvæmd dulbúin gengislækkun. Er þetta það, sem Alþýðuflokk- urinn hefur kallað „þriðju leiðina“. Munu kommúnistar nú vera í þann mund að samþykkja þessar tillögur. 200—250 millj. kr. nýjar álögur Gert er ráð fyrir að stjórnin þurfi að afla sér 200—250 millj. kr. nýrra tekna til þess að standa undir áframhaldandi uppbótum á útflutningsframleiðsluna og nið urgreiðslum á verðlagi innan- lands. Uppbótakerfinu verður þannig haldið áfram með eitt- hvað breyttu fyrirkomulagi. Eta stjórnarflokkarnir því ofan í sig öll sín stóryrði um að uppbótar- kerfið hafi gengið sér til húðar Hvenær koma tillögurnar? Tillagna stjórnarinnar í þessum málum hefur verið beðið lengi. Alþingi hefur set- ið svo til aðgerðarlaust í allan vetur. Nú mun helzt í ráði að hin dulbúna gengislækkun birtist einhvern timann í næstu viku. Fyrr mun þeirra naumast að vænta. Verða hinar nýju álögur nokkurs konar „sumargjöf" vinstri stjórnarinnar til þjóð- arinnar. Hviksögur um stjórnarrof Miklar hviksögur hafa verið á kreiki um það undanfarið aS stjórnarsamstarfið væri að rofna. Mun jafnvel ekki örgrannt um að sjálfir leiðtogar vinstri stjórnar- innar hafi komið sumum þeirra upp til þess að láta líta svo út sem flokkar hennar meti málefna lega aðstöðu nokkurs. Sannleikur inn mun þó sá, að þrátt fyrir full- komna málefnalega uppgjöf allra stjórnarflokkanna gagnvart flest- um viðfangsefnum ríkisstjórnar- innar mun það naumast hafa hvarflað að þeim að rjúfa stjórn- arsamstarfið á þessu stigi máls- ins. Væntanlega skýrast þessi mál öll frekar næstu daga. Um hina dulbúnu gengis- lækkun vinstri stjórnarinnar og uppgjöf hennar í efnahags- málunum er rætt nánar í for- .lusrein blaðsins í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.