Morgunblaðið - 20.05.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.05.1958, Blaðsíða 6
6 MORCVNBTAÐIÐ Þriðjuriagur 20. maí 1958 UPPREISN MASSU HERSHÖFÐINGJA ÞEGAR menn reyna að gera sér grein fyrir því, hvern ig standi á hinni snöggu og harðvítugu uppreisn franska hersins í Alzír gegn stjórninni í París, og sömuleiðis þeirri upp- reisnaröldu, sem gengið hefur yfir Frakka, sem búsettir eru í Alzír, þá verða menn að athuga, að hér hafa tvö öfl sameinazt, en ástæðurnar, sem hvor hópurinn um sig hefur til þess að rísa gegn stjórninni í París, eru af ólíkum rótum runnar. Frakkar í Alzír hafa þá einu áhyggju, að sá dagur kynni að renna upp, að þeir yrðu að taka föggur sínar og flytjast al farnir burt úr landinu og heim til Frakklands. Það er ekki að undra, þó hundr uð þúsunda af Frökkum, sem búa í Alzír og vilja búa þar, reym með öllum ráðum að hindra þa þróun, sem gæti farið í sömu átt og varð fyrir Frökkum í Túnis og Marokkó, þegar þeir urðu hóp um saman að yfirgefa bólstaði sína og sriúa heim. Stjórnmála- flokkarnir heima í Frakklandi taka þátt í þessum áhyggjum Frakka í Alzír. en af ólíkum á- stæðum. Hægri flokkarmr halda enn í hina gömlu stórveldishug- sjón. Ef Frakkar misstu Alzír væri það eins og að missa stóra höll, sem Stór-Frakkland eitt sinn bjó í. Vinstri mennirnir og þá sérstaklega „sósíalistarnir,“ urðu hræddir við að ef um millj- ón Frakka flyttist frá Alzír til heimalandsins, mundi sá hópur Massu hershöfðingi manna verða nýr liðsafli fyrir öfgastefnur í landinu og þá sér í lagi fyrir þá sem hneigjast til fasisma. Franski herinn í Alsír hefur óhlýðnazt yfirboðurum sín- um í París. En fyrir þeim vakir allt annað en Frökkunum, sem búa í Alsír. Fyrir um það bil 100 árum lagði franski herinn Norður Afríku undir sig og þess vegna vill herinn líka halda í þctta land. í öðru lagi vill herinn ljúka því ætlunarverki, sem hon- um er falið, og sigra uppreisnar- mennina í Alzír að fullu og öhu. Á aldri einnar kynslóðar hefur franski herinn tvisvar sinnum beðið örlagaríka ósigra. Það var árið 1940 og 1954. Þegar Þjóð- verjar réðust inn í Frakkland, molnaði mótstaða franska hers- ins, sem hafði varizt sVo hraust- lega við Marne 1914 og við Verd- un 1916. Og í Indó-Kína biðu Frakkar hinn herfilegasta ósigur eftir ægilegar mannfórnir. Ósigurinn í stríðinu við Þjóð- verja hafði djúp áhrif á franska herinn. Margir óbreyttir her- en til þess þurfi 200.000 hermenn til viðbótar. En engin frönsk menn og einnig hershöfðingjar kenndu stjórnmálamönnunum um ósigurinn, en de Gaulle hers- höfðingi lét sér þá um munn fara, að það væri ekki einungis klaufa skapur stjórnmálamannanna, er þar ætti sökina, heldur einnig hitt, hve herinn hefði verið bú- inn á gamaldags vísu. En þegar rætt er um ósigurinn í Indó -Kína blandast engum, hvorki hermanni né hershöfðingja, hugur um, að þar hafi stjórnmálamennirnir borið aðalsökina. Það hafi verið hikið og ósamheldnin meðal stjórnmálamannanna innanlands, sem kostaði Frakka Indó- Kína. Herinn kennir stjórnmála- mönnunum um, að ótaldar þús- undir Frakka voru leiddar til slátrunar í frumskógum Indó- Kína. Það er ekki enn gleymt, hvernig endirinn varð, þegar for- sætisráðherann Laniel lét flytja 400 falihlífarhermenn hálfa leið í kringum jörðina til þess að fleygja þeim niður í virkið Dien Bien Phu, en hermennirnir voru ekki fyrr búnir að fóta „ig á jörðinni, en þeir voru leiddir í fangabúðir, og þaðan komu margir þeirra aldrei aftur.Franski herinníIndó-Kína átti sér mikinn baráttukjark eins og það er kall- að, en hann taldi sig yfirgefinn og svikinn af stjórnmálamönnun um heima. Þetta hefur haft mjög sterk áhrif á herinn, ekki síður en ósigurinn 1940 og er enn í fersku minni fjölda margra af þeim hermönnum, sem nú eru í Alzír.Margir telja, aS Indó-Kína sé hin raunverulega undirrót þess, að hershöfðingi eins og Massu skuli grípa til þess ráðs að óhlýðnast yfirherstjórninni í Par ís. Frönsku hermennirnir og for- ingjarnir í Alzír telja að það sé opin leið fyrir þá, að vinna landið og sigrast á uppreisninni, ein- ungis ef þeir fái til þess hæfileg- an tilstyrk að heiman. Þeir telja, að þesu ætlunarverki hersins hefði getað verið lokið fyrir löngu en nú hefur þessi styrjöld staðið í 4 ár, án þess að sjái fyrir endann á henni. Þetta telur herinn í Alzír, að sé vegna þess, að hann hafi ekki nóg vopn og sérstaklega ekki nóg af mönnum. Þeir hermenn, sem þekkja til Indó-Kína, kæra sig ekki um að lifa hið sama aftur í Alzír. Um 500.000 hermenn eru nú í Alzír, og Pflimlin hefur eins og raunar sumir ráðherrar á undan honum, lofað að auka þann her- afla. En jafnframt hefur hann látið í það skína, að þegar her- aflinn hafi verið aukinn, væri ef til vill betra færi á því að ná sáttum og samkomulagi við upp- reisnarmenn í Alzír. Þetta gerir hermennina tortryggna. Þeir ótt- ast, að stjórnmálamennirnir geri sig ánægða með háifan sigur í Alzír. Það svæði, sem barizt er á í Norður-Afríku er stórt og talið er að þurfi um 400 franska hermenn á móti hverjum 80 upp_ reisnarmönnum. Þetta kemur af því, hvernig landinu er háttað. En franski herinn í Alzír hefur talið sig finna mótleik við þessu. Aðferðin er sú að safna herflokkum saman á tiltekna staði, sem notaðir eru sem bæki- stöðvar og gera árásir þaðan með vélafylkjum og öllum tækjum, sem tiltæk eru, á landi eða í lofti. Þar sem slíkar aðferðir eru notaðar, er hermönnunum líka sigurinn vís en aðeins í bili. Upp- reisnarmenn hefna sín fljótlega. Ekki hafa herflokkarnir fyrr dreg ið sig'til baka og þótzt vera búnir að „friða landið,“ en uppreisnar- menn streyma þangað aftur og svo hefst leikurinn á ný. Frönsku hermennirnir í Alzír segja að það þýði ekki að hafa þar tómt árásarlið, það verði að hafa full- komna franska hersetu í landinu, stjórn hefur viljað ganga svo langt að auka herinn það mikic ★ Því veikari sem ríkisstjórnirnar urðu heima fyrir, þeimmun meiri varð óánægjan meðal hermann- anna í Alzír. Mest er þó óánægjan meðal fallhlífarhermannanna, en Massu herforingi stjórnar þeim. Þetta er talið vera úrvalslið, sem er gamalreyntúrlndó-Kínaogbar þar hita og þúnga dagsins. Þessir liðsflokkar hafa, undir stjórn Massu hershöfðingja. á stuttum ferðum herflokkanna. En á það er bent að öðru leyti að þessir fallhlífarhermenn séu raunar ekkert annað en venjulegir her- menn, sem berjist fyrir lífi sínu og þá með öllum tiltækum meðul um. Meðal þeirra sé þó „góður hernaðarandi,“ þeir þekki þá sem stjórni flokkum uppreisnar- manna og þeir safni saman pen- ingum og vistum handa fjölskyld um fallinna uppreisnarmanna. Hvað, sem um þetta verður sagt, þá hefur sá andi, sem er ríkjandi innan falhlífarhermannanna orð- ið hernum í Alzír almennt eins konar leiðarstjarna. Allur franski herinn í Alzír vill berjast til þrautar og óttast ekkert meira en það, sem hermennirnir kalla festuleysi stjórnmálamannanna. Það þarf ekki að efast um það, að Massu hershöfðingi hafi ó- skorað fylgi hermanna sinna. pað þarf heldur ekki að efast um, að mikill fjöldi af æðstu rierfor- ingjum í París hugsar eins og hann og hermenn hans í Alzír. Á hinn bóginn eru svo aðrir, svo sem Salan hershöfðingi, sem er yfirhershöfðingi í Alzír, og lengi var á báðum áttum og gekk þá fyrst til liðs við Massu, þegar honum var nauðugur einn kostur. Salan nýtur ekki mikils ólits meðal hermanna í Alzír. Hann barðist í Indó-Kína en þótti ganga þar linlega fram. Margir Frakkar í Alzír telja, að það sé hik og linka Salans, sem eigi mest an þáttinn í því, hve stríðið hefur Framh. á bls. 19 Félagsbréf Almenna bókafélagsins komið út Meðal efnis er grein um nútímaljóðlist á Islandi Franskur hermaður með upp- reisnarmann, sem hefur verið tekinn til fanga tíma getað bælt niður alla mót- stöðu uppreisnarmanna í Algeirs- borg sjálfri. Þar sem fallhlífar- hermennirnir koma rennur blóð. Þeir koma alls staðar á „kyrrð kirkjugarðsins." Ef fallhlífarher- menn taka fanga, má búast við að þeir verði píndir til sagna og jafnvel dauða. En án fallhlífar- hermannanna hefðu Frakkar fyr- ir löngu tapað Alzír og þess vegna hefur engin ríkisstjórn í París treyst sér til þess að hamla á móti þessum grimmdarlegu að- FÉLAGSBRÉF Almenna bóka- félagsins er komið út, hið vand- aðasta að venju. Er þetta 7. hefti, 4. árg. Bréfið er 46 blaðsíður að stærð. Fremst í bréfinu eru ritstjórn- argreinar. I fyrstu greininni, er nefnist Skipulagið,' nazisminn, maðurinn, er rætt um pólitískt ofstæki og lagt út af svari Indriða Þorsteinssonar rithöfundar við spurningunni: Hver eru helztu vandamál ungs rithöfundar á ís- landi í dag? f svari sínu, sem birt ist í 5. hefti Félagsbréfs ræðir Indriði um skipulagssýkilinn og þær hættur sem stafa af honum og velferðarríkinu. Þá er rætt um úthlutun listamannafjár og m.a. bent á, að úthlutunarnefnd lista- mannafjár eigi að vera ópólitísk. Þá er greinin Nýir útgáfuhættir Almenna bókafélagsins og loks er rætt um fyrstu mánaðarbókina, Sjávarföll, eftir Jón Dan. í vetur flutti Sigurður A. Magn ússon blaðamaður Háskólafyrir- lestur á vegum Stúdentaráðs, sem hann nefndi Ljóðagerð yngri skáldanna. Erindið var flutt á bókmenntakynningu Stúdenta- ráðs 12. janúar og vakti athyglh Eins og nafnið ber með sér fjall- aði það um ljóð ungu skáldanna og stefnur, sem uppi eru í nú- tímaljóðlist. Nú hefur erindið verið prentað í heild í Félags- bréfi. Af öðru efni þessa heftis má nefna: Tvö kvæði eftir Sigurð Jónsson frá Brún, grein eftir Francois Bondy, ritstjóra Preuv- es í París, sem fjallar um sögu rússneska skáldsins Pasternaks, Doktor Zhivago, og síðan eru nokkur orð um skáldsöguna og höfund hennar eftir Þórð Einars son, sem einnig þýðir grein Bondys. Þá skrifar Halldór Þor- steinsson um leikhús (Glerdýrin eftir Tennesse Williams og Gauks klukkan eftir Agnar Þórðarson). Loks eru dómar um þrjár bækur. Sigurbjörn Einarsson skrifar um Rit Ólafíu Jóhannsdóttur og rit- stjórinn, Eiríkur Hreinn Finn- bogason, skrifar um ljóðabækurn ar Nóttin á herðum okkar eftir Jón Óskar og Borgin hló eftir Matthías Johannessen. sÞrifar úp i daglega lifinu J ASGEIR Þór Ásgeirsson, um- ferðarverkfræðingur Reykja- víkurbæjar, hefur sent Velvak- anda eftirfarandi bréf: „f dálki yðar þann 23. marz síðastliðinn, og raunar í öðrum dagblöðum bæjarins, er þess get- ið, að Heilbrigðismálastofnun Sameinuðu þjóðanna — WHO — hafi látið fara fram ýtarlega rannsókn á umferðarslysum í 18 löndum, og eru birtar mjög at- hyglisverðar tölur í þessu sam- bandi. Dauðsföll af völdum um- ferðarslysa í Bandaríkjunum á árunum 1953—55 eru skv. grein- inni 129 miðað við hverja 1 millj- ón bifreiða. Sé hins vegar betur gætt að, þá voru skróðar bifreið- ir í Bandaríkjunum 61 milljón 1955 og um 38.300 manns fórust sama ár í umferðarslysum, eða um 628 manns miðað við hverja 1 milljón bifreiða. Útreikningar yðar vöktu at- hygli mína á því, að forser.dui þeirra væru ef til vill ekki réttar. Ég leitaði mér því upplýsinga hjá upplýsingaskrifstofu Samein uðu þjóðanna í Kaupmannahöfn, því að ég sætti mig ekki við tilhugsunina um, að dauðaslys af völdum umferðar hér á landi væru 24,5 sinnum fleiri en í Dan_ mörku miðað við eina milljón bifreiða og 9,3 sinnum fleiri en í Bandaríkjunum, en að þessari niðurstöðu komizt þér í útreikn- , ingum yðar. Mér hefur nú borizt svar frá Danmörku og kemur þar í ljós, að dauðaslysatölurnar eru miðaðar við fótgangendur (ped- | estrians), en samanburður á þeim dauðaslysum eingöngu í ýmsum löndum er allvarhuga- verður, og má benda á, að ferð- uðust allir í bifreiðum í einu landi, þá yrði engin slys á „fót- gangendum," vafalaust yrðu eftJr sem áður mörg dauðaslys í um- ferðinni vegna bifreiðaárekstra Þrátt fyrir það, sem ég hef sagt hér á undan. skai ég fresta að gera nokkurn samanburð á dauðaslysum af völdum umferð- ar á íslandi og í Bandaríkjunum. Þess var áður getið, að 628 manns fórust í umferðarslysum 1955 í Bandaríkjunum miðað við eina milljón bifreiða. Hér á landi voru skráðar 1. janúar 1956 alls 15.943 skv. bifreiðaskýrslu Vegamála- skrifstofunnar, en dauðaslys af völdum umferðar 15 á árinu 1955. Þetta þýðir sama og um 942 dauðaslys ó hverja milljón farar- tækja eða „hlutfallslega" um þriðjungi fleiri en i Bandaríkjun um. Ástandið virðist því nokkuð svipað hér og "þar. Benda má á, að meðalaldur bifreiða í umferð er vafalítið meiri hér en þar, vegir hér eru lakari en par og löggæzla í framkvæmd og virð- ing fyrir ökureglum er síðri hér en þar. Þó ber að athuga, að óku- hraði er mun lægri yfirleitt hér en í Bandaríkjunum. Hversu dauðaslys fótgangenda eru breytileg frá ári til árs má sjá af því, að á árinu 1953 fórst einn fullorðinn fótgangandi, en hins vegar var ekið á 6 börn, svo að dauðaslys hlutust af. Árið 1954 fórust fjórir fótgangendur í um- ferðinni, þar af varð einn fyrir varnarliðsbifreið við Hafnar- fjörð. Fimm börn urðu fyrir bif- reið þetta ár og dóu. Árið 1955 urðu þrír fullorðnir fótgangendur fyrir bifreið og dóu. Hins vegar var ekið á 9 börn þetta ár, svo að dauðsföll hlutust af. Af ofangreindum tölum má ráða, að fjöldi fullorðinna fót- gangenda, sem bíður bana í um- ferðinni hjá okkur er ekki óeðli- lega mikill. Sérstaklega virðist öldruðu fólki hætt. En fjöldi sá af börnum, sem árlega ferst í umferðarslysum, er ökumönnum, foreldrum og því opinbera til mikils vansa. Sök foreldranna liggur í því að tryggja börnunum ekki örugg, afgirt leiksvæði á lóðunum sjálfum. Sök þess öpin- bera liggur m. a. í því að tryggja ekki nægilega marga leikvelli, þar sem þéttbýlið er.“ Aths. Velvakanda: Ég er verk- fræðingnum þakklátur fyrir að upplýsa. að ekki var með öllu rétt með farið hér í dálkunum 23. marz. Upplýsingarnar, sem þar birtust, voru teknar úr frétta- bréfi Sameinuðu þjóðanna, sem gefið er út ó íslenzku og sent hing að frá Kaupmannahöfn. Var þess ekki getið í bréfinu, að einungis væri miðað við slys á fólki, stni ekki er sjálft í bifreiðum. — Þess verður og að geta, að talan, sem nefnd er í bréfinu hér að ofan um dauðaslys á íslandi mið- að við 1 milljón bifreiða (942) er miðuð við árið 1955 eitt. Ég nefndi töluna 1200 í þessu sambandi, og er hún fundin sem meðaltal áranng 1953—1955 eins og erlendu tölurnar, sem greint var frá í fyrrnefndu fréttabréfi Sameinuðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.