Morgunblaðið - 20.05.1958, Síða 10

Morgunblaðið - 20.05.1958, Síða 10
10 MOKCTINfír 4Ð1Ð Þriðjudagur 20. maí 1958 roifflitttMftfrifc ©tg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. UTAN UR HEIMI Framkvæmdastjóri: bigius Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Augiysmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýs'ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 AsKnftargjalct kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. AF HVERJU ERU EGAR kunn varð afstaða formanns kommúnista- flokksins til bjargráð- anna, varð mörgum á að spyrja: Hvernig stendur á, að flokkur hans er í ríkisstjórninni? Annað höfuðmálið, sem ríkis- stjórnin var mynduð til að leysa, var brottvikning varnarliðsir.s, sem um leið var höfuðstefnumál kommúnista. Alþjóð er kunnugt um, hvernig það fór. Nýr samn- ingur var gerður við Bandaríkja menn um áframhaldandi veru varnarliðsins og öll ríkisstjórn- in, kommúnistar líka, atti þar hlut að. Þannig fór um aðalstefnu skrármálið. Það stefnuskrármál ríkisstjórnarinnar, sem næst kom á eftir brottvikningu varnarliðs- ins, var „alhliða viðreisn efna- hagsmálanna", eins og það var kallað. Nú hefur lausnin verið lögð fram, og formaður komm- únista lýsir því yfir, að hann sé henni andvígur. Um leið og Einar Olgeirsson lýsti þessari afstöðu sinni, bar hann fram hinar hörð- ustu ásakanir á Framsóknarflokk inn, sem fer með forsæti þeirr- ar ríkisstjórnar, sem kommún- istar styðja,' og taka þátt i. Þeg- ar á allt þetta er litið og allar innbyrðis deilurnar, sem komið hafa fram í blöðum og á mann- fundum milli stjórnarflokkana, þá er von að almenningur spyrji: Af hverju eru þessir menn í rik- isstjórn? ★ Það er ekki aðeins ástæða til þess að spurt sé um, af hverju kommúnistar séu í ríkísstjórninni eftir allt sem á undan er gengið. Það er líka ástæða tii þess að spyrja Alþýðuflokkinn. í Alþýðu blaðinu og' á opinberum vett- vangi annars staðar hafa Alþýðu flokksmenn keppzt við að lýsa óánægju sinni með stjórnarstefn una á einn og annan veg. Ai- þýðublaðið lýsti því yfir í for- ystugrein á dögunum að ef Alþýðuflokkurinn hefði mátt ráða í efnahagsmálunum, hefði allt önnur stefna verið tekin. Nú segjast kommúnistar heldur engu hafa ráðið, heldur sé þetta a'lt í fullkomnu ósamræmi við þeirra stefnu, og er þá spurningín, hver hafi ráðið. Rökrétt ályktun ætti að vera sú, að Framsóknar- menn hafi einir ráðið stefnunni í ^fnahagsmálunum, og að bjarg- ráðin séu fyrst og fremst vcrk Eysteins Jónssonar. ★ Það er einnig fullkomin ástæða til þess, að Framsóknarmenn séu spurðir að þvi, hvermg á því standi, að þeir reyni að halda uppi stjórnarsamstarfi með al'.ri þeirri sundrungu og tvídrægni, sem nú lýsir sér innan stjórnar- herbúðanna. Tíminn lýsir þessum klofningi í forustugrein á laugar- daginn var og segir þar, að það sé ljóst, að „Einar og fylgismenn hans í Sósíalistaflokknum eru andvígir stjórnarsamstarfinu. Það var ekki aðeins, að Einar lýsti sig andvígan frumvarpi stjórnarinnar um efnahagsmálin. heldur kom óbeint fram í ræð(u hans fullkomin andstaða gegn ríkisstjórninni.“ Menn skulu gá að því, að hér er Tíminn að tala við fori!:ann stærsta stuðningsflokks ríkis- stjórnarinnar. Þjóðviljinn lét ÞE/R í STJÓRN? heldur ekki standa á svarinu. Á sunnudaginn birtir hann á for- síðu grein undir yfirskriftinni: Hverjir vilja ríkisstjórnina feiga? Þar segir m. a.: „Þeir vinstri menn, sem gagn- rýna tekjuöflunarleiðir stjórnar- innar gera kröfu til hennar, að hún standi við þau loforð sín að halda dýrtíðinni í skefjum að tryggja lífskjör almennings og leysa efnahagsmálin á kostnað þeirra sem mest fjárráð hafa. Efnahagsmálafrumvarpið er i augljósustu andstöðu við þessi fyrirheit, það hleypir af stað nýrri og stórfelldri verðbólgu- skriðu, sem rýrir verðgildi krón- unnar og kaupmátt launanna til mikilla muna en bætir hag skuldakónga og verðbólgubrask- ara. EÍn er það ekki augljóst mál, að það eru þeir menn, sem knýja fram slíka lausn, sem vilja rík s- stjórnina feiga, en ekki hinir sem krefjast þess að ríkisstjórnin standi við stefnu sina? Og þótt efnahagsmalin séu al- varleg eru þau því miður ekkert einsdæmi. Man Timinn eftir lof- orðinu um brottför hersms?Menn irnir, sem hafa svikið það fyi'ir- heit vilja ríkisstjórnina feiga. Man Tíminn eftir loforðinu um kaup á 15 nýjum stórum togur- um? Mennirnir sem hafa komið í veg fyrir að það fyrirheit væii efnt vilja rikisstjórnina feiga Man Tíminn eftir loforðinu um stækkun landhelginnar? Þeir menn sem tefja efndir á því fyrir heiti vilja ríkisstjórnina sannar- lega feiga.“ Og enn heldur Þjóðviljinn áfram: „Vinstri stjórn er hvorki orð né áróður; hún stendur eða fellur með verkum sínum og engu öðru. Því aðeins gat vinstri samvinna styrkzt og borið árangur, að stað- ið væri við loforðin og þau fram- kvæmd af festu og heiðarleik. En ráðamenn Framsóknar virðasc ekkert mark taka á fyrirheitum sínum; þeir virðast aðeins hafa viljað láta kalla stjórn sína vinstri stjórn í orði; þar er að finna andstæðinga vinstri sam- vinnu.“ Þessi ummæli þurfa engra skýr inga við, en þau ættu að sýna öllum svo ljóslega sem verða má, hve glundroðinn í stjórnar- herbúðunum er orðinn magnað- ur. ★ Þá er spurningin, sem varpað hefur verið fram hér á undan, hvernig standi á því að flokkarn- ir haldi áfram að vera i ríkis- stjórn. Þessari spurningu mun almenn- ast vera svarað þannig, að þrátt fyrir það, að mikill fjöldi al mennra flokksmanna í stjórnar- flokkunum sé fyrir löngu búinn að tapa trúnni á þetta stjórnar- samstarf og sjái að það leiðir ekki til neins góðs fyrir þjóðina, þá eru 6 menn, sem eru á öðru máli. Það eru ráðherrarnir sjálf- ir. Þeir eru um leið oddvitar flokka sinna og það eru þeir sem sitja vilja áfram í ráðherrastól- unum. Þetta mun vera sú skýr- ing, sem almenningur hefur helzt á takteinum á því, að önnut eins ríkisstjórn og þessi skuli enn sitja við völd, eftir allt, sem á undan er gengið. Breyttir kennsluhœttir í Evrópulöndum Meiri áherzla lögð á tœknimenntun en áður. En hverju á að sleppa? MIKlLVÆGI aukinnar náttúru- fræði og tæknikunnáttu í daglegu lífi manna veldur því, að nauð- synlegt hefir reynzt að gera mikl- ar breytingar á því hefðbundna kennslufyrirkomulagi, serc tíðk- azl hefir við æðri menntastoi'nan ir í Evrópu um aldir. — Sífellt eykst fjöldi stúdenda við æðri menntastofnanir, sem krefst þess, að kennslufyrirkomulagi þeirra verði breytt. Þessar urðu niðurstöður á ráð- stefnu kennara og fulltrúa menntamálaráðuneyta frá 24 þjóðum er komu saman í Sévres á Frakklandi í fyrra mánuði. UNESCO nefndin franska og Menntunar-, vísinda-, og menn- ingarstofnun Sameinuðu þjóð- anna boðuðu til ráðstefnunnar í sameiningu. Á ráðstefnunni var aðallega fjallað um kennslufyrir- komulag í menntaskólum og há- skólum. Fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum — að íslandi undanskildu — sóttu fuhdinn. Enwin stöðnnn í kennslumálum J. A. Lauwerys, prófessor við Lundúnaháskóla, einn fulltrú- anna á ráðstefnunni, hélt ræðu, sem vakti mikla athygli. Hann kvað það vera rangt að halda því fram, að stöðnun hefði orðið í kennslumálum Vestur- Evrópulanda. Bretland væri ekki undanskilið í því efni, sagði hann. Miklar breytingar á kennslufyrirkomulagi hafa þegar verið gerðar, og haldið verður á- fram að gera breytingar. Tökum t.d. hina kunnu brezku „Public Schools“, sagði Lauwerys prófess or. Á 18. öldinni var hlutverk þessara skóla framar öllu að ala upp úrvalsmenn á sviði félags- og stjórnmála. Þeir áttu að taka við stjórn Stóra-Bretlands og heimsveldisins. Þá var ekki svo mikil áherzla lögð á tæknilega kunnáttu, heldur var skepgerð- in aðalatriðið. Þau skapgerðar- einkenni, sem mest þótti um vert, voru viljastyrkur, dómgreind, þrautseigja, trúmennska og heið- arleiki. Allir þessir eiginleikar voru að jöfnu þroskaðir á íþrótta- vellinum, í kirkjunni og í kennslustundum í skólunum. En nú stefna margir skólar að því einu 'að gera sérfræðinga úr nem endum sínum. Nú er góð frammistaða í skóla meira virði en afrek á íþróttavell inum, sagði Lauwerys. Kunnátta á leyndardómum kjarnórkunnar verður þyngri á metaskálum en hlauphraði, hástökk, líkamsfeg- urð og prúðmannleg framkoma. Að lokum benti Lauwerys á þá staðreynd, að háskólar í Sovét- ríkjunum útskrifuðu árlega tugi þúsunda ungra manna, sem mennt aðir væru í tæknilegum fræðum. Hefði þetta orðið kennurum í Bretlandi, Frakklandi, Þýzka- landi og Bandaríkjunum mikið umhugsunarefni. Þíóðveríar fækka kennslu^reinum Roger Gal heitir maður, sem er ráðgjafi franskra stjórnarvalda um menningar- og menntamál. Gal hélt ræðu á þessari sömu ráð stefnu og sagði m.a., að sú bylting í kennsluaðferðum, sem nú á sér stað í öllum löndum Evrópu og raunar víðar um heim, hlyti framar öllu að verða í framhalds skólum, menntaskólum og háskól um. í sumum löndum er einfald- lega bætt nýjum greinum við þær gömlu, en í öðrum löndum hall- ast kennarar að því að ráðlegra sé að fella niður fög, sem ekki geta lengur talizt hafa hagnýta þýðingu fyrir nemendur. Síðari John Salling er annar tveggja manna, sem enn eru á lífi, en tóku á sínum tíma þátt í þræla- stríðinu í Bandaríkjunum 1861— 1865. Hann var í her Lees hers- höfðingja, sem beið ósigur fyrir herjum Norðurríkjanna. Salling varð 112 ára 15. maí sl pðferðin hefir t.d. verið tekin upp með góðum árangri í Svíþjóð og Sovétríkjunum. Loks.eru þjóð ir, sem reyna að fara bil beggja í kennslumálunum með því að halda gömlu aðferðinni að nokkru leyti en taka jafnframt upp nýjungar. Þetta hefir t.d. ver ið gert í Frakklandi og á Ítalíu. í Vestur-Þýzkalandi hafa nem- endur kvartað sáran yfir því, að of mikið sé á þá lagt, of margar greinar kenndar í skólunum. Til skamms tíma var þess t.d. krafizt, að þýzkir menntaskóla- nemendur lærðu eftirtaldar grein ar: þýzku, mannkynssögu, þjóð- réttarfræði, landafræði, minnst tvö erlend tungumál, stærðfræði, efnafræði, eðlisfræði, líffræði, náttúrufræði, listsögu, hljómlist, trúarbragðafræði, leikfimi og handavinnu. Margir þýzkir skólar hafa nú tekið-að nokkru upp hið nýja fyr- irkomulag: að kenna hagnýt fræði og fækka greinum, sem áð- ur voru kenndar. Sovétríkin le'roriq aðal- áherzluna á tæknina í skýrslu frá Sovétríkjunum, sem lögð var fram á kennslu- málaráðstefnu UNESCO, segir: að í Rússlandi sé aðaláherzla lögð á kennslu í efnafræði og eðl- isfræði í æðri skólum. f skýrsl- unni segir ennfremur að árið 1955 hafi 175 þús. stúdentar ver- ið brautskráðir með sé'rstakt tæknipróf. Það var 26,8% allra stúdenta, sem brautskráðust það ár frá háskólum í Sovétríkjun- um. Enn drekka Bretar manna mest te í ritinu „Monthly Bulletin uf Agricultural Economic and Stat- istics“ (efnahagslegar hagskýrsl- ur um landbúnaðarmál), sém gef- ið er út af Landbúnaðar- og mat- vælastofnun Sameinuðu þjóð- anna segir, að 1957 hafi terækt i heiminum náð nýju hámarki. Það ár voru ræktaðar 700 þús. smá- lestir af tei í öllum heiminum á móti 680 þús. smálestum árið þar áður. Á árunum 1934—1938 nam teræktin í heiminum að jafnaði 466 þús. smálestum. Bretar eru enn mestu te- drykkjumenn veraldarinnar. A árinu 1957 fluttu þeir inn rúml. 256 þús. smálestir af tei, og er það meira magn en þeir hafa nokkru sinni fyrr flutt inn á einu ári. Þetta svarar til þess, að hvert mannsbarn í Bretlandi noti ár- lega um 9 pund af tei. Næstir í röðinni eru írar. Til samanburðar má geta þess, að í Bandaríkjun- um notar hver maður að meðal- tali 0,28 kg af tei árlega. Meiri kr-öfnr «erðar til veðurfræðinga á þrýsti- loftsöldinni Undanfarið hefir staðið yfir ár- legur fundur á vegum Alþjóða- veðurfræðistofnunarinnar í Genf. Þar hafa veðurfræðingar frá mörgum þjóðum þingað um fram tíð stofnunarinnar og samvinnu þjóðanna í veðui'fræðirannsókn- um. Meðal þeirra mála, sem efst voru á baugi á ráðstefnunni, var á hvern hátt væri hægt að starf- rækja áfram sérstofnun þá, sem var sett upp í Genf í tilefni af jarðfræðirannsóknarárinu. — í stofnun þessari eru veðurfræði- upplýsingar frá öllum heiminum samræmdar. Upphaflega var svo Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.