Morgunblaðið - 20.05.1958, Síða 19

Morgunblaðið - 20.05.1958, Síða 19
Þriðjudagur 20. ma’ 1958 MORGVISBLA ÐIÐ 19 Emii Jónsson CARL Emil Ole Möller Jónsson, eins og hann hét fullu nafni eftir afa sínum, Möller lyfsala í Stykk ishólmi, var fæddur þar hinn 11. marz 1912. Foreldrar hans voru hjónin Dóróthea Möller og Jón Júlíus Björnsson, hreppstjóra í Stykkishólmi Steinþórssonar. Ólst hann þar upp til 8 ára aldurs, er hann fluttist me3 for- eldrum sínum og systrum til Reykjavíkur, þar sem hann átti heimili ae síðan. Snemma fór hann að vinna fyrir sér, og var fyrst við verzlunarstörf, og reynd ist þegar hinn ötulasti til allra verka. Árið 1934 réðst hann til Sláturfélags Suðurlands, og hef- ur síðan unnið þar óslitið, lengst- um við skrifstofustörf. Þótt hann nyti ekki langrar skólagöngu, afl aði hann sér staðgóðrar mennt- unar, og reyndist hinn hæfasti starfsmaður í sinni grein, og var mjög vel látinn jafnt af yfirboð- urum sínum sem samstarfsmönn- um, og þeim sem hann átti við að skipta í starfi sínu. Hann var dagfarsljúfur og glaðsinna, en einbeittur og ákveðinn í skoðun- um, hreinlyndur og hreinskilinn við hvern sem var. Báru því all- ir til hans hið bezta traust, enda var honum sífellt trúað fyrir ábyrgðarmeira starfi, og síðustu árin sá hann um allar kaup- greiðslur til starfsfólksins. Vinum sínum og venzlafólki var hann geðþekkur og kær, og tryggð hans við heimahaga og æskuvini brást ekki. Emil kvæntist 21. sept. 1935 Valentínu Valgeirsdóttur, og — Uppreisn Massu Framh. af bls. 6 dregizt á langinn. Ýmsir háttsett- ir hershöfðingjar í París hafa mjög deilt á herstjórn han. og má þar nefna hinn þekkta Juin marskálk, en aðrir hershöfðingj- ar hafa boðizt til þess að segja stöðum sínum lausum vegna þess, að þeir telja að tvídrægnin í stjórnmálunum skaði mjög sigur- vonir Frakka í Afríku. ★ Það er langt síðan farið var að óttast, að herinn í Algier mundi gera uppreisn og margir höfðu snemma augastað á Massu hershöfðingja sem væntanlegum foringja. í þessu sambandi er rétt að taka fram, að uppreisn Massu á eitkert skylt við fasisma. Massu er hermaður og ekkert annað. Hann hefur dæmið frá Dien Bien Phu fyrir sér og hvorki hann né hermenn hans vilja að sá leikur endurtaki sig. ★ Það má segja, að þetta sé í stórum dráttum það sem liggur á bak við það, að franski herinn í Alzír hefur gert þá uppreisn, sem nú hefur komið öllu Frakk- landi til að riða. Það er hægt að líta á allt þetta með ýmsum aug- um, en hins vegar þýðir ekkert að horfa fram hjá staðreyndum ef menn á annað borð vilja gera sér grein fyrir því, af hverju þeir viðburðir stafa, sem mest er talað um og örlagaríkastir geta orðið. mmnmg eignuðust þau tvo syni, sem nú eru uppkomnir, Valgeir Jón, sem stundar prentiðn, og Björn loft- skeytamann. Valentína lézt snemma árs 1939, og var það mikið áfall fyrir mann hennar og unga syni. Öðru sinni kvæntist Emil 15. des. 1940 eftirlifandi konu sinni, Hrefnu Ólafsdóttur. Eiga þau fjögur börn, Ólaf, sem er að verða uppkominn og hinn mannvænlegasti maður, eins og þeir allir bræður, Jón, Dórótheu Ingibjörgu og Dagnýju, sem öll eru innan fermingar. Heimili sínu og fjölskyldu var Emil hinn umhyggjusamasti forsjármaður, sívakandi og reiðubúinn að fegra og gleðja, enda átti hann næman fegurðarsmekk og skilning á gildi góðs og hlýlegs heimilis. Emil Jónsson andaðist hinn 13. þun., og fer útför hans fram í dag. Hann er mjög harmdauði ást- ríkri eiginkonu sinni, börnum, tengdadætrum og litlu sonardótt urinni, sem var yndi hans og eftirlæti, systrum sínum frænd- fólki og venzlafólki öllu, og öll- um, er af honum höfðu kynni. Ég bið Guð að styrkja ástvinina í þeirra mikla missi, um leið og ég þakka kærum vini langa og — Utan úr heimi Framh. af bls. 10 til ætlazt, að þessi stofnun starf- aði aðeins í 18 mánuði, eða á með an á alþjóðarrannsóknum í jarð- fræði er haldið áfram, en nú er sýnt, að þessi stofnun hefir gert svo mikið gagn, að veðurfræðing ar vilja fyrir hvern mun halda á- fram starfrækslu hennar. Einnig tók ráðstefnan til með- ferðar ýmis tæknileg atriði í veð- urfræðiefnum. T.d. var á það bent, að á öld þrýstiloftsflugvéla yrðu gerðar meiri kröfur til veð- urfræðinnar og veðurfræðiþjón- ustunnar en nokkru sinni fyrr. Þá var til umræðu kjanorka og veðurfræðivísindi, og hvaða hlut deild Alþjóðaveðurfræðistofnun- in skyldi eiga í tæknilegri aðstoð á veðurfræðisviðinu, en Samein- uðu þjóðirnar beita sér fyrir slíkri aðstoð í þágu þjóða, sem standa höllum fæti í þeim efnum. Loks var rætt um nauðsyn þess, að stofnunin eignaðist þak yfir höfuðið, og þörfina á því að byggja skrifstofuhús fyrir hana i Genf. Ráðstefnunni stjómaði André Viaut, sem er forseti Alþjóðaveð- urfræðistofnunarinnar. Hann er yfirmaður frönsku veðurstofunn- ar. Fréttir frá S.Þ. í stuttu máli Nýtt frímerki frá Sameinuðu þjóðunum kemur út þann 2. júní. Það verður með merki S.Þ., blátt og hvítt að lit. Verðmæti þess verður 8 cent, og verður það gef- ið út í 5 millj. eintökum. Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna hefir sam- þykkt að stofnuð skuli efnahags nefnd fyrir Afríku, sem hafi aðal- bækistöð í Addis Abeba. ÖRN CLAUSEN héraðsdómslögmaður, ( Málflutmngsskrifstofa. Bankastræti 12 — Sími 18499. góða samferð á lífsleiðinni, og lýsi blessun yfir minningu hans í hugum allra þeirra, er til hans þekktu. Björn Magnússon, ★ ÞAÐ má segja að lífið sé eins og vatnið sem rennur eftir árfar- veginum, alltaf á hreyfingu. Nýj- ar kynslóðir koma en þær eldri hverfa í skuggann, það er lífsins saga. En þegar menn á bezta aldri hverfa snögglega burt af sjónarsviðinu — menn sem manni finnst eiga svo margt eftir að gera — þá hrekkur maður við, eða svo varð um mig þegar mér var tjáð lát míns gamla leikfé- laga Emils, en svo var hann kallaður í okkar hópi. Sá tími sem við þekktumst bezt var þegar við vorum báðir fyrir innan fermingu, þá hittumst við svo að segja daglega að ein- hverjum leikum og var Emil ávallt þar með þeim fremstu bæði með leikni drengskap og dugnað. En þegar unglingsárin tóku við, skildu leiðir, bæði vegna bú- staðaskipta og atvinnu. Þó höf- um við alltaf sézst öðru hvoru og vitað hvor um annan, og ávallt þegar ég sá þennan kvika og íbyggna vin minn, þéttan á velli og þéttan í lund, þá komu mér í hug margar endurminningar frá horfnum æskudögum. Þessar fáu línur eiga aðeins að vera lítill þakklætisvottur fyrir þær. Ástvinum hans öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Gamall leikbróðir. — Ef stjórn .... Frh. af bls. 1 ið, né heldur aðrar þingræðis- stjórnir. Því sé það alger óþarfi' fyrir hann að hleypa af stað borgarastyrjöld. De Gaulle geti beðið rólegur. Á þessu máli verði engin önnur lausn fundin en að fela honum stjórnartaumana. Það sé aðeins tímaspursmál hvenær stjórn Pflimlins missi þingmeiri- hluta sinn, en þar með væri de Gaulle kominn að. Washington, 19. maí. (NTB) — Eisenhower forseti ræddi í dag við aðra forustumenn Republik- anaflokksins um atburðina i Frakklandi og Alsír. Hann mun flytja ræðu í New York á morg- un, þar sem hann ræðir um þessi vandamál. London, 19. maí (NTB). — Brezka stjórnin fylgist af mesta áhuga með síðustu atburðum í Frakklandi. Áður óttuðust Bret- ar, að de Gaulle myndi gera til- raun til stjórnarbyltingar. Nú eru þeir þvert á móti hræddir um að hann muni brátt taka völd með löglegum hætti. Þykja lík- urnar fyrir því hafa vaxið við síðustu yfirlýsingu hans. Er brezka stjórnin þegar farin að íhuga, hvaða afleiðingar það kynni að hafa í för með sér fyrir Atlantshafsbandalagið. RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlógmaður. Laugaveg. 8. — Sími 1V752. Lögfr<eðistörf. — Eignaumsýsla. Sigurður Ólason HæstarcUarlögnmðu) Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdómslögmaftui Málflutuingsskrifstoía Austurstræti 14. Sími 1 -S5-3S. LOKAÐ eftir hádegi í dag vegna jarðairfarar. Timburverziun ÁRNA JÓNSSOIMAR & Co. H.f Innilega þakka ég öllum ættingjum og vinum er sýndu mér vináttu, sendu mér heillaskeyti og gjafir á 70 ára afmæli mínu 8. þ.m. Emilía Pálsdóttir, - Kamp-Knox H 11 3 Móðir okkar, tengdamóðir og amma KRISTlN JÓNSDÓTTIR andaðist aðfaranótt 19. þ.m. á Elliheimilinu Grund. Börn, tengdabörn og barnabörn. Móðir mín JÓHANNA SIGRlÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. maí kl. 2. Athöfninni verður útvarpað. Blóm eru afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á að styrkja lamaða og fatlaða. Jsœðað verður í gamla kirkjugarðinum. Sigurþór Eiríksson. Útför mannsins míns GUÐMUNDAR ÓUAFSSONAR fyrrverandi kennara á Laugarvatni fer fram frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 22. þ.m. kl. 16,30. Athöfninni verður útvarpað. Kveðjuathöfn fer fram í Akraneskirkju miðvikudaginn 21. þ.m. kl. 14. Blóm vinsamlegast afbeðin. Ólöf Sigurðardóttir. Móðir okkar og tengdamóðir KRISTÍN SNORRADÓTTIR frá Hæðarenda, Grindavík, verður jarðsungin frá heimili sínu Hvoli, Grindavík, fimmtud. 22. maí kl. 1.30 e.h. Blóm eru afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Grindavíkurkirkju. Ferð frá Bifreiðastöð íslands kL 11.30 f.h. Börn og tengdabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SVAVARS ÞJÓÐBJÖRNSSONAR Sandgerði, Alsranesi. Aðstandendur. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við and- lát og jarðarför GUÐNÝJAR GUÐNADÖTTUR frá Dalsmynni. Lóa Kristjánsdóttir, Friðsteinn Jónsson, Unnur Runólfsdóttir, Valgeir Kristjánsson Guðrún Þórðardóttir, Eggert Kristjánsson. Alúðar þakkir fyrir auðsýrida samúð við andlát og út- för móður okkar, tengdamóður og ömmu GUÐRÚNAR jónsdóttur. Björn Magnússon, Eva Árnadóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Ásdís Björnsdóttir. Hugheilar þakkir færi ég öllum, er sýndu hluttekníngu við andlát og útför mannsins míns ÞORBJARNAR ÓLAFSSONAR Harrastöðum. Fyrir hönd vandamanna. Björg Ebeneserdóttir. Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim nær og fjaer, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför okkar áustkæru móður INGIBJARAR JÓNSDÓTTUR frá Gaddsstöðum Sigríður Bjarnadóttir, Þuríður J. Bjarnadóttir, Jón Bjarnason. Hjai’tans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður RAGNHEIÐAR KOLBENSDÓTTUR Kristín Arngrímsdóttir, Guðjón Arngrímsson, Regína Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.