Morgunblaðið - 04.06.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1958, Blaðsíða 2
2 MORCUNBT 4 ÐIÐ Miðvik'udagur 4. júní 1958 Á ellefta þúsund nem- enda í barna- og gagn- frœ&askólum bœíarins Bæta þarf við sjö kennslustofum i sumar til oð mæta aukningu SÍÐASTLIÐINN vetur voru um 106G0 nemendur í barna- og gagn- fræðaskólum bæjarins, að því er fræðslustjórinn í Reykjavík, Jón- as B. Jónsson, tjáði fréttamönn- um í gær. Þar af voru 7553 við nám í barnaskólunum í 289 deild- um og 3106 í gagnfræðaskólunum. Á síðastliðnu ári fjölgaði nem endum á barnaskólastiginu um 280 eða nálægt 4%, og nemend- um á gagnfræðastigi um 354 eða tæp 13 %. Ef reiknað er með svip- aðri aukningu á næsta ári, þarf nú að bæta við 7 nýjum kennslu- stofum, auk annars húsnæðis sem þeim verður að fylgja. í barna- skólunum eru nú í notkun 130 al- mennar skólastofur, en 75 í gagn- fræðaskólunum. Árið 1960 er gert ráð fyrir að tala nemenda í skólum bæjarins verði komin upp í 12600. Þetta táknar það, að á næstu þremur sumrum verður að byggja 38—40 kennslustofur til að mæta þeirri aukningu sem verður. En til að losa skólana úr öllu leiguhúsnæði, þyrfti að bæta við 25 almennum kennslustofum á ári. Það hefur því verið sótt um fjárfestingarleyfi fyrir skóla- byggingum til viðbótar. Fengið er leyfi til að halda áfram með Breiðagerðisskóla, ljúka við fyrsta hlutann af Réttarholtsskóla og fyrir 8 kennslustofum í Voga- skóla. Ekki hefur enn fengizt svar við umleitununm um fjár- festingarleyfi til að halda áfram með Hagaskóla, til að byggja 8 kennslustofur í Hlíðunum og hefja byggingu nýs skóla við Laugalæk, en hlutaðeigandi aðil- ar eru vongóðir um að það muni fást. Undir lokapróf barnaskóla gengu að þessu sinni 1160 börn. Og við barnaskólana störfuðu alls 219 fastráðnir kennarar og 32 stundarkennarar. Heilsufar var yfirleitt gott, að undanskildum innflúenzufaraldri þeim, er geisaði í skólabyrjun. Um 3200 börn fengu gert við tennur hjá tannlæknum barna- skólanna, 1505 börn fengu ijós- böð, 133 stunduðu sjúkraleikfimi og 206 fótaæfingar. Það síðast- talda fór fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar og undir stjórn hans. Talkennslu vegna málgalla og lestrarörðugleika nutu 100 börn og önnuðust tveir sérmennt aðir kennarar þá kennslu. Heima kennslu og sérkennslu vegna veikinda og annarra ástæðna fengu 36 börn. í heimavistarskól- anum á Jaðri voru 26 drengir og í heimavist Laugarnesskólans 20 teipur, sem vegna veikinda og annarra örðugleika gátu ek'ki sótt skóla heiman að frá sér. í vetur var farið með öll 12 ára börn á skiði á kostnað skól- anna og þeim veitt nokkur til- sögn. I sumum skólanna var líka farið með 10 og 11 ára börn. öll- um sem á þurftu að halda voru lánuð skíði og skíðaeign skólanna var talsvert aukin. Auk þess fengu þau börn, sem luku barna- prófi og fóru að venju í ferðalag, nokkurn styrk til þess. Börn á skólaskyldualdri, sem sækja þurftu skóla langt að, fengu ann aðhvort ókeypis strætisvagna- miða eða voru flutt í sérstakri skólabifreið. Þess má geta, að í fjórum skól- anna voru starfræktar barnales- stofur 2—3 tíma hvern skóladag og var bókakostur þeirra mikið notaður af nemendum. Haft var samstarf við foreldra, gefin út skólablöð, starfrækt lúðrasveit drengja, haldið uppi músik- og danskennslu o. fl. Á þessu vori þreyttu 270 nem- endur gagnfræðaskólanna lands- próf og 265 gagnfræðapróf. Við skólana störfuðu 120 fastráðnir kennarar og 70 stundakennarar. Nokkrir nemendur, sem eigi gátu sótt skóla vegna veikinda, fengu sérstaka kennslu. Einnig var starf rækt sérstök deild fyrir nemend- ur á gagnfræðastigi, sem dregizt höfðu aftur úr í námi. Þess skal að lokum getið, að hér á landi eru nemendur til- tölulega fáir í hverri deild, mið- að við það sem annars staðar er, eða aðeins 26,5 að meðaltali í hverri deild. Sæmdur fálkaorðunni. FORSETl ÍSLANDS sæmdi í gær, að tillögu orðunefndar, Thorvald Larsen, leikhússtjóra, stórriddara krossi hinnar íslenzku fálkaorðu. Friðrík Einarsson ver dokforsrifgerð KOMIN er út á ensku doktors- ritgerð eftir Friðrik Einarsson lækni. Læknadeild Háskóla ís- lands hefur tekið ritgerð þessa gilda til doktorsprófs við Há- skólann og mun Friðrik væntan- lega verja hana laugardaginn 14. júní. Andmælendur verða þeir læknarnir Snorri Hallgrímsson, forseti læknadeildar, og Bjarni Jónsson. Doktorsritgerð Friðriks Ein- arssonar fjallar um upphandleggs brot og heitir á ensku „Fracture of the Upper End of the Hum- erus“. Hún er byggð á athugun- um á 302 tilfellum. Bókin er gef- in út af bókaforlagi Ejnars Munks gaards í Kaupmannahöfn. Burguiba biður de Caulle að skýra stefnu sína TÚNIS, 3. júní. — Bourguiba for seti Túnis, hefur farið þess á leit við de Gaulle, forsætisráðherra Frakklands, að hann skýri frá stefnu hinnar nýju, frönsku stjórnar gagnvart Túnis. — 1 bréfi sínu segir forset- inn ennfremur, að hann sé sér þess fyllilega meðvitandi, hver vandi de Gaulle er á höndum. Þetta bréf forsetans er svar við bréfi de Gaulles, sem hann sendi í gær til Bourguiba. í því segir forsætisráðherrann, að hann óski þess, að samkomulagið milli Túnisa og Frakka batni. Tekur forsetinn undir þá ósk í bréfi sínu í dag. En áður en svo getur orðið, verða ríkisstjórnir beggja landanna að skýra frá stefnu Togari á slldarver- tíðina nvrðra STYKKISHÓLMI, 2. júní. — Tog arinn Þorsteinn þorskabítur kom í höfn á sjómannadaginn, með 220 tonn af ísvörðum fiski, eftir 10 daga veiðar og er verið að losa aflann í dag. Á morgun eða næsta dag fer hann á sildarvertíð nyrðra. Fer togarinn fyrst til Akureyrar en Guðmundur Jör- undsson fyrum eigandi og skip- stjóri togarans mun verða með skipið yfir síldarvertíðina. —Árni. 60 ára minning Soffíu Guðlaugsdótfur leikkonu FOSTUDAG 6. þ. m. er 60 ára afmælisdagur frú Soffíu sál. Guð laugsdóttur leikkonu, og þes >a dagana eru liðin tíu ár síðan hún lék í síðasta sinn, og þá i gesta- leik með Poul og Önnu Borg Reumert á leiksviðinu í Iðnó. En frá starfsárum hennar á gamlá Stjórnaíliðið vill ekki ákveða stofnun shóia þjóðkirkjaanai á Löngaiaýrí Á MIöVIKUOAG var tekið fyrir í efri deild Alþingis frumvarp það, sem þingmenn Skagfirðinga fiuttu, um að hin almennu ákvæði iaga um launagreiðslur til kennara og um greiðslu rekstrarkostnaðar húsmæðra- skóla, skyldu gilda um fyrirhug- aðan kvennaskóla þjóðkirkjunn- ar að Löngumýri. — Hefur Ingi- björg Jóhannsdóttir, eigandi og skólastjóri Löngumýrarskólans, boðizt til að gefa þjóðkirkjunni hús og skólabúnað þar á staðnum með því skilyrði m. a., að kirkjan reki þar skóla áfram. Hermann Jónasson, forsætis- ráðherra, kvaddi sér hljóðs og taldi fljótfærnislegt að sam- Barizt allvíða í Líbanon Stjórnarherinn hefur i fullu tré við uppreisnarmenn BEIRUT, 3. júní. — Fréttamenn síma frá Beirut, að enn hafi komið til átaka í dag milli her- sveita stjórnarinnar og uppreisn- armanna. Þó hafa ekki verið lát- lausir bardagar eins og áður, heldur hafa þeir blossað upp við og við og á ólíkustu stöðum. Þá herma fregnir, að stjórnarher- irnir í suðurhluta landsins hafi umkringt flokka uppreisnar- manna og vinni nú að því, að upp ræta þá, í tilkynningu herstjórn- arinnar, sem gefin var út síð- degis í dag, segir að uppreisnar- menn hafi viða unnið skemmd- arverk í gær. Þeir hafa komið fyr ir vítisvélum í veitingahúsum o. s. frv. og allmargir látið lífið í sprengingum. Flugher Líbanons bar í dag til baka fyrri fregnir pess eínis, að flugvellinum i Beirut hefði verið lokað og hann yrði ekki opnaður fyrr en eftir marga daga Segir flugherinn, að aldrei hafi komið til mála að loka vellinum Aftur á móti hefur veginum út á vtíll- inn verið lokað og eftiriit er haft með allri umferð þangað. m. a. til að koma í veg fyrir að upp- reisnarmenn geti unnið skemmd arverk a farþegaveium. þykkja frumvarpið. Sagði hann, að húsmæðraskóli hefði ekki ver- ið starfræktur á Akureyri um árabil, þar sem nemendur hefðu ekki gefið sig fram. Einnig hefði legið við borð, að hætt hefði ver- ið við starfsrækslu skólanna að Staðarfelli og Hallormsstað, þar sem tala nemenda hefði verið undir lögákveðnu lágmarki. Þá kvað ráðherrann heildarendur- skoðun skólakerfisins standa fyr- ir dyrum og væri óeðlilegt að taka ákvörðun um stofnun nýs húsmæðraskóla, meðan henni væri ólokið. Gunnar Thoroddsen minnti á, að mál þetta hefði verið sam- þykkt í neðri deild að einróma tillögu menntamálanefndar deild- arinnar. Menntamálanefnd efri deildar hefði einnig mælt með frumvarpinu í einu hjóði og loks hefði biskupinn yfir íslandi lagt til, að skólinn yrði settur á fót. Ræðumaður kvað endurskoðun skólalöggjafarinnar geta tekið mörg ár, svo að ekki væri unnt að bíða eflir niðurstöðum hennar. Þá benti hann á, að Löngumýrar- skólinn hefði verið fullskipaður undanfarin ár, svo að ekki væri um það að ræða, að hin aðalrök- semd ráðherrans ætti þar við. Nokkur frekari orðaskipti urðu um málið.. M. a. sagði Friðjón Þórðarson, að Staðarfellsskólinn hefði átt í erfiðleikum af tiltekn- um ástæðum um skeið, en í vet- ur hefði bót verið á ráðin og væru þar nú fleiri námsmeyjar en áð- ur. — Að lokum var gengið til atkvæða og tillaga Ilermanns Jónassonar, um að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar samþykkt með 10 atkvæðum gegn 6. leiksviðinu þar eiga fjölmargir reykviskir leikhúsgestir mikmn fjölda góðra minninga um lrst hinnar mikilhæfu og gáfuðu leikkonu. í minningu hennar sýnir Leik- félag Reykjavíkur sjónleikinn „Nótt yfir Napoli“ á föstudags- kvöld í Iðnó. Skömmu eftir andlát frú Soffíu stofnuðu nokkrir ættingja henn- ar og vina minningarsjóð um hana, til þess að verðlauna „bezta leik ársins" að dómi stjornar sjóðsins. Til þess að votta m.rn- ingu frú Soffíu verðskulda*an heiður og efia sjóðinn leika leik- arar ókeypis þetta kvöld, en á- góði sýningarinnar rennur í minningarsjóðinn. Er ekki að efa, að gamlir leik- hússgestir frú ’Soffíu og aðrir muni fjölmenna í Iðnó á föstu- dagskvöldið. 49 farast NEW YORK, 3. júní. — Mexí- könsk farþegaflugvél rakst á fjall skammt frá Mexico City í morg- un og fórust 49 manns. Flugvélin, sem var á leið til Mexico City var af Constellation-gerð. Leit- armenn hafa séð flakið úr lofti, en ekkert lif var að sjá í kring- um það. Skólaslit í Stykkis- hólmi STYKKISHÓLMI, 2. júní. — Störfum 3. bekkjar Miðskólans hér í Stykkishólmi lauk í gær. Fjórtán nemendur luku miðskóla prófi, þar af stóðust tveir lands- prófið. Á miðskólaprófi hlaut Hermann Guðmundsson hæsta einkunn 7,90. Skóslit fór fram í gær í barnaskólanum og skóla- stjóri flutti ávarp, afhenti próf- skírteini og verðlaun. Forseti Rotaryfélagsins, Ólafur P. Jóns- son héraðslæknir, afhenti bóka- verðlaun frá Rotaryfélaginu og ávarpaði nemendur. —Árni. sinni, segir í boðskap Túnisfor- seta. — Eldhúsdagurinn Framh. af bls. 1 Tók við blómlegu búi Ingólfur Jónsson talaði í 2. ræðuumferð. Hann kvað núver- andi rikisstjórn hafa tekið við blómlegu búi, en á valdatíma hennar hefði alltaf sigið á ógæfu hliðina. Benti hann á, að gjald- eyrisaðstaða þjóðarinnar væri nær 600 millj. kr. lakari í apríl- lok 1958 en hún var í apríllok 1956, þegar erlendar lántökur væru reiknaðar með. Hann kvað „bjargráða“-frumv. ríkistjórnar- innar aðeins vera til bráðabirgða, þörf yrði nýrra aðgerða á kom- andi hausti. Auðsætt væri, að nýtt verðbólguflóð væri fram- undan. Ingólfur Jónsson kvað mjög þröngvað kosti landbúnað- arins og bændastéttarinnar með þessu frumvarpi. Eftir að vinstri stjórnin hefði tekið við hefði visi talan hækkað um 21 stig og niður greiðslur á verðlagi stórauknar. Ingólfur Jónsson kvað rikisstjórn ina nú standa uppi ráðþrota og væri þjóðinni lífsnauðsyn að fá nýja og ábyrga forystu. Leikur með fjöregg þjóðarinnar Gunnar Thoroddsen talaði síð- astur af ræðumönnum Sjálfstæð- ismanna. Vakti hann athygli á því, að á sama tíma sem stjórn- arflokkarnir töluðu um nauðsyn einingar í landhelgismálinu hefði þeim ekki einu sinni tekizt að komast að samkomulagi sin á milli um það stóra mál. Harðar deilur hefðu meira að segja stað- ið um það milli ráðherranna í eld- húsdagsumræðunum. Mætti segja að ráðherrarnir hentu nú á milli sín fjöreggi þjóðarinnar. Hann kvað Alþýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa lofað því, að kommúnistar skyldu aldrei fá að koma ná- lægt utanríkismáiastjórn lands ins. Engu að síður hefði þeitn verið falin forysta í viðkvæm- asta og stærsta utanríkismáli þjóðarinnar. Þegar Gunnar Thoroddsen ræddi um efnahagsmálin komst hann þannig að orði, að einn af leiðtogum verkalýðssamtakanna hefði nýlega sagt, að Fram- sóknarflokkurinn væri aðal efna hagsvandamál þjóðfélagsins. Gunnar Thoroddsen kvað engan þurfa að undra, þótt slíkur flokkur sem Framsóknarflokkur- inn ætti erfitt með að ná sam- komulagi við aðra um skynsam- legar ráðstafanir í efnahagsmál- um. Þingmaðurinn ræddi siðan ýtarlega afstöðu Sjálfstæðis- flokksins til efnahagsvandamál- anna. Hann kvað það mestu umbót- ina, sem hægt væri að fram- kvæma í íslenzkum efnahagsmál- um nú, að þjóðin fengi rikis- stjórn, sem hún treysti. Sú stjórn, sem nú færi með völd, hefði á sér vantraust alls almennings. Ræður stjórnarliðsins Af hálfu Alþýðuflokksins töl- uðu þeir Pétur Pétursson, Bene- dikt Gröndal og Emil Jónsson. Af hálfu Framsóknarflokksins talaði Eysteinn Jónsson, sem reiddist Jóni Pálmasyni ákaflega fyrir ummæli hans um fjármála- stjórnina. Ennfremur talaði Karl Kristjánsson fyrir Famsóknar- flokkinn. Af hálfu kommúnista töluðu þeir Karl Guðjónsson, Hannibal Valdimarsson og Lúðvík Jósefs- son. Lúðvik Jósefsson kvað ýmis- legt hafa mistekizt hjá stjórninni, m.a. ætti hún ennþá eftir að efna það loforð sitt að reka varnar- liðið úr landi. Þyrfti almenning- ur að knýja á stjórnina um efndir þess loforðs og myndi Alþýðu- bandalagið þá reyna að fylgja þeirri kröfu eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.