Morgunblaðið - 04.06.1958, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.06.1958, Qupperneq 16
 MORCVISBL AÐib Miðvik'udagur 4. júní 1958 Þetta var nartröð. Hún reyndi aö hljóða, en kokið á henni hezpt- ist saman. Hún gat aðeins legið þarna 1 einu svitabaði og hugs- að um það hvort þetta myndi vera draumur, eða áþreifanlegur veru- leiki. Hún vissi ekki hversu lang- ur tími var liðinn, þegar hún varð þess allt í einu vör að hún var aftur orðin ein í káetunni, að hún gat aftur hreyft sig í kojunni ->g látið slakna á vöðvunum sem svo lengi höfðu verið þandir til hins ýtrasta. Svo sofnaði hún djúpum, draum lausum svefni. Þegar hún vaknaði féll sólar- geisli eins og breið rák, inn um kýraugað og grá morgunskíman fyllti káetuna. Hún var glaðvak- andi, en þó leið góð stund áður en hún gat náð stjórn yfir líkams vöðvum sínum og komið þeim í hreyfingu. Loks komst hún yfir að handlauginni, fálmaði með skjálf- andi höndum eftir pokanum og opnaði hann. Umslagið með pen- ingunum lá þar sem hún hafði sett það kvöldið áður. Þetta hafði þá ekki verið annað en vondur draumur. Hún rak upp móðursýk iskenndan hlátur af hugarlétti, fleygði sér út af í rekkjuna og skalf frá hvirfli til ilja, eins og í sótthita, áður en óttinn yfirgaf hana fyrir fullt og allt. Líkami hennar var enn blýþungur og hugsanirnar undarlega óskýrar og ruglingslegar. Joan leit á úrið sitt. Klutkkan var rúmlega sjö. Hún varð að flýta sér í fötin, til þess að verða tilbúin að taka á móti madame Cortes á hárgreiðslustofunni klukkan átta. Hún hringdi bjöllunni og bað um kaffi, því að hún fann að hún hafði mikla þörf fyrir sterkt, — svart kaffi. Hvað hafði eiginiega verið í þessu meðali, sem madame Claire gaf henni? Joan fór aftur að skjálfa. Hver hafði verið inni í káetunni henn- ar og að hverju hafði þessi óboðni gestur verið að leita? Var það Je- an Collet að leita að þessu umslagi sem honum varð svo tíðraett um? En hann hafði þó hingað til leitað að því opinberlega. Aftur minntist hún glampans í augum madame Claire, þegar hún rakst á umslagið með þrjú þúsund dollurunum. Það gat þó ekki hafa verið hún? Allt í einu varð hún hrædd um peningana. Hún varð að flýta sér að koma þeim í hendur Noilly og fá bréfið í staðinn — bréfið sem Marie Gallon hafði skrifað Lisette sömu nóttina sem hún dó. Madame Cortes varð að fá það, svo að hún gæti tekið endanlega ákvörðun um það hvað gera skyldi. Joan klæddi sig í flýti og svo hringdi hún á þjóninn. Hún beið, en enginn kom, svo að hún varð að hringja aftur. Það leið löng stund, en svo var loksins bankað á káetuhurðina hennar. Það var ekki Noilly sem kom inn heldur annar þjónn sem hún hafði aldrei séð áður. „Hvað get ég gert fyrir yður, mademoiselle?“ „Færið mér bolla af svörtu kaffi. Ég hef ekki tíma til að koma upp og borða morgunverð, því að ég á að vera komin á hár- greiðslustofuna klukkan átta. . . Hvar er Noilly, sem er vanur að vera þjónn hérna?“ „Hann varð því miður fyrir slysi, mademöiselle. Hann hefur víst dottið á þilfarinu og fengið mjög slæmt höfuðhögg. Við fund- um hann meðvitundarlausan og læknirinn sagði að hann hefði að öllum líkindum fengið afar slæm- an heilahristing. Hann er ennþá meðvitundarlaus". 13. KAFLI. Vernier skipstjóri var rétt ný- kominn ofan af stjórnpalli og var seztur við sinn venjulega petit dejeuner i káetunni sinni. Hann var mjög gramur í skapi. Rochelle hafði lent í þokubelti og neyddist því skipstjórinn til að draga mjög úr ferð skipsins og Stúlka óskast strax í Efnalaugina Perlu Hverfisgötu 78 Framleiðsla á rimlai|luggatjoldíum Höfum vélar og allt tilheyrandi svo sem rimla, yfir- og undirlista, stigabönd, snúrur, plasthluti o. fl. á lager fyrir 25 og 35 mm rimlatjöld. Leif Hansen & Co. Postboks 5210, NV Oslo, — Norge var hann þvi orðinn vonlítill um það að honum tækist að setja nýtt met á leiðinni yfir úthafið. „Ef við sleppum ekki út úr þess- ari f jandans þoku á næsta klukku tíma, er engin von um nýtt met lengur“, tautaði hann ólundar- lega. — „Það er líka eins og allt geri samsæri á móti mér“. 1 fyri-a hafði brotizt út eldur á Fleui'ie, sem hann var þá skip- stjóri á. Allir salir skipsins höffðu ger-eyðilagzt og tjónið hafði verið ið svo mikið að skipif var enn í skipasmíðastöðinni — stórkost- legt tap fyrir útgerðina. Fleurie átti að flytja marga góða dollara heim til Frakklanus á þeim tíma árs, en svona fór um sjóferð þá. Til allrar hamingju hafði Vernier verið falin stjórn hins nýja skemmtiferðaskips. Það hafði hann ekki þorað að vona, því að jafnvel þótt hann ætti enga sök á brunanum í Fleurie, gat fram- kvæmdastjórnin vel fundið upp á því að senda hann í land og láta hann lifa á biðlaunum í eitt ár eða svo. Hún hafði rétt til þess. En hann hafði fengið Roohelle og þar með hið mikla tækifæri. Alveg þangað til í gær, þegar skip ið lenti í óveðrinu, hafði hann verið öruggur með metið. — Hann hafði staðið uppi á stjórnpallinum undir stjörnubjörtum næturhimn- inum og gert sér í hugarlund hvað myndi ske, þegar skipið hans ynni Bláa bandið. Allir hinir háu herrar í fiam- kvæmdastjórninni myndu standa á hafnarbakkanum og stíga á skipsfjöl fyrstir allra, tii þess að óska honum til hamingju — og þakka honum. Og yndislega unga konan hans myndi gráta if gleði og hamingju, þjóta upp um hálsinn á honum og kyssa hann. Það vou bara tvö ár síðan hann kvæntist og frú Vernier var tuttugu árum yngri en eiginmaðurinn — hraustleg og fjörug stúlka, sem hafði verið sölumanneskja hjá einni af stærstu skartgripaverzlununum í New York. Þau höfðu kynnzt þeg- ar hún var farþegi með skipinu sem hann var þá skipstjóri á. — Hann átti ennþá bágt með að skilja hvað hún hafði séð við mið- aldra, franskan sjómann, sem þá þegar hafði sannfærzt um það að lífið hefði ekki meiri gleði að veita sér. Enn í dag hlýnaði honum um hjartaræturnar við þá tilhugsun að hún hefði orðið ástfangin af honum og sagt skilið við sitt góða starf, til þess að giftast honum og flytja ’ lítið — en að sjálf- sögðu mjög þægilegt hús — í Le- Touquet. Hann hafði keypt húsið vegna þess að hann vildi hafa vissan dvalatstað, begai hann hætti störfum og færi að lifa á eftirlaunum sínum. Húsið stóð niðri á ströndinni þar sem hafið blasti við í allri sinni tilkomu- miklu fegurð — hafið, sem hann vissi að hann myndi aldrei geta sagt skilið við að fullu og öllu. Þar hafði hann ætlað að lifa og líða einn og yfirgefinn, en örlög- in höfðu sem sagt ætlað honum annað hlutskipti. Hann myndi aldrei verða gamall, þegar hann hefði Charlotte. Hún var ekki að- eins þessum árum yngri en hann, heldur líka síhvik uppspretta yndis og ánægju. Hún fyllti húsið hans með hlátri og sólskini og við- feldnum og skemmtilegum mann- eskjum, sem hann hefði aldrei kynnzt án hennar. Og það bezta af öllu: Áður en hann lagði af stað að heiman núna síðast, hafði hún hvíslað því að honum að þau gætu átt von á erfingja. Þá hefði hann getað kastað sér á knén og þakkað henni, ef það hefði ekki virzt hlægilegt. . . Og svo hafði hann á liðnum árum ver ið hinn almáttugi skipstjóri á svo mörgum skipum, að hann gat ekki verið þekktur fyrir það að falla á kné fyrir neinum. En hann var svo hamingjusamur að hann hefði getað gefið Charlotte jörðina og himininn með öllum s-tjörnunum —- eða a. m. k. Bláa bandið. Meðan hann hellti heitu, svörtu kaffi í stóra bollan sinn, bölvaði hann innilega storminum og þok- unni. Það var ekki beinlínis ró- andi fyrir taugar hans að þokulúð urinn skyldi einmitt á þessu and- artaki gefa frá sér fyrsta, óhugn- anlega viðvörunaröskrið. Og svo var bankað á dyrnar og aðal- gjaldkerinn, Jaques Rougier, kom inn. Skipstjórinn var vanur að gorta af því að honum líkaði svo vel við alla undirmenn sína — en hann gat ekki með nokkru móti þolað þennan Jaques Rougiei’. Gjaldkerinn var langur maður og horaður með stórt, bogið nef. Hann hafði lagt það í vana sinn að umgangast yfirmenn sína eins og jafningja, vegna þess að hann var kvæntur frænku forstjóra skipaútgerðarinnar .... og lýsti því yfir við öll möguleg tækifæri að auðvitað myndi hann aldrei færa sér slíkt í nyt. „Ég kem því miður til þess að tilkynna mjög óþægilegt atvik, hr. skipstjóri", byrjaði gjaldkerinn. „Stóri peningaskápurinn í skrif- stofunni minni var brotinn upp í nótt og öllu stolið úr honum“. Veniier hratt stólnum til baka og starði á gjaldkerann. Hahn var sem þrumu lostinn, en hélt þó sinni ytri ró óskertri. — „Það er mjög óþægileg frétt", sagði hann án þess að svipur hans breyttist hið minnsta. — „Hvernig getur það hafa skeð?“ Gjaldkerinn yppti öxlum. „Um það veit ég jafnlítið og þér, skipstjóri. Ég veit bara það, að áðan, þegar ég kom inn í skrif stofuna, stóð skápurinn galopinn. Læsingin hafði verið skorin úr hurðinni. Það var augljóst að þar hafði enginn viðvaningur verið að verki". „Hverju var stolið?" — Rödd skipstjó’ans var alltaf jafnróleg. „Perlufesti, sem de Sangey greifafrú hafði komið fyrir til geymslu hjá mér,' demantar hinn- ar auðugu, amerísku frú Schwarts Brown, læst skartgripaskrín sem signora Pallada frá Brazilíu átti og heill fjöldi af innsigluðum um- slögum með dollurum, sem keypt- ir höfðu verið á svörtum markaði í París......Það síðasttalda er nú ekki svo mikilvægt. . . .“ Hann brosti. — „Loks hefur svo horfið umslag sem madame Cortes hafði afhent mér með þeim fyrirmælum a r L / u á 1) Þegar Ir út biður •ð laxa iw þorpararnir eru komn i— 2) „Magnús fer inn aftur, Stíg- Ríkarður Magnús um I ur“, sagði Didí. „Hvað gerum við n og ná í skóflurnar. nú?“ — „Látum ekki sjá okkur“, svaraði Stígur. — 3) Skammt undan er Markús, sem veitt hafði ræningjunum eftirför. Hann heyr SOMEBODY'S ÍX>GS ARE REALLV RAISIN& CAIN/... HEY/...IS THAT A CABIN ON , ir hávaða í hundum og síðan sér hann bjarmann frá bálinu. Það er hús að brenna, hugsar hann. að það skyldi fengið frænda henn- ar, Ron Cortes í hendur, ef hún skyldi skyndilega deyja“. „Voru peningar eða gimsteinar í því?“ spurði skipstjórinn höstum rómi. „Ég fékk engar upplýsingar um innihald þess, en madame Cortes geymir gimsteinana í sínum eigin peningaskáp sem hún hefur með sér á skipinu“. „Hamingjunni sé lof fyrir það“, sagði skipstjórinn hátíðlega. „Það er sagt að smaragðarnir, sem hún er að fara með á sýningu í New York, séu stórkostlega dýrmætir. Ef þeim hefði líka verið stolið, þá .... Jæja, hitt er sosum nógu bölvað. Ég ætla strax að ná radio- sambandi við sakamálalögregluna í París og tilkynna henni það sem skeð hefur.....Grunið þér nokk urn sérstakan ?“ Langi gjaldkerinn hristi höf- uðið. „Auðvitað geri ég það ekki, skip stjóri. Ég þorði varla að trúa mín um eigin augum, þegar ég sá skáp inn. Ég er búinn að tala við sam- starfsmenn mína og þeir skilja jafnlítið í þessu og ég sjálfur“. Hugsanir skipstjórans voru bæði bitrar og reiðiþrungnar, þeg ar hann gekk að símanum. — „Þú virðist nú ekki taka þér þetta neitt sérlega nærri, minn góði maður“, tautaði hann fyrir munni sér. — „Þú lætur eins og það komi þér alis ekkert við — bara að velta ábyrgðinni yfir á mig. Geturðu ekki séð að þetta er hneyksli, sem getur kostað þig stöðu þína og starf hjá útgerð- inni? Það kann líka -ð bitna á nr ér. Eldsvoði — kannske morð —■ í síðustu ferð minni á Fleurie og svo í þetta skipti brotinn peninga- skápur í skrifstofu gjaldkerans. Hvað hef ég eiginlega gert, svo að ég verðskuldi öll þessi ósköp. Hann pantaði samtal við saka- málalögregluna í París og svo hreytti hann út úr sér við gjald- kerann: — „Eru það fleiri en samstarfsmenn yðar sem vita um ' þetta?“ „Að sjálfsögðu ekki“. Gjaldker- inn hristi höfuðið. — „Það er, jú skylda mín að gera skipstjóranum fyrst aðvart. En væri ekki réttast að tala strax við madame Cortes? Ég veit sem sagt ekki hvað þetta bréf hennar til frændang hafði að geyma. En þeir sem opnuðu skáp- inn minn kunna líka að hafa auga stað á skápnum hennar“. aitltvarpiö Miðvikudagur 4. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna": Tón- leikar af plötum. 19,00 Þingfrétt- ir. — 19,25 Veðurfregnir. —- 19,30 | Tónleikar: Óperulög (plötur). —■ .20,30 Erindi: íslenzk handrit í | British Museum; síðari hluti — i (Jón Helgason prófessor). 21,00 'Kórsöngur: Karlakórinn Svanir ! á Akranesi syngur. Söngstjóri: ! Geirlaugur Árnason (Hljóðritað ! á Akranesi 3. apríl). 21,40 Kímni saga vikunnar: „Kontrabassinn" , eftir Anton Tjekhov (Ævar Kvar an leikari). 22,10 Erindi: Eld- varrtir I iðnverum (Guðmundur I Karlsson slökkviliðsmaður). 22,30 Tónleikar: Tveir frægir djass- píanóleikarar, Erroll Garner og „Fats“ Waller, leika (plötur). — 23,00 Dagskrárlok. Fimmludagur 5. júni: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 19,00 Þingfréttir. 19,30 Tónleikar: Harmonikulög (plöt- ur). 20,30 E indi: De Gaulle hers höfðingi (Eiríkur Sigurbergsson, viðskiptafræðingur). 20,50 Tón- leikar (plötur). 21,15 Upplestur: „Rakarinn Leonhard", smásaga eftir Leonid Sobolev. (Þýðandinn, Elías Mar, les). 21,25 Tónleikar (plötur). 21,40 Úr heimi mynd- listarinnar (Björn Th. Björnsson, listfræðingur). 22,10 Fiskimál: Línufiski við Austur-Grænland (Dr. Jakob Magnússon, fiskifræð ingur). 22,25 Tónleikar: Lög úr söngleikjum eftir Sigmund Rom- berg (plötur). 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.