Morgunblaðið - 04.06.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.06.1958, Blaðsíða 18
18 Monciiism. AÐIÐ MiðvikudagUr 4. júní 1958 Atvinnumenn Bury leika leik hérlendis í kvöld ENSKA atvinnumannaliðið Bury kom tii Reykjavíkur í gærkvöld með Loftleiðum. Er það fyrsta erlenda knattspyrnuliðið sem hingað kemur á þessu ári. Bury keraur hingað í boði KR og fyrsti leikur heimsoknarinnar er í kvöld og mætast þar gestirnir og gest- gjafarnir. — Leikurinn verður á Melavellinum. Gamalt félag Eins og getið. hefur verið er Bury gamalt og reynt félag. Það hefur árum saman ýmist verið í 1. eða annarri deild ensku knatt- spyrnunnar, en féll í fyrra í 3. deild og hafnaði í 4. sæti i vor. II deildar keppnin Þróttur vann IKF 2 :1 f fyrrakvöld hófst 2. deildar- keppnin hér í Reykjavík, en hér fer aðeins fram lítill hluti keppn innar. Hér mættust þá Þróttur og IKF (íþróttafélag Keflavíkurflug vallar). Leik lyktaði með sigri Þróttar-2:1. Staðan var 1:0 fyrir Þrótt í hálfleik og stóð 2:0 þar til fáar mínútur voru eftir að IFK skoraði. Leikurinn var heldur daufur, og gaf ekki vonir um að knatt- spyrna annarrar deildar yrði betri í ár en í fyrra. ★ VESTMANNAEYJUM, 2. júní. — Stjórn íþróttabandalags Vest- mannaeyja hefir ákveðið, að þeir leikir í II. deild íslandsmótsins í knattspyrnu, sem Í.B.V. hefir verið falið að sjá um, fari fram á íþróttavellinum í Vestmanna- eyjum sem hér segir: Þróttur — f.B.V. laugard. 7. júni kl. 5. Reynir — Í.B.V. sunnud. 15. júní kl. 4. Vinna Hreingerningar. Sími 22419. — Fljótir. Vanir. Árni og Sverrir. Hafði liðið þó forystu í keppninni þar fram eftir öllum vetri. ic Skemmtileg tilbreytni Alllangt er síðan að ensk GOLFKLÚBBUR Akureyrar hef- ir nú hafið sumarstarfsemi sína, og fór fyrsti kappleikur ársins fram dagana 31. maí — 1. júni. Var það keppni um STIGABIK- ARINN. Kappleikanefnd tekur nú upp þann hátt, að afhenda verðlaun að lokinni hverri keppni, og verður að þessu sinni gefinn bikar til eignar fyrir hverja bikarkeppni. Þátttaka í þessari fyrstu keppni ársins var góð. Voru 17 kylfingar skráðir til keppninnar, en 13 luku keppni. Var fyrri hluti hennar vel leikinn og spennandi. Einkum bar þar af leikur Her- manns Ingimarssonar, en hann lék seinni hringinn í 34 höggum, sem mun vera lægsti höggafjöldi. sem náðst hefir á vellinum fram til þessa. Annar varð Gunnar Konráðsson og þriðji Hafliði Guðrnundsson. Léku þeir báðir vel, og var lengi tvisýnt, hvor þeirra hreppti 2. sætið, en Her- mann sigraði örugglega í 157 höggum. Veður var gott, sólskin og sunnangola. 5 efstu menn í'keppninni urðu: Hermann Ingimarsson 157 högg Gunnar Konráðsson 162 — Hafliði Guðmundsson 163 — Sigtryggur Júlíusson 169 — Jóhann Þorkelsson 170 — í fyrri umferð var Hafliði í 2. sæti , en Gunnar náði yfirhönd- inni í síðasta hring. Keppt var án forgjafar. sinn fyrsta knattspyrna hefur sézt hér á landi. Yfir henni er oftast sér- stæður blær, frábrugðinn svip meginlandsknattspyrnunnar. Við höfum átt því láni að fagna að hafa hér ýmis meginlandslið á undanförnum árum, en víst munu margir fagna því að fá nú til- breytingu og sjá enska knatt- spyrnu. Liðsmenn Bury eru atvinnu- menn í knattspyrnunni og má því búast við að þeir kunni ýmislegt fyrir sér. Liðið er ekki méðal „toppliða" í Englandi um þessar mundir eins og að framan grein- ir, en leikir enskra atvinnuliða vekja alltaf athygli og leikför Bury til íslands hefur vakið at- hygli í Englandi. ic Reykjavíkurmeistararnir KR-liðið hefur í vor sýnt áð það hefur tekið meiri framför- um en sézt hafa til annars ísl. liðs fra því í fyrra. Verðskuldað vann KR Reykjavíkurmeistara- titilinn og verður fróðlegt að sjá hvað okkar knattspyrna megnar gegn atvinnumönnum Bury. Dómarar og linu- veröir i vikunni ÞAÐ skal tekið fram að dómara og línuvarða á Landsmóti meistaraflokks (1. og 2. deild) og við erlendar heimsóknir verður ekki getið í þessum þætti þar sem K.D.R. hefur ekki með það að gera. Háskólavöllur. 7. júní 2. flokk- ur kl. 14. Valur — Vík. D. Sig- urjón Jónsson. Kl. 15. Fram — Þróttur D. Páll Guðnason. 8. júní. 3. flokkur A kl. 9,30. Þróttur — Valur D. Sverrir Kærnested. Kl. 10,30. Fram — K.R. D Guðmundur Akelsson. Valsvöllur 8. júní. 3. flokkur B Kl. 9,30. Vík. — Fram D. Jón Þórarinsson. 2. flokkur B Kl. 10,30. Valur — Fram D. Páll Pétursson. K.R. völlur. 7. júní. 4. flokkur A Kl. 14. Vík. — Valur D. Sig- urður Karlsson. Fram — Þróttur - Ræða Ó/o/s Thors Framh. af hls. 12 hvora eða hverja „heysátuna“ hann vill bíta. Það er hættulegt, bæði honum sjálfum og þjóðinni. Syndirnar Dauðasyndir stjórnarinnar eru ekki eingöngu sviknu loforðin. Ofan á þau bætast tilraunir til að brjóta niður þingræðið og lýð- ræðið, með því að flytja valdið frá Alþingi og forseta Islands til Alþýðusambandsins. Við þetta bætist svo enn, að íorystuna skortir algjörlega hæfni til að taka ákvörðun og loks er svo ríkisstjórnin sjálfri sér sundur- þykk og gersamlega stefnulaus. Loftarðu þessu, Hermann? Síðustu sporin, að láta tilleið- ast að leggja 790 millj. kr. nýja skatta á þjóðina, hljóta að hafa verið forsætisráðherranum þung. Líka vegna þess, að hann veit, að með þeim er aðeins tjaldað til einnar nætur. Þessi úrræði eru ekki eingöngiu óskynsamleg og hljóta að kalla á önnur hald- betri mjög bráðlega, heldur eru þau líka svo úr garði gerð, að þau spana til óvinsælda. Verkalýðurinn hefur mótmælt þeim með 82% atkvæða gegn 18%. Framleiðendur Iýsa þau svik og mótmæla harðlega. Ótal stór og smá félög og félagasamtök mótmæla. Úr öllum áttum er mótmælt. Sjálfstæðisflokkurinn, sem nú fcr opinberlega með umboð yfir 50% kjósenda, mótmælir. Formaður kommúnistaflokks- ins, sem fer með um 17 % at- kvæða mótmælir. Einu smni var kveðið: Hérna á öldungs axlirnar ellisignar, bilaðar, hinu og þessu hrúgað var. Hafa þær gerst í vetur stjórnarsynda setur. En þó eru eftir ótaldar allra verstu klyfjarnar, sem líka á að láta þar. Loftarðu þessu, Pétur? Hermann Jónasson hefur eng- ar öldungá axlir. Ekki ellisignar. Ekki bilaðar. En samt spyr. ég nú, þegar hann ofan á allar sínar fyrri syndir, bætir hinum end- anlegu svikum allra fagurra fyr- irheita með því að leggja nýjar 790 millj. kr. drápsklyfjar á þjóðina: Loftarðu þessu, Hermann? Lifandi dauð Svo sem alþjóð veit dó ríkis- fellur niður. 3. flokkur B Kl. 14. _ Fram B — Valur D. Bald- vin Ársælsson. Kl. 15. Fram C __K.R. D. Haraldur Baldvinsson. Framvöllur. 7. júní 5. flokkur A Kl. 14. Þróttur — Valur D. Árni Þórarinsson. Kl. 15. Vík. — Fram D Elías Hergeirsson. Kl. 16 5. flokkur B. K.R. — Valur D. Daníel Benjamínsson. Spurning vikunnar. Þegar einn leikur í 1. fl. átti að hefjast uppgötvar dómarinn að einn leikmanna kom til leiks í skíðaskóm. getur dómarinn leyft honum að leika. Ha hvað er nú þetta? (hvað segir dómarinn við þessu?) Dómarar. Vinsamlegast til- kynnið stjórn félagsins fyrir 10. júní ef þið verðið í sumarleyfum eða farið úr bænum annarra or- saka vegna í júní mánuði vegna niðurröðunar á leiki er fara fram í mánuðinum. K.D.R. I stjórnin miðvikudaginn 21. f. m. og gaf sjálf fyrir andlátið fyrir- mæli um að tilkynna erlendum fréttastofum sorgarfregnina. Aðfaranótt fimmtudags fékk líkið sinadrátt og reis upp við dogg eins og hnyttinn maötur komst að orði. Á fimmtudag andaðist stjórnin öðru sinni. Á föstudagsmorguninn lifnaði hún dauð. Þannig tórir hún nú. Hve lengi skal ég ekki spá. Aldrei hefur íslenzk stjórn átt | sér óhugnanlegri sögu né ömur- legra ævikvöld. Bjargráð á banabeði Forystulausa þjóð, hefir sjálfri sér sundurþykk ríkisstjórn þó á banabeði að lokum tekizt að sam- eina. Framsóknarmenn vilja reyna að bjarga Ieifunum af æru for- ingja sinna. Kommúnistar vilja forða sér undan refsivendi verkalýðsins. Alþýðuflokkairinn vill, ef auð- ið er, halda líftórunni með því að forða sér frá kommúnistum og ekki síður þó úr ástarörmum | Framsóknar. I Sjálfstæðisflokkurinn hefur * alltaf viljað og mun alltaf vilja bjarga þjóðinni, en frumskilyrði þess er. að Iosa hana við stjórn- leysi stjórnarinnar. Þess vegna er þjóðin nú loks. ins sameinuð og sammála, — öll þjóðin að ráðherrunum þó und- anskildum. Allir segja: Komi hvað, sem koma vill, en burt með þessa stjórn. Haldbezta lausnin Eg lýk máli mínu með því að segja stjórninni og þjóðinni þann einfalda en afar þýðingarmikla sannleika, að enda þótt efnahags- mál þjóðarinnar verði aldrei leyst í eitt skipti fyrir öll, þá er þó haldbezta lausnin sú, að efla útflutningsframleiðsluna með stórvirkustu tækjum. Jafnframt verður þjóðin að gera sér ljóst, að hún verður að una sann- gjarnri skiptingu þess, sem dreg- ið er í þjóðarbúið, því engin þjóð fær til langframa lifað um efni fram. Ungmennafélagið Baldur 50 ára NÆSTKOMANDI sunnudag er Ungmennafélagið „Baldur“, í Flóa, fimmtíu ára. Það var stofnað 8. júní 1908. Á laugardagskvöldið, þann 7. júní, efnir félagið til hátíðahalda i sam komuhúsi sveitarinnar „Þing- borg“ í tilefni af afmælinu og verður þar ýmislegt til skemmt- unar og hátíðabrigða. Allmargt stofnfélaga og fyrstu félaga mun vera á lífi og eru þeir sérstaklega velkomnir á samkom una. Hreppsbúar allir eru og vel- komnir. „Huginn“ blað félagsins, mun á næstunni koma út í sérstakri útgáfu helgað 50 ára afmælinu. Þann 17. júní, mun verða vígt nýtt og glæsilegt íþrótta- og skemmtisvæði, sem félagið hefir gert við Einbúa og þar gengst félagið fyrir 17. júní hátíðahöld- um sveitarinnar þann dag. Ýmislegt fleira hefir félagið á prjónunum. Fyrsti formaður félagsins var Gísli Jónsson á Stóru-Reykjum. Hann gegnir enn fjöldamörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sina og sýsiu. Núverandi formaður er Gunnar Halldórsson á Skeggjastöðum. + í Glasgow var í dag kveðinn upp dauðadómur yfir skóg- arhöggsmanni, sem fundinn var sekur um 8 morð. Ekki sást hon- um bregða, þegar dómurinn var lesinn upp í réttarsalnum. /O / t íjölritarar og ^jeólelsierefni tíl rjölritunar. ' ikaumboð Finnbogi Kjarlansí'on 1 .lusturstræti 12. — Sími 15544.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.