Morgunblaðið - 04.06.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.06.1958, Blaðsíða 19
Miðvik'udagur 4. júní 1958 MORCVISBTAÐÍÐ 19 Karlakór Akureyrar 1 söngför um Suðurland KARLAKÓK Akureyrar íer söng för suður ura land 5.—11. þ. m. Kórinn syngur á Akranesi að kvötdi 5. júní. — í Reykjavík á föstudag 6. júní, Selfossi á laug- ardag 7., og í Hafnarfirði og Keflavík kl. 2 og kl. 9 á sunnu- daginn 8. júní. Söngstjóri er Áskell Jónsson frá Mýri. Einsöngvarar Eiríkur Stefánsson, Jóhann Konráðsson og Jósteinn Konráðsson. Undir- leikari er Guðrún Kristinsdóttir. Söngskráin er fjölbreytt, má nefna lagahöfunda sem Áskel Snorrason, Björgvin Guðmunds- son, Jóhann Ó. Haraldsson, Karl O. Runólfsson, Pál Isólfsson, Pál H. Jónsson, Skúla Halldórsson, Fr. Schubert (Vögguvísa. með einsöng), G. Reichardt (Kvæði um rós), G. Bizet (Agnus Dei), May H. Brahe o. fl. Karlakór Akureyrar hóf starf- semi sína haustið 1929, og var helzti hvatamaður þess Þórir Ógeðslegur verknaður framinn í Sundlaugunum SUNDLAUGARNAR voru fjöl- sóttar í góðviðrinu í gær sem vænta mátti. Var þar yfirfullt af fólki þegar sundlaugarvörðurinn þeytti flautu sína ákaft. laust fyr ir klukkan 2 og skipaði öllum baðgestum upp úr tafarlaust. Ástæðan til þessa var sú, að saur hafði fundizt í grunnu laiuginni. Þar var mikið af börn- um og unglingum og innan um töluvert af fullorðnu fólki. Þvi var ógjörningur að komast að því, hvaða siðleysingi var hér að verki. — Sundlaug- arnar voru tæmdar samstundis og baðvörðurinn kvaðst mundu sótthreinsa alla laugarveggina og botninn. Það verk tekur það langan tíma að sundlaugarnar voru lokaðar það sem eftir var dagsins að öðru leyti en því að sólbaðsskýlin voru opin svo og steypuböðin. í vor hefur það þráfaldlega Tvö ismíerðarslys TVÖ umferðarslys urðu hér í Reykjavík í gærdag. Unglings- piltur og drengur urðu fyrir bíl- um og hlutu báðir beinbrot og eru nú rúmliggjandi í sjúkrahús- um. Drengurinn, sem er 9 ára, og heitir Þorvarður Jónsson, Nökkva vogi 15, var á reiðhjóli á Lang- holtsvegi. Slysið varð á móts við Langholtsveg 92. Virtist sjónar- vattum, sem drengurinn missti vald yfir reiðhjólinu, er hann mætti vörubíl, sem á móti kom. Rann reiðhjólið með drengnum inn undir pall bilsins framan við afturhjólið. Við það féll drengur- inn í götuna og munn afturhjól- ið hafa farið yfir fót hans. Hlaut Þorvarður litli slæmt fótbrot, en auk þess hafði hann handleggs- brotnað. Var hann fluttur í Land spítalann eftir að búið var að gera að meiðslum hans til bráða- birgða. Nokkru síðar varð svo slys á Laugavegínum við horn Skóla- vörðustígs. Unglingspiltur, Jón S. Jónsson til heimilis í Karfavogi 13, var þar á „skellinöðru“. Hafði hann numið staðar íyrir rauðu ljósi götuvitanna, er bíl var ekið aftan á reiðskjótann, með þeim afleiðingum að pilturinn féll i götuna. Lenti hann með annan fótinn um hné undir einu hjóli bilsins og hlaut beinbröt. Piltur- inn var fluttur í Slysavarðstof- komið fyrir að orðið hefur að loka sundlaugunum af þessum sökum. Það hefur komið fyrir að þegar laugarnar hafa verið opnaðar á morgnanna hafa bað- verðir samstundis orðið að loka og tæma laugina og sótthreinsa. Hafa þá einhverjir dónar klifrað yfir bárujárnsgirðinguna um- hvei'fis sundlaugarnar og gengið örna sinna í lauginni. Mun ekki hafa tekizt í eitt einasta skipti að hafa hendur í hári þeirra er svo ógeðslegan verknað hafa framið í þessum marglofaða heilsubrunni. Hér ættu allir góðir menn að koma til liðs við sundlaugarverð- ina og gera sitt til þess að svona atburður endurtaki sig ekki. Einn liður í þeirri viðleitni er t.d. að foreldrar brýni fyrir bönum sínum ungum sem stálp- uðum að láta slíkt sem kom fyrir í sundlaugunum i gær aldrei henda sig. Þá verður eðlilega að vænta þess að umferðarlögregl- an hafi aðstöðu til þess að fara í eftirlitsferðir inn í sundlaugar eftir að þeim hefur verið lokað, svo að sóðamenni geti ekki gert sér leik að ganga þar álfrek. Jónsson. En formleg stofnun, lög samþykkt og stjórn kosin 26. jan. 1930. Fyrsta stjórnin var svo skipuð: Formaður Áskell Snorra son, ritari Þórir Jónsson, gjald- keri Aðalsteinn Þorsteinsson. ■ Áskell Snorrason var söngstjóri kórsins í upphafi og svo allt til ársins 1942. Þá var Sveinn Bjarman stjórn- andi kórsins eitt ár 1942—’43. En síðan 1943 hefir Áskell Jónsson verið söngstjóri Karlakórs Akur- eyrar nema tvo vetrarhluta, er þeir Jakob Tryggvason og Jón Þórarinsson komu til hjálpar, vegna forfalla Áskels. Þrír af stofnendum kórsins eru enn virkir félagar: Jón Guðjóns- son, Oddur Kristjánsson og Þórir Jónsson. Þá hefir og Jón Svein- björnsson verið starfandi kór- maður öll þessi ár. Annars hefir söngliðið tekið miklum breyting- um, árlega einhverjir að koma og aðrir ‘að fara. En hópurinn hefir og smástækkað, söngmenn nú 45. Stjórn kórsins skipa nú þessir menn: Formaður Jónas Jónsson frá Brekknakoti, ritari Arni Böðvars- son, gjaldkeri Steingrímur Egg- ertsson, varaformaður Daníel Kristinsson og meðstjórnandi Ingvi Rafn Jóhannsson. Meinlega villa hafði komizt að í minningagrein um Hauk Snorra son ritstjóra. Vísan úr Hávamálum er svona Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr hit sama; en orðstírr deyr aldrigi hveims sér góðan getr“. Einnig átti mndirskriftin að vera með fullw nafni, en ekki skamrnstöfuð. Jón Þorleifsson. Eyskenes mynclar sennilega stjórn BRUSSEL, 3. júni. — Eftir kosningarnar í Belgíu s.l. sunnu dag virðist ekki annað unnt en mynda samsteypustjórn ka- þólskra og jafnaðarmanna. Eins og kunnugt er, unnu kaþólskir á, en jafnaðarmenn fóru halloka í kosningunum. Kaþólski þjóð- flokkurinn er nú stærsti flokkur þingsins. Búizt er við, að leiðtoga kaþólskra. Eyskenes, fyrrum for sætisráðherra, verði falið að reyna stjórnarmyndun. Hann er 59 ára gamall. Vitað er, að hann hefur mikinn áhuga á, að jafnað armenn og kaþólskir taki hönd- um saman og myndi nýja stjórn. M.s. Goðafoss fer frá Reykjavík föstudaginn 6. þ.m., til Vestur- og Norðurlands. Viðkomustaðir: Flateyri, . Siglufjörður, Akureyri, Svalbarðseyri, Húsavík, ísafjörður. Vörumóttaka á miðvikudag og funmtudag. H.f. Eimskipafélag fslands. GóS vmna Snyrtilegar og duglegar afgreiðslustúlkur óskast við góða veitingastofu strax. Gott kaup. Tilboð sendist á afgr. Mbl. merkt: „Góð vinna — 6066“. Mínar innilegustu þakkir fyrir heimsóknir, gjafir og skeyti, og annan heiður og vinsemd er mér vax auðsýnd á 80 ára afmæli mínu 31. maí sl. Árni J. Strandberg. Kærar þakkir öllum þeim, sem sendu mér kveðjur og vottuðu mér vináttu sína á annan hátt á sjötiu og fimm ára afmæli mínw Árni J. Hafstað. Mínar innilegustu þakkir flyt ég vinum og ættingjum sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og heilla- skeytum á 50 ára afmæli mínu. Lifið heil. Karl Bjarnason, Mávahlíð 18. 3ja herb. íbúðarhœð í steinhúsi við Laugaveg til sölu. Laus strax. Útb. kr. 130 þús. Nýja fasfeignasalan Bankastr. 7, sími 24300 og kl. 7.30—8.30 18546. Lokað eftir hádegi í dag vegua jarðarfarar. Timburverzlun Árna Jónssonar & Co. hf. Maðurinn minn TOBSTEN W. BOISMAN fyrrv. hæstaréttardómari, lézt að heimili okkar í Helsing- fors hinn 23. f.m. Sigríður Boisman f. Thorsteinsson. Jarðarför móður minnar og fósturmóður okkar JÓHÖNNU GUÐRÚNAR JÓHANNSDÖTTUR Vesturbraut 22, Hafnarfirði fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, fimmtudaginn 5. júní kl. 2. Afþökkum blóm. Begþór Albertsson, Albert Þorsteinsson, Guðrún Albertsdóttir og Steindóra Albertsdóttir. Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns ÁGÚSTAR GUÐJÓNSSONAR málarameistara. Pálína Magnúsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns JÓNS VALTÝSSONAR Kirkjubæ, Vestmannaeyjum. — Fyrir hönd vandamanna. Guðrún Hallvarðsdóttir. Innilega þökkum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför ÞÓREVJAR MAGNÚSDÖTTUR • Þórsgötu 9. Magnús Gíslason, Ingibjörg Magnúsdóttir, Herinann Þorsteinsson, Innilegar þakkir færum við öllum nær og fjær, fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eig- inkonu og móður okkar MARGRÉTAR MAGNÚSDÓTTUR Stykkishólmi. Sérstaklega þökkum við einsöngvara, kór og organista. Ebenezer Þorláksson og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.