Morgunblaðið - 04.06.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.06.1958, Blaðsíða 8
i MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. júní 1958 „Fishing News" helgar málinu og íslandi mik- iö rúm í síðasta blaði Þykist geta fært sönnur á, að ekki sé um ofveiði að ræða við ísland I SÍÐASTA tölublaði „Fishing News“ er mikið rætt um land- helgismálið og ísland. Má segja, að mestur hluti blaðsins fjalli um landhelgismálið. Aðalfregn þess er undir svohljóðandi fyrir- sögn: „ísland ákveður að færa út landhelgina í 12 sjómílur eft- ir vandræðaástand í viku“. í greininni segir m. a.y að nú verði ríkisstjórnir á Vesturlönd- um að ákveða, hvort þær taki afstöðu til þessarar ákvörð- unar Islendinga hver fyrir sig eða sameiginlega, að undan- gegnum umræðum um málið. Blaðið minnir á, að ákveðnir hagsmunahópar vilji víkka út landhelgina við Skotland. Síðan segir blaðið, að ef fyrrnefnd ríki taki sameiginlega afstöðu til land helgismálsins, þá verði þau að koma sér saman um, hvaða land- helgi þau styðja, fjögurra, sex eða tólf mílna landhelgi. — Síð- an er sagt, að því hafi verið lýst yfir, að reglugerð verði gefin út um stækkun íslenzku fiskveiði- landhelginnar 30. júni n. k. og eigi hún að gilda frá 1. sept. í haust. Síðan kemur alllöng grein um gang málanna undan- farnar vikur og er því nákvæm- lega lýst, hve litlu munaði, að stjórn Hermanns Jónassonar yrði að segja af sér vegna deilna inn- an ríkisstjórnarinnar um land- helgismálin. Blaðið segir, að frá- sögn sín sé byggð á fréttaskeyt- um Reuters. Þá er einnig á fremstu síðu feitletruð forystugrein; sem hefst á þessum orðum: íslendingar FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um breytingar á húsnæðismáialög gjöfinni var til 3. umræðu í efri deild í fyrradag. Eins og áður hefur verið sagt frá í blaðinu, er hér um að ræða smábreytingar á lögunum, sem sett voru í fyrra. Sjálfstæðismenn hafa reynt að koma fram ýmsum tillögum í báðum þingdeildum um frek&ri breytingar á lögunum, en án ár- angurs. I fyrradag lágu fyrir breyting- artillögur frá Gunnari Thorodd- sen og Hannibal Valdimarssyni. Tillögur Gunnars voru um framlög ríkisins til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði og fylgdi tillögumaður þeim úr hlaði. Við atkvæðagreiðslu voru allar tillögurnar felldar. Tillaga Hannibals var um ráðn- ingu starfsmanna húsnæðismála stofnunarinnar og stjórn dag- legra starfa innan veggja hennar. Flutningsmaður sagði nokkur orð um tillögu sína og tók hana síðan aftur. Vakti það nokkra athygli. Frá tillögunum er nánar sagt hér á eftir. Frumvarpið var að lokum samþykkt sem lög. Útrýming heilsuspillandi húsnæðis 1 ræðu sinni sagði Gunnar Thoroddsen m. a.: Þegar lögin um húsnæðismála- stjórn og fleira voru sett árið 1955, var viðurkennt, að útrým- ing heilsuspillandi húsnæðis væri sameiginlegt vandamál ríkis og bæjafélaga, og að þessir aðilar skyldu leggja fram jafnháar fjár- hafa kastað teningunum. Síðan er sagt, að „hin hægfara öfl“, sem vilja kynna erlendum þjóðum málstað. íslands, áður en land- helgin er vikkuð út, hafi unnið sigur. En þeim muni reynast erfitt að sannfæra vinveittar þjóðir um nauðsyn þess að víkka út landhelgina. Þá segir í for- ystugreininni, að íslendingar bendi 'einkum á þrjú atriði í sambandi við útvikkun landhelg- innar. í fyrsta lagi ofveiði, í öðru lagi bágborinn efnahag og í þriðja lagi varðveizlu ákveð- inna fiskstofna. Þá er bent á sérstaka grein, sem birtist á 9. síðu blaðsins og fjallar um þessi vandamál. Þar er reynt að sýna fram á, að ekki sé um að ræða ofveiði á fiski og sérstak- lega tekið dæmi um þorskinn. Þá er bent á, að veiði íslendinga sé nú um 214 sinnum meiri nú en fyrir stríð og á þessum tíma hafi hlutur Islendinga í fiskveiðum við landið aukizt úr 31% 1936— 1938 upp í 45% 1953—1955. Á þessum tíma hafi íbúatala í land- inu vaxið úr 120 þús. í 160 þús., svo að 1250 kg hafi komið á hvert mannsbarn í landinu á fyrra tímabilinu (1936—1938), en 2400 kg. á hinu síðara (1953— 1955), svo að nú sé hér um bil helmingi meiri veiði á manns- barn en áður. — Þá er þess og getið, að meðalveiði 1955—1957 hafi aukizt 12% samanborið við það sem hún var 1936—1938. f fyrrnefndri grein (á 9. síðu) segir, að Bretar eigi 2500 togara til djúphafsveiða. Þeir hæðir til þessara mála. Sést þetta bæði í lögunum sjálfum og í greinargerðinni, sem fylgdi laga- frumvarpinu, þegar það var lagt fyrir Alþingi. Þegar lögin voru sett, var álitið, að framkvæmdir á þessu sviði á vegum bæjafélag- anna, yrðu ekki meiri en svo, að 3 millj. kr. úr ríkissjóði á ári myndi nægja sem mótframlag. I fyrra var lögunum frá 1955 breytt hér á Alþingi og þá m. a. ákveðið að hækka framlagið í 4 millj. kr. á ári. Þó var þá ljóst, að það myndi ekki nægja til að ríkið gæti greitt jafnmikið og bæjafélögin til að útrýma heilsu- spillandi húsnæði. Reykjavíkur- bær hefur t. d. lagt fram um 40 millj. kr. í þessu skyni á síðustu 3 árum. Á þetta var bent í fyrra, en leiðrétting fékkst ekki. Nú hef ég lagt til, að afnumið verði það ákvæði, að árlegt fram- lag ríkisins verði ekki meira en 4 millj. kr., svo að ríkissjóður greiði jafnmikið og bæjafélögin. Til vara hef ég flutt tillögu um, að árlegt framlag verði allt að 10 millj. kr. og til þrautavara, að það verði allt að 8 millj. kr. (Þegar greidd voru atkvæði, var aðaltillagan felld með 11 atkvæðum gegn 6, varatillagan með 10 gegn 7 og þrautavaratil- lagan með 8 gegn 7). Þá hef ég lagt til, að sveitafé- lögum verði gert að skyldu að sjá um, að tekin verði úr notkun ein ónothæf íbúð á móti hverri nýrri íbúð, sem lán er veitt til. Þetta ákvæði myndi koma í stað núverandi ákvæðis, sem bókstaf- lega skilið bannar, að ríkið leggi nokkurt fé fram til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði, fyrr en hin nýja íbúð hefur verið full- gerð. í framkvæmd táknar það, að bæjafélögin eigi að lána ríkinu þess hluta af framlaginu til nýju íbúðarinnar, þar til hún er full- gerð. Þetta er fráleitt ákvæði, en þó hefur félagsmálaráðherra skrifað húsnæðismálastjórn og krafizt þess, að því verði fram- fylgt til hins ýtrasta. (Þessi tillaga Gunnars Thor- oddsens var felld með 7 atkvæð- um gegn 6). Tillaga Hannibals Hannibal Valdimarsson, félags- málaráðherra, lagði sl. laugardag fram eftirfarandi tillögu: „Félagsmálaráðherra skipar húsnæðismálastofnun ríkisins framkvæmdastjóra, að fengnum tillögum húsnæðismálastjórnar, og ákveður honum laun. Einnig ákveður ráðherra þóknun til húsnæðismálastjórnar. Fram- kvæmdastjóri annast daglegan rekstur stofnunarinnar. Hann ræður starfsmenn stofnunarinnar með samþykki ráðherra“. Félagsmálaráðherra sagði í SAMKOMULAC- hefur náðst milli brezku stjórnarinnar og stjórnar V-Þýzkalands um brezkar her- sveitir í V-Þýzkalandi. Munu Þjóðverjar greiða 86 millj. sterl- ingspunda á naestu þrem árum til viðhalds brezkum herstöðvum í landinu — og þannig taka mikinn þátt í kostnaði við dvöl hersins. Náðist srmkomulagið á Vettvangi NATO. ræðu í fyrradag, að hann hefði flutt þessa „litlu breytingartil- lögu“, þar sem allir vissu, að ekki gæfist vel að hafa 5 skipstjóra á einu skipi og hann hefði talið rétt að hafa um þessi efni glögg ákvæði. Hann kvaðst hins vegar líta svo á, að ákveðið hefði verið að leysa málið á annan hátt og því tæki hann tillöguna aftur“. Þess má geta, að mikill órói virtist vera í stjórnarherbúðun- um vegna þessarar tillögu félags- málaráðherra. Sátu menn og skeggræddu í hliðarsölum þings- ins unz sú niðurstaða fékkst, sem að ofan greinir. Bíll veltur - tveir meiðast ... AKUREYRI: — Tveir menn héð- an úr bænum, Sigurður Þor- steinsson og Páll Elíasson, eru nú í sjúkrahúsi hér. Sigurður handleggsbrotinn, en Páll við- beinsbrotinn, auk þess sem báðir hafa hlotið önnur minniháttar meiðsl. Þeir voru saman í bíl í skemmtiferð, er bíll þeirra fór á hliðina ofan í nalfs annars meters djúpan skurð við bæinn Björk, sem er við Staðarbyggð, 10—12 km fyrir utan bæinn. — Báðir eru þeir nú á batavegi. Tildrög slyssins eru ekki kunn Þeir voru í 12 ára gömlum bíl, fjögurra manna. Heimilisfólkið a Björk bjargaði þeim út úr bílr.- um skömmu eftir að slysið varð. Sigurður mun hafa fengið all- þungt höfuðhögg og misst með- vitund, er bíllinn valt. 15 gagnfræðingar brautskráð- ust. Hæstu einkunn á gagnfræða ■ prófi upp úr 4. bekk hlaut Guð- mundína Þorláksdóttir, 1. eink- unn: 8,45. Hæstu aðaleinkunn í skólanum fékk Margrét Jóelsdóttir, 1. bók- námsdeild, 9.16. Hæstu einkunn í bóklegum greinum greinum yfir skólann hlaut Bragi Ólafsson, 1. bóknáms- deild, 9,65. Þá voru afhent verðlaun frá skólanum þeim nemendum, er fram úr sköruðu í námi, svo og nemendum fyrir vel unnin trún- aðarstörf. Að lokum afhenti skóia stjóri gagnfræðingum skírteim, ávarpaði þá nokkrum kveðjuorð- um og sagði skólanum slitið — Síðan var sungið undir stjorn söngkennararans Ragnars H. Ragnar. Um kvöldið héldu nemendui lokafagnað og buðu þangað kenn- urum, prófdómurum og konum þeirra. Var það hinn bezti fagn- aður, ræður fluttar, mikið sung- ið og að lokum stiginn dans. Sýninga á handavinnu og teikn ingum nemenda var sunnudaginn 18. maí. Var sýningin fjölbreytt og sóttu hana rúmlega 1200 gest- ir. — J. P. H. Lán fyrir Síldarbræðsluna hf. á Seyðisfirði í fyrrad. var samþ. á Alþingi eftirfarandi tillaga, sem Björgvin Jónsson, þingmaður Seyðfirðinga, bar fram fyrir nokkrum dögum: „Ríkisstjórninni er heimilt, gegn þeim tryggingum, er hún metur gildar, að veita ríkisábyrgð á láni fyrir Sildarbræðsluna h.f. á Seyðisfirði, að upphæð allt að 1,8 millj. kr., til að ljúka endur- byggingu á verksmiðju félags- ins“. Fjárveitinganefnd mælti með samþykkt tillögunnar. andhelgis- séu gerðir út frá Grimsby, Hull og Fleetwood, en einnig komi nokkur skip frá Aber- deen. Togarar þessir séu stór- ir og nýtízkulegir og hinir beztu farkostir. Verðmæti þess afla, sem Bretar sæki á íslands mið sé árlega 9 milljón pund og sé þetta 20—25% af heild- arafla Breta. Loks er í forystugreininni minnzt á þá kröfu íslendinga, að fiskstofninn verði varðveittur. Segir þar, að fslendingar skuli fara varlega í þessum efnum. þeir hafi ekki efni á að brigzla öðrum þjóðum um, að þær vilji ekki varðveita stofninn, því að sjálfir hafi þeir ekki viljað ger- ast áðilar að alþjóðlegum samn- ingi um friðun bláhvelis í fimm ár. Sé ísland eina landið sem ekki hefur undirritað þetta sam- komulag. Þá segir í forystugrein- inni, að allar þjóðir Vestur- Evrópu hafi mikinn áhuga á því að friða stofninn eins og vísind- in segja fyrir um. Að lokum er minnzt á þær ófyrirsjáanlegu af- leiðingar sem víkkun landhelg- innar getur haft, ekki sízt fyrir íslendinga. Frá sýningu á handavinnu pilta Gagnfrœ&askólanum á ísafirði slitið ÍSAFIRÐI, 21. maí. — Gagn- fræðaskólanum hér var slitið í gær í húsakynnum skólans að viðstöddum nemendum, kennur um, er hlutskarpastir urðu í rit- un afhenti Einar B. Ingvarsson. bankastjóri, verðlaun frá Rótary- ^klúbbi Isafjarðar, þrem nemend- Frá sýningardeild stúlknanna Stjórnarflokkarnir vilja ekki auka ríkisframlagið til útrýmingar heilsuspillandi húsnœði um, er hlutskarpastir urðu í rit- gerðarsamkeppni, sem klúbbur- inn efndi til meðal nemenda í tveim efstu bekkjum skólans. Rit- gerðarefnið var Sameinuðu þjóð- irnar. Þessir nemendur hlutu verðlaun: 1. verðlaun, Kristján Kristjáns- son, 3. bóknámsdeila. 2. verðlaun, Leó Kristjánsson, 3. bóknámsdeild. 3. verðlaun, Elfa Steinsdóttir, 4. verknámsdeild. Verðlaunin voru bækur. Skólastjóri,Guðjón Kristinsson, þakkaði klúbbnum, áð hann skyldi hafa efnt til þessarar sam- keppni. Þá flutti skólastjóri skýrslu um störf skólans á liðnum vetri. I skólanum voru alls 165 nem- endur, eða um 30 fleiri en sl. vet- ur. Prófum var öllum lokið, nema landsprófi miðskóla, en það stendur nú yfir. Niðurstöður prófa í heild yfir skólann voru sem hér greinir: 4 nemendur voru með 1. ágæt- iseinkunn. 54 með 1. einkunn. 66 með 2. einkunn. 25 með 3. einkunn. Furðulegur tillöguflutningur Hannibals um starfshœtti í húsnœðismálasfofnuninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.