Morgunblaðið - 04.06.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.06.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 4. júní 1958 MOKC.rvnr 4ðið 9 Útvarpsrœða Friðjóns ÞórSarsonar, tlutt í fyrrakvöld Herra forseti. SAMKVÆMX stjórnarskrá ís- lands njóta alþingismenn mikilla réttinda og frelsis tii orðs og æð- is, og eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Á liinn bóginn ber þeim og að rækja ríkar skyld ur við land og þjóð. Meginskylda þeirra við kjósendur, fólkið i landinu, hlýtur að vera sú að koma heiðarlega fram og standa við orð sín og eiða, svo sem fram ast er unnt. Það fer nú að líða að tveggja ára afmæli hæstvirtrar ríkis- stjórnar, hinnar samvirku for- ustu vinstri manna. Er því eðli- legt að flytja henni stutta afmæl- iskveðju í eldhúsi þingsins og beina til hennar nokkrum skeyt- um, byggðum á orðum hennar og athöfnum um nær tveggja ára skeið. Sem betur fer hafa mörg einkunnarorð hennar og yfirlýs- ingar geymzt í skráðum heimild- um, sem unnt er að grípa til og draga fram í dagsljósið. Ella gæti vafalaust orðið erfitt um sannan- ir. Tvö loforð Vorið 1956 lögðu Framsóknar- menn mikla áherzlu á tvennt: Efnahagsmálin skyldu leyst til frambúðar með varanlegum úr- ræðum að undangenginni úttekt k°siaði- á þjóðarbúinu í augsýn alþjóðar. Herinn átti að víkja úr landi. Þetta og margt fleira taldi Tím- inn auðvelt að framkvæma með því skilyrði, að Sjálfsíæðisflokk- urin kæmi hvergi nærri. Til að undirstrika enn betur hin fögru fyrirheit, gaf Hræðslubandalagið svokallaða út bækling, stefnu- skrá umbótaflokkanna, með for- síðumynd af bónda og sjómanni, er takast í hendur. Það er hand- hægt að bera saman loforð þessa pésa um gull og græna skóga við þær efndir sem orðið hafa. Á hinn bóginn eru engin tök á því, að gera því efni tæmandi skii á örfáum mínútum. Það eru mörg dagsverk. Einstök dæmi verða að nægja. En niðurstaðan er alls staðar hin sama: Hæstvirt ríkis- stjórn hefur gengið á bak orða sinna í einu og öllu. — þeir blessun sína yfir alla klæki og svik hræðslubandalagsins, er þeir höfðu áður kallað svo. Það má því segja, að vinstri flokk- arnir allir hafi átt sinn þátt í til- ræðinu við stjórnarskrána, er margir töldu brot á meginreglum réttar og siðgæiðs. En það er kapí tuli út af fyrir sig, sem alþjóð er kunnur. „111 var þín fyrsta ganga“, má því segja um hæst- virta ríkisstjórn og hefur fram- haldið orðið eftir því. Bankamálin Það má að vísu finna þess dæmi, að hæstvirt ríkisstjórn hafi reynt að efna orð sín, þegar hún taldi það sér í hag. Hún hét því að „endurskoða bankakerfið, m. a. með það fyrir augum að koma í veg fyrir pólitíska misnotkun bankanna". Þetta loforð efndu stjórnarliðar dyggilega á sína vísu, á þann hátt að sölsa undir sig öll yfirráð í bönkum lands- ins, er þeir töldu mestan slæg í, og lyfta helztu gæðingum sínum til æðstu valda. En svo var harð- ur aðgangur, þegar þessi fengur kom til skiptanna, að við lá, að full vinslit yrðu þegar í upphafi og allur þingheimur stjórnar- sinna berðist. Allir vildu þeir fá sína silfurpeninga, hvað sem það gleymt sinn. landbúnaðinum í þetta Með „bjargráðunum" eru lagðar þungar byrðar á bœndur Ríkisstjórnin mun falla á vanefndum sínum Ekki skyldi unnið með kommúuistum Eitt var það, sem bandalag Al- þýðu- og Framsóknarflokks lagði höfuðáherzlu á fyrir síðustu al- þingiskosningar, en það var, að ekki kæmi til mála að vinna með kommúnistum. Slíkar yfirlýsing- ar voru margoft endurteknar í blöðum flokkanna í útvarpsum- ræðum, á "fundum og í einkavið- tölum. Þessi yfirlýsing kom m.a. mjög greinilega fram á forsiðu Tímans á sjálfan kjördaginn, sunnudaginn 24. júní 1956. Þar segir svo m.a., með leyfi hæstv. forseta: „Eins og margbúið er að lýsa yfir af hálfu Alþýðu. flokksins og Framsóknar- flokksins verður ekkert sam- starf haft við þetta bandalag kommúnista um stjórn, af þvi að þeir eru ekki hóti sam- starfshæfari en áður, þótt þeir hafi skipt um nafn“. Þetta sagði Tíminn á kosn- ingadaginn, en ekki var þetta Tímablað orðið mánaðargamait, þegar búið var að mynda ríkis- stjórn, þar sem komúnistar voru stærsti stuðningsflokkurinn og raunverulegir leiðsögumenn í flestum efnum. Á Alþingi lögðu Samgöngumálin Það verður ekki annað sagt en að bandalag þeirra, er sjálfir nefndu sig umbótaflokka, hafi gefið landbúnaðinum og dreifbýl inu fögur fyrirheit. í framfara- áætlun þeirra var rætt um bætta tækni og jafnvægi í byggð lands- ins, aukna rafvæðingu, eflingu landbúnaðar og aukið lánsfé til framkvæmda, bættar samgöngur og hagstæða verzlun. Er þó fátt eitt talið. Tökum samgöngumálin sem dæmi til nánari athugunar. Það dylst engum, sem eitthvað þekkir til í sveitum landsins, að góðar og greiðar samgöngur eru eitt allra stærsta hagsmunamál þeirra. Góðir vegir eru jafn nauð synlegir til að draga lífsnauðsynj ar til búanna og koma afurðum þeirra á markað. Samgönguerfið- leikar og einangrun eru skæðustu óvinir íslenzkra sveita. Því ber ekki að neita, að stór- felldar umbætur hafa átt sér stað í samgöngumálum landsmanna undanfarin ár. Vegakerfið hefur verið aukið og endurbætt og margar brýr verið byggðar yfir ár og torfærur. Þrátt fyrir þetta eru mörg byggðarlög enn illa á vegi stödd og búa við mikið ör- yggisleysi, einkum að vetrarlagi. í þessu efni er mjög fróðlegt að kynna sér hið merka og ítarlega álit, sem milliþinganefnd í sam- göngumálum skilaði snemma á þessu ári. Nefnd þessi var skip- uð skv. þingsályktun frá 15. marz 1956. Álit hennar og tillögur byggjast m.a. á upplýsihgum frá sýslunefndum og bæjarstjórnum hvaðanæva að af landinu og sýna ljóslega, hversu brýn hagsmuna- mál er hér um að ræða. Fjárveitingar minnkaðar Það er nú ljóst orðið, hver af- staða núverandi ríkisstjórnar er til þessara lífsnauðsynlegu fram kvæmda. Á sama tíma ©g fjárlög hafa hækkað og þanizt út á nær öllum sviðum sl. tvö ár, virðist það hafa verið eina sparnaðar- mál hæstvirts fjármálaráðherra að skera stórlega níður fjáveit- ingar til nýbyggingar þjóðvega. Þannig lagði hann til í fjárlaga- frumvarpi sínu á sl. hausti, að fjárveiting til vegaframkvæmda yrði lækkuð úr tæpum 16 millj. kr., sem hún var á f járlögum árs- ins 1957, niður í 12 millj. króna. Það er fróðlegt og furðulegt í senn, að slík tillaga skuli fram- borin af þeim flokki, sem jafnan hefur talið sig réttborinn til að ráða öllu í sveitum landsins og kveðst bera hag bændastéttarinn- ar í fyrir brjósti öllum öðrum fremur. Þegar á átti að herða, og Fram sókn varð vör við ákveðna af- stöðu Sjálfstæðismanna 1 þessu máli, þorði hún ekki að halda tillögu þessari til streitu. Leikar fóru þannig. að fjárveiting til ný- byggingar þjóðvega var hækkuð upp í tæpar 16 millj. kr., eða sömu fjárhæð og sl. ár. Það er auðsætt, að hér er í raun og veru um stórlækkaða fjárveit- ingu að ræða. Kostnaður við vegagerð hefur vaxið til muna sl. tvö ár og þjóðin fær styttri nýja vegi á komandi sumri og færri brýr en undanfarin ár fyrir sömu fjárveitingu að krónutölu, hvað þá nú, eftir að bjargráðalögin nýju hafa tekið gildi. Það er að vísu nauðsynlegt og sjálfsagt að gæta fyllsta sparnað- ar og hófsemi í meðferð ríkis- fjár. En Sjálfstæðismenn teija fráleitt að draga úr framlögum til vegagerða á sama tíma og fjár austur og eyðsla fer í vöxt á öll- um öðrum sviðum. Þess vegna flutti Jón Pálmason, þingmaður Austur-Húnvetninga, tillögu í samvinnunefnd samgöngumála á Alþingi. um að hækka umrædda fjárveitingu til vega í 20 millj., en stjórnarliðið í nefndinni skellti við skollaeyrum og stakk tillögu þessari undir stól. Landbúnaðurinn og „bjargráðin“ Þetta Alþingi er orðið ærið langdregið. Þingfundir í hvorri deild eru komnir nokkuð á ann- að hundrað, þó að flestir hafi þeir verið stuttir. í byrjun febr., þegar fundir hófust að nýju eftir jólaleyfið, stakk formaður þing flokks Sjálfstæðismanna upp á því, að fundum yrði frestað, unz úrræði ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálunum lægju fyrir. Þess- um tilmælum var ekki sinnt, en þingmenn hafa setið og beðið svo mánuðum skiptir eftir „bjargráð- unum“ svokölluðu. Hæstvirtur fjármálaráðherra telur bjargráðalög ríkisstjórnar- innar stórkostlegt hagsmunamál fyrir landbúnaðinn, sbr. ræðu hans, er birtist í Tímanum fyrir skömmu. Betur, að svo væri. Ég held þó, að bændum hrjósi al- mennt hugur við þessum síð- bornu úrræðum vinstri stjórnar- innar. Samkvæmt þeim á allt að hækka, jafnvel brýnustu lífs- nauðsynjar, svo sem kornvörur, kaffi og sykur um a.m.k. 15%. Búsáhöld, hreinlætisvörur og skófatnaður um 25—27%. Land- búnaðarvéiar, sem bændur eru löngu búnir að panta og voru látnir greiða fullu verði í vetur, eiga nú að hækka yfir 30%, endá voru umsóknir bænda um þær látnar bíða eftir bjargráðunum, eins og svo margt annað. Rekstr- arvörur landbúnaðarins munu allar stórhækka. Innfluttar fóð- urvörur t.d. um 43%. Byggingar- efni hækkar til muna. Þetta eru aðeins nokur dæmi. En hvað eiga bændur að fá í staðinn? Jú, þeir eiga að fá 5% kauphækkun með haustinu og þeir, sem selja mjólk, fá samsvarandi hækkun miðað við 1. júní. Getur svo hver og einn séð, hversu hagstæð útkom- an verður og væri synd að segja, að stjórnarflokkarnir hefðu Samstarf Framsóknar og kommúnista Þá eru aðgerðir þessar ekki sérlega uppörvandi fyrir þá, sem eru að hefja búskap í sveitum landsins. Samkvæmt framfara- áætlun ,umbótaflokkanna‘ átti að koma upp við Búnaðarbankann sérstakri lánadeild, er veitti frum býlingum hagstæð lán. Ennfrem- ur skyldi hafin veiting -bústofns- lána. — Raunin er þó sú, að frum býlingar hafa nær enga lánsfjár- möguleika og veðdeild Búnaðar- bankans er galtóm og meira en það. Hitt er svo athyglisvert, að í ríkisstjórninni gengur ekki hníf- urinn á milli Framsóknarmanna og kommúnista, nema þá rétt til málamynda, og ekki hefur heyrzt ein einasta óánægjurödd frá bændafulltrúum Framsóknar Fi'iðjón Þórðarson flokksins um stjórnarsamstarfið og stjórnarstefnuna. Og eftir bæj arstjórnarkosningarnar í vetur, sem hleyptu uggvænum hrolli i allt stjórnarliðið, sagði hæstvirt- ur forsætisráðherra, að úrslit þeirra ættu að kenna stjórnarlið- um, að nú væri höfuðnauðsyn að taka upp enn nánara samstarf en áður. Aðalfundur Hús- mæðraféíags Reykjavíkur NÝLEGA var haldinn aðalfundur Húsmæðrafélags Reykjavíkur í húsakynnum félagsins í Borgar- túni 7. Á síðastliðnu ári hefur félagið haldið saumanámskeið og haft með höndum sýnikennsht, eins og undanfarin átta ár. Á þessu tímabili munu 3000 konur hafa sótt námskeiðin og saumað um 6000 stykki.Á fundum Hús- mæðrafélagsins í vetur hf'ta ver- ið tekin fyrir mörg mál, svo sera dýrtíðarmálin, skattamál hjóna, áfengisvarnarmai n og í sambandi við pau upptok'jneimi'.i fyrir ungar stúlkur o. fl. Þrátt fyrir aukin útgjöld, er fjárhagur félagsins góður og mun bazar félagskvenna eiga sinn þátt í því. Á aðalfundinum var stjórnin endurkjörin. Hana skipa: Jónína Guðmundsdóttir. formað- ur, Inga Andreasen, varaformað- ur. Soffía Ólafsdóttir, ritari, Margrét Jónsdóttir, gjaldgeri, Þórdís Andrésdóttir, Þóranna Símonardóttir og Kristín Bjarna- dóttir, kemur í stað Guð- rúnar Ólafsdóttur, sem lézt á árinu. Að aðalfundarstörfum loknum urðu umræður um tilhögun rjómasölui.nar í bænum. Lýstu fundarkonur óánægju sinni yfir þeirri ráðstöfun Mjólkursamsöl- unnar að hætta að selja rjóma i lausri vigt, en selja aðeins pe’a í einu, um leið og verðið á hverj- um pela var hækkað um 70 aura. Var einróma samþykkt tiliaga þar að lútandi. Ríkisstjórnin hefur sjálf skapað vandamálin Það dregur enginn í efa, að hæstvirt ríkisstjórn hafi átt við ýmis vandamál að etja, síðan hún tók við völdum. En mikið af þeim vanda hefur hún skapað sjálf. Við síðustu kosningar töldu stjórnarflokkarnir þ ið allra meina bót, ef takast mætti að gera Sjálfstæðisflokkinn áhrifa- lausann Á síðustu tveim þingum hafa þeir fylkt liði og sameinast um að drepa svo að segja hverja einustu tillögu, sem fram hefur komið af hendi Sjálfstæðismanna. Nú loksins, eftir nær tveggja ára strit, þegar ríkisstjórnin fær- ir þjóðinni bjargráð sín og finn. ur gagnrýni og andúð úr öllum áttum, tekur hún að hrópa ákaft á tillögur frá Sjálfstæðismönn- um. Fleiri tillögur til að fella, áður en hún fellur sjálf. Hæst. virt rikisstjórn finnur, að hún er að renna skeið sitt á enda. Við- fangsefni liennar er nú það eitt að stritast við að sitja sem lengst. Það alvarlegasta við bjargráð hennar er það, að þau eru ein- ungis til bráðabirgða og munu varla endast þjóðiuni yfir há- bjargræðisíímann. sem nú íer í hönd, hvað þá lengur. Þetta sér og veit hæstvirt rík- isstjórn og þetta grunar allan al- menning. Alþjóð, sem undanfarn ar vikur hefur fylgzt með skrif- um stjórnarblaðanna um land- helgina og. horft á máttvana rík- isstjórn neyta síðustu orku sinn- ar til að kasta sjálfu fjöreggi þjóðarinnar á milli sín í full- komnu ábyrgðarleysi, getur ekki borið neitt traust til valdhafanna lengur. Núverandi hæstvirt ríkisstjórn mun falla á vanefndum sínum. En við skulum vona, að trú allr- ar þjóðarinnar á landið og fram- tíð þess lifi. Að menn haldi á- fram að treysta því hezta í fari þángræðis og lýðræðis. Að is- lenzka þjóðin geri þá lágmarks- kröfu til valdhafanna hverju sinni, að þeir skýri satt og rétt frá staðreyndum og gangi aldrel á bak orða sinna. 2,250 km. upp í voldostólinn LEIÐ de Gaulle upp í æðsta valdastól varð 2,250 km löng. Frá | sveitasetri hans í Colombey- Les- Deux-Egilses er 250 km löng leíð — og frá því de Gaulle fór fyrst til Parísar til þess að leggja grundvöllinn að valdatöku sinni ók hann þessa leið níu sinnum. Einkabílstjóri hans. Paul Font- enil, er sagður mjög snjail bíl- stjóri — og síðustu dagana hefur ekki verið svefnsamt hjá honum. Þá 10 daga, sem aðdragandi og undirbúningur valdatöku de Gaulle hefur staðið yfir, hefur Fontenil ekið 10,000 km í ýmsum grindagjörðum fyrir herforingj- ann — með hann eða án. Á milli sveitasetursins og Parísar ekur hann aldrei undir 130 km hraða með herforingjann, sem jafnan er að flýta sér. Fontenil er 49 ára og orðinn gráhærður, en hann hefur ekið de Gaulle síðan í lok styrjaldarinnar. Bíllinn hefur ver ið heimili Fontenil alla tíð síðan — og hann hefur á þessum árum oftar látið fyrirberast í framsæt- inu yfir nóttina en hann hefur .sofið heima hjá sér. Eldur í íbúðarliúsi DALVÍK, 2. júní. — A sunnu- daginn kom upp eldu: í íbúðar- húsinu að Karlsá á Ufsaströnd. Slökkviliðið hér á Dalvík var kallað á vettvang. Slökkvistarfið var auðvelt. Blæjalogn var. — Brunaskemmciir urðu ekki ýkja— miklar á husinu, en vatnsskemmd ir allverulegar. Innanstokksmunum var flest- um búið að bjarga út. er slökkvi liðið kom, lítt skemmdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.