Morgunblaðið - 08.06.1958, Side 6

Morgunblaðið - 08.06.1958, Side 6
6 MORCVNBL4Ð1Ð Sunnudagur 8. Júní ÍQM NYR UTANRIKISRAÐHERRA FRAKKA ÞEGAR de Gaulle myndaði stjórn sína og raunar áð- ur, þegar heyrðist að til mála gæti komið að hann tæki við völdum í Frakklandi, létu margir í ljós ótta um, að hann myndi fyrst og fremst verða franskur þjóðernissinni og ekki skeyta neitt um þær áætl- anir og hugmyndir, sem margir Evrópumenn hafa um nánari sameiningu Evrópulandanna og samvinnu þeirra, sérstaklega á viðskiptalegum sviðum. Margir Frakkar hafa verið mjög framar- lega í þeirri viðleitni að ná betra samstarfi á milli Evrópuríkja og voru áhyggjur þeirra ekki minnst ar út af því, að nú yrði hjólinu snúið við og Vestur-Evrópa færi á ný í hinn gamla farveg þjóða og þjóðabrota, sem helzt ekkert vilja hvert af öðru vita. ÞAÐ vakti því nokkra athygli, þegar de Gaulle valdi fyrrver- andi sendiherra Frakka í Bonn, Maurice Couve de Murville, til að vera utanrík- isráðherra. Du Murville er þekktur að því að vera mjög hlynntur sam- einingarmálum Evrópu, eins og síðar verður vik- ið að. Á undan de Murville var sendi- herra í Bonn maður að nafni Joxe, en hann var kallaður frá því starfi til þess að verða aðal- skrifstofustjóri franska utanríkis- ráðuneytisins í París. Bæði Joxe og de Murvflle voru á yngri árum sínum miklir áhangendur de Gaulle og störfuðu fyrir hann í neðanjarðarhreyfingunni og þá ekki sízt í Alsír. Þegar de Mur- ville fór til Alsír 1943 til þess að ganga þar í hóp de Gaulles var hann gerður að fjármálaráðherra hans, en Joxe, sem var aðeins litlu eldri, var gerður að aðal- ritara, sem var þá æðsta embætti í þeirri stjórn. Strax að stríðinu loknu tók de Murville að gegna störfum í utanríkisþjónustu Frakka. Hann varð fyrst sendi- herra Frakklands í Róm, þar á eftir gegndi hann hárri stöðu í utanríkisráðuneytinu í París, fór síðan til Kairó og var útnefndur til þess 1944 af Mendés-France að verða fulltrúi Frakka hjá NATO. — Stuttu síðar varð hann De Murville sendiherra Frakka í Washington og í lok ársins 1956 var hann fluttur þaðan til Bonn. Það var vikið að því hér á undan, að ýmsir hefðu haft áhyggjur af stjórnarstefnu de Gaulles í utanríkismálum og þá ekki sízt afstöðu hans til sam- einingarmála Evrópu. — Þegar hann nú velur mann eins og de Murville til að vera utanríkisráð- herra, þykir það bera eindregið vott um, að hann hugsi hér ekki að breyta utanríkismálastefnu Frakka svo neinu nemi. Það er haft fyrir satt, að hinn nýi utan- ríkisráðherra sé mjög trúr íhangandi þeirrar stefnu að halda fast við Atlantshafsbandalagið og sé andvígur hvers konar hlut- leysisstefnu, sem hann telji að sé blekking ein, eins og nú sé komið málum í heiminum. Það er einnig talið fullvíst af mönnum, sem standa nærri de Murville, að það sé sízt af öllu ástæða til að ætla, að hann muni bregða fæti fyrir viðleitni til sameiningar og samvinnu milli Evrópuþjóða, enda hafi það oft komið fram í sendiherrastörfum de Murvilles á liðnum árum, að hann láti sér einmitt sérstaklega annt um þessi mál. Þegar hann var sendiherra í Bonn, féll það í hans hlut að binda endi á samningaumleitanir út af Saar-héraðinu og fleiru, sem Frökkum og Þjóðverjum bar á milli og endaði það allt í ffóð- um friði. Sagt er að de Murville bjóði af sér mjög góðan þokka og sé vel látinn, hvar sem hann kemur. fjjóSi/1 oa IieíniifiS Ein fróðasfa garöyrkjukona landsins í HúsmœÖrastétt gefur nokkrar hagnýtar ábendingar ÞETTA kalda og þurra vor hefur sjálfsagt gert garðræktendum erfitt fyrir. Við höfum snúið okk- ur til frú Ólafíu Einarsdóttur í Hofi, sem mun vera einhver fróð- asta garðyrkjukona landsins í hús mæðrastétt, og spjallað við hana um ástandið í skrúðgörðunum um þessar mundir og fengið hjá henni góðar ábendingar. Ólafia er Reykvíkingur í húð og hár, og hefur frá því hún man eftir sér haft áhuga á blómarækt. Á unglingsárum hennar voru hér aðeins tvær ræktunarstöðvar, gróðrarstöð Einars Helgasonar og Gróðrarstöðin. En þá voru hér margar áhugasamar konur, sem öðluðust reynslu af því að gera tilraunir á eigin spýtur og af þeim mátti mikið læra, ef áhugi var fyrir hendi. Ólafía setti á stofn ásamt frú Ástu Jónsdóttur á Reykjum, blóðabúðina Blóm og ávexti, árið 1930 og hana ráku þær í tíu ár. Eftir það pantaði hún lengi lauka, rósir og þess háttar fyrir garðyrkjumenn, svo að hefur mikla reynslu í þessum efnum. Ólafía telur garðgróður vera allt að þrem vikum seinni til ^núna en venjulega. Ekki virðist A föstudaginn var byrjað að gróðursetja á Austurvelli. Mynd- ina tók ljósmyndari blaðsins við það tækifæri. sfcrifar úr daglega lifinu Varizt eldinn. ÞESSA dagana stendur yfir fræðsluvika á vegum Sam- bands brunatryggjenda á íslandi. Eins og lesendur Morgunblaðsins hafa orðið varir við, hafa birzt stuttir fréttaþættir undanfarna daga, þar sem skýrt er frá ýmsu, sem vert er að vita og eldvarnir varðar. Hér er um mál að ræða. sem snertir allan almenning og vert er að veita meiri athygli en gert er. Því miður eru eldsvoðar oí tíðir og þess exki gætt sem skyldi að gera þær ráðstafanir sem unnt er til að forðast þá, — kaupa sér handhæg slökkvitæki, láta ganga örugglega frá rafleiðsl um og eldfærum o. s. frv. Velvakandi hefur við hönd- ina skýrslu, sem Brunabótafélag Islands hefur gert úr garði um eldsvoða, sem urðu árið 1955 á íbúðar- og starfhýsum, sem tryggð voru hjá því.Er þar flokk- að eftir eldsupptökum, og eru þau helztu þessi: I olíukyndingartækjum og öðr- um eldfærum: 95 í rafmagnsáhöldum og raflögn- um: 60. Vegna óvarlegar meðferðar elds: 35. í reykháfum og rörum: 30. Hér er og vert að minna á, hve margir menn vanrækja að kaupa fullnægjandi tryggingar til að fá bætt tjón sitt, ef eigur þeirra spillast af eldi. Það kemur oft fyrir, að því er hnýtt við fréttir af brunum, að eignirnar hafi ver- ið lágt vátryggðar eða alls ekki. Það er nú fyrir löngu orðin skylda að brunatryggja hús og hver maður ætti að fá sér trygg- ingu, sem tekur til innanstokks- muna, fatnaðar og annars lausa- fjár, svo að hann standi ekki einn góðan veðurdag á götunni enn „blankari“ en hann var áður en eldurinn kviknaði. Tölur um útgáfustarfsemi og útvarpsmál INÝKOMNUM skýrslum frá Sameinuðu þjóðunum er að finna ýmsar skemmtilegar upp- lýsingar um útgáfustarfsemi og útvarpsmálefni. Þar sést m. a., að notkun á blaðapappír er mest í Banda- ríkjunum: þar voru notuð árið 1956 sem svarar 38 kg á hvert landsins barn. Þá koma þessi lönd: Nýja Sjáland (28,8 kg), Ástralía (28,2 kg), Kanada (27,3 þó sjá mikið á trjágróðri í Reykja vík, en það sem aðallega hefur skemmzt er grasið á blettunum, einkum þar sem nýsáð er. —- Slíkum blettum verður að halda sírökum með úðavökvun, og sá í þá til viðbótar í 1—2 ár eftir fyrstu sáningu. Blettirnir verða alltaf fallegastir, ef sáð er í þá völdu „blettafræi“, því þá losnar maður við alls konar ósækilegan gróður. Hvað plöntugróðursetningu við víkur, þá seinkar henni ekki mjög mikið. í gróðrarstöðvunum er nóg af plöntum, en gætn- ari garðyrkjumenn eru ekki enn farnir að selja nema tvíærar plöntur og harðger sumarblóm. Markmiðið hefur yfirleitt verið og ætti að vera að hafa garðana tilbúna fyrir 17. júní, segir Ólafía. Eftir það kemur að hirð- ingu jurtanna og hún er ákaf- lega mikilvæg. Þegar svona þurrt er, er ekki aðalatriðið að vökva svo oft, heldur að vökva rækilega þegar það er gert og á morgnana, því vatnið okkar er svo kalt að það getur skaðað plönturnar i kuldatíð. Ef um við- kvæman gróður er að ræða, eins og t. d. nýjar trjáplöntur, er gott að láta vatnið standa úti í bala og hlýna, áður en vökvað er. Gras- fræið má ekki sprauta heldur úða, annars. getur það færzt úr stað. Ef borið er á núna, þegar svona þurrt er, verður að byrja á því að vökva og gefa svo áburðinn uppleystan. Aðspurð sagði Ólafía, að sér fyndist rétt að bíða ofurlítið leng- ur með að gróðursetja kálplöntur og veikgyggðari sumarplöntur, og gera það þá í samráði við garð- yrkjumennina, er vissu hvað þeir hefðu hert plönturnar. Aftur á móti ætti ekki að biða lengur með að sá til tviærra plantna, svo að þær næðu því að blómstra næsta sumar. Eins væri rétt að kaupa núna fræ, sem þyrfti að sá snemma næsta sumar og geyma það á þurrum stað, því að fræið kemur oft nokkuð seint á vorin. Nú eru sumar laukjurtir bún- ar að blómstra og aðrar að falla. Ef þarf að skipta fjölærum lauk- um eða flytja þá til, er gott að taka þá upp þegar þeir hafa blómstrað, án þess að skerða laufið, velja sér svo stað baka til í garðinum, gera þar dálitla rás og leggja laukana niður hlið við hlið, þannig að laufið liggi á jörðinni, moka svo mold yfir laukana og xáta þá vera þangað til laufið fellur af sjálfu sér. Þá má talca þá upp, þurrka þá og setja þá niður aftur að haustinu. Þetta á við um páskaliljur og aðra fjölæra lauka, sem blómstra snemma á vorin. Nú er sennilega orðið of seint að skipta fjölærum jurtum, en það má skipta þeim jafnóðum og þær hafa fellt sín blóm, þó þannig að þær hafi fest raetur fyrir haustið. Það sem liggur á bak við áhuga minn á jurtunum er ræktun þeirra og uppeldi, sagði Ólafía um leið og við kvöddum hana og þökkuðum fyrir greinargóðar upplýsingar. Heimilið er okkar nánasta upphverfi. Þegar við kappkostum að rækta það og tekst það, finnum við þá gleði, sem gefur lífinu gildi. Óneitan- lega færa blómin birtu og yl inn á heimilið, og sjálf ræktun og hirða vaxandi jurtar er göfgandi í sjálfu sér. Og hver veit nema lítið og fallegt blóm hjá okkur á heimilum okkar, geti minnt okk- ur á, ef nokkurn skugga ber á, að einmitt þar er hamingja okkar. kg) og Svíþjóð (23,2 kg). Vel- vakandi var að reyna að reikna út notkunina hér á landi, og taldist honum svo til, að hún hafi verið 8,7 kg árið 1956. Alls voru þá flutt til landsins 1420 tonn af blaðapappír, og kostaði hann 4.126.000 kr. kominn í ís- lenzka höfn. Skýrslur um þýddar bækur eru til frá 30 löndum. Alls voru gefn- ar út 24.247 þýðingar árið 1955 (miðað við tölu titla). Nær þriðj- ungur þýðinganna var úr ensku, fjórðungur úr rússnesku, 12% úr frakknesku og 9% úr þýzku Meira en helmingur þýðinganna voru skáldrit, nær þriðjungur um þjóðfélagsmál, 15% rit um náttúrufræði. Þá er það útvarpið. Tala út- varpstækja í heiminum var talin 315 millj. árið 1956. Meira en helmingur tækjanna er í N- Ameríku (alls 160 millj. þar af 150 millj. í Bandaríkjunum ein- um). Hér á landi eru tækin talin um 44.500, svo að hér eru nær þrisvar sinnum fleiri menn um hvert tæki en í Bandarikjunum. Sjónvarpstæki voru talin alls 56 millj. árið 1956, þar af um 42 millj. í Bandaríkjunum. Nú eru þeirr daga liðnir, þeg- ar fólk sóttist eftir þungum sóf- um með samstæðum stólum. Húsgögnin eru í léttari stíl og stólarnir sinn með hverju sniði. Stóllinn hér á myndinni mundi fara vel með næstum hvaða sófa sem væri. Bakið er úr nælonneti og vaskaskinnklæddi höfuðpúðinn hangir i nælon- þráðum með þungum messing- kúlum á endunum. Áklæðið á setunni er úr nautshúð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.