Morgunblaðið - 08.06.1958, Blaðsíða 12
12
MORC.unnr 4 rtíÐ
Sunr,udagur 8. Júní 1958
tjtg.: H.í. Arvakur, ReykjavIK.
Framkvæmdastjóri: bigíus Jónsson.
Aðairitstjorar: Vaitýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá V-~
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arm Ola, sími 33045
Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjörn: Aðalstræti 6.
Auglýs'ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Asknftargjalci kr 30.00 á mánuði innaniands.
1 lausasolu kr. i.50 eintakið. >
HAGUR REYKJAVÍKUR STENDUR
MEÐ BLÓMA
UTAN UR HEÍMI
Sjö víkingar, fimm tonn af olsu,
fsmm tonn af portvíni — og nokkur
keröld af miði
Víkingaskipið er nú á leið yfir Atlantsliaf
AFIMMTUDAGINN kom
reikningur Reykjavíkur-
bæjar fyrir árið 1957 til
fyrri umræðu í bæjarstjórn
Reykjavíkur. í sambandi við fjár-
hagsmál bæjarins hafa Sjálf-
stæðismenn lengi lagt áherzlu á,
að fjárhagsáætlunin væri
snemma til og hefur hún að jafn-
aði verið lögð fram íyrir áramót
og afgreidd fljótt þar á eftir. í
ár varð alllangur dráttur á af-
greiðslu fjárhagsáætlunarinnar
af því, að vegna óvissunnar út af
efnahagsráðstöfunum ríkisstjórn-
arinnar var ekki unnt að áætla
gjöld bæjarins sannsýnilega fyrr
en nú í síðastliðnum mánuði. t
sambandi við reikninga bæjarins
hefur verið lögð áherzla á, að
þeir yrðu sem fyrst til, svo að
bæjaryfirvöldin sjálf og bæjar-
búar gætu sem fyrst fengið yiir-
lit yfir reikningshald bæjarins
fyrir liðið ár. Til samanburðai
má nefna að ríkisreikningarnir
eru ekki til fyrir nokkrum árum
á eftir og gerir það allan sam-
anburð við ríkið miklu ógleggri
og notaminni, þar sem reikning-
ur ríkisins kemur svo seint fram.
Einn af fulltrúum minnihluta-
flokkanna fann sérstaka ástæðu
til þess, að þakka Sjálfstæðis-
mönnum fyrir það á bæjarstjórn-
arfundinum, hve fljótt þeir
brygðu við að gefa út reikning-
ana.
★
í reikningunum kemur fram,
að rekstraráætlun bæjarfélagsins
hafa staðizt vel. Rekstrargjöldin
voru áætluð kr. 165 milljónir og
á árinu voru fjárveitingar hækk-
aðar og samþykkt gerð um ný
útgjöld fyrir kr. 2,5 milljónir,
þannig að áætluð gjöld urðu
samtals 167,5 milljónir. Reksturs-
gjöld samkvæmt reikningunum
urðu kr. 166,1 millj. eða kr. 1,4
milljón lægri en áætlað hafði
verið. I þessu sambandi ber að
gá að því, að við samningu fjár-
hagsáætlunarinnar var reiknað
með lægri kaupgjaldsvísitölu en
reyndist vera, en vísitöluhækk-
unin kostaði bæjarsjóðinn 1,5
milljón kr. í auknum útgjöldum
og sé þetta athugað í sambandi
við samanburð á áætlun og reikn-
ingi hafa gjöldin orðið kr. 2,9
milljónir undir áætlun eða 1,75%.
Mun það vera allt að því eins-
dæmi nú í opinberum rekstri, að
rekstraráætlanir opinbers fyrir-
tækis standist svo vel sem hér
hefur orðið raun á. Á siðustu ár-
um hafa rekstrargjöldin einnig
staðizt vel og oftar verið undir
áætlun en yfir.
★
í ársbyrjun 1957 var hrein eign
kaupstaðarins kr. 354,9 milljónir
en við árslok kr. 457,7 milljónir
og nemur eignaaukningin þannig
102,8 milljónum króna. Á síð-
ustu árum hefur orðið stöðug
eignaaukning hjá bænum, þannig
að á síðustu fjórum árum hefur
eign kaupstaðarins aukizt um kr.
215,7 milljónir króna, eða um
tæp 90%.
★
Þegar rætt er um eignirnar er
rétt að geta þess, að skuldir, sem
bæjarsjóður stendur undir, haía
vaxið um 12,5 milljónir króna.
Kemur þetta að miklu leyti til
af þvi, að lán, sem tekin voru til
raonusa, eru veitt bæjaisjóðnam
og falla undir skuldir hans. Þe?si
lán endurlánar oæjarsjóður síð-
an kaupendum húsanna og auk-
ast þá jafnframt útistandandi
skuldir bæjarsjóðs. Slík lá.r námu
tæpum 7 milljónum kr. á s. 1. án.
★
Þrátt fyrir aukningu, sem
einnig hefur orðið á útistand-
andi skuldum, hefur greiðslu-
jöfnuður bæjarsjóðs orðið hag-
stæður um tæpa eina milljón
króna, og hefur greiðslujöfnuður-
inn á seinustu árum verið hag-
stæður nema árið 1956, en þá
var hann óhagstæður um 0,6
milljónir.
★
Sjálfstæðismenn hafa ætíð lagt
mikla áherzlu á að tryggja hag
Reykjavíkurbæjar sem bezt og
hefur þeim einnig- tekizt það. Að
vísu hlýtur hagur Reykjavi..-*r-
bæjar að draga mjög dám af
ástandinu í hmu opinbera fjár-
málalífi, en þess ber sérstakiega
að geta að meirihluti allra gjalda
Reykjavíkurbæjar er lögákveð-
inn. í sambandi við fjárhag
Reykjavíkur hafa andstæðingar
Sjálfstæðismanna reynt að sverta
þunn árangur, sem náðst hex tr og
segja, að reikningur bæ.iarin:; sé
„staðfesting á stefnu thaldsins í
fjármálum bæjarins: hækkun út-
svaranna, vaxandi skuldir og
óráðsía". Það leiðir vitaskuld af
stefnunni í opinberum fjármál-
um að útgjöld bæjarins og fjár-
þörf hefur sífelldlega hækkað á
undanförnum árum við það hafa
yfirvöld Reykjavíkur ekki getað
ráðið. Það má segja, að það sé
undarlegt ósamræmi, að á sama
tíma, sem miklu meiri hækkun
verður bæði á tekjum og gjöld-
um hjá ríkinu og skuldir þess
vaxa um helming á stuttum
tíma að þá skuli slík fjármála-
stjórn vera lofuð hástöfum í blöð-
um stjórnarflokkanna. En þegar
það gerist að gjöld og tekjur
Reykjavíkurbæjar verða að
hækka á sama tíma, þó ekki sé
í neitt svipuðum mæli, þá er
það kallað „óráðsía“!
★
Með verðból^ustefnu ríkis-
stjórnarinnar er fjárhag Reykja-
víkurbæjar vitaskuld stefnt út í
hættu, eins og fjárhag einstak-
linga og fyrirtækja í landinu al-
mennt. Enginn hefur meiri hags-
muni af heilbrigðri fjármála-
stefnu í landinu en sjálfur
höfuðstaðurinn, stærsta bæjar-
félag á íslandi. Þó Sjálfstæðis-
menn geti ekki nema að nokkru
leyti ráðíð því, hvernig hagur
bæjarins er á hverjum tíma,
munu þeir þó kappkosta eins og
áður að treysta sem bezt fjár-
hagslegan grundvöll höfuðborg-
arinnar. því með því eina móti
að hann sé traustur er unnt að
halda uppi framförum og fram-
taki í bænum öllum bæjarbúum
til heilla. Verkefnin sem blasa
við eru næstum ótæmandi. Það
er bent á hinar mörgu ómalbik-
uðu götur. En til að gera það
átak, sem þarf á því sviði, skort-
ir bæði fé og mannafla. Það þarf
einnig að útvíkka hitaveituna svo
sem frekast er unnt. Þetta eru að-
eins tvö dæmi af mörgum, en góð-
ur fjárhagur er undirstaða þess
að slik og önnur mál verði leyst
á vióunandi hátt.
ÁR og dagur er nú liðinn síðan
raunverulegt víkingaskip klauf
öldur N-Atlantshafsins. En í
vikunni lét úr höfn í Noregi vik-
ingaskip, sem nú er á leið vestur
um haf til Bandaríkjanna — og
mun eftir múnuð eða svo verða
vel fagnað á höfninni í New
York. Þetta er eitt af víkinga-
skipum þeim, sem bandaríski
kvikmyndaleikarinn og fram-
leiðandinn, Kirk Douglas, lét
smíða í fyrra og notaði siðan við
upptöku kvikmyndar í Norgei.
Myndin, sem íslenzltir blaðales-
endur hafa heyrt getið, heitir
„Víkingurinn" og verður frum-
sýnd í tveim kvikmyndahúsum í
hjarta New Yorkborgar næstu
daga — og í tilefni þess er vík-
ingaskipinu siglt vestur um haf
í auglýsingaskyni.
★ • ★
Kirk Douglas ætlaði engan
veginn að leggja í þann auka-
kostnað að sigla vikingaskipi
vestur, kvikmyndatakan sjálf
hafði kostað hann nóg, þegar allt
var um garð gengið. Það, sem í
rauninni liggur að baki þessari
för, er, að Douglas viðhafði í
fyrra þau ummæli við norskan
verkfræðing^ sem aðstoðaði við
kvikmyndaupptökuna, að i
Noregi væri ekki dropi af vík-
ingablóði í neinum manni lengur
— og hann efaðist um að til
væru Norðmenn, sem þyrðu að
sigla víkingaskipi yfir hafið.
V erkfræðingurinn spurði Dou-
glas þá, hvort hann vildi kosta
slíka útgerð — og Bandaríkja-
maðurinn játaði þvi, sagðist ekki
vera hræddur við það, því hann
væri viss um að enginn þyrði að
fura.
★ • ★
Verkfræðingurinn tók síðan að
unuirbt-.ð förina — og auglýsti
eftir „vikingum“. Douglas til
mikillar undrunar gáfu þúsundir
ungra Norðmanna sig fram, en
ákveðið var, að áhöfnin yrði að-
eins sjö manns svo að margir
urou trá að hvería — og valinn
maður er þar í hverju rúmi.
★ • ★
Vikingaskipið er nákvæm eftir
líking af Gauksstaðaskipinu, og
í kvikmyndinni bar það nafnið
„Ormurinn langi“. Nú hefur ver-
ið skipt um nafn á því — og yfir
hafið siglir það undir nafninu
„Víkingurinn“. Skipið hefur ver-
ið endurbyggt og styrkt fyrir
þessa löngu sjóför og búið ýms-
um tækjum, sem víkingaskip
fyrr á tímum skorti — m.a. 55
hestafla díeselvél, lofskeytatækj-
um og miðunarstöð.
★ • ★
Búizt er við því að ferðin taki
25 daga, ef allt gengur vel.
Komið verður við í Orkneyjum
og Shetlandseyjum, en ekki
reiknað með neinum töfum þar.
Ef víkingarnir fá hins vegar vont
í sjóinn og mikinn mótvind er
búizt við því, að förin geti tekið
allt að tvo mánuði — og engan
veginn verða víkingarnir komnir
í tæka tíð til New York til þess að
vera viðstaddir frumsýningu vík
ingamyndarinnar. En þeir eru vel
vistaðir og hafa nægt eldsneyti
— 5 tonn af olíu fyrir dieselvél-
ina — og 5 tonn af portvíni fyrir
sig, auk nokkurra keralda af
miði, sem ölgerð ein í Bergen
leysti þá út með áður en látið
var úr höfn.
Sóitindur kominn
til Reykjarfjarðar
GJÖGRI, 6. júní. — Happdrættis-
báturinn Sóltindur. sem Kjartan
Guðmundsson bóndi 1 Reykjar-
firði fékk í vetur, kom þangað
hinn 5. júní eftir nær 41 klst.
siglingu frá Reykjavík.
Ágúst ísfeld er skipstjóri á
bátnum og sigldi honum hingað
ásamt Ágústi Lýðssym, sem er
öllum leiðum kumnur, er nær
dregur Ströndum. Ferðin gekk
vel, og telja þeir félagar bátinn
gott sjóskip. Ágúst fór 6 róðra
frá Reykjavík á Sóltindi í mis-
jofnu veðri og fiskaði ágætlega.
Báturinn verður sennilega gerður
út frá Djúpavík í sumar.
—Regína.
Fyrir skemmstu hleyptu Bandaríkjamenn sjötta kjarnorku-
knúna kafbátnum af stokkunum. Ber hann nafnið „Skipjack“
og er stærstur og hraðskrciðastur ailra kafbáta Bandaríkja-
manna — og þeir halda því jafnframt fram, að hann sé hrað-
skreiðastur kafbátur í heimi. Myndin er tekin framan við kaf-
bátinn, þegar hann rann á fiot. Hann er 75 metra iangur og mjög
hár, eins og myndin sýnir — í samanburði við mennina, sem
standa á honum. Ganghraði hans undir sjávarfletinum er 50
hnútar, hann getur siglt 50.000 mílur án þess að taka eldsneyti
og gæti verið í kafi í heilt ár — og jafnvel lengur, ef hann
rúmaði nægilegar vistir fyrir áhöfnina í svo langan tíma.