Morgunblaðið - 08.06.1958, Page 13

Morgunblaðið - 08.06.1958, Page 13
Sunnu'ðagur 8. júní 1958 M O R C V /V B 1 4 fí 1 fí 1S I Sumarið er gengið í garð. Andarungarnir taka fyrstu sundtökin á ám og tjörnum. Litla telpan á myndinni er að sýna Jjeim brúðuna sína. (Ljósm. vig. og Ól. K. M.) REYKJAVÍKURBRÉF Verkalýðshreyf- Laugard. 7. júní Undirbúmngur norðurlands- síldveiða Enn einu sinni hefjast útgerð- armenn og sjómenn handa um undirbúning síldarvertíðarinnar fyrir Norðurlandi. Meðal útgerð- armanna ríkir yfirleitt mikill uggur um afkomuna á komandi vertíð. Alger óvissa ríkir að sjálf- sögðu eins og áður um aflabrögð. En þar að auki er mjög óvíst, hver áhrif hinar nýju ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálunum hafa á síldarút- gerðina. Hvorki bræðslusíldar- verð né saltsíldarverð hefur enn- þá verið ákveðið. Hins vegar hafa sjómenn síldveiðiflotans í öllum landshlutum nema Vestmanna- eyjum sagt upp samningum sín- um og gera kröfur um miklar kjarabætur. Meðal annars um ókeypis fæði. Útgerðarmenn telja, að út- gerðarkostnaöur á síiaarvertið fyrir Norðurlandi hafi aukizt um 20,5% eða um 67 þúsund krónur á bát. Er pá miðað við 60 lesta hringnótabát. En á þeim bátum ganga 52% af verðmæti aflans til sjómanna, en útgerðin fær 48%. Óvíst er ennþá, hve þátttaka verður mikil í síldveiðunum fyr- ir Norðurlandi á þessu sumri. I fyrrasumar stunduðu um 230 skip veiðar þar. Þegar umsóknarfrest- ur um síldveiðileyfi var útrunn- inn nú fyrir skömmu höfðu 123 skip sótt um leyfi. Engu að síður er ekki ólíklegt að pátttaka í ver- tíðinni geti orðið Svipuð og í fyrra, ef samningar takast í tæka tíð milli útgerðarmanna og sjó- manna, og afurðaverðið verður sæmilega hagstætt. En vitað er, að síldarlýsi hefur fallið nokkuð i verði, Deilu útgerðarmanna og sjó- manna á síldveiðiflotanum var nú í vikulokin vísað til sátta- semjara ríkisins og hafði hann haldið einn fund með deiluaðil- um án árangurs, þegar þetta er ritað. Síldaraflinn í fyrra Siðastliðið sumar var nokkru betra veiðiár en næstu ar a und- an. En engu að síður varð það teljast mjög lélegt. Heildaraíla- magnið á norðurlandssíid var þá 132 þúsund uppsaltaðar tunnur af saltsíld og 517 þúsund mál í bræðslu. Þá vorú og frystar 12000 tunnur. Meðalafli hringnótabáta sumarið 1957 var 2695 mál og tunnur, 1956 2523, 1955 1407 og 1954 870 mál og tunnur. Þessi síðastHðin fjögur ár mega öll heita aflaleysisár á síldarvertíð fyrir Norðurlandi, en þó hefur afli heldur glæðzt síðustu tvö árin. Gera má ráð fyrir, að ef rúm- lega 200 skip fara á síldveiðar í sumar, muni um 2500 manns verða á þeim flota. 1 fyrrasumar voru 215 bátar af 234 síldveiði- skipum með hringnót. En á hring nótabát er að jafnaði 10 menn. Ekkert verður ennþá fullyrt um veiðihorfur. Rannsóknarskip- in hafa undanfarið verið fyrir Norðurlandi en litlar ályktanir er hægt að draga af rannsóknum þeirra. Fiskifræðingar segja þó, að vaxtarskilyrði fyrir rauðátu á vestursvæðinu séu hagstæð. En mælingar á henni leiddu í ljós, að miklu minna magn er nú af henni í efri lögum sjávarins en í fyrra. Virðist það ekki lofa góðu um aflamöguleika. Engu að síður reyna menn að setja nokkr- ar vonir á hinn silfurlita kenja- fisk, sem svo miklu ræður um efnahagslega afkomu mikils fjölda fólks og raunar þjóðarbús- ins í heild. Slæniar sprettuliorfur Sprettuhorfur munu mjög slæmar í flestum sveitum lands- ins. Að vísu hefur hlýnað veru- lega síðustu daga, en víðast t. d. hér sunnanlands hefur verið allt- of þurrt. Jörðin er þurr og skræln uð og varla sést gróðurlitum á mörgum túnum. Sums staðar hef- ur ekki komið dropi úr lofti á annan mánuð. Sauðburður hefur yfirleitt gengið sæmilega. Víða hefur orð- ið að hafa fénað á húsum fram í júní og hefur það komið sér vel að bændur hafa átt nóg og góð hey frá sl. sumri, sem var ágætt heyskaparsumar. Ef ekki bregður til vætutíðar innan skamms, er ekki annað sýnt en að grasbrestur muni verða í mörg um sveitum. Löngu þingi lokiíi Einu lengsta þingi síðari ára si. miOviEuuag. Svipur þess mo taöist fyrst og fremst af stefnu íej'si nkisstjórnarinnar. Þegar mpmgi kom saman ’ október sl., rysu riKisstjórmn pví ynr að hun ueioi ekKi getaö unuirbúið mai siri vegna þess, að hun heíöi ekki nað tu þingmanna oinna til skrafs og raöageroa. Siöan settist þmgiö a roKstoia, og sat fram að jolum. RiKisstjórnin fekk tækifæri til að ráðgast við þingmenn sína. En engu að síður fóru þingmenn í joiairí án þess að nokkur niður- staða næðist í hinum stærri mál- um. Þingið kom aftur saman í byrjun febr. að afloknum sveitar- og bæjarstjórnarkosningum. Var þá mjög dauft yfir þingliði stjórn arinnar. Flokkar hennar höfðu beðið mikið afhroð í kosningun- um og stjórnarandstaðan, Sjálf- stæðisflokkurinn, unnið mesta- kosningasigur, sem unninn hef- ur verið á Islandi á þessari öld. Eftir þessa útreið virðist stjórn- arliðið eiga mjög erfitt með að sækja í sig veðrið og sameinast um tillögur í þeim stórmálum, sem lágu óleyst framundan. Hver mánuðurinn leið af öðrum, án þess að nokkuð gerðist. Al- þingi sat aðgerðarlítið og þing- menn stjórnarliðsins horfðu í gaupnir sér. Síðan komu páskar og loks hvítasunna. I þann mund kom loks efnahagsmálafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Var orðið stutt til sólstaðna, þegar það loks var samþykkt og eldhúsdagsum- ræður fóru fram. En um skeið íeit út fyrir, að þing og þjóð myndu missa af eldhúsdagsumræðum að þessu sinni. Ríkisstjórnin var í heila viku í andarslitrum. Menn vissu ekki, hvort hún var dauð eða lifandi. Einn daginn var hún hálf dauð, annan steindauð, þann þriðja bærðist líf með henni og hinn fjórða gekk hún aftur!! Horfði þjóðin ó þetta með mik- illí undrun. Slíkt hafði aldrei sézt á landi hér, að ein og sama ríkisstjórn væri frá degi til dagss ýmist dauð eða lifandi. En niður- staðan varð sú, að stjórnin sagðist vera lifandi og stendur svo enn um skeið. Óstarfliæf og stefnulaus ríkisstjórn En*í raun og veru er ríkisstjórn in naumast lifandi. Hún ó ekki lengur neina sameiginlega stefnu í helztu vandamálum þjóðfélags- ins. I eldhúsdagsumræðunum hnakkrifust ráðherrar hennar um örlagaríkasta utanríkismál þjóð- arinnar. Þegar efnahagsmálatil- lögur stjórnarinnar voru ræddar á Alþingi risu sumir þingmanna ríkisstjórnarinnar upp til and- mæla gegn þeim, þeirra á meðal formaður Sósíalistaflokksins, Ein ar Olgeirsson og tveir af þing- mönnum Alþýðuflokksins, þeir Aki Jakobsson og Eggert Þor- steinsson. En þar að auki hefur meg- inhluti stærstu verkalýðsfélag anna í landinu Iýst yfir and stöðu sinni við þessar ráðstaf- anir um leið og þau hafa sagt upp samningum og krafizt kauphækkana. Dylst engum heilvita manni, að með þessu er nýrri dýrtíðar- og verð- bóiguöldu velt yfir þjoðina. mgin á rnoti Hermanni Sú staðreynd verður nú ekki lengur sniðgengin, að sú verka- lýðshreyfing, sem Hermann Jón- asson þóttist hafa tryggt sér samstarf við, með því að taka kommúnista í ríkisstjórn, hefur nú snúizt gegn honum, þegar verst gegndi. Þegar vinstri stjórn in eftir tvö valdaár sín leggur fram tillögur sínar í efnahags- málunum, snúast þau verkalýðs- samtök, sem kommúnistar stjórna fyrst og fremst gegn þeim. I orði kveðnu segjast þau að vísu ekki vilja fella stjórnina með andstöðu sinni. En þau hafa engu að síður kveðiö upp algeran dauðadóm yfir stjórn Herinanns Jónasson ar. Helzta stoð hans og stytta er brostin, kommúnistarnir ; verkalýðshreyfingunni. A þá setti hann allt sitt traust. En þeir hafa nú brugðizt honum, enda þótt forseti Alþýðusam- bandsins sem líka heitir fé- lagsmálaráðherra í vinstri stjórninni hafi barizt af alefli fyrir því, að verkalýðshreyf- ingin tryði á svokallaða „verð- stöðvunarstefnu" vinstri stjórn arinnar. En á þá stefnu trúir nú enginn lengur. Hún hefur frá uppliafi verið blekking ein. Þegar svo er komið, að jafn- vel sá hluti „vinnustéttanna" sem kommúnistar stjórna hefur snúizt gegn Hermanni Jónassyni, lætur hann Tímann kenna Sjálf- stæðisflokknum um traustleysi vinstri stjórnarinnar innan verka lýðssamtakanna. Það er að vísu rétt, að sá hluti verkalýðshreyfingarinnar, sem fylgir Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum hefur alltaf vantreyst vinstri stjórninni, og samvinnu Framsóknarflokksins og kommúnista. En Sjálfstæðis- menn hafa aldrei hvatt verka- lýðshreyfinguna til ábyrgðar- lausra aðgerða gagnvart atvinnu- vegnunum. Staðhæfing Her- manns Jónassonar, sem nú hefur slitnað úr öllum tengslum við „vinnustéttirnar“ um það, er blekking og ósannindi. Það eru hans eigin menn, kommúnistarn- ir, sem hafa svikið hann. Þess vegna stendur hann nú uppi með óstarfhæfa ríkisstjórn og sér nýja verðbólguöldu rísa fram undan. Á hveitibrauðsdögunum með kommúnistum í vinstri stjórninni fann hann aldrei „varanlegu úrræðin“, sem hann hafði lofað „vinnustéit- unum" og þjóðinni í heild. — Hann hafði að vísu lofað þeim statt og stöðugt. Þess vegna er öll aðstaða ríkisstjórnar hans erfiðari og vonlausari i dag en nokkurrar ríkisstjórnar sem farið hefur með völd i landinu. Reiðikast f jármála ráðherrans Einn þeirra atburða eldhús- dagsumræðanna, sem mikla at- hygli vöktu var hvernig Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra brást við rökstuddri ádeilu Jóns Pálma sonar, alþingismanns Austur- Húnvetninga. Fjármálaráðherr- ann ofsareiddist, og hellti sér yfir Jón Pálmason með óbóta- skömmum. Hvað hann þingmann Austur-Húnvetninga hafa unnið bændum landsins mikið tjón, þar sem hann hefði ráðið allri stefnu nýsköpunarstjórnarinnar í land- búnaðarmálum á árunum 1945— 1947. Taldi fjármálaráðherra þetta hið mesta last' um Jón Pálmason. Mikill fjöldi bænda mun hins vegar hafa talið það Jóni Pálma- syni til hróss, að hann hafði nána samvinnu við Pétur heitinn Magn ússon, sem var landbúnaðarráð- herra nýsköpunarstjórnarinnar. Stefna Péturs Magnússonar í landbúnaðarmálum var tvímæla- laust mesta framfarastefna gagn- vart hagsmunamálum bændastétt arinnar, sem um getur I stjórn- málasögu síðari áratuga. Á grund velli þessarar stefnu hafa verið byggðar allar þær miklu fram- farir, sem orðið hafa í sveitum landsins síðasta áratuginn. Und- ir forystu nýsköpunarstjórnar- innar voru sett lögin um jarð- ræktar- og húsagerðarsam- þykktin í sveitum frá 1945, lögin um landnám, nýbyggðir og end- ui’byggingar í sveitum frá 1946, og lögin um fjárskipti. Öll þessi lög voru sett á valdatíma nýsköp- unarstjórnarinnar. Ræktunar- sjóðslögin voru að fullu undir- búin, þegar nýsköpunarstjórnin fór frá, og samþykkt á næsta ári. Raforkulögin voru einnig sett af sömu stjórn. 1 skjóli þessarar margþættu löggjafar hafa orðið stórfelldar framfarir í sveitum landsins. Vél- væðing sveitanna, stórkostlegar ræktunarframkvæmdir, húsbygg- ingar, útrýming mæðiveikinn- ar og rafvæðing strjálbýlisins — allar hafa þessar urhbætur verið unnar á grundvelli löggjafar, sem nýsköpunarstjórnin beitti sér fyrir. Það dugir hvorki Eysteini Jónssyni né öðrum að vitna til þess að íjárframlögin hafi allt- af vaxið ár frá ári, síðan þessi lög voru sett. Fé er ekki hægt að lána eða veita út á fram- kvæmdir, fyrr en haíizt er handa um þær, og það stóð ekki til að framkvæmdirnar væru komnar í verk, um leið og lögin voru sett. Það þurfti að útvega vélarnar og það tók sinn tima. Það varð að vinna verkin og það tekur líka sinn tíma. Fjárframlögin og lánin voru ákveðin með lögum ný- sköpunarstjórnarinnar. Það skapaði bændunum aðstöðu til þess að ráðast í vélakaup jg ræktunar- og byggingarfram- kvæmdir. Síðan voru lánin og Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.