Morgunblaðið - 08.06.1958, Page 16

Morgunblaðið - 08.06.1958, Page 16
16 MOKCVISHT 4 Ð1Ð ^’nnudagur 8. júní 1958 Skrifarmn á Stapa Sviðsmjnd úr 1. þaetti „My Fair Lady“. Rex fremst í miðju. Harrison (Higgins) og Julie Andrws (Eiiza) Leikfréttir frá Lundúnum GRISKAR sagnir herma að Pyg- hann er orðinn „vanur“ henni og malion konungur Cyprusar haf orðið ástfanginn af likneski af konu, sem hann smíðaði sjálfur úr fíiabeini og grátbeðið Afróditu að blása lífi í hana. Hún varð við beiðni hans og Pygmalion giftrit draumgyðju sinni. Brezka skáld- ið G. Bernard Shaw hefur skrif- að leikritið Pygmaiion og var það íyrst leikið í London og New York árið 1914 við miklar vin- sældir. Fyrsta kvikmyndin var gerð í London í október 1938 jg eg held að mér sé óhætt að segja að hún hafi verið sýnd í Reykja- vík. Nú hefur þessu fræga leik- riti verið breytt í söngleik: My fair Lady, sýnt í Theatre Royal Drury Lane um þessar mundir Tveir amerískir listamenn háfa unnið að söngleiknum með við- urkenndri prýði, þeir Frederick Loewe, sem hefur samið lögin og Alan Jay Lerner söngtextana. Þeim hefur tekizt að halda sögu- þræði Shaw’s mjög vel og kunnug ir vilja halda því fram að Shaw myndi ekki verða óánægður með árangurinn,- ef hann gæti litið upp úr gröf sinni og séð og heyrt um þá sigurför, sem þessi söng- leikur hefur farið — fyrst í Ameríku og núna í Englandi. — Enginn leikur hefur verið svo umtalaður eða auglýstur sem þessi. I fyrra var verið að selja hljómplöturnar á svörtum mark- aði fyrir óheyrilegt verð í Lon- don, á meðan leikurinn var á Broadway, en nú eru þær auð- fengnar í búðunum. Aðgöngumið ar hafa verið uppseldir fyrir árið en daglega má sjá í blöðunum auglýsingar um miða til sölu „á bak við tjöldin". Cecil Beaton, mjög vel þekkt- ur enskur ljósmyndari og tízku- teiknari, hefur teiknað búninga. sem eru mjög fagrir og íburðar- miklir. Svo hefur My fair Lady- stormurinn geisað í London að varla er hægt að líta í búðar- glugga án þess að sjá blússur og pils með slæmri eftirlíkingu af myndum frá söngieiknum, eða ganga í búðir án þess að heyra sömu lögin glymja i hátalara. Söguþráðurinn er flestum kunnur. Eliza Doolittle, fátæka blémasölustúlkan í Covent Gard- en, sem k.ann ekki að tala gott mál, er tekin sem tilraunadýr af fr*gum málfræðing, prófcssor Henry Higgings, sem ásetur sér aS kenna henni rétt og fagurt mál ásamt góðri hegðun. Eiiza er í ströngum skóla og óhamingjusöm í fyrstu. Henry Higgins nær marki sínu eftir langa baráttu Hún talar nú fal- legt mál og er viðurkennd „lady’ meðal hástéttanna, þegar út úr henni hrekkur enska blótsyrðið „bloody" sem vakti geysimikið umtal á sinum tíma, þegar leik- ritið var fyrst prentað. Eítir sálarlega tortímingu sem tilraunadýr hjá málfræðingnum hleypur Eliza í burtu til Freddy Eynsford-Hill, ungs, einskis nyts manns, og ætlar sér að giftast faonum. Higgins verður ljóst að hann saknar hennar. 1 söngleikn- um og í kvikmyndinni er Eliza látin koma til baka til Higgins, sem biður hana að finna fyr- ir sig inniskóna í þeim tón að manni verður ljóst að hann getur peninga, þegar hann hrekkur upp af! David er ekki ástfanginn af kærustunni sinni, svo það verður fljótt augljóst að hverju fer. Anna Massey leikur ungu stúlk una, hressilega. Eitt af þessum hlutverkum, sem hver ung og Julie Andrews (Eliza) og Rex Harrisson (prófessor Higgens) „My Fair Lady“ ) ekki án hennar verið. Þótt Shaw óþvinguð leikkona þráir að leika. hafi í leikritinu látið Elizu gift ast Freddy, þá samþykkti hann þennan rómantíska endi fyrir kvikmyndina og því hefur einnig verið haldið fyrir söngleikinn. Prófessor Henry Higgins er Ieikinn af Rex Harrison, af frá- munalegri tækni og nákvæmm. Hann er sá eini sem syngur ekki heldur talar hlutverk sitt í kveð- andi hljómfalli við lagið. Frábær leikur. Julie Andrews, óþekkt fyrir ári síðan, nú upprennandi stjarna, leikur Elizu af snilld. Stanley Holloway leikur föður Elizu, Alfred Doolittle, sorp- hreinsara, af mikilli kímni. — Leikendur eru um 45 að tölu og fara allir vel með hlutverk sín Leikstjórn hvílir á sterkum herð- um amerísks leikstjóra, Moss Hart. O—★—O Gamanleikritið: „Kæri söku dólgur‘;, eða á ensku: „Dear Delinquent“ er þó nokkuð fynd- ið. Sýnt í Aldwych Theatre. — Fjallar um unga stúlku, sem er innbrotsþjófur að atvinnu og kcmur af mjög góðri innbrots- þjófafjölskyldu. Hún brýzt inn um glugga hjá ungum pipar- sveini og er næstum á brolt með feng sinn, þegar hún dettur um borð og vekur eigandann, David Warren, leikinn aí David Tomlinson, sem ei' alltaf aðlaðandi og fyndinn Jeik- ari. 1 staðinn fyrir að afhenda hana lögreglunni, dettur honum í hug að reyna að gera hana að betri og heiðarlegri manneskju, sem auðvitað endar með því að hún verður ástfangin af honum! David er trúlofaður ríkri stúlku, því að hann heldur að frænda hans, sem er stórefnaður, mura líka það vel og gefa honum mein Anna er dóttir Raymond Massey. sem er ákaflega þekktur meðal enskra áhorfenda. Leikritið er eftir Jack Popple- well og ristir frekar grunnt að efni til, en er vel meðfarið af leikendum. London, 13. maí ’58. Krf. SENDIBREF 1806—1877. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Bókfellsútgáf- an, Rvik 1957. Nýtt safn af gömlum bréfum frá hendi Finns Sigmundsson ar landasbókavarðar er góður gestur bókamanna, fallega út- gefin bók með mörgum myndum af merkum mönnum frá öldinni, sem leið. Bókin er kennd vxð skrifara Bjarna amtmanns Þorst- einssonar á Stapa, Pál stúdent Pálsspn, enda eru bréfin flest frá honum eða til hans. Er hér um úrval að ræða úr miklu safni, en valið auðsjáanlega gert með það fyrir augum, að lesa megi margan söguþráð út úr bréfun- um. Um Pál stúdent segir séra Matt hías Jochumsson svo í Þjóðólfi 5. apríl 1877: „20 f. m. andaðisl hér í bænum Páll stúdent Pálsson (sýslumanns Guðmundssonar frá Krossavík), f. 1807 (rétt 1806), sá er yfir 50 ár var skrifari, aðstoð- ar- og trúnaðarmaður Bjarna sál. Þorsteinssonar amtmanns. Hann dó ógiftur og barnlaus. Páll sál. var sannui ágætismaður, þótt hans væri lítið getið opin- berlega, með því hann var stak- lega hógvær maður, sundurgjörð arlaus og trúlyndur. Hann var lærdóms- og fræðimaður mikilí og kunnari íslenzkri bókfræði en nokkur maður annar — að menn hyggja — nema ef vera skyldi Jón Sigurðsson forseti. Síðan hann kom hingað suður, endur- bætti hann eða afritaði með mik- illi elju og snilld hinn mesta fjölda skemmdra bóka og hand- rita, bæði fyrir bókasöfnxn og eiijstaká menn, og tók aldrei eyrisvirði fyrir. Sjálfur átti hann og mikið safn og dýrmætt, sem ekki er ólíklegt, að Landsbóka- safnið verði látið kaupa.“ Af þessari fáorðu lýsingu séra Matthíasar má sjá, að Páll stúd- ent hefir verið óvenjulegur mað- ur. Hann eignaðist marga vini meðal helztu mennta- og forystu manna þjóðarinnar og stóð í tíð- um bréfaskriftum við þá, eins og siður var mikill á þeim t'm- um. Meðal kunnra bréfavina hans, sem bréf eiga í bókinni, má nefna Árna Thorsteinsson, Baldvin Einarsson, Bjarna Þorst- einsson amtmann, sr. Gunnar Gunnarsson í Laufási, Jón Sig- urðsson forseta, sr. Skúla Gísla- son á Breiðabólsstað, Pál Ólafs- son skáld, Steingrím Jónsson biskup, sr. Tómas Sæmundsson og sr. Þorstein Helgason í Reyk- holti. En einna skemmtilegust og að ýmsu forvitnilegust eru bréfin, sem fara á milli Páls og systkina hans. Skyggnist lesand- inn þar inn í löngu liðin ástar- ævintýi’i og jafnvel harmsögur, sem nú eru orðnar á fárra vitorði, en standa ekki að áhrifum og örlagamagni að baki því, sem stundum má lesa í skáldsögum vorra tíma. Þegar í fyrsta bréf- inu, sem ritað er af Geiri biskupi Vídalín til Bjarna Þorsteinssonar og segir frá fæðingu Páls stúd- ents, er var systurdóttursonur bisl.ups, fáum vér að kynnast erfiðleikum ungra elskenda og hugsunarhættinum í byrjun 19. aldar. Foreldrar Páls voru enn ógift, þegar t-engurinn fæddist, og móðir hans þá á heimili Geirs biskups, móðurbróður síns. í bréf inu skýrir biskup frá því, að í tilefni af þessu.n ótímabæra barnsburði hafi Ólafur gamli Stefánsson í Viðey kallað allar stúlkur sínar fyrir og útlagt fyrir þeim sjötta boðorðið „a la Mose et Bastholm.“ Hafi þá ein af stúlkunum gerzt svo djörf að andmæla, og var það Ingibjörg, síðar húsfreyja á Bessastöðum og móðir Gríms skálds Thomsens. Foreldrar Páls stúdents giftust skömmu síðar og fluttust austur á land. Varð faðir hans sýslumað- ur í Múlasýslu, en dó á bezta aldri og stóð kona hans þá uppi með 5 börn, hið elzta 9 ára og hið yngsta fárra vikna. Var Páli þá komið i fóstur til Steingríms Jónssonar í Odda, síðar biskups, og útskrifaði hann Pál stúdent úr heimaskóla 1823 með ágætum vitnisburði. Sama ár réðst hann skrifari hjá Bjarna Þorsteinssyni amtmanni og var síðan óslitið í þjónustu hans. Fræðsluíundir ú vegum Mat- sveinu- og veitingaþjdnuskólans SO nýbreytni hefur verið tekin upp í starfsemi Matsveina- og veitingaþjónaskólans að halda fræðslufundi fyrir nemendur. starfsfólk gisti- og veitingahúsa, svo og alla þá, sem áhuga hafa á veitingamálum. Fyrsti fræðslu- fundurinn var haldinn föstu- dag, 9. maí, í húsakynnum skól- ans í Sjómannaskólanum. Fundurinn var settur af skóla- stjóra, Tryggva Þorfinnssyni, og mselti hann m. a. á þá leið, að foi-ráðamenn skólans hafi komið þessum fræðslufundum á til þess að auka fjölbreytni kennslunnai gefa veitingamönnum og starfc- fólki veitingahúsa kost á að kynnast starfsemi hans og fá frseðslu um ninar ýmsu starfs- greinar gisti- og veitingahúsa, ásamt öðrum raálum nátengdum veitingastarfsemi. Skólastjóri tilkynnti að slíkir fræðslufundir yrðu framvegis fastur liður i starfseminni, og yrði reynt að hafa þá sem fjöl- breyttasta bverju sinni. Að lok- um kynnti skólastjóri dagskrá fundarins og var hún eins og hér segir: Halldór S. Gröndal, veitinga- maður í Nausti, talaði um veit- ingastarfsemi, þýðingu hennar fyrir þjóðfélagið og rekstur veit- ingahúsa almennt. Fulltrúi borg- arlæknis, Þórhallur Halldórsson, mjólkurfræðingur. talaði um gerla í mat og mikilvægi hrein- lætis í veitingahúsum. Að lokum talaði Sveinn Símonarson, yfir matreiðslumaður í Matstofu Austurbæjar og formaður Sam- bands matreiðslu- og fram- reiðslumanna, um félagamál al- mennt, einkum í sambandi við starfsgreinar veitingahúsa. Erind- in voru hin fróðlegustu og vöktu óskipta athygli áheyrenda. Born ar voru upp fyrirspurnir og nokkrar umræður urðu að erind- unum loknum. í fundarlok þakkaði skólastjóri ræðumönnum þátt þeirra í þess- um fyrsta fræðslufundi skólans og fundarmönnum komuna. Síðan bauð hann til kaffidrykkju. Óhætt er að fullyrða, að þessi fyrsti fræðslufundur Matsveina- og veitingaþjónaskólans hafi ver-' ið heilladrjúgt spor í rétta átt til víðsýnis og skilningsauka á þess- um atvinnuvegi. Sigríður Pálsdóttir, systir Páls stúdents, gerðist tvítug að aldri, þjónustustúlka hjá Steingrími biskupi í Laugarnesi. Um þær mundir var Þorsteinn Helgason, systursonur biskupsfrúarinnar, í Laugarnesi og trúlofaður Sigríði biskupsdóttur. En svo fór, að hann lagði hug á Sigríði Páls- dóttur og hafði „Sigríðaskipti", eins og Steingrímur biskup kemst að orði í bréfi til kunningja síns. Féll biskupshjónunum þetta all- þungt og þótti hneisa mikil og ráku þau Þorstein og Sigríði Pálsdóttur af heimilinu. Giftust þau síðan og unnust vel. Fékk ÞorstéTnn Reykholt og varð skammlífur, en Sigríður giftist aftur sr. Sigurði Thorarensen í Hraungerði. Hún andaðist á Breiðabólstað hjá sr. Skúla Gísla- syni og Guðrúnu, dóttur sinni. Sigríður hefir verið bráðgáfuð kona og merkileg. Segir útgef- andi bréfasafnsins að til séu 240 sendibréf frá henni til Páls bróð- ur hennar. Vill nú ekki einhver taka sig til og gefa út öll bréf Sigríðar og rita um ævi hennar, svo sem þarf bréfunum txl skýr- ingar? Önnur systkini Páls stúdents voru Þórunn, fyrri kona Páls Ólafssonar skálds, sr. Stefán á Hofi og sr. Siggeir á Skeggja- stöðum. Hafa þessi systkini öll verið vel gefin. Bréf s- Siggeirs eru einhver skemmtilegustu bréf in í safninu. Margt fleira mæUi nefna, sem þessi bréf veita um athyglisverð- an fróðleik. Hvar skyldu t.d. vera betri upplýsingar en þar um ástamál Baldvins Einarssonar, veikindi og fráfall sr. Þorsteins Helgasonar og margt fieira? Á aukatitilblaði er bók þessi nefnd tstenzk sendlbréf 1. Það gefur vonir um. að útgáfan eigi að halda áfram, og er gott til þess að vita. Hafi úlgefandi og kostn- aðarmaður þakkir fyrir þessa vönduðu og skemmtilegu bók. Giitei Jónsson. LOFTUR h.t. LJ OS M Y N UASTO FAN Ingóifsstrseti 4. Pantið euma i sima 1-47-72.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.