Morgunblaðið - 08.06.1958, Qupperneq 20
20
MOnCVlSBLAÐIt:
P-jnnudagur 8. júni 1958
„Sá möguleiki er auðvitað hugs
anlegur", svaraði monsieur Charl
es hikandi — „en ég er ekki trú-
aður á hann. Þessar vélar bila
aldrei. Ég skil þetta alls ekki“.
„Aðgættuð þér nokkuð vélina
áður en þér byrjuðuð á verkinu?"
var næsta spurning skipstjórans.
„Það var ekki ég sem var að
nota hana, hr. skipstjóri", svaraði
Charles Morelle og yppti öxlum.
— „Madame Cortes hafði óskað
þess eindregið að mademoiselle Lis
ette annaðist hárgreiðsluna á
sér“.
„Prófuðuð þér vélina fyrst?“,
spurði skipstjórinn og leit hvasst
á Joan.
Nei, það gerði ég ekki. . . Við
erum ekki vön að gera það, hr.
skipstjóri".
Joan fannst hún standa sem af-
brotamaður frammi fyrir skip-
stjóranum, enda þótt spurning
hans væri algerlega út í hött, því
að það var alls ekki venja að
prófa þessar permanent-vélar. Til
þess var einfaldlega enginn tímí.
1 Fulham skoðuðu rafmagnsfræð-
ingar allt, með hæfilegu millibili.
Það var öryggisráðstöfun sem lát
in var nægja.
Á sama augnabliki varð hún þess
vís að Ron var kominn inn í stof-
una. Menn viku úr vegi fyrir hon
um, svo að hann kæmist alveg inn
tii skipstjórans og gjaldkerans.
Hann var mjög fölur, en annars
var andlit hans alveg svipbrigða
laust. Skipstjórin leit á hann,
ræskti sig nokkrum sinnum og
spurði svo: — „Er madame . . .
Ég á við: hafið þér talað við
lækninn?"
„Frænka mín er ekki dáin, ef
það er það sem þér eigið við“ svar
aði Ron án þess að nokkurrar
breytingar yrði vart í svip hans.
— —„En hún hefur heldur ekki
vaknað tíl meðvitundar enn sem
komið er . . . og læknirinn hefur
litla von um að svo muni verða. ..
Hann getur ekki heldur gefið
neina ákveðna skýringu á því sem
komið hefur fyrir“.
Joan kreppti hendurnar og
varð þess allt íeinu vör að hún
var farin að gráta. Hún vissi ekki
af því, fyrr en hún fann tárin
renna niður kinnarnar. Hún huldi
andlitið í höndum sér og þannig
stóð hún, þegar Ron kom til henn-
ar. Hann lagði handlegginn yfir
axlirnar á henni, eins og hann
skildi að hún þarfnaðist styrks
hans og stuðnings.
Aldrei hafði Joan verið jafn
þakklát nokkrum manni. Hún
hefði getað gengið út í opinn dauð
ann fyrir hann af einskæru þakk-
læti.
„Ég votta yður hina innileg-
ustu samúð mína, monsieur Cort-
es“ sagði skipstjórinn hlýlega. —
„Ég ber mjög mikla virðingu fyr-
ir madame Cortes. Ég hefi
alltaf dáðst að henni og ég vona
af heilum hug að dr. Perrier tak-
ist að bjarga lífi hennar. Mér þyk
ir það mjög leiðinlegt að þetta
skyldi koma fyrir á mínu skipi og
ég skal þegar í stað láta vélstjór-
ann athuga þessa óhappavél“.
„Ég er yður mjög þakklátur fyr
ir það, hr. skipstjóri" svaraði Ron
— „og ég þakka yður fyrir hin
vingjarnlegu orð. Læknirinn hafði
heyrt að Amy frænka væri hjart-
veik en mér er óhætt að fullyrða
að það hefur hún aldrei verið. —
Hann þagnaði og þögnin grúfði
þung og ógnandi yfir þeim sem í
stofunni voru. Svo hélt hann á-
fram hljómlausri röddu: — „Ef
ég á að segja mina skoðun hrein-
skilnislega, þá er hún sú, að hér
hafi ekki verið um neins konar
slys að ræða, heldur rétta og
slétta morðtilraun"
Það mátti heyra hvemig fólkið
stóð á öndinni og svo varð aftur
grafarþögn í stofunni.
Joan vissi að það var rétt sem
Ron sagði, en þó varð hún sem
þrumu lostin af óttablandinni
undrun, er hún heyrði orð hans.
Þetta var í fyrsta skipti sem grun
urinn var srgður berum orðum og
það var sízt að undra, 'þótt þeir
sem heyrðu, létu sér bregða.
„Þér sögðuð morðtilraun monsi-
eur Cortes", sagði skipstjórinn. —
„Hvernig ætlið þér að rökstyðja
þá ákæru?“
Vernier skipstjóri talaði hægt
og orðin komu eitt og eitt á stangli
eins og hann ætti erfitt með að
mynda setningarnar.
KVENFÉLAG HÁTEIGSSÓKNAR
Kaffisala
I Sjómannaskólanum í dag. Hefst kl. 3 (eftir messu).
Safnaðarfólk og aðrir Reykvíkingar. Fjölmennið í
Sjómannaskólann í dag.
NEFNDIN.
„Ég held að ég geti rökstutt
hana, hr. skipstjóri“, svaraði Ron
og tók um leið fastar um axlirn-
ar á Joan.
„Ætlið þér að halda því fram
að einhver hafi gert tilraun til að
myrða frænku yðar?“, spurði skip
stjórinn.
„Já, og ennþá vitum við ekki
hvort sú tilraun hefur tekizt. —
Sennilegast er að Amy frænka
deyi án þess að fá meðvitund aft-
ur“.
„Getið þér sagt okkur hvern
þér grunið? Eða er þessi fullyrð-
ing gripin úr lausu lofti. . . án
þess að nokkrar líkur séu fyrir
hendi?“.
hvern eða hverja hann tortryggi,
hlýtur orsökin að vera sú, að hann
neyðist til að gruna einhverja þá
manneskji , sem hann vill ekki á-
kæra. Hver var það sem ætlaði að
framkvæma hárgreiðsluna á mad-
ame Cortes, þegar þetta skeði?“
„Það vitum við öll, frú Leish-
man“, sagði skipstjórinn óþolin-
móður.
„Já, við vitum að það var made
moiselle Lisette. En þér vitið ekki
að þessi sama Lisette sagði mér í
gærkvöld, að hún væri dauðást-
fangin al monsieur Ron Cortes. Ég
veit líka að í gær átti hún mjög
alvarlegar viðræður við madame
Cortes í káetunni hennar. Gamla
frúin sagði það skýrt og skorin-
ort við ungu stúlkuna að ef frændi
sinn kvæntist henni, gegn vilja sín
um, yrði hann strikaður út af
erfðaskránni. Ég minntist á þetta
við Lisette í gærkvöld, þegar hún
kom til mín í káetuna og ég ráð-
lagði henni að fara varlega í sak-
irnar og gera enga vitleysu. Hún
tók þessu mjög illa og mér kæmi
það ekki á óvart þótt það hefði
gert hana alveg óða. Hún kann að
hafa hugsað svo, að ef madame
Cortes yrði rutt úr vegi, þá gæti
hún hindrunarlaust gifst monsieur
Cortes. Það er augljóst mál, að
„Það var ekki ég sem var að nota hana, hr. skipstjóri,
sagði Charles Marelle.
„Ég vil helzt ekki segja neitt
ákveðið fyrr en sérfræðingur er
búinn að skoða permanent-vél-
ina“.
„Sú skoðun verður látin fara
fram nú þegar", lofaði skipstjór-
inn. — „Maður gæti haldið að
þér grunuðuð nú þegar einhverja
vissa persónu hér á skipinu”.
„Núna get ég því miður ekki
sagt ykkur meira en ég er þegar
búinn að segja“, svaraði Ron stutt
lega. — „Hinir grunuðu eru hér
á skipinu og geta ekki komizt í
burtu, svo að ég held að það g^ti
ekki sakað neitt að bíða“.
Skipstjórinn yppti öxlum. Hann
leit á gjaldkerann, því næst til
Charles Morelle og vissi bersýni-
lega ekki hvað hann átti að segja
meira.
Frú Leishman hafði olnbogað
sig í gegnum þröngina og var nú
komin alveg til skipstjórans. —
„Þér verðið að afsaka þótt ég
sletti mér fram í þetta, enda
þótt segja megi að það komi mér
ekki við“, sagði hún lágt og hik-
andi. — „Ég get samt ekki orða
bundizt. Fyrst monsieur Cortes
vill ekki ~egja það afdráttarlaust
permanent-vélin er eitthvað öðru
vísi en hún á að vera og nú hefi
ég leyft mér að benda á það, hver
er að mínum dómi völd að því“.
Á eftir orðum frú Leishmann
fylgdi stutt, lamandi þögn, sem
Ron rauf: — „Þetta er helber
fjarstæða", sagði hann æstur og
sneri sér að skipstjóranum. —
„Það sem þessi frú leyfir sér að
segja er tóm rakalaus vitleysa.
Amy frænka var einmitt farin að
meta mademoiselle Lisette mjög
mikils. Ég skil ekki hvernig frú
Leishman þorir að leyfa sér að
koma með slíkar dilgjur og að
dróttanir".
„Þjónn madame Cortes getur
borið vitni um það að ég segi
alveg satt og rétt frá“, flýtti frú
Leishman sér að taka fram. —
„Hann getur skýrt frá því hvað
madame Cortes sagði við Lisette í
gæikvöldi".
„Ef hann vottar það sem þér
hafið sagt, þá er hann lygari",
sagði Ron reiðilega.
Aftur varð óþægileg þögn um
stund en svo tróð madame Claire
sér til þeirra sem stóðu umhverf-
is skipstjórann og gjaldkerann.
Hún var mjö»- áhyggjufull á svip-
inn og röddin var afsakandi: —.
„Auðvitað vil ég ógjarnan varpa
grun á eina af starfsstúlkum hár
greiðslustofunnar", sagði hún —
„en ég álít það skyldu mína að
skýra skipstjóranum frá því, að
Lisette hefur hagað sér mjög und
arlega pessa síðustu daga. í gær
borðaði hún ekki hádegisverð með
okkur hinum og ég skrapp því nið
ur í káetuna til hennar til þess að
vita hvort nokkuð gengi að henni.
Hún hafði sagt mér að hún væri
dálítið sjóveik. Þegar ég var að
laga til í þilrekkjunni hennar
rakst ég af hendingu á umslag
með miklum peningum, undir kodd
anum. Það voru mörg þúsund doll
arar í seðlum, hr. skipstjóri. Auð
vitað varð ég mjög hissa og sem
hin eldri og sú er ber ábyrgðina
á stúlkunum sem vinna á hár-
greiðslustofurni, færði ég þetta í
tal við hana. Ég spurði hana að
því hvers vegna hún geymdi
svona mikla peninga í káetunni
hjá séi-, I stað þess að koma þeim
í geymslu hjá féhirðinum. Lisette
varð mjög vandræðaleg og sagði
mér einhverja tröllasögu um það,
að hún hefði verið beðin um að
kaupa eitthvað fyrir þá. Ég tal-
aði svo ekki meira um þetta, en
mér datt strax í hug að madame
Cortes hefði látið hana fá þessa
peninga gegn loforði um það að
hætta öllum eltingaleik við monsi
eur Cortes . . . Mér þykir leitt að
ég skyldi þurfa að segja þetta, hr.
skipstjóri — en ég áleit það
skyldu mína“.
W
a
r
L
U
á
* FRENCHY'S COMING
BACK TO SEE WHAT'S
KEEPING MOOSE ...
UNLOCK THE DOOR
AND KEEP OUT OF
SIGHT, PEEDEE'
1) „Frikki er á leiðinni til
þess að gá að, hvað tefur Magn-
ús,“ sagði Stígur. „Taktu slag-
brandinn frá og láttu hann eKki
sjá þig.“
2) „Hvað er þetta, Magnús,
ætlarðu ekki að koma með
skófl , .. “ — „Komdu innfyrir,
Frikki, og lokaðu dyrunum,"
skipaði Stígur.
3) „Fjötraðu hann,“ sagði Stíg-
ur, „og keflaðu svo hann geti
ailltvarpiö
Sunnudugur 8. júni.
9.30 Fréttir og morguntónleik-
Fastir liðir eins og venjulega.
ar. 11.00 Messa í Fríkirkjunni
(Prestur: Séra Þorsteinn Björns
son. Organleikari: Sigurður ísólfs
son). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.
00 Kaffitíminn: Létt lög af plöt-
um. 16.30 Færeysk guðsþjónusta:
Séra Johan Nielsen prédikar. —
(Hljóðritað í Færeyjum). 17.00
frá Akureyri: Sigurður Sigurðs-
son lýsir keppni á Sundnieistara-
móti Islands. 18,30 Barnatími
(Helga og Hulda Valtýsdætur):
a) Leikritið „Stóllinn hennar
ömmu“, II. þáttur: „Lávarðarnir
tveir“. Leikstjóri: Helgi Skúla-
son. b) ,í musterinu", saga eftir
Selmu Lagerlöf. 19.30 Tónleikar.
20.20 Skáldið og ljóðið: Steinn
Steinarr (Knútur Bruun stud.
jur. og Njörður Njarðvik stud.
mag. stjórna þættinum. Með þeim
kemur fram Matth. Johannessen
kand. mag.). 20.50 Hljómsveit
Ríkisútvarpsins leikur. Stjórn-
andi: Hans-Joachim Wunderlich.
Einsöngvari: Nanna Egilsdóttir.
21.20 „1 stuttu máli“, þáttur í um
sjá Lofts Guðmundssonar og Jón
asar Jónassonar. 22.05 Danslög.
23.30 Dagskrárlok.
Mánndagur 9. júní:
Fastir liðir eíns og venjulega.
19.30 Tónleikai'. 20.30 Um daginn
og veginn (Andrés Kristjánsson,
blaðam.). 20.50 Einsöngur: Einar
Sturluson syngur; Fritz Weiss-
happel leikur undir á píanó. 21.10
Upplestur: „Gyðja miskunnsem-
innar“, smásaga eftir Lin Yutang
(Þýðandinn, Aðalbjörg Bjarna-
dóttir, les). 21.45 Tónleikar frá
hollenzka útvarpinu: Paul God-
win og hljómsveit hans leika létt,
hollenzk lög. 22.10 Búnaðarþátt-
ur: Sitt af hverju (Gísli Krist-
jánsson ritstjóri). 22.25 Kammer-
tónleikar (plötur). 22.55 Dagskrár
lok.
Þriðjudagnr 10. júuí:
Fastir Jiðir eins og venjulega.
19.30 Tónleikar. 20.30 Erindi: ís-
lenzk Ijóðlist; fyrra erindi (Jó-
hannes úr Kötlum). 21.00 Frá tón
leikum Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands í Austurbæjarbíói 3. þ.m.
Stjórnandi Paul Pampichler. Ein-
leikari á selló: Erling Blöndal
Bengtsson. 21.30 Útvarpssagan:
„Sunnufell“ eftir Peter Freuchen
V. (Sverrir Kristjánsson sagn-
ekki hrópað.“ — Dídí verður litið fræðingur). 22.10 íþróttir Sigurð
út um gluggann. „Það er einhver , ur Sigurðsson). 22.30 Haukur
hér fyrir utan, Stígur,“ hrópar Hauksson kynnir lög unga fólks-
hún ‘ins.