Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 1
20 síðuR y LandhelgismáliÖ Eisenhower sagour ætla að hafa áhrif á Macmillan — biðja hann um að fara varlega í sakirnar LandhelgismáliB getur orð/ð NATO hœttulegt FAUPMANNAHÖFN, 9. júní. — Politiken skýrir frá því í dag, að yfirmenn varnamála Bandaríkjanna hafi, að því er góðar heimildir í Washington fullyrða, snúið sér til Eisen- howers Bandaríkjaforseta með ósk um það, að hann minnist á landhelgismálin í samtali sínu við Macmillan og hvetji hrezku stjórnina til að fara varlegar í sakirnar en hingað til í afstöðunni til landhelginnar við ísland. Þá segir blaðið enn- íremur, að Bandaríkjastjórn styðji tillögu H. C. Hansens íorsætis- og utanríkisráðherra þess efnis, að efnt verði til svæðaráðstefnu um málið. Er stjórnin þeirrar skoðunar, að slík ráðstefna gæti leyst vandamálin svo skjótlega, að Rúss- um tækist ekki að reka fleyg milli NATO-ríkjanna, eins og þeir hugsa sér að gera í þessu máli. Brezka blaðið Daily Telegraph segir einnig, að búast megi við, að unnt verði að finna lausn á þessu deilumáli á slíkri ráðstefnu. Vandamál gagni rússneska kommúnista- flokksins, Ísvestía. Að því er fregnir herma, mun blaðið hafa sagt, að Bretar reyndu að Fréttaritari Reuters skrifaði um málið í gær og sagði m. a., að ekki mætti líta út eins og brezka stjórnin væri að reyna að velta samsteypustjórninni ís- lenzku úr sessi með aðgerðum sínum. Á því mundi enginn græða nema kommúnistar. Þá sagði fréttaritarinn ennfremur, að þótt Island væri minnst allra ríkja Atlantshafsbandalagsins, hefði það mikla þýðingu fyrir sameig- inlegar varnir vestrænria þjóða. Fiskveiðilandhelgin við • Island væri mikið og alvarlegt vanda- mál fyrir NATO. þvinga íslendinga til að falla frá 12 sjómilna Iandhelgi, sem væri lögleg í alla staði. Þá hefur Isvestía vísað á bug til- lögu Dana um sérstaka svæða- ráðstefnu til að finna ein hverja lausn á málinu. Brezka blaðið „Economist“ skrifar um landhelgismálið og segir m. a., að hernaðarpólitík brezku stjórnarinnar bætti ekki úr skák. Segir blaðið ennfremur, að ekkert skaði álit Breta meira út á við en það England, sem sýni smáríkjum vígtennurnar. NATO Fréttaritari Berlingatíðinda í Lundúnum simar, að menn séu þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt sé að komast að samkomulagi í málinu til að koma í veg fyrir, að Atlantshafsbandalagið liðist í sundur með þeim afleiðingum, að öryggi vestrænna þjóða bíði tjón af. Talsmenn stjórna Vestur- Massu lýsir yfir stuön- ingi við de Caulle ALGEIRSBORG, 9. júní. Massu hershöfðingi hélt rseðu í einu út- hverfa Algeirsborgar í gær og var fjöldi Evrópumanna og Serkja viðstaddur. Hann sagði m.a., að Alsír mundi verða áfram hlýða. Fréttamenn segja, að tónn- inn í ræðu Massus hafi verið mjög vinsamlegur de Gaulle og ekki annað að sjá en góður skiln- ingur sé þeirra í milli. veldanna segja, að deila Breta og Islendinga sé miklu meira en fiskveiðideila. Hér sé um að ræða hornstein Atlantshafsbanda lagsins — hvort einn hlekkurinn í NATO-keðjunni eigi að bresta. Ef svo færi mundu Sovétríkin hafa í öllum höndum við Vestur- veldin. Aðrir benda á, hvílíka þýðingu ísland mundi hafa fyrir hinn ört vaxandi kafbátaflota Sovétríkjanna — ef hann fengi bækistöðvar á fslandi. H. C. Hansen heimsœkir ísland í júlímánuði Dvelst hér í tjóra daga, fer síðan til Crœnlands. Forsœtisráðherra Dana hyggst einnig heimsœkja Fœreyjar KAUPMANNAHÖFN, 9. júní. Gert er ráð fyrir því, að H. C. Hansen forsætis- og utanríkis- ráðherra Dana noti júlímánuð til þess að ferðast um hið víð- lcnda danska heimsveldi. — Hyggst hann fara alla leið til Grænlands og er ekki fráleitt að áætla, að leiðin sem for- sætisráðherrann fer, sé um 10 þús. km löng. Forsætisráð- herrann mun dveljast tæpa viku í Færeyjum og um tvær vikur í Grænlandi, en auk þess kemur Hansen við á Is- landi og dvelst þar í fjóra daga sér til hvíldar og hress- ingar. — Heimsóknin til Fær- eyja er talin einkaför, en ekki opinber heimsókn. í för með forsætisráðherranum verða aðeins þeir Nils Svenning- sen deildastjóri í utanríkisráSu- neytinu og ritari hans. Á Fær- eyjum hyggst Hansen ræða við marga áhrifamenn, bæði úr röð- um stjórnmálamanna og annarra, og kynnast þeim hugmyndum, sem þar eru uppi um þessar mundir. H. C. Hanse* flýgur til íslands með Katalínaflugbáti frá Sörvaag til Reykjávíkur, en þangað kem- ur hann hinn T. júlí nk. Hinn 12. júlí heldur flugbáturinn svo Framh. á bls. 18. Meðferð Lögþingsins á landhelgis- málinu í andstöðu við stjórnarskrána ? Djurhuus ter til Hafnar á föstudag KAUPMANNAHÖFN, 9. júní — Ísvestía Á sunnudag birtist ritstjórn- argrein um málið í aðalmál- Hreinsun innnn búlgörsku stjórnurinnur LUNDÚNUM, 9. júní — Hreins- un hefur farið fram innan búlg- örsku kommúnistastjórnarinnar. Pantsjevski hershöfðingi hefur verið rekinn úr embætti land- varnaráðherra, en við hefur tek- ið Ivan Mikhailov hershöfðingi, sem hingað til hefur verið sam- göngumálaráðherra. Menntamála ráðherrann hefur einnig verið rekinn og við embætti hans tek- ið Zhivkö fyrrum varautanríkis- ráðherra. Óeirðir á Kýpur NICOSÍU, 9. júní. — Um helgina kom til harðra átaka| á Kýpur milli grískumælandi manna og tyrkneska minni- hlutans. Grikkir skelltu á alls- herjarverkfalli vegna þessara atburða og .varð það algjört. í dag setti landstjóri Breta á eyjunni, Sir Hugh Foot, j á umferðarbann. — Öflugur Framh. á bls. 19 franskt land. Hann sagði: „Tíma- bili hrörnunar er lokið og Alsír verður áfram franskt land“. — Hershöfðinginn hvatti Serki og Evrópumenn í Alsír að taka hönd um saman og hjálpa til við að græða sárin. — Að lokum sagði hann: Við verðum að fylkja okk- ur um Salan hershöfðingja, sem er fulltrúi stjórnar de Gaulles. Við höfum tekið á móti de Gaulle hér í Alsír og hann hefur skipað okkur fyrir verkum. Við eigum að Information segir, að danska stjórnin vilji ræða landhelgismál- ið við lögmann Færeyja — en vill lögmaðurinn semja? spyr blaðið. Siðan heldur það áfram: Eftir að lögþingið hefur, í trássi við stjórnarskrána, gert sam- þykktir í landhelgismálinu, mun lögmaðurinn ekki fara til Kaup- mannahafnar, eins og ráð var fyrir gert. Málið er nú í hönd- um ríkisumboðsmannsins, um stundarsakir. Þessi þróun málanna er, að sögn, í andstöðu við stjórnar- skrána og Information segir, að danska stjórnin geti ekki látið slíkt líðast. Forsætisráðherrann mun hvorki byrja viðræð<ur um málið við Breta né efna til svæða ráðstefnu fyrr en hann hafi rætt það við fulltrúa landstjórnarinn- ar í Færeyjum. Ekki er búizt við, að hann fresti viðræðunum þang að til hann kemur til Færeyja í byrjun júlí. o—O—o f NTB-fréttum í gærkvöldi seg- ir, að Kristian Djurhuus lögmað- ur fari á föstudaginn til Kaup- mannahafnar að ræða landhelgis- málið við II. C. Hansen. Djur- huus sagði í dag, að málið væri hið alvarlegasta fyrir Færeyinga. Ef við fáum ekki 12 sjómílna fiskveiðilandhelgi um leið og fslendingar, get<ur farið svo, að sjávarútvegur okkar verði eyðilagður, sagði lögmaðurinn. —- Þess má geta, að H. C. Hansen er í Finnlandi með dönsku kon- ! ungshjónunum, en kemur heim til Hafnar á laugardag. Dulles tekur á móti Macmillan við komuna tii Bandaríkjann.. * % > •*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.