Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 12
12 MORC.V1SBL4Ð1Ð I riðjudagur 10. júní 1958 Frú Ástríður Morfensen ft£inningarorð HÚN andaðist í Landsspítalan- um 23. febr. s.l. og fór útför hennar fram við Fossvogskirkju fáum dögum síðar, — án auglýs- ínga, að ósk hennar. Frú Ásta — en svo var hún jafnan kölluð — var fædd 3. jan- úar 1886 að Halakoti á Álftanesi, en þar bjuggu þá foreldrar henn- ar, Magnús Þorsteinsson bónda i Mýrarkoti í Grímsnesi, og Anna dóttir Guðmundar bónda í Ey- mundartungu í Laugardal og Ingunnar konu hans. Hefir móð- urætt frú Ástu verið rekin þannig: Guðmundur móðurafi hennar var sonur Ólafs á Blikastöðum í Mosfellssveit — Guðmundssonar klæðalitara í Þormpðsdal — Saemundssonar á Kjarlaksstöðum — Þórðarsonar prófasts á Staða- stað — Jónssonar biskups á Hól- um — Vigfússonar sýslumanns á Stórólfshvoli — Gíslasonar lög- manns Hákonarsonar. — En foreldrar Ingunnar konu Guðmundar voru Magnús í Ey- mundartungu Jónsson — Vern- harðssonar stúdents á Búrfelli Ófeigssonar og Anna Vernharðs- dóttir lögréttumanns á Laugar- vatni (síðasta lögréttumanns í Árnesþingi) — Gunnarssonar lög réttumanns s.st. Högnasonar lög- réttumanns s.st. — Björnssonar prests hins sterka, er fór í Þóris- dal, Stefánssonar. Hjónin í Halakoti, Magnús og Anna, voru merk og vinsæl af samtíð sinni. Stundaði Magnús jöfnum höndum landbúnað og sjóróðra að þeirrar tíðar hætti á Suðurnesjum; var formaður á bát sínum og um árabil oddviti hreppsnefndar Bessastaðahrepps. Er fiskur lagðist frá miðum Suður nesja á síðustu árum aldarinnar varð þar mörgum erfitt um bú- föng. Fluttist þá fjölskyldan til Reykjavíkur og tók Magnús við starfi hjá Tomsensverzlun. Þá var TILBOÐ óskast í viðgerð á þakrennu og uppsetningu á jámrennu og fleiri endurbætur á húseigninni Eskihlíð 12, 12a og 12b. Verklýsing og nánari upplýsingar veitir Einar Ás- geirsson Eskihlið 12a eftir kl. 20 næstu kvöld. Tilboðum sé skilað fyrir 17. júní til sama manns. Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Húseigendur. Nanðungaruppitoð sem auglýst var í 85., 86., og 87. tbl. Lögbirtingablaðsins 1957, á húseigninni Norðurhlíð við Sundlaugaveg, hér í bænum, eign Ásthildar Jósefsdóttur, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hdl., Sigurgeirs Sigurjónssonar hrl., Guðmundar Péturssonar hdl., og bæjargjaldkerans í Reykjavík, á eigninni sjálfri föstudaginn 13. júní 1958, kl. 3Y2 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Itfanðnngaruppboð sem auglýst var í 82., 84., og 86. tbl. Lögbirtingablaðsins 1957, á húseigninni Snælandi í Blesugróf, hér í bænum, talin eign Hreiðars Jónssonar, fer fram eftir kröfu toll- stjórans í Reykjavík, bæjargjaldkerans í Reykjavík og Hafþórs Guðmundssonar hdl., á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 12. júní 1958, kl. 3y2 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Det Danske selskap afholder 35 aars födselsdagsfest með middag og bal i „Tjarnarcafé“, pá, Valdemarsdagen, söndag den 15. juni kl. 18,30. Billetter og indtegningsliste i ,,Skermabúðin“, Laugavegi 15. telf. 19635. BESTYRELSEN. I Kópavogi ' Til sölu góð risíbúð, 3 herb. eidhús og bað. Útborgun kr. | 80 þúsund. Ásta dóttir þeirra 11 ára, yngst fjögurra systkina. Er Ásta var uppkomin stund- aði hún verzlunarstörf um nokkurra ára skeið, fyrst hjá Louvísu Ziemsen og síðar við Brydesverzlun. Var hún vel til þess starfs fallin, geðþekk og skyldurækin. Árið 1909 giftist hún Jóhannesi Mortensen rakara meistara, sem flestum bæjarbú- um mun kunnur, enda hefir hann stundað iðn sína hér í bæ yfir hálfa öld og notið almennra vinsælda fyrir frábæra hæfni í starfsgrein sinni. Heimili þeirra hjóna var jafn- an geðfellt og gott til þeirra að koma. Fór þar saman fegurð, snyrtimennska og ljúf gestrisni. Hin látna húsfreyja átti þar sinn ríka hlut að. Hinum fjöl- mörgu, sem hana þekktu og til hennar komu, mun seint úr minni líða fagnandi gestrisni hennar, og hinn ljúfi blær góð- vildar og fórnarlundar sem mót- aði framkomu hennar. Því er minning hennar mótuð miklu þakklæti margra samferða manna.ungra og aldinna, og sökn- uðurinn mikill eftir hina fórn- fúsu, gjöfulu húsmóður, ekki að- eins meðal hennar nánustu, heldur fjölda vina og samferða- manna. Það er gott þegar svo er um þá, sem burtu eru kallaðir. Góðhugur eftirlifandi sam- ferðamanna er góður farkostur til eilífðarlandanna. Þau hjón, Ásta og Jóhannes Mortensen, urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa bæði upp- komin börn sín með tiltölulega stuttu millibili. Slíkt þekkja til hlítar þeir einir, sem reyna. En ljós hans, sem gekk á und- an veg þjáninganna til sigurs og dýrðar, verður ekki slökkt. — Það logar enn, — og aftur birtir af degi. Það varð aftur bjart um hina syrgjandi móður. — Um ára tugi hélt hún áfram sínu góða starfi, mikilsvirt og vinsæl. — Á öndverðum síðastliðnum vetri kenndi hún fyrst meins þess, er varð henni að aldurtila. — Þeir, sem með prýði inna af hendi sitt köllunarstarf, eiga jafnan skilið þjóðarþökk og það því fremur, sem það starf þeirra nær yfir lengri tíma, og er á markverðara sviði. Heimilið er grundvöllur þjóðfélagsins og hin látna húsfreyja gegndi sínu góða starfi í hálfa öld. Fyrir það ber henni þökk þjóðarinnar allrar. „Húsfreyjan er heimilisvörður hvert heimili þjóðarvirki". Við vinir hennar og samferða- menn dveljum hér enn, háðir skini og skuggum, en það er trú vor, að hún sé nú þar, sem aldrei dregur dimmu sltý fyrir sólu. Blessuð sé minning hennar. E. Þ. Loftur Jakohsson Minningarorð F. 27. okt. 1871. D. 23. maí 1958. HINN 31. maí 1958 fylgdi ég Lofti J akobssyni, fyrrverandi bónda að Neðra-Seli í Landssveit, til hinztu hvildar, og var hann þá 86 ára gamall eða öllu heldur tæpra 87 ára. Hinum eldri fulltrúum Land- bænda fer nú ört fækkandi, og ég fann til þess að hafa ekki get- að fylgt hinum mörgu góðu kunn ingjum, sem farnir voru áður — nema í anda við störf mín. En nú stefndi ég til „austurfjallanna“ minna í sólskinsveðri, og mér varð hlýtt um hjartað. Gleði lífs- ins er ódauðleg og stór eins og sorgin, sem nístir hjartað harma- sverði en getur þó stráð fegurð og töfrum á veg lífsins. Nýr andi, ný fegurð brýzt alltaf fram á fornum slóðum og löng- um til árangurs í baráttu manna fyrir betra lífi. Það eru þessi andans fögru svið, sem ég hefi svo oft fundið í fari almúgamannsins þegar ég skyggnist inn í tilveru hans. Ég minnist fjölda karla og kvenna, sem fæddust milli 1850 og 1900, og vert væri að lofa, þakka og blessa. — En hér ætla ég aðeins að segja frá einum, sem átti sammerka baráttu við hina mörgu, en það er Loftur Jakobsson. — En þrátt fyrir þessa baráttu, átti hann, þó svo hlýtt viðmót og hafði ævinlega, jafnvel seinast sjúkur, ráð og getu til að gleðja þann er hann talaði við. í stuttu máli læt ég þess hér getið, að Loftur var fæddur á Borg í Landsveit 1871. Ellefu ára gamall fluttist hann frá Borg ásamt 5 systkinum sínum, foreldr um og tveim hjúum. — Þá var Borg komin í algera auðn af sandi, og harðindavorið 1882 felldi fjárskaðabylurinn í maí- mánuði hross og fénað algerlega. Eftir var aðeins kýrin í fjósinu. — Loftur bar þá aleigu sína, sem voru nokkrir leggir, kjálkar og völur. — Sængurfötin bar kýrin og hver heimamaður bar það, sem flytja þurfti, 3. st. ganga frá Borg að Neðra-Seli á Landi. Þá jörð fékk Jakob faðir Lofts, af náð. — Jakob var þá aðframkom- inn af heilsuleysi. Vinnuhjúin var erfitt að hafa, þar sem matur var mjög af skornum skammti, Augiýsíng frú skrifstoíu borguriæknis um uiSurrif óleyfisskúru í Reykjuvík Næstu daga verða hreinsaðir burt skúrar, er reistir hafa veno an íeyiis bæjaiaos á iandi ReyKjavikur- bæjar. Bæjaryfirvöldunum er ókunnugt um eigendur slíkra skúra, og getur því ekki oröið um ao ræða frekari aðvaranir til þeirra. Eigendunir eru hvattir til að fjarlægja þá tafar- laust, enda getur bæjarsjóður enga ábyrgð borið á | verðmætum, er kunna að vera geymd í óleyfisskúr- um, sem rifnir verða. Málflutningsstofa Sigurðnr Reynir Pétnrsson hrl., Agnar tíústafsson hdl., tíísli tí. Isleifsson hd!.. Austurstræti 14, símar 1-94-78 og 2- 28-70. Skrifstofa Borgarlæknis 7. júní 1958. en foreldrar Lofts vissu að ekki var unnt að fá inni fyrir þau annars staðar, þar sem skortur var mikill á flestum heimilum. En þegar fram á útmánuðina kom fór vinnumaðurinn til sjáv- ar og fiskaði á opnum bát. — Reynt var að flytja og bera fisk upp í sveitirnar og var það ógleymanleg blessun, sem gaf von og þrek til bjargar. Hver og einn ekki sízt börnin, lærðu að skilja þá ábyrgð, sem hvílir á hverjum manni til að • bjarga sjálfum sér. Loftur tók ástfóstri við Selið og systkini hans. — Reynt var eft ír megni að bæta vandræðin og að því kom, að efnin jukust. Er tímar liðu tók Loftur við bú inu, kvæntist Önnu Þorsteins- dóttur, stúlku af næsta bæ, sem skyldi til hlítar, hvað henni bar að veita og gleði hennar, ástúð og hið létt fas, bætti haginn — þó eignuðust þessi hjón 11 börn og komust 10 af þeim til fullorðins- ára. Einn sonur þeirra drukknaði fyrir nokkrum árum og lét eftir sig mannvænlegan ungan son. Níu börn Lofts eru á lífi og öll mjög mannvænleg. Á seinni ár- um gat Loftur oft hjálpað öðrum og sá ég það með mínum eigin augum, gleði þá, sem lá á svip þeirra hjóna er þau veittu eða gáfu eitthvað öðrum, en þau bjuggu góðu búi. í huga minn koma svo mörg dá samleg heimili í Landsveit, sem ég kynntist á mínum uppvaxtar- árum. — Móðir mín var yfirsetu- kona svo að ég fékk gott tæki- færi til að kynnast heimilunum. — Bömin voru víðast 5—12 á hverjum bæ. — Baráttan ósvikin, en hlýleiki og ástúð til lífsins svo björt og hrein, að mér fellur eigi úr minni þótt hart væri starfið og því fylgt af öllum mætti. Á þessum árum mátti víst víða koma á íslandi og sjá og heyra hið sama og ég hefi hér um gétið. Fyrir nokkrum árum, missti Loftur Önhu konu sína og mátti vel sjá, hversu mikið hann missti. En börnin hans veittu honum ástúð og góðvild af einlægum vilj a. Siðasta árið var Loftur svo veikur að hann dvaldist á elli- heimili Hafnarfjarðar, en var þó oft á fótum. Þangað komu börnin hans og ekki sízt tengdadóttir hans Ágústa Einarsdóttir er býr í Hafnarfirði og reyndist tengda- föður sínum prýðilega. — Loftur fékk hægt andlát og svipur hans var hreinn og bjartur á dánar- beði, enda var hann í lifanda lífi: hár, grannur, beinn og fríður sýnum. Fyrir utan kirkjudyrnar í Árbæ í sólskini og blíðu tóku 7 synir Lofts við kistunni og báru í kirkju. Það voru háir, þrekmikl- ir menn og glæsilegir, sem þökk- uðu guði fyrir góðan föður. Dætur hans, tengdadætur, börn og barnabörn, ásamt öllum þeim stóra hóp, sem fylgdi þökkuðu gömul og góð kynni. Þegar athöfninni var lokið, serr. fór mjög vel fram, var öll- um sem viðstaddir höfðu verið, boðið að þiggja veitingar á Hellu. Munu það hafa verið hátt á annað hundrað manns. — Á leiðinni þangað minntist ég hins djúpa sannleika í orðum Þórar- ins Björnssonar, skólameistara: — „Vandi hins frjálsa manns verður aldrei leystur með stærð- fræðilegri nákvæmni. Hver ein- staklingur verður að leysa vand- ann daglega, við hvert fótmál, svo að segja. í þessu er fólgin mikilleiki mannsins. — Þess vegna er hverjum einstaklingi, sem vill heita maður, fengið það veglega hlutverk, að bera ábyrgð á sjálfum sér“. -— Það lærðir þú, kæri Loftur, á unga aldri. Guð blessi þig og varðveiti. — Hafðu þökk frá okkur ölium, sem minnumst þin. Munum að: „orðstírr deyr aldregi hveims sér góðan getr. Hverabökkum 1. júní 1958. Árný Filippusdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.