Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 13
!>riðiudagur 10. júní 1958 MORCUNRT 4ÐTÐ 13 Sumarleikhúsið: SPRETTHLAUPARINN gamanleikur eftir Agnar Þórbarson Leikstjóri: Gísli Halldórsson SUMARLEIKHÚSIÐ hóf starf- semi sína að þessu sinni með frumsýningu í fyrrakvöld á gam- anleiknum „Spretthlauparinn" eftir Agnar Þórðarson. — Hefur Sumarleikhúsið starfað áður tvö sumur og sýnt tvo gamanleiki á þeim tíma, „Meðan sólin skín“ eftir enska rithöfundinn Terence Rattigan, sumarið 1956 og „Frönskunám og freistingar" eft- ir sama höfund sumarið 1957. Eru báðir þessir gamanleikir bráð- snjallir, enda hlutu þeir miklar vinsældir hér og ágæta aðsókn. „Spretthlauparinn" er fjórða leikrit Agnars Þórðarsonar, sem sýnt hefur verið hér í Reykjavík. Samdi höfundurinn leikinn árið 1953 og var það síðar flutt í út- varpið. Var það þá í tveimur þáttum, en í vetur satndi höfund- urinn það um og bætti við það einum þætti. — Eg hlustaði ekki á flutning leiksins í útvarpinu og get því ekkert um það sagt hvort breytingin hefur orðið til bóta. — Hins vegar orkar það ekki tví- mælis að leikrit þetta stendur mjög að baki öðrum leikritum höfundar, sem hér hafa verið sýnd, bæði um efni og efnismeð- ferð. Ýmislegt er þar þó hnytti- lega sagt og sum atriði leiksins ekki óskemmtileg, en sem heild er verkið misheppnað. — Fyrsti þátturinn er langbeztur, en annar og þriðji þáttur eru báðir efnis- rýrir og langdregnir. Sumum mun þykja leikritið nokkuð klúrt á köflum og er það að vísu satt, en þó ekki svo að ætti að slá mönnum fyrir brjóst. — Efni leiksins verður hér ekki rakið, enda slíkt ekki rétt um gaman- leik, þar sém ánægja áhorfand- ans er mest í því fólgin, sem kem- ur honum á óvart. Það skal þó sagt að leikurinn gerist í Reykja- vík árið 1953 og er ein ógurleg flækja, þar sem þrír menn eiga í átökum um sömu konuna. — þ. e. eigmmaður hennar og tveir aðrir heiðursmenn, annar virðu- legur sveitaklerkur og hinn Eng- lendingur, sem kominn er til þess að rifja upp gömul kynni við frúna frá stríðsárunum. Gísli Halldórsson hefur haft allan veg og vanda af leikstjórn og sviðsetningu og hefur farizt hvorttveggja vel úr hendi, eftir því sem efni standa til. Staðsetn- ingar eru allar eðlilegar og hraði leiksins er góður í fyrsta þætti, en í hinum þáttunum síðri, enda erfitt að blása iífi í þá þætti eins og þeir eru frá hendi höfundar- ins. — Gisli fer einnig með hlut- verk eiginmannsins, Þorgeirs Sigurjónssonar eða „Gogga“ eins og hann er nefndur. Er leikur Gísla skemmtilegur, enda vakti hann mikinn hlátur áhorfenda, en nokkuð minnir þó leikur hans á Wiliy Pentridge í „Systir María“, sem Gísli lék á sínum tima með miklum ágætum. Hina ástsjúku og áhrifagjörnu eiginkonu „Gogga“, Katrínu, leikur Sigríð- ur Hagalín og er því hlutverki vel borgið í höndum hennar. Er leikur hennar eðlilegur og örugg- ur og næsta skiljanlegt og mann- legt að hið sterka kyn verði veikt í návist þessarar kvakandi „sól- skríkju“ eins og annar biðlanna nefnir hana. Séra Tryggva, Reykjavíkur- barnið og sveitaklerkmn leikur Guðmundur Pálsson. Verður klerkurinn nokkuð hart úti frá hendi höfundarins og mætti því ætla að hann sé ekki mikill prestavinur. Gervi Guðmunctar og látbragð i fyrsta þætti er í fyllsta máta svo sem hæfir virðulegum klerki utan af landi. Og er hann, í síðari þáttunum, hefur afklæðzt guðsmanninum, sér maður nýja og skemmtilega hlið á leikaran- uin. Hann er frjálslegur og hressilegur í tali og hreyfingum og brennheitur elskhugi, er virð- ist enginn viðvaningur i þeirri grein. Hefur Guðmundur aldrei leikið eins vel og að þessu sinni. Knútur Magnússon leikur Róbert Wright, smásmugulegan og „pedantiskan" Englending, virðulegan borgara brezka heims- veldisins og þar með hámark sköpunarverksins. Persónan er allvel gerð frá höfundarins hendi, en „týpiskur" Englendingur er Wright ekki í túlkun leikaráns. — Steindór Hjörleifsson leikur Fal Ólafsson, prófast. Hlutverkið er lítið, en gervi Steindórs er gott og leikur hans dágóður. — Jens- ínu, ráðskonu séra Tryggva leik- ur Helga Valtýsdóttir. Einnig það er lítið hlutverk, en veldur þó miklu um málalokin. Gervi Helgu er ágætt, en frúin naut sín ekki fyllilega í hlutverkinu. Leiktjöld Magnúsar Pálssonar eru falleg og skemmtileg. Sig'urður Grímsson. Þakkir Til Saurbæinga og annarra kunn- ingja í tilefni af sextugsaímæli mínu. Sumir ná í sextugs ár. sífellt hækka tugir, gleðja sig við glas og Lár, gefast betri hugir. Þessu greina þarf ég frá, þankans léttir pínu, heimsókn þakka ykkur á afmælinu mínu. Við höfum drukkið vina skál veig á flóði borðum. Saurbæingum Sónar mál sendi í nokkrum orðum. Gátum saman sungið það, sem var tamast þegið, mörgum ama ýtt úr stað, að ýmsu gaman dregið. Saurbæingar sátu ei hjá, sinnis léttu pínum, heillaskeyti hlaut ég frá horfnum vinum minum. Talentunum teflið rétt, treystir vinaböndin, gerið öllum lífið létt, leið oss Drottins höndin. Upp í seilist æðri tjöld, engar veilur ríki, lifið heilir ár og öld, allar deilur viki. Hvammsdalskoti, 22. apríl 1958. Jóhannes Sturlaugsson. Við Gljáfaxa fyrir brottför frá Reykjavík. Talið frá vinstri: Frú Þórey önundardóttir, Asdís Rósa Baldursdóttir, Margrét Kjartansdóttir, barnfóstra, og Baldur Bjarnason, sem nú er stöðvarstjórl á Eiðum. Ljósm.: Sv. Sæm. Nýstárlegir búferla- flutningar með flugvél FYRIR nokkru voru ákveðnar breytingar og tilfærslur á stöi'f- um stöðvarstjóra Ríkisútvarpsins á Eiðum og í Skjaldarvík. I því sambandi áttu sér stað allnýstár- legir búferlaflutningar, er þrjár fjölskyldur ásamt búslóð, voru fluttar til nýrra heimkynna á nokkrum klukkustundum. Ríkisutvarpið leigði Gljáfaxa Flugfélags Islands til flutning- anna og lagði hann af stað frá Reykjavík fyrir hádegi sl. laugar dag og með henni Baldur Bjarna- son, hinn nýi stöðvarstjóri á Eið- um, ásamt fjölskyldr sinni. Er Gljáfaxi lenti á Egilsstaða- flugvelli vori þar fyrir Jónatan Clausen stöðvarstjóri á Eiðum og fjölskylda hans ásamt búslóð þeirra hjóna. Er afferming og hleðsla hafði farið fram, var hald- ið af stað til Akureyrar með Clausens-f jölskylduna, en Jónatan tekur nú við stöðvarstjórastarfi við Skjaldarvíkurstöðina. Á Ak- ureyrar'flugvelli beið Sigþór Mar- inósson, sem verið hefir stöðvar- stjóri í Skjaldarvík, ásamt fjöl- skyldu sinni og innbúi. Eftir skamma viðdvöl hóf Gljáfaxi sig til flugs á nýjan leik og lenti í Reykjavík með Sigþór og fjöl- skyldu hans kl. 18 Flugstjóri í þessari ferð var Ingimar Svein- björnsson. 1 sambandi við þessa óvenju- legu flutninga, sagði Stefán Bjarnason verkfræðingur, að ýt- arleg athugun hefði farið fram á því, á hvern hátt þessum flutn- ingum yrði bezt og ódýrast kom- ið í kring. Athugunin, hefði leitt í ljós, að flugleiðin reyndist ó- dýrust og kæmi þar margt tils Engin út- eða uppskipunargjöld. Ekki þyrfti að pakka búshlutum í umbúðir o. fl. Þá væri tíma- sparnaður mikið atriði í þessu sam bandi og það, hve lítið tapaðist af vinnutíma starfsman,,a. Cautaborgarhöfn stœkk- uð að miklum mun Höfðingleg gjöf fil Bláa Bandsins JÓNAS Guðmundsson hefur tjáð Mbl. að Gísli Gíslason, stórkaup- maður í Vestmannaeyjum hafi afhent honum 10 þúsund krónur, sem er áheit frá Gísla á Bláa Bandið. Bað Jónas blaðið að koma á framfæri þakklæti stofnunar- innar fyrir þá vinsemd og það traust, sem felst í þessari höfð- inglegu gjöf. Þetta c,- ujoigunarbáturinn á togaranum Fylki, en hann er fyrsti togarinn, sem er með einum stórum björgunarbáti, sem flutt getur í einu alla áhöfnina. Það iekur ekki nema 20 sek. að setja bátinn út, hvorum megin sem vill. Aðaluppistaðan í björgunartækjum fyrir skipverja í neyðartilfellum eru stórir gúmmíbjörgunarbátar. Gautaborg, 22. maí AÐ UNDANFÖRN I hefur verið unnið að n. klum fra nkvæmdum við höfnina hér. Athafnasvæði hafnarinnar hefur þar með auk- izt um 50%, svo að möguleikar eru nú fyrir skip all, að 50000 tonnum raeð 225—250 metra lengd ad fá hafnarplása. Áður var þar aðeins rum fyrir skip allt að 25000 tonnum. Þó þessu gífurlega verki, sem kostað hefur allt að 100 milljón- um s. kr., sé nú lokið nær áætlun- in lengra fram í tímann eða til 1970. Höfnin borgar enga skatta, en annast aftur á móti allar við- gerðir og framkvæmdir sjálf. Með þessu móti hefir verið mogulegt að skila ágóða, sem lagður hefir verið í ólíka sjóði. Olíuflutningarnir aukast Ný olíuskipahöfn var byggð fyrir nokkrum árum, en strax sex mánuðum eftir að húi. var tekin í notkun kom í Ijós að athafna- t var of lítið, þrátt fj það, að kunnugir sögðu þá að svæðið mynda nægja am nar.a framtíð. OlíufL ning ti- Gauta- l rgar fyrir stríð nam 600 þús- und tonnum. Tvö siðustu árin heí' m. 0 ð nu,.. illjónum tonna, — aukning sem nemur 500 %. Olíuhöfnin hefir nú einnig verið stækkuð um helming, en reiknað er með að mjög fljótlega þurfi að stækka hana aftur um 50%, þar eð nú eru víða í bygg- ingu skip allt að 100 þúsund tonnum. Rennan dýpkuð Innsiglingarrennan hefir nú ver ió dypkuc í allt að 12 metra. einkennilegt í því sambandi var að verkið varð tveini milljónu.n króna ódýrara en áætlaö var i fyrstu! Peningar þeir. sem ai- gangs urðu þá voru síðan notaðir til þess að breikku r.-inunt úr 150 í 200 metra. Þessi breikkun hefir það i för meb sér að nú er loku fyrir það skotið að sokkið eða strandað skip loki renunni. Unnið hefir verið að byggingu kra vöruh . og uppskipun- arkrönum hefur frá 1945 v«ri6 fjölgað úr 170 í 220. 45000 kr. í hafnargjöld fyrlr meðalstórt olíuskip Hvað kostar að liggja í höfnT Það veltur auðvitað á stærð skips og farms. Meðalstórt olíuskip, sem affermir olíu verður að borga um 45000 ,s kr. í hafnar- gjöld. Skipið er 15000 nettótonn (19 aurar á tonn í hafnargjald) gefur 6000 krónur fyrir inn- og útsiglingu. Fyrir farminn, sem er 30000 tonn af olíu er borgað 28 aura á tonnið í hafnargjald, 8400 kr. — þannig allt að 15000 krónur fyrir þá heimsókn. líðast en ekki sízt kemur stór liður, .—uilega hafnargjald, sem innflyljandx borgar fyrir vöruna, — 1 xrcna á tonn. Þetta gerir óOOOO krónur. Hafnargjaldið fyrir skip og farm af þessari stærð nemur því allt í allt um 45000 s. krónum. Volvo stærsti útflytjandinn Margir vita, að Gautaborg er stærsta höfn landsins, en að Volvo er stærsti útflytjandinn til Ameríku með 10300 bíla hafa ef til vill færi vitað Talan er frá árinu 1957. Nokkrar tölur til fróðleiks í fyrra komu rumiega 23000 skip til Gautaborgar. Útflutning- urinn frá höfninni í Gautaborg nam í fyrra 7 milljónum tonna, frá Stokkhólmi 3,6 milijónum tonna. Og fyrir fólk sem gaman hefir af tölurn má geta þess að höfnin her r samanlagt 13 kíló- metrar að lengd með 220 upp- skipunarkrönum, sem í fyrra voru í gangi 307000 tíma. Vöru- húsin nema 170000 fermetrum og 160000 járnbrautarvagnar voru affermdir. — Guðm. Páísson. Stúlka óskast Þvoltahusið á HÓTEL SKJALDBREIÖ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.