Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 8
8 MORCTJNBLAÐIÐ Iriðjudagur 10. júní 1958 Sveinn Sigurðsson frá Arnardal sjötugur MÆTUR og merkur Vestfirðing- ur fyllir sjöunda tuginn í dag. Það er Sveinn Sigurðsson frá Arnardal, sem nú 'er búsettur í Víðihvammi 30 í Kópavogi. Sveinn fæddist í Hnifsdal 10. júní 1888. Foreldrar hans voru Sigurður Þorvarðsson, útvegs- bóndi þar, og kona hans, Hall- dóra Sveinsdóttir, systir Guð- mundar Sveinssonar, kaupmanns í Hnífsdal. Sigurður Þorvarðsson var fimmtí maður frá Þorvarði bónda Jónssyni á Látrum í Mjóa- firði, bróður hins mikla héraðs- höfðingja og ættföður, Ólafs lög- sagnara á Eyri í Seyðisfirði, sem uppi var á fyrrihluta 18. aldar. Ætt þessi hefur verið rakin til flestra hinna merkustu fornætta hér á landi, en þaðan til forn- konunga á Norðurlöndum. Hafa margir þeirra frænda verið orð- lagðir tápmenn og þrekmenni. Sveinn nam ungur bakaraiðn hjá dönskum bakarameistara á ísafirði. Þá iðn stundaði hann til þrítugsaldurs, fyrst á ísafirði, en síðustu sjö árin á Flateyri. Ekki var hann þó við eina fjöl felld- ur. Hann stundaði sjó, hvenær sem færi gafst, einkum meðan hann átti heima á Flateyri. Vorið 1918 flutti Sveinn frá Flateyri til Arnardals og hóf þar búskap, útgerð og fiskikaup. Þar bjuggu þau hjón óslitið, þangað til þau fluttu suður síðastliðið haust. Skorti þá aðeins eitt missiri á, að þau hefðu búið í Arnardal í 40 ár. Þegar Sveinn fluttist til Arnar- dals, var þar allmikil smábáta- útgerð, og fram yfir 1920 var önnur verstöð á Arnarnesinu sunnanmegin, sem kölluð var Hafnir. Frá báðum þessum veiði- stöðvum gengu allt að 20 bátar, þegar flest var. Sveinn keypti fiskinn af flestum þessum bát- um, ennfremur nokkuð af Snæ- fjallaströndinni og jafnvel úr Hnífsdal. Sveinn var manna óhneigðastur fyrir að láta aðra vinna það, sem hann gat komizt yfir að vinna sjálfur og mun svefntíminn stundum hafa verið stuttur, einkum á vorin, þegar mikið barst á land og Arnarnesið var „nóttlaus voraldarveröld". Annars er það sannast mála, að Sveinn frá Arnardal mun manna sjaldnast hafa sofið yfir sig um dagana. Þegar fiskur tók að tregast í Djúpinu, drógust verstöðvarnar saman, og flestar þeirra lögðust að lokum í auðn. Þegar sjórinn brást Sveini, sneri hann sér að moldinni, keypti nanna fyrstur traktor og tók að rækta tún og garða af sama kappi og hann hafði sýnt við önnur störf. Er þar skemmst af að segja, að þeg- ar hann flutti frá Arnardal, hafði hann sjöfaldað töðuíallið af tún- inu, komið upp miklum og góð- um matjurtagörðum og byggt ný- tízkuhús yfir hey og búpening. Sveinn er tvígiftur Fyrri kona hans var Viktoría Ólafsdóttir frá Hattardal. Þau eignuðust þrjú börn, tvo syni, sem dóu á fyrsta ári, og dóttur, Viktoríu, sem er gift Ingólfi Sigurðssyni, verkstj. hjá Fiskiðjunni í Reykjavík. Viktoría eldri andaðist haustið 1913 eftir þriggja ára sambúð þeirra hjóna, en Viktoría yngri ólst upp hjá föður sínum og stjúpu. -Sveinn kvæntist í annað sinn 5. des 1914. Seinni kona Sveins er frú Hólmfríður Kristjánsdótt- ir frá Flateyri. Foreldrar hennar voru Kristján Bjarni Guðmunds- son frá Rafnseyri, Jónssonar prests Ásgeirssonar, og kona hans, Anna Guðmundsdóttir, bæði hin ágætustu hjón. Kristján er dáinn fyrir fáum árum. Hann var manna glaðlyndastur og ekki segist Snorri Sigfússon, námsstj., hafa átt betri eða skemmtilegri nágranna en hann. Kristján Bjarni var þéttvaxinn og af- renndur að afli, eins og verið hafði séra Jón Asgeirsson, afi hans. Þau hjón, Sveinn og Hólmfríð- ur, hafa eignazt 8 börn, sem öll komust til fullorðinsára. Eru þau þessi, talin eftir aldri: a) María, gift Þórólfi Jónssyni, húsasmíðameistara í Reykjavík, dóttursyni Benedikts á Auðnum í Þingeyjarsýslu. b) Sigurður. Fórst, þegar Goðafoss var skot- inn niður á stríðsárunum. c) Kristján, stýrimaður hjá „Varð- skip“. d) Anna, búsett í Keflavík, gift Daníel Joansen frá Færeyj- um. e) Halldóra, hjúkrunarkona, búsett í Kópavogi, gift Guðmundi Sigurjónssyni, slökkviliðsmanni. f) Ólafía, hjúkrunarkona og ljós- móðir í Grindavík, gift Herbert Herberts, vélsmið. g) Þorgerður, búsett á Akranesi, gift Knúti Bjarnasyni, múrarameistara. h) Unnur, búfræðingur. býr heima hjá foreldrum sínum, en vinnur í Atvinnudeild Háskóla íslands. Son eignaðist Sveinn áður en hann kvæntist í fyrra sinn. Er það Pálmi, áður skipstjóri, fyrst á ísafirði, en síðar á Akranesi, hin mesta aflakló á seinni tíð. Sveinn hefur því eignazt 12 börn alls, en 10, sem komust til aldurs og þroska, öll hin mannvænleg- ustu og óvenjulega tápmikil, enda standa að þeim öllum traustir stofnar. Með framkomu sinni allri og breytni bera þau „VORIÐ er ,.omið,“ en grund- irnar gróa ekkj enn. Við von- umst til að það verði á morgun eða hinn daginn, eða næstu daga. Við heyrum álengdai hófadyn, heyrum hofadyn sumarsins. Hestamannafélögin og Lands- samband Hestamannafélaga vænta gróanda í hestrækt og hestamennsku. Gunnar vinnur markaði út um lönd. Islenzki hesturinn getur sér gott orð í hinum stóra heimi, hann er að verða ferðafélagi í Skotiandi og heimilisvinur í Þýzxalandi. Hann nýtur sinnalyndiseinkunna, nýtur sinnar nægjusemi og hanr nýtur sinna sérstæðu hæfileika. Hann vekur eftirtekt á landinu og hann vinnur gjaldeyri fyrir þjóðina. Hann er enn þarfur þjónn. Hann er enn til gagns og' skemmtunar í heimalandinu, þótt það sé á annan hátt oQ í minni mæli heldur en áður var. Enn sjáum við víða menn á reið, og á vissum stöðum er áber- andi hve mikið unga fólkið beisl- ar gandinn, og hverfur á burt undir loftsins þök. Ungu stúlkurnar verða kinna- rjóðar sem kir. .-j. á kvist, og aldrei eru þær fallegri en ein- mitt á hestbaki ef góður er fákur og létt er lund, og strákarnir verða hraustlegir og hermann- legir, ef þeir setja vel á góðum hesti. Þeim finnst þá að þeir eigi allan heiminn, og peim finnst þeir vera kóngar um stund. Framleiðandans er að rækta og hafa aðeins góða vöru í þessu sem öllu öðru. Áberandi er hvc góðir nestar hafa hækkað í verði upp á síð- foreldrum sínum og heimili þeirra fegurra og öruggara vitni, en nokkur orð megna. Þau hjón, Sveinn og Hólmfríð- ur, hafa verið óvenjulega sam- valin og samhent, svo að það, sem annað hefur viljað, hefur jafnan verið vilji hins. Og þó að ég óski Sveini langra lífdaga, vil ég ekki óska honum þess, að hann lifi konu sína. Sveinn frá Arnardal hlaut í vöggugjöf drjúgan skerf af því víkingseðli, sem margir hinna tápmestu sona þjóðarinnar hafa tekið í arf og átt hefur sinn mikla þátt í að fleyta þjóðinni yfir örð- ugustu tímabil liðinna alda. Starfsorkan var óbilandi, skapið mikið og kappið þrotlaust. Slíkir menn sjást ekki ævinlega fyrir, „meðan blóðið er heitt og hjartað ungt“. íhygli og aðgæzla verða þá að bíða færis og reynslu fjölg- andi ára. Slíkt er eðlilegt — og hollt, en getur stundum valdið slysum. Samferðamenn Sveins frá yngri árum hafa sagt mér, að hann hafi verið allra manna fljót- astur að skipta skapi og allra manna fljótastur að rétta hjálpar- hönd, þegar á þurfti að halda. Sveinn hefur hvorki kvatt moldina né vinnuna, þótt bú- skapnum sé lokið og hann fluttur „á mölina“. Nú vinnur hann í gróðrarstöðinni í Fossvogi og hlúir þar að ungum trjágróðri. Hefur hann tjáð mér, að hann kunni jafnvel við starfið og mennina, sem hann vinnur með. Og ekki trúi ég, að neinn sé svik- inn á vinnu hans, þó að aldurs- árin séu orðin þetta mörg. Ég veit, að þau hjón sakna margs, m. a. fjallanna vestfirzku, sjávarins og vorkvöldanna í Arn- ardal. En þau geta glatt sig við meðvitundina um að hafa unnið óvenjulega mikið og gott dags- verk, sem margir njóta góðs af. Þau hafa bætt vænum teig við landið okkar og þau hafa skilað þjóðfélaginu óvenjulega glæsileg- um og tápmiklum barnahópi. Allir vinir þeirra Arnardals- hjónanna munu hugsa hlýtt til þeirra í dag og óska þess, að ævi- kvöld þeirra megi verða eins bjart og fagurt eins og júníkvöld- in, þegar veður er fegurst og mið- nætursólin stafar Djúpið. kastið. Það er áreiðanlega stvrk- ur fyrir sveitaheimili að fá 18 þús. eða 20 þús. fyrir einn frla Það er líka ánægja og það er menning. Það er áberandi hve fljótlegt var að stækka íslenzka hestinn meðan að sú stefna ríkti og það er áreiðanlega líka fljótlegt að eðlisbæta íslenzka hestinn ef við tökum höndum saman, og við tökum höndum saman. Hófadynur sem ég heyrði á- lengdar er m. a. það að Hesta- mannafélagið Faxi í Borgarfirði minnist 25 ara afmælis síns að Hótel Borgarnes hinn 1. júní nk. kl. 18,00. Sama félag heiaur Hestaþing að Faxaborg sunnu- daginn 13. júlí í sumar. Hestamannafélagið Neisti á Akranesi nefir sitt hestaþing á skeiðvelli sinum við Berjadalsa sunnudaginn 29. júní. Dalamenn nafa um meira en 30 ár haldið hestaþing og kapp- reiðar að Nesodda í Miðdólurr í. sunnudag í júlímánuði og vist tel ég að þeir naldi þeirri hefð- bundnu venju enn i ár. Loks er svo landsmótið á Þing- völlum 17. til 20. júli. Þar koma væntanlega saman allir beztu hestar og hestamenn landsins. Þar verður margt að sjá og þaðan verðt margs að minnast, og fáir \ilja fara á n við það. Þangað eru væntanlegir allir beztu stóðhestar landsins og allar beztu hryssurnar sem kynbóta- gripír. Þar reyna með sér allir mestu hlau, gikkirnir og þar fara gæðingar á fyllstu kostum sem til eru, og þar verða gæð- ingar metnir. Hér er minnzt á það, sem um ev B. H. J. H EST AM ÁL Eitt af verkum Listakonunnar Sýning Vnlgerðnr Á. Hnfstnð UNG listakona, Valgerður Árna- dóttir Hafstad, heldur fyrstu sýn- ingu sína hérlendis í Sýningar- salnum við Hverfisgötu. Að vísu hefur hún nýlega haldið sýningu á verkum sínum erlendis, samt verður að telja þessa sýningu fyrstu spor hennar í heimalar.d- inu, sem sjálfstæðrar listakonu. Valgerður hefur stundað ust- grein sína um árabil, en vetið treg til að sýna verk sín opin- berlega. Hún er hlédræg að eðlis- fari, og lék mörgum forvitm á að kynnast henni sem málara. Fullyrða má, að þeir, sem fylgzt hafa með vinnubrögðum Valgerð- ar, hafa ekki orðið fyrir von- brigðum við þessa sýningu. Hún kaus að láta sem minnst á sér bæra, þar til hún hafði náð þeim árangri, er hún gat sætt sig við, og vissi, að væri henni samboð- inn, og þar með hefur hún vand- að mjög til þessarar sýningar. Það verður fljótlega séð, að Valgerður hefur ekki kastað höndum til sýningarinnar. Verk- svið listakonunnar er nokkuð þröngt við fyrstu sýn, en við nán- ari kynni kemur í ljós, að við- fangsefnin eru tekin til meðferð- ar á margan og mismunandi hátt, að ræða i hestamálum á suðvest- urlandi um 5 helgar næstum . röð í júní og júlí. -->annig mætti lengi telja með því að fara viðar um landið. Spurningin er svo, hver vinnur Sleipnisbikarinn á Þingvölium, hver vinnur Faxaskeifuna við Faxaborg eða gæðingabikarinn við Berjalandsá? Ýmsir eru fyrir löngu farnir að undirbúa hesta sína bæði með fóðri og æfingu undir Þingvalla- reið. Á það skal sérstaklega bent að skráningu á að vera lokið eigi síðar en 10. júní og þátttöku- gjald greitt kr. 100,00 fyrir kapp- reiðahesta og stóðhesta og kr. 50,00 fyrir kynbótahryssur. Að gefnu tilefni skal að lokum vakin athygli á því, að það er ekki rétt að loka stóðhestana innj fram á sýningu. Það er: 1 óeðlilegt fyrir hestana, 2 það dregur úr afnotum af beztu hestunum þetta ár og 3 hestarnir verða óþjálli og erf- iðari bæði fyrir sjálfa sig og aðra. Þeir verða yfirleitt glæsilegri í sjón og raun úr girðingunum heldur en úr húsunum. Vera má að einhverjir hest- anna leggi eitthvað af í girðing- unum til að byrja með, en flesta þeirra skaðar það ekki nema síð- ur sé. Þetta styðst við endurtekna eigin reynslu og annarra og sett hér fram fyrir beiðni Gunnars Bjarnasona.. Ari Guðn.undsson, en hjá ungum málara verður að telja einmitt slíkar vinnuaðferðir til mikilla kosta. Hún gefur sér nægan tíma til að yfirvega við- fangsefnið og leggur mikla vinnu í hvert verk fyrir sig. Þetta er einmitt það, sem mörgum ung- um listamönnum láist, þeir flýta sér um of, og verk þeirra fá því iðulega meiri yfirborðsfegurð en raunverulegt listgildi. Sýning Valgerðar ber engan veginn með sér, að þetta sé fyrsta sýning ungs málara. Hún sýnir miklu fremur þann árangur, er fengizt hefur með margra ára vinnu og námi, sem stundað hef- ur verið af alúð og natni. Litirnir eru léttir og leikandi, og sum málverkin minna á impression- isma. Myndbyggingin er unnin upp úr smáum formum, sem lát- in eru spila saman á mjúkan og jafnvel kvenlegan hátt í fullu samræmi við litina. Þessir eigin- leikar eru nokkuð óvenjulegir hjá islenzkum málurum og gefa þessari sýningu frískan blæ. Auð- vitað má finna nokkur áhrif frá listamönnum samtíðarinnar í þessum verkum. Um það er gott eitt að segja, og það er athyglis- vert, hvernig Valgerði tekst að notfæra sér ýmislegt, er hún hef- ur kynnzt, en gæða verk Sín jafn- framt þeim persónuleika, er einna mest einkennir hana sjálfa. Öll er sýning þessi jöfn að gæð- um og því óþarft að gera upp á milli einstakra verka. Samt held ég, að guachemyndir Val- gerðar snerti mig mest. Þar finnst mér henni takast að not- færa sér hæfileika sína einna bezt, og þar nær hún mestum geðhrifum í verkum sínum. Enn einu sinni hefur ungur málari kvatt sér hljóðs. Miklar vonir verða við Valgerði tengd- ar í framtíðinni, og það ekki að ástæðulausu. Þetta er ágæt sýn- ing, sem á það skilið, að henni sé veitt athygli, og vonandi þarf ekki að egna fólk til að sjá hana. Valtýr Pétursson. NÝLEGA hefur gæzlumaður há- stúkunnar, frú W. Blomkwist- i Lub skólastjóri í Amsterdam I skýrt frá því, að IOGT nafi barna ' stúkur í 26 löndum í fjórum heimsálfum. Nú eru 105.000 börn í barnastúkum alls, en þau voru 96.000 árið 1955. Fjölmennastar eru barnastúk- urnar í Svíþjóð, en þar eru 49.000 börn í barnastúkunum. Næstur er Noregur með 24.000, England með 10.000 og ísland með 6500. Það munu vera um 20.000 börn á barnastúkualdri á íslandi og er því þriðjungur íslenzkra barna i barnastúkum. í Tyrklandi eru 5000 börn í barnastúkum, eu færri í öðrum löndum. Jafnframt þessu skyrir gæzlu- maður hástúkunnar frá þvi, að það sé reynsla sín, að starfsóm- ustu félagarnir i Góðtemplara- reglunni hafi byrjað í barnastúk unum. i „Folket". — Þýtt. E. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.