Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 6
C M U K C f"V B T 4ÐIÐ Þ.-iðjudagur 10. júní 1958 PORTUGAL OG DR. SALAZAR PORTÚGAL hafði um langan aldur verið konungdæmi, en það hafði á ýmsu gengið upp á síð- kastið, áður en seinasti konung- urinn, Manúel II. var hrakinn frá völdum 1910. Síðan hefur Portú- gal verið lýðveldi. Áður en kon- ungur var hrakinn frá völdum, hafði verið mikið um uppreisnir og stjórnmálalegar óeirðir í land inu, faðir konungs og bróðir voru skotnir á almannafæri í Lissabon og þar fram eftir götunum. Ekki tók þó að þessu leytiöllu betra við eftir að lýðveldi komst á, því að á árunum á milli 1910 og 1916 urðu í landinu 24 byltingar og stjórnarrof, sem stundum kost- uðu blóðsúthellingar. Segja mátti að stjórnleysi væri í landinu með löngum köflum á þessu árabili. Þá var það árið 1926, að herinn undir forustu Carmona gerði upp reisn og hrifsaði til sín völdin. Carmona kallaði þá á dr. Ant- onio d’Oliveira Salazar til þess að vera fjármálaráðherra í stjórn Pórtúgals, en eftir nokkra daga, sagði hann af sér. En tveimur ár- um seinna var hann enn gerður að fjármálaráðherra og kom hann þá lagi á fjárlög landsms og gat sér mikinn orðstír. Árið 1932 var honum boðið að taka að sér embætti forsætisráðherra og síðan hefur hann haldið þeirri stöðu og verið að kalla má em- valdur í landinu. Mikið hefur verið ræft og ritað um Salazar og einveldi hans, bæði með og móti. Sumir segja, að hér sé um eins konar upplýst einveldi að ræða, en aðrir segja, að hér sé um venjulega harðstjórn að ræða, á þá vísu, sem oft gerist í Suður- Evrópu og Suður-Ameríku. Dr. Salazar fæddist árið 1889 í Santa Comba og var kominn af fátæku foreldri. Las hann hag- fræði í háskóla og varð seinna háskólakennari í hagfræði við háskólann í Coimbra. Salazar hafði lengi blöskrað óreiðan í stjórn landsins á lýðveldistíma- bilinu og hafði látið ýmislegt frá sér heyra um það. Fjármál iands ins og atvinnumál voru í hinni stökustu óreglu og vildi Salazar ráða þar ýmsar bætur á, en fékk litlu ágengt fyrst þegar hann varð fjármálaráóherra og sagði þess vegna af sér, eins og áður getur. En eftir að hann festist í sessi, hefur hann gegnt bæði störfum fjármálaráðherra og for- sætisráðherra og heldur þeim embættum enn. Þegar Salazar hafði verið g .rð ur að forsætisráðherra, lét hann breyta stjórnskipuninni í all- miklu fastar form. sem kallað er, og líkist stjórnarform hans nokkuð hinni ítölsku fasista- stjórnskipun Mussolin.s. Salazar styður sig við flokk einn, sem kallast Uniao Nacional, og er ritskoðun . landinu og aðrir flokk ar ekki leyfðir. Kosmngar eru haldnar í landinu fjórða hvert ár, og cru þæi opinberar, en nokkuð þykir kosningafyrirkomu lagið frábrugðið því, sem gerist í ýðfrjálsum iöndu, . Ríkis- stjórnin verður að s^mþykkja frambjóðendurna í forseta- embættið, og ekki eru nema 30 daga frestur á milli framboðs og kosninga. Þar við bætist svo, að sjálft kosningafyrirkomulagið er allfrábrugðið því, sem annars staðar gerist. Ekki er ólæsum mönnum né heldur þeim, sem hafa tekjur innan við visst lág- mark leyft að kjósa og atkvæða seðlar eru ekki afhentir mönn- um í kjörstofum, eins og annars staðar gerist, heldur eru kjörseðl- ar sendir til manna út um land,og verða þeir að koma með kjör seðilinn og gögn sín fyrir því að þeir megi kjósa, á kjörstað og kjósa þeir þá, ef að þeir teljast hæfir til þess samkvæmt lögum landsins. Stjórnin hefur vita- skuld miklu betri aðstöðu til að senda sínum mönnum kjcrseðla, heldur en ein eða önnur samtök, sem hrófað er upp með stuttum fyrirvara, og bætist það við, að stjórnin ein hefur í hönaum sér kjöi krárnar og fá andstæð- ingarnir lítið af þeim að sj i ,vrr en stuttu á undan kosningu Þess n.i geta, að konur hafa ekki kosningarétt í landinu, nema að þær hafi gengið í gegnum til- tekna skóla í landinu. Talið er, að rúmlega 50% landsmanna séu ólæsir. Þingið skiptist í tvær deildir, þjóðþing og stéttaþing. í þjóð- þinginu eru 120 þingmenn og fer þar fram venjulegt löggjafarstarf. I stéttaþinginu eru 79 þing- menn, sem eru fulltrúar alls konar hagsmunahópa og fer sú deild aðeins með málefni, sem varða efnahagsmál, fjármál og félagsmál. Ennfremur getur hún haft til meðferðar frumvörp til laga um önnur efni. Forseti lýð- veldisins er kosinn á 7 ára fresti og eru kosningar þá að kalla frjálsar, eins og lýst var hér á undan og slakað mjög á ritskoð- un. ★ Dr. Salazar hefur ekki gegnt forsetaembætti, en jafnan hafa menn úr hans flokki eða honum hliðhollir verið kosnir í það embætti. Til er andstöðuhreyf- ing í landinu gegn Salazar, sem kallast Lýðræðislegi andstöðu- flokkurinn, og eru í honum kjós- endur, sem aðhyllast mjög ólík- ar skoðanir, allt frá því að vera frjálslyndir og til þess að vera kommúnistar. Það bar við árið 1946 að Sálazar var veikur, og reyndu þá nokkrir herforingjar. sem voru honum mótsnúnir að gera stjórnarbyltingu, en það mis tókst. Við þingkosningar hefur það lengi verið þannig, að allir þingmennirnir hafa verið úr hópi dr. Salazar. Má á það benda, að árið 1953 bauð andstöðuflokkur- inn aðeins fram í þremur hér- uðum, þar sem flokkurinn fékk 10—15% af atkvæðunum. Eins og getið er um í upphafi, var Portúgal konungdæmi fram að árinu 1910, en þá var konungs ættin gerð útlæg. Árið 1949 voru sett lög um, að konungsætt in mætti setjast aftur að í land- inu og á seinustu árum hefur verið mikið um það talað, að Salazar hygðist endurreisa kon- ungdæmi í landinu á svipaðan hátt og rætt hefur verið um að Franco mundi ætla sér að gera á Spáni. Engir, sem þekkja til mála Portúgals, draga það í efa, að dr. Salazar hafi orðið stórkostiega mikið ágengt á sviði atvinnu og efnahags. í landinu hafa risið upp fjölmörg iðjuver, mikið hefur verið byggt af orkuverum og alls kyns atvinnulegar framfarir átt sér stað. Portúgal hefur haft mikinn stuðning af nýlendum sínum, en það er þriðja stærsta þar ofan á eftir því, sem tímar og aðstæður leyfa. ★ í utanríkismálum hefur Portú gal lengst af verið nátengt Eng- landi, og er hægt að rekja það samstarf allt aftur á 14. öld. Sér- stakur samningur er á milli land- anna um, að þau veiti hvort öðru nauðsynlega hjálp, ef til hernaðar kæmi og einnig á ann- an hátt. í styrjöldunum, sem geis að hafa á þessari öld, hefur Portúgal jafnan verið hlutlaust og í síðari heimsstyrjöldinni hagnaðist landið mjög verulega á hlutleysi sínu. Árið 1949 gekk Portúgal í Norður-Atlantshafs- bandalagið og fékk einnig Mar- shall-hjálp það sama ár. Árið 1951 leyfðu Portúgalar Banda- ríkjamönnum að hafa stöðvar á Azor-eyjum, með þeim fyrirvara, að England gæti einnig fengið svipaðar stöðvar. í menningar- legu tilliti hafa Portúgalir náið samband við Brazilíu, en þar er portúgalska töluð. Hinn svo kall- aði iberiski samningur frá 1943 skuldbindur Spán og Portúgal til sameiginlegra varna gegn utan- aðkomandi árás. Nóttúruverndarrdð gengst fyrir skipulegri núttúruvernd Dr. Salazar nýlenduveldi Evrópu. En allt um þetta hefur Portúgal verið, og er enn, mjög fátækt land, enda er landið í sjálfu sér fremur harð býlt. Mynt landsins, sem kallast escudo, er harður gjaldeyrir á borð við dollar og þýzkt mark og njóta Portúgalir í viðskiptalegum efnum mikils álits í heiminum. Fylgjendur Salazar halda því fram, að hann hafi ekki átt um neitt annað að velja en fara þá leið, sem farin var. Landið hafi fullkomlega verið stjórnlaust og fátæktin svo mikil að við ekkert hafi sýnzt ráðið. Þjóðin hafi verið duglaus eftir margra alda hörmungar og máttlaust stjórnar far. Hér hafi ekki dugað .nein stór stökk. því fólkið hafi alls ekki verið undir þau búin. Fyrst hafi orðið að hefja byltingu i sjálfum grundvallaratriðunum, hvað varðar efnahagsmál og at- vinnumál, og reyna svo að byggja ÞANN 27. marz 1956 gengu í gildi lög um náttúruvernd á íslandi. Samkvæmt þeim lögum er yfir- stjórn náttúruverndarmála í höndum náttúruverndarráðs með aðsetri í Reykjavík og er það skipað af menntamálaráðherra til fjögurra ára í senn. Er það skipað sjö mönnum, forstöðumönnum þriggja deilda Náttúrugripasafns ins, þ. e. a. s. sérfræðingum í dýrafræði, grasafræði og jarð- fræði, einum manni samkvæmt tillögu Búnaðarfélags íslands, ein um manni, sem Skógræktarfélag íslands nefnir til, einum verk- fræðingi, samkvæmt tillögu Verkfræðingafélags Islands, og einum embættisgengnum lög- fræðingi, er menntamálaráð- herra skipar, án tilnefningar, og er hann formaður ráðsins. Samkvæmt lögunum skal og skipa í hverju sýslufélagi þnggja manna náttúruverndarnefnd og er sýslumaður formaður nefndar innar. Kýs sýslunefnd hina nefnd armennina til fjögurra ára í senn. Einnig skal skipa náttúruverndar nefndir í tilteknum kaupetöðum, ef náttúruverndarráð telur að þörf sé þar á, og er bæjarfógeti formaður náttúruverndarnefndar í kaupstöðum utan Reykjavíkur, en bæjarstjórn kýs tvo nefndar- menn. í Reykjavík kýs bæjar- stjórn alla nefndarmenn þrjá talsins. Segja má, að störf Náttúru- verndarráðs hafi raunverulega byrjað með árinu 1957, er það hlaut fé til starfsemi sinnar sam- sferiPar úr daglega lífinu Rigning, loksins HVER skyldi trúa því, að venju legir ritvélaþrælar í Reykja- vík væru farnar að vonast eftir því, að veðurguðirnir drægju skýjateppi fyrir sólina og helltu ærlegum regngusum yfir þök og garða. Svona er það nú samt orðið núna, enda hefur horft til vandræða vegna þurrka hér sunnan- og vestanlands. Það var því ánægjulegt að heyra vatns- dropana dynja á þakjárninu í fyrrinótt, en þá gerði ærlega skúr i fyrsta skipti í nokkrar vikur. Reyndar hafði svolícið ýrt úr loft- inu á laugardag og sunnudag. en það var ósköp lítið, en hins vegar mældist úrkoman í fyrrinótc 1.0,7 millimetrar, sem veðurfróðir menn segja, að sé allmikið á þess um tíma árs. En í gær létti aftur til — því miður! í tilefni af bíómynd. I Gamla bíói er nú verið að sýna enska gamanmynd. Hún segir frá fólki, sem fer til Mon- acco, gengur þar fyrir vígslu- mann, uppgötvar formúlu til að raka saman fé í spilavítinu (enda er maðurinn bókhaldari og dáir talnadálka næst konunni sinni), gerist leitt hvort á öðru og á pen ingum, en bjargast pó upp á lukk unnar strönd í myndarlok. En það er ekki söguþráðurinn eða skop- atvik myndarinnar, sem valda því að á hana er minnzt, heldur hitt að í henni kemur fram (reyndar aðeins stutta stund) hann Walter okkar Hudd. sem hingað hefut komið tvívegis til að setja verk á svið í Þjóðleikhúsinu. Leikur hann aðstoðarrrtann auðjó'.ucs nokkurs, sem mikið kemur viö sögu. Annars er þess að geta. að eig- inmanninn í myndinni ieikur ítali, Rossano Brazzi að nafni. Hans er að nokkru getié í ný- komnu dönsku kvennablaði. Seg- ir þar, að fáir njóti annarrar eins kvenhylli og þessi örlítið hæru- skotni leikari, sem nú kemur fram í hverri myndinni af ann- arri ásamt heimsins frægustu stjörnum. Nýlega lék nann t. d. í mynd, sem gerð var eftir sögu frönsku skáldstelpunnar Sagan, Eins konar brosi. Síðari hluti klausunnar fjallar um hjónaband kvikmyndaleikar- ans, og er eitthvað á þessa leið: „Á hátíðum og tyllidögum sýn- ir hann sig í bezta smókingnum sínum— og með konunni sinni. í hinum daglegu störfum heldur hann íegurstu kvinnum Hoily- woodborgar í örmum sínum, en þó elskar hann aðeins eina lconu — og það er frú Lydia Brazzi. Hún er líka öllum þeim Kostum búin, sem ítalir ætlast til að eig- inkonum séu gefnir — og þar á meðal má nefna holdafarið. ítal- ir vilja, að konum þeirra sé vel í skinn komið, og það er Lýdíu sannarlega. Hún er 200 pund. Brazzi sagði nýlega við blaða- mann: —- Ava Gardner og June Ally- son, Katherine Hepburn og Glynis Johns eru svo s ágætar, — en hún Lýdía min er þó heims- ins yndislegasta kona. Og (bætir hið danska kvenna blað við) þetta eru orð, sem verma hjartaræturnar í okkur, sem hvorki líkjumst Övu Gardn- er eða Katrínu Hepburn". Hefur þú séð silfurkeðju? KONA nokkur hringdi til Vel- vakanda fyrir helgina. Dóttir hennar var fermd í vor, og fékk þá að gjöf silfurkeðju með nafnskildi. Festi hún keðj- una um úlnlið sér, en skömmu síðar bar svo við, að keðjan glat- aðist og hefur ekki fundizt síð- an, þótt hennar hafi verið leitað og eftir henni lýst í augiýs’.nga- dálkum blaðanna. Keðjan týndist Vesturbænum, og á skjöldmn er grafið naín eigandans. Ef ein- hver skyldi hafa fundið hana á götunni, veit Velvakandi síma- numer teipur.nar. En úr því að minnzt er á týnda muni, er rétt að geta pess, að ekki var með öllu rétt frá -gt fyrir nokkrum dögum, þegar Vel vakandi lýsti eftir umslagi með kaupi ungs sendisveins í Reykja- vík — og sagði síðan daginn eftir frá því hvernig féð kom í leit- irnar. Peningarnir fundust í verzl un O. Ellingsen við Hafnars ti og þangað sótti drengurinn þá. kvæmt fjárlögum. Á því ári hafa eftirtaldir menn verið í ráðinu: Ásgeir Pétursson, lögfræðingur, formaður; dr. Finnur Guðmunds- son dýrafræðingur; Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri; dr. Sigurður Þórhrinsson, jarð- fræðingur; Ingólfur Davíðsson, grasafræðingur; Hákon Bjarna- son, skógræktarstjóri og Sigurð- ur Thoroddsen, verkfræðingur. Af eðlilegum ástæðum hafa störf ráðsins á þessu fyrsta starfs ári verið að allmiklu leyti undir- búningur að framtíðarskipulagi starfseminnar. Það hefur nokkuð háð starfseminni, að dráttur hef- ur víða orðið á skipan náttúru- verndarnefnda og eru þær enn ekki allar skipaðar, en verða það væntanlega á næstunni. Nokkur náttúruverndarmál hafa verið rædd og afgreidd og skal þeirra getið að nokkru. Fyrsta náttúruverndarmálið, sem ráðið fékk til afgreiðslu, varðaði Helgafell í Vestmanna- eyjum, og var mál það tekið fyrir að beiðni náttúruverndarnefndar Vestmannaeyjakaupstaðar og flugmálastjórnarinnar. Tilefmð var það, að verið er að vtnna að stækkun og lagíæringu fiug- vallarins í Heimaey og verkfræð ingur flugmálastjórnarinnar haíði farið fram á það að fá að taka gjall úr Helgafelli í slitlag á flugbrautina. Var áætlað, að um 10.000 m:! efnis þyrfti til þeirrar framkvæmdar. Einnig kom það til, að fyrir liggja áætl- anir um aðra flugbraut á Heima- ey og taldi viðkomandi verkfræð ingur hagkvæmt að taka efm í þá braut að verulegu leyti úr Helgafelli. Verkfræðingar og jarð fræðingur náttúruverndarráðs fóru til eyja í marz og kynntu sér aðstæður allar. Niðurstöður af athugun þeirra og viðræðum við náttúruverndarnefnd Vest- mannaeyja og verkfræðing flug- málastjórnarinnar urðu þær, að enda þótt æskilegt væn að ekKi yrði hróflað meira við Helgafelli en þegar hefði verið gert, væri þó, með tilliti til allra aðstæðna, rétt að leyfa, að gjall það, er þyrfti til áðurnefndra lagfænnga á flugvellinum yrði tekið úr gjail gryfju þeirri, suðaustan í Helga- felli, sem áður hefur verið tekið úr í flugvöllinn. Ástæðan til að þetta leyfi skyldi veitt töldu nefndarmenn fyrst og fremst þá, að þegar væri þarna stór gryfja, mjög til lýta, og myndu lýtin ekki aukast að ráði þótt um 10.000 m:! væru teknir þar til viðbótar. Hins vegar lögðu þeir til að bann að yrði að stækka gryfjuna til kaupstaðarins, svo og að bannað yrði annað gjallnám í Helgafelli en það, sem þyrfti til áðurnefndr ar lagfæringar flugvallarins. Náttúruverndarráð gerði siðan samþykkt í samræmi við þessi sjonarmið. Náttúruverndarráð hefur og beitt sér fyrir því, að verndað yrði það, sem eftir er óspillt af Rauðhólunum við Reykjavik og haft um það samvinnu við nátt- úruverndarnefnd Reykjavíkur. Enn er nokkuð af hólasvæðinu óskert og er það eindregin skoðun ráðsins, að þessa merkilegu hóla beri að vernda, enda skipti það Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.