Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 4
4 MOnCVlSBtlÐIÐ Þriðjudagur 10. júní 1958 I dag er 161. dagur ársins. Þriðjudagur, 10. júní. Árdegisflæði kl. 00,38. Síðdegisflæði kl. 13,13. S!ysa\ar3slofa Reykjavíkur I Heilsuverndarstöðinni er «U- an sóiarhringinn. Læknavörður L. R (fyrir vitjanir) er á sama stað, frá kl. 18—8. — Sími 15030. Næturvarzla vikuna 8. til 14. júní er í Lyfjabúðinni Iðunni, simi 17911. Holts-apótek og Garðsapótek eru opir á sunnudögum kl. 1—4. Hafnarfjarðar-apótek er opið aUa virka daga kl. 9—21. Laugardaga kl. 9—16 og 19—21. Helgidaga kL 13—16 Næturlæknir er Kristján Jó- hannesson. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga kL 9—19. laugardaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogs-apótek, Alfhólsvegi 9 er opið daglega kL 9—20. nema laugardaga kl. 9—16 og helgídaga kl. 13—16. — Simi 23100. Munið að gera skil Sjálfslæðisflokksins. happdrætti P^Brúókaup Sl. sunnudag voru gefin saman í hjónaband a£ séra Gunnari Árnasyni, Birna Hervarðsdóttir og Jakob Jónatansson, Nýbýla- vegi 30, Kópavogi. |Hjönaefni Síðastliðinn laugardag opin- beruðu trúlofun sína, ungfrú Ingibjörg Jónsdóttir, Urðarvegi 28, Vestmannaeyjum, og Harald- ur Sigfússon, vélstjóri, frá Þórs- höfn. Skipir Hf. Eimskipafélag íslands. — Dettifoss kom til Leningrad 7. þ. m. Fer þaðan til Ventspils, Kotka, Leningrad og Reykjavíkur. Fjall- foss fór frá Flateyri í gærkvöldi til Bolungarvíkur, Grafarness, Akraness og Reykjavíkur. Goða- foss fór frá Reykjavík 7. þ. m. til Seyðisfjarðar, Norðfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Húsavíkur, Siglufjarðar, Akureyrar, Sval- barðseyrar, Isafjarðar og Flat- eyrar. Gullfoss fór frá Leith 1 gær til Reykjavíkur. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 8. þ. m. frá Kaupmannahöfn og Fredericia. Reykjafoss kom til Antwerpen 8. þ. m. Fór þaðan í gær til Ham- borgar, Hull og Reykjavíkuf. Tröllafoss fer frá New York um 20. þ. m. til Reykjavíkur. Tungu- foss kom til Reykjavíkur í gær frá Hamborg. Skipaútgerð ríkisins. — Hekla er væntanleg til Bergen í dag á leið til Kaupmannahafnar. Esja fer frá Akureyri í dag austur um land áleiðis til Reykjavíkur. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill er á leið frá Reykjavík til Siglufjarðar og Ak- ureyrar. Skaftfeilingur fer frá Reykjavík í dag til Vestmanna- eyja. Eimskipaféiag Reykjavíkur hf. Katla er I Leningrad. Askja er I Riga. Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Mántyluoto. Arnarfell losar á Eyjafjarðarhöfnum. Jökulfell er í Riga. Dísarfell er í Mántyluoto. Litlafell losar á Norðurlandshöfn- um. Helgafell fór 5. þ. m. frá Keflavík áleiðis til Riga og Hull. Hamrafell er í Batumi. |Flugvélar Flugfélag íslands hf. — Milli- landaflug: Hrímfaxi fer til Glas- gow og Kaupmannahafnar kl. 8,00 í dag Væntanlegur aftur til Reykjavíkur kl. 22,45 í kvöld. Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 8,00 í fyrramál- ið. — Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferð- ir), Blönduóss, Egilsstaða, Flat- eyrar, Isafjarðar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferð- ir), Egilsstaða, Hellu, Hornafjarð- ar, Húsavíkur, ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Vestmannaeyja (2 ferð- ir) og Þórshafnar. Loftleiðir. Hekla er væntanleg kl. 8,15 frá New York. Fer kl. 9,45 til Gautaborgar, Kaupmannahafn ar og Hamborgar. Edda er vænt- anleg kl. 19 frá London og Glas- gow. Fer kl. 20,30 til New York. Aheit&samskot Viðeyjarkirkja. Aheit frá konu, kr. 65.00. — Þakkir Kh. Sólheimadrengurinn. Afh. Mbl. Ónefndur 300,00 kr., Þórdís Guð- mundsdóttir 50,00, N. N. 25,00, áheit í bréfi 100,00. gjjjJYmislegt Orð lífsins: Og hann segir þá: Hvort er leyfilegt á hvíldardegi gott að gjöra eða gjöra illt, að bjarga lífi eða deyða. En þeir þögðu. — Mark. 3, 3—4. Eitt af hjálparmeðulum til að draga úr áfengisdrykkjunni og hinum alvarlegu afleiðingum, er þjóðfélagslegs eðlis. Meðal ann- ars með því að ríkisstjórnin dragi úr innflutningi og sölu áfengis. Það er réttlætiskrafa. Umdæmisstúkan. Læknar fjarverandi: Árni Björnsson 4.—16. júní, stg. Tómas Jónasson, Hverfisgötu 50, viðtalst. kl. 1—2, heimasími 10201 Eiríkur Björnsson, Hafnarfirði um óákveðinn tíma. Staðgengill: Kristján Jóhannesson. Jónas Sveinsson til 31. júlí. — Staðgengíll: Gunnar Benjamíns- son. Viðtalstími kl. 4—5. Ólafur Helgason óákveðinn tíma. Staðgengill Karl. S. Jónas- son. Víkingur H. Arnórsson frá 9. júní til mánaðamóta. Staðgengill: Axel Blöndal, Aðalstr. 8. Söfn Leikflokkur Þjóðleikhússins, sem nú ferðast um Norður- og Austurland, sýndi leikinn „Horft af brúnni“ á Akureyri í fyrra- kvöld og gærkvöldi. Uppselt var á báðar sýningarnar og leik- urum forkunnar vel tekið. Bárust þeim blóm. Frá Akureyri heldur leikflokkurinn austur á bóginn og sýnir á Húsavík og í Skjólbrekku og þaðan er gert ráð fyrir að halda til Austf jarða, ef vegurinn verður orðinn fær. Síðan er áformað að sýna aftur á Akureyri hinn 16., 18. og 19. júní. Mynd þessi er af einu atriði leiksins og sýnir þau Krist- björgu Kjeld, Óiaf Jónsson, Regínu Þórðardóttur, Helga Skúla- son og Róbert Arnfinnsson í hlutverkum sínum. Tyrkland ....... 3,60 Rússland ....... 3.25 Kanada — Flugpóscur: X— 6 gr. 2.55 5—10 gr 3.35 10—15 gr. 4,15 • Gengið • Gullverð ísL krónu: 100 guilkr. = 738,95 pappírskr. Sölugengi 1 Sterlingspund .... kr. 45,70 1 Bandaríkjadollar..— 16,32 1 Kanadadollar .... — 16,96 100 danskar kr.'.....— 236,30 100 norskar kr.........— 228,50 100 sænskar kr.........— 315,50 100 finnsk mörk .... — 5,10 1000 franskir frankar .. — 38,86 100 belgiskir frankar..— 32,90 100 svissn. frankar .. — 376,00 100 tékkneskar kr. .. — 226,67 100 vestur-þýzk mörk — 391,30 1000 Lírur ...........— 26,02 100 Gyllini .........—431,10 sunnudögum kl. 13,30—15 þriðju- dogum og fimmtudögum kl. 14—15 mánudaga, miðvikudaga og föstu Listasafn Einars Jónssonar, — Hnitbjörgum, ex opið daglega frá kl. 1,30 til kl. 3,30 síðdegis. Þjóðminjasafnið er opið sunnu- daga kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtu daga og laugardaga ki 1—3. Bæjarbókasafn Reykjavikur, sími 1-23-08: Aðalsafnið Þingholtsstræti 29A. Útlánadeild: Opið alla 'úrka daga kl. 14—22, nema laugardaga 13—16. — Lesstofa: Opið alla virka daga kl. 10—12 og 13—22, nema laugardaga kl. 10—12 og 13—16. Útibúið Hólmgarði 34. Útlánad. fyrir fuilorðna: Opið mánudaga kl. 17—21, miðvikudaga og föstu- daga kl. 17—19. Útlánad. fyrir br-rn: 9pið mánudaga, miðviku- daga og föstudaga kl. 17—19. Útibúið Hofsvallagötu 16. Út- lár ad. fyrir börn og fullorðna: Opið alla virka laga, nema laug- ardaga, kl. 18—19. Útibúið Efstasundi 26. Útlánad. fyrir börn og fullorðna: Opið daga kl. 17—19. Hvað kostar undir bréfin. Spánn Rúmenía Svlss Búlgarla Belgía JUgóslavla .... Tékkóslóvakla . ... 3.00 A/rika. EgyptalanU .... Arabia ísrael 15—20 gr. 4,95 Vatikan ... 3.25 Asta: Flugpóstur, 1- -5 gr.: Hong Kong ... ... 3,60 Japan NÝR Radiófórm Grundwig, model 1958, til sðlu Uppl. i síma 17215 eftir kl. 8. Stúlka óskast í kjöt- og nýlenduvöruverzlun. . Þarf helzt að vera vön af- griðslu. Uppl. í síma 18980. ALLT í RAI'KERFIÐ Bílaraftækjaverzlun Halldórs Ólafssonar Rauðarárstíg 20. — Sími 14775. Stefán Bjarnason, skipstj. tsafirði — minning Árbæjarsafnið er opið kl. 14—18 alla daga nema mánudaga. Náttúrugripasafniðs — Opið á 1—-20 grömm. Sjópóstur til útlanda .. • Innanbæiar ........... Út á land............... Bandaríkin — Flugpóstur: 1— 5 gr. 2,45 5—10 gr. 3,15 10—15 gi 3,85 15—20 gi 4.5f 1,75 1,50 1,75 Evrópa — Flugpóstur: Danmörk . 2,55 Noregur .. >••••••• 2,55 Svíþjóð ... ....... 2,55 Finnland . Þýzkaland Bretiand .. Frakkland írland .... Ítalía Luxemburg Maita .... Holland .., Pólland .., Portugal ., ÞEIM fækkar nú óðum skipstjór- unum ísfirzku, sem um eitt skeið voru landsþekktir fyrir sjósókn og aflabrögð, ekki eingöngu á heimamiðunum, heldur einnig á vetrarvertíðum sunnanlands á sínum litlu útilegubátum, borið saman við skipakost nútímans. Einn þessara skipstjóra var Stefán Bjarnason. Fundum okkar bar saman fyrir allmörgum árum, er varð til þess að ég var á sjó með honum í nærfellt þrjú ár meira og minna. Þó að sjómennska væri ekki tak- mark mitt þá né síðar, tel ég mér það mikið happ að hafa kynnzt Stefáni Bjarnasyni einmitt sem skipstjóra, og hafa verið með honum sem slikum. Mannkostir, forsjá og framkoma koma ekki hvað sízt í ljós á sjónum, og Stefán var þeim sem með honum voru sá stjórnandi, að enginn vildi vamm sitt vita í störfum eða framkomu. Engum hefi ég starfað hjá, sem hefir tekið með meira jafnaðargeði og stillingu hverju sem að höndum bar, og margt skeður á sjó, eins og geng- ur. Stefán Bjarnason var farsæll skipstjóri í þess orðs beztu merkingu. Hann vakti traust -annarra hvar sem hann fór með sinni prúðmannlegu framkomu, FERDINAND Hiestamaclurinn stóðst ekka freistinguna hann stilti í hóf dómum um menn og málefni, en hélt á skoðunum sínum með festu þegar svo bar undir. Stefán Bjarnason var kvæntur ágætri og mikilhæfri konu, Guð- rúnu Helgadóttur, Sigurgeirs- sonar gullsmiðs á ísafirði. Eign- uðust þau tvær dætur, Valgerði og Sigríði, er báðar eru giftar og búsettar í Reykjavík. Heimili þeirra Guðrúnar og Stefáns svo og heimilisháttur allur og sam- búð voru til fyrirmyndar. Átti ég því láni að fagna að vera þar oft daglegur gestur, og á margar kærar endurminningar frá þeim árum. Ég votta þeim mæðgum innilega samúð við missi fram- úrskarandi eiginmanns og föður. Ég veit ekki hvaða skoðun Stefán Bjarnason hefur haft á því, hvað við tekur eftir hérvist okkar, en svo fremi að góðum og grandvörum er fyrirbúinn stað- ur eftir breytni þeirra hér, þá á hann góða heimvon og landtöku að endaðri síðustu ferðinni. Olgeir Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.