Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 10
10 MOKC.riSTU AÐ'.Ð ÞrlSjudagur 10. júní 1958 .uttÞKðMfr tTtg.r H.l. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigíus Jónsson. Aðairitstgórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benedíktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá V:gui Einar Asmundsson. Lesbók: Arm Ola, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýs.'ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjala kr. 30.00 á mánuði innanlands. 1 lausasolu kr. 1.50 eintakið. HVAÐ ER LEIKARASKAPUR OG HVAÐ EKKI? IIINS og öllum er í fersku j minni stóðu núverandi -* stjórnarflokkar að sam- þykkt á Alþingi hinn 28. marz 1956, um að varnarliði Bandaríkja manna skyldi vikið héðan úr landi. Þetta var upphaf hinnar ógiftusamlegu samvinnu þeirra flokka, sem nú hanga að nafninu til við völd í landinu. Það var haft hátt um það á þeim tíma, að nú væri það mál málanna að varnarliðið færi burt úr landinu og í framhaldi af því ætlaði svo ríkisstjórnin að hefja „alhliða viðreisn efnahagsmálanna" og halda uppi, eins og kallað var „þróttmiklum framförum“ í land inu. Hér átti því allt að fara saman, að gera ísland „alfrjálst" og alhreint af varnarliði, hlut- leysi átti að vera út á við og inn á við átti svo að vera þessi mikla „endurreisn" íslenzkra efnahagsmála og framfarir á öll- um sviðum, Þegar þessi samþykkt var gerð hinn 28. marz var það í fyrsta skipti, sem íslenzk utanríkismál voru dregin inn í væntanlega kosningabaráttu og málefni inn- anlands. Það var í fyrsta sinn, sem slík mál voru höfð að leik- soppi í íslenzkri stjórnmálabar- áttu. Það þarf ekki lengi að rekja hvað á eftir kom, því það gerðist seinna á árinu, að ríkisstjórnin öll og kommúnistar þar með, gengu til nýrra samninga við Bandaríkin og verutími varnar- liðsins hér á landi var framlengd ur um óákveðinn tíma. Þar á efúr komu svo stórlán vestan um haf, og frá Vestur-Þýzkalandi og þau hafa verið svo vel úti látin, að rík isstjórninni tókst að tvöfalda rík- isskuldirnar á örstuttum tíma. Nú rekur Þjóðviljinn upp mik- inn „skræk“ í fyrradag. Segir blaðið, að nú hafi orðið það, sem það kallar „alvarleg þróun í her- námsmálunum". Segir blaðið að íslendingum í „hernámsvinnu" hafi fjölgað um helming á einu ári. Sé nú verið að fullgera radar stöðvar og flugskýli og byggja bíó og félagsheimili fyrir varnarliðs- menn. Er um tölur í þessu sam- bandi vitnað í síðasta hefti Fjár- málatíðinda um efnahagsáhrif varnarliðsins þar sem birtar eru töflur um útgjöld þess hér á landi og um fjölda starfsmanna, semeru á þess snærum. Um þetta hefur Þjóðviljinn mörg og fjálgleg orð. Segir blaðið, að það sé „kynlegt, að varnarliðið skyldi hefja fram- kvæmdir að nýju um mitt síðasta ár“. Spyr blaðið þá, hvort her- stjórnin hafi fengið „einhverjar tryggingar fyrir því, frá'Alþýðu flokknum og Framsókn. að ekki yrði staðið við loforðið um brott- för hersins?“ Þjóðviljinn segir að vísu, að þó loforðið um brottför hersins hafi ekki verið efnt, þá sé það þó bót, að umsvif þess íakmörkuðust, eins og blaðið orð- ar það, Njarðvíkurhöfnin hafi ekki verið byggð og síðan segir blaðið: „Með því dró fljótlega út gildi herstöðvanna hér, þær kom u ftur úr öðrum stöðvum og urðu okkur því ekki eins hættu- legar og °kki mjög mikilvægar herstjórninni“. Hér fagnar Þjóðviljinn sýni- lega yfir því, hve minnkað hafi um varnir í landinu um tíma, því kommúnistum er skiljanlega mest um það hugað, að varnir ísland séu sem allra veikastar, enda hefur það alltaf verið þeirra stefna. Þegar Þjóðviljinn talar um „svik“ stjórnarflokkanna í varn- arliðsmálinu, þá ætti það ekki sízt að minnast síns eigin flokks og þéirra ráðherra hans, semstóðu að hinum nýju samningum við Bandaríkin, því það má segja, að þeirra hafi ekki verið minnzt ábyrgðin, sem hæst höfðu látið ásamt Framsóknarflokknum um það, að varnarliðið skyldi tafar- laust fara burt úr landinu. UTAN UR HEIMI Kjarnorkuknúin fhigvél í eigu Bandaríkjanna. Hvenœr fáum við kjarnorkuna í bíla. skip og flugvélar ? Allir sjá þennan dæmaiausa leikaraskap í varnarliðsmálun- um. Það fer ekki hjá því, að hug- urinn leiðist að því, hvort ekki sé um sams konar leikaraskap að ræða í öðrum þýðingarmestu mál um þjóðarinnar. Allir sjá leikara skapinn í sambandi við efnahags málin, þar sem kommúnistar. að einum undanteknum studdu „bjargráðin", en síðan heldur Þjóðviljinn uppi áróðri gegn þeim, þegar það sést hve óvinsæl þessi löggjöf er. Það má einnig spyrja kommúnista: Er það leik- araskapur, sem þið eruð nú að leika i landhelgismálinu? Það má spyrja um það með fullum rétti, hvort á bak við þennan áhuga, sem kommúnistar allt í einu þykj ast hafa á landhelgismálinu, búi ekki eingöngu það, að þeir telji sig með því veikja afstöðu íslands gagnvart vestur-þjóðun- um, alveg á sama hátt og þeir telja að aðgerðirnar í varnarliðs- málunum hafi veikt varnir ís- lands. Allir vita, að kommúnist- um er það mest í mun, að koma sem stærstum og flestum fleygum inn á milli íslands annars vegar og vestrænna þjóða hins vegar, enda hefur blað utanríkisráð- herra ekki farið dult með að „áhugi“ kommúnista á landhelgis málinu væri af þessum togaspunn inn. Þegar á varnarliðsmálið er lit ið og framkomu kommúnista að öðru leyti, er það ekki að ófyr- irsynju, þó um það sé spurt: Hvað er leikaraskapur af hálfu kommúnista og hvað er það ekki? Varnarliðsmálin voru gerð að leiksoppi í sambandi við þær kosningar sem fyrir dyrum voru og innanlandsmálin í heild. Nú sjá kommúnistar sitt óvænna eft- ir tveggja ára veru í duglausri og óvinsælli ríkisstjórn og spurning- in er þá: Eru þeir ekki að bregða á nýjan leik með landhelgismál- ið eða hvað er það, sem vakir raunverulega fyrir þeim? Af þeirri reynslu, sem þjóðin hefur haft af núverandi ríkisstjórn og flokkum hennar, má við öllu bú- ast, bæði í þessum málum og öðr- um. Þjóðin býr hér við hina mestu óvissu. Lífshagsmunir henn ar eru í tröllahöndum. í FRAMTXÐINNI mun kjarnork- an verða aðalorkulind okkar — og framsýnir menn segja, að ekki muni líða ýkjamörg ár þar til þjóðir beggja vegna Atlantshafs drekka kaffi, sem nær eingöngu verður hitað upp með rafstraumi . frá kjarnork*iverum. En hvenær * verða skip, flugvélar og járn- brautarlestir knúnar kjarnorku? Sennilega verður þess lengra að bíða. ★ ★ Aðalvandamálið viðvíkjandi kjarnorkuknúnum farartækjum er á þessu stigi málsins — að búa til nægilega litla og létta kjarn- j orkuofna. Annað vandamál er svo geislavörnin. Núverandi varn- ! arútbúnaður er mjög fyrirferðar- mikill og með öllu ógerningur að j koma honum fyrir í venjulegum + KVIKMVNDIR + „Hveitibraubsdagar i Monte Carlo" ÞESSI enska gamanmynd, sem tekin er í litum og Cinamascope, er sýnd í Gamla Bíói. Sviðið er Monte Carlo og umhverfi borg- arinnar með Miðjarðarhafið í baksýn svo að ekkert skortir á þá fegurð, sem náttúran leggur myndinni til. Efnið er gaman- samt, en öllu gamninu þó stillt í hóf af góðri smekkvísi. Kemur þó margt broslegt fyrir og at- burðarásin er hröð í bezta lagi, en spennan reyndar ekki mikil. — Fjallar myndin um ung skötú- hjú, sem vinna við sama fyrir- tæki, en eru nú stödd í Monte Carlo í boði vinnuveitanda síns, og giftast þar og ætla að njóta hveitibrauðsdaganna í þessari fögru og fjölsóttu borg. — En vinnuveitandi kemur ekki þang- að fyrr en seint og síðar meir, svo að ungu hjónin komast í fjár þröng er leiðir til þess að eigin- maðurinn fer að stunda fjár- hættuspilið (rúlettuna) og van- rækir konu sína af einskærri gróðafýkn. —*■ Þetta leiðir aftur til átaka milli hjónanna og kem- ur þá þriðji maður í spilið. — Útlitið er vissulega ekki glæsi- legt og spurningin er hvort hjónabandið fer út um þúfur eða . . . Svarið við því verða menn að sækja í myndina sjálfa. Ungu hjónin, Cary og Bertrand, leika þau Glynis Johns og Rossano Brazzi og fara dável með hlutverk sín. Robert Morley leikur Dreúther vinnuveitanda þeirra, feitan og viðutan kaup- sýslumann. Og þarna bregður fyrir gömlum kunningja, Walter Hudd, í litlu hlutverki. Notaleg mynd, — en ekkert afbragð! Ego. bíl. Öðru máli gegnir um járn- brautarlestir, skip — og ef til vill stórar flugvélar. Sem kunnugt er hafa Banda- ríkjamenn þegar smíðað nokkra kjarnorkuknúna kafbáta, sem voru fyrstu kjarnorkuknúnu sæ- förin. Þá er vitað, að Rússar eiga einn stóran kjarnorkuknúinn ís- brjót — og sennilegt er talið, að þeir eigi einn eða fleiri kjarn- orkuknúna kafbáta. Mikið hefur verið hugleitt að hefja smíði kjarnorkuknúinna olíuflutninga- skipa, jafnvel neðansjávarolíu- flutningaskipa. Bandaríkjamenn, Norðmenn og Danir hugleiða mjög smíði slíkra skipa. Banda- ríkjamenn munu vera komnir lengst. Þeir hafa og í huga að smíða stór herskip knúin kjarn- orku — og munu þeir í þann veg- inn að hefjast handa. ★ ★ Fyrsta kjarnorkuknúna járn- brautarlestin mun verða fullsmíð uð í Bandaríkjunum árið 1960. Verður þetta mikið bákn, á að vega 360 smálestir. Orka hennar verður slík, að hún á að geta dregið 5,000 lestir — og komizt upp í 100 km hraða á þrem mín útum. Ósennilegt er, að fjölda- framleiðsla verði þegar í stað hafin á slíkum járnbrautarvögn- um — og mun reynslan skera úr um hagkvæmni þeirra. ★ ★ Og hvað kjarnorkuflugvélinni viðkemur, þá er almennt talið, að allmörg ár muni liða þar til slíkar flugvélar verði komnar í notkun að einhverju ráði. Bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa unnið mikið tilraunastarf á þessu sviði — og fyrsta bandaríska kjarnorkuknúna flugvélin hefur þegar flogið. Rússar hafa sagzt mun bjartsýnari hvað kjarnorku- flugvélinni viðkemur en Banda- ríkjamenn. Ýmsir telja, að Rúss- ar séu komnir langt á þessari braut — en það er með þetta, eins og annað, að allt er það leyndarmál hjá Rússunum. Á Vesturlöndum er ekki búizt við þvi að kjarnorkubílar komi á markaðinn fyrr en eftir mórg ár. Sem stendur er ekki fenginn neinn grundvöllur fyrir fram- leiðslu slíkra bíla — og túrbínu- bílarnir, sem enn eru ekki komn- ir á markaðinn, verða sennilega komnir til ára sinna, þegar kjarn- orkubílarnir verða almennings- eign. Hér er við sama vandamálið að glíma. Enn hefur ekki tek- izt að búa til nægilega fyrirferð- arlítinn kjarnorkuofn, sem koma mætti fyrir í litlum bíl — og væri með öllu hættulaus. Fyrst og fremst er það fyrirferðarmikil geislavörn umhverfis vél kjarn- orkuofnsins, sem valdið hefur miklum heilabrotum sérfræð- inga á þessu sviði — en þó sér- staklega, hvort hægt yrði að úti- loka alla geislunarhættu, ef kjarn orkubíll lenti í árekstri og skemmdist, brotnaði ef til vill. Nú eru nýir tómatar að koma á markaðinn og þegar þeir fara að lækka í verði, verður hægt að búa til tómatsúpu eftir þessari uppskrift: 1 stór Iaukur er hakkaöur og brúnaður í potti. Maukinu innan úr Í4 kg af vel þroskuðum tómötum er bætt í pottinn, ásamt vendi'af steinselju og lárberjablaði. Of- urlitlu vatni hellt yfir, og þetta soðið þangað til tómatarnir eru soðnir vel í sundur. f»á er þeim hrært í gegnum síu, hellt aftur í pottinn, súputeningur látinn út í og súpan jöfnuð með smjör líki og hveiti. Salt, pipar og ef til vill ofurlítið sherry haft til bragðbætis. Ef mikið er haft við, má setja þeyttan rjóma á salatblað og láta það synda of- an á súpunni, eins og sýnt er á myndinni. FYRIR hástúkuþinginu, sem haldið verður í sumar í Haag í Hollandi, liggur tillaga frá sænsku góðtemplarastúkunni „Baldur", um að Góðtemplara- reglan hefji skipulagðan áróður gegn atómsprengjum og vetnis- sprengjum, og þess sé krafizt að hætt verði öllum tilraunum með þessar vítisvélar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.