Morgunblaðið - 17.06.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.1958, Blaðsíða 2
MORi:rnvnT 4t>iÐ ÞriSjudagur 17. júní 1958 Verum vibbúnir nýjum átökum sagði Ólafur Thors á fundinum á 3 þjóðmálafundir Sjáifstœðisflokksins á Breibabliki laugardaginn SJÁLFSTÆDISFLOKKUBIiYN efndi til 3. sljórtimálafunda s.I. laugarclagskvöld, — á BreiSabiiki á Snæfellsnesi, í Bolungarvík og Ifvammstanga. Eflnm SjálfstæSisflokkinn SigurSu Ág stsson alþingis- maður setti fundinn á Breiða- bliki og kvaddi Pál Pálsson hreppsstjóra á Borg til fundar- stjórnar. Fyrstur tók til máls Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokks ins og flutti hann ýtarlega fram- söguræðu, sem stóð í i% klst. Tóku fundarmenn henni mjög vel. Ólafur hóf mál sitt með því að ræða um þá lítilsvirðingu, sem Framsúknarflokkurinn hefði sýnt kjósendum sínum með því að af- sala þeim til Alþýðuflokksins og gerði g-rein fyrir því, hvað það er, sem kjósendurnir fengu í Framsóknarflokksins stað. Ólafur rakti nokkuð fyrra samstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, en það end- aði sem kunnugt er með því, að Hermann Jónasson lýsti því yfir, að ekki væri hægt að leysa efna- hagsvandamálin með Sjálfstæðis- flokknum og rauf samstarfið. Þá rifjaði Ólafur upp sögu ríkis- stjórnarinnar núverandi og sýndi fram á, að hún hefir brugðizt öll um sínum fyrirheitum og því misst traust nær allra í landinu. Nú er svo komið, sagði Ölafur Thors, að stjórnarandstaðan gæti á engan hátt fagnað, þótt spár hennar um ríkisstjórnina hafi reynzt réttar, til þess eru horfurn ar fyrir þjóðina í heild alltof al- varlegar. Þá gerði Ólafur grein fyrir því, hvaða vandamál nú er við að glíma og hvernig við þeim verður að snúast. Sérstaklega ræddi hann landhelgismálið. i ræðulok rifjaði Olafnr upp stefnu og sljórnarstörf Sjálf- stæðisflokksins og sannaði, aS þannig sljórnar aðeins fiokkur, sem hefur þá mi'klu hugsjón í há- vegum að lyfta þjóð sinni á hærra stig í andleguni og veraldlegum efnum og hefur bæði vit og gelu lil og hrinda hugsjónum sínum í framkvæmd. I.auk Ólafur máli sínu meS því aS biðja menn að vera viðbúna nýjum álöknm og gaf um það fyrirheit, að Sjálf- stæðisflokkurinn myndi því betur verða þjoSimti að liði sem hún sýndi flokknum meira traust og efldi meira völd hans. Lítið gagn að „bjargráð'inum" Þá tók SigurSur Ágústsson til máls. Hann ræddi sérstaklega um störf og stefnu Framsóknarfiokks ins fyrr og nú. Rakti harin og það, sem gerzt hefur á stjórnmála sviðinu síðustu mánuði, og skýiði sérstaklega efni verðbólgufrum- varps ríkisstjórnarinnar, sem sam þykkt var nú í þinglokin. Hann benti á þær verðhækkanir, sem af lógunum leiða, og sýndi fram á, að hvorki útvegi né landbúnaði er mikill greiði gerður með setningu þeirra. Ólafur Thors verSur brátt aftur forsætisráðherra Að ræðu Sigurðar lokinni kvaddi sér hljóðs GuSmuiidur GuSjónsson kennari frá Saurum. Hann taldi nokkurn vanda á hönd um, er hann stæði upp til að tala á fundi á eftir Ólafi Thors, sem oft hefði verið forsætisráðherra og myndi verða það aftur innan skamms. Tóku fundarmenn undir þau ummælí' með lófataki. Guð- mundur sagðist hafa kosi Fram- sókn fram að þessu, en engu vilja um það spá, hvað hann gerði næst. Hann ræddi síðan um þjóð- félagsvandamálin í sturri en hóf- samri ræðu, og vai- í sumum atr- iðum ekki sammála frummælend- um. Þá töluðu fi'ummælendur aftur og að lokum sleit Páll Pálsson fundinum með stuttri ræðu. Þakk- aði hann mönnum góða fundar- sókn og sérstaklega þakkaði hann formanni Sjálfstæðisflokksins fyr ir komuna. ./ Einn stjórnarflokkanna vinnur gegit lýðræðnm Fundurinn í Bolungarvik var haldinn í félagsheimili staðarins. Fundarstjóri var Friðrik Sigur- bjöi-nsson og var fundarsókn góð. Björn Olafsson alþingismaður tók fyrstur til máls. Ræddí hann um stjórnarfarið og vinnubrögð ríkisstjtrnarinnar. Sagði ræSu- maður aS gæfuleysi stjórnartnnar lægi í því, aS hún hefnr frá byrj- un verið sjiilfri sér snndurþykk og hefur innan sinna vébanda flokk, sem vinnur gegn rífcjandi lýSræS- isskipulagi. Vandamál þjóðarinn- ar verða aldrei leyst nema með sterkri, samhentri og einhuga stjórn, sagði Bj'örn Ólafsson. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðia að því, að þjóðin fái slíka stjórn, sem lætur erlent vaid hvergi fá fangstað á þjóðinni eða málefn- um hennar. Efnahagsmálin Þá tók til máls Ólafor Björns- son alþingismaður og hélt ýtar- Iega ræðu um efnahagsmálin. Kom hann víða við og sýndi með rökum fram á úrræðaleysi vinstri stjórnarinnar til að leysa vanda þeirra mála. Að lokum ræddi hann þær leiðir, sem Sjálfstæðis- menn telja að fara beri til að leysa vandann. Kvað hann hugs- anlegt, að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti fvrr en seinna að taka við stjórnartaumunum. Undirtektir fundarmanna voru góðar. Að síðustu þakkaði fundar stjóri ræðumönnum kómuna og mælti nokkur orð um loforð og efndir vinstri stjórnarinnar. Þeir, sem vilja stjórninni bezt, vil.ja ekki um hana tala Sigurður Pálmason kaupmað- ur var fundarstjóri á Hvamms- tanga, en frummælendur voru al- þingisrnennirnir Magnús Jons.son og Jón Pálmason. Magnús Jónsson rakti feril rikisstjórnarinnar, loforð hennar og vanefndir. Þótt allar ríkis- stjórnir og flokkar hafi vanefnt eitthvað af kosningaloforðum sín- um, þá væri þessi ríkisstjórn sér- stæð að því leyti, að hún hefði vanefnt öll sín loforð og stjórn- arflokkarnir í öllum meginefn- um breytt þveröfugt við þau heit, sem þeir gáfu fyrir síðustu kosn- ingar. Með þessu móti væri ver- ið að grafa undan lýðræðislegum stjórnarháttum og eyðileggja traust þjóðarinnar á stjórnarvöld unum í lahdinu. Það væri þó einmitt mikilvægasta forsenda fyrir úrlausn þjóðfélagsvanda- málanna, að þjóðin gæti treyst valdhöfunum og tekið gild orð þeirra. Með framferði sínu væri núverandi ríkisstjórn að sýna al- menningi i landinu, og þá ekki sízt þeim samtökum, sem hún þættist setja traust sitt á, óvirð- ingu, sem ekki er hægt að þola í lýðfrjálsu landi. Uppskera stjórnarinnar væri líka sú, að hún hefði nú misst allt traust og þeir, sem vildu henni bezt, vildu ekki um hana tala. SkattabrjálæðiS Jón Pálmason gerði að umtals- efni þær stórkostlegu álögur, sem ríkisstjórnin hefði lagt á þjóð- ina á skömrnum tíma og væri skiljanlegt, að Framsókn hefði viljað losna við Sjálfstaeðismenn úr stjórn til þess að geta komið fram slíku skattabrjálæði. Hann benti á viljaieysi rikisstjórnar- innar til þess að spara og væri eyðslan á öllum sviðum í háveg- um höfð. Hann kvað það ætíð hafa verið sína skoðun, að visi- töluskrúfan væri undirrót alls vanda í efnahagsmálunum og væri vel, að skilningur virtist nú vera að vaxa á þeirri meinsemd. Þá gerði Jón grein fyrir þeim stórfelldu álögum, sem lagðar væru á bændur og sem virtust beinlínis vera við það miðaðar, að landbúnaðarframleiðslan dræg ist saman. Að lokum töluðu þeir Guð- mundur Jóhannesson á Þorgríms- stöðum, Ágúst Jónsson á Sval- barði og Sigurður Pálmason. Myndin Frakkar og Þjóðveriar mófmœla einhliða úf- fœrslu fiskveiðilögsögu Islands SENDIHERRAR Frakklands og Sambandslýðveldisins Þýzka- lands hafa nýlega borið fram við utanrikisráðuneytið mótmæli af hálfu rikisstjórna sinna gegn rétti íslendinga til einhliða út- færslu fiskveiðilögsögu fslands í 12 mílur, en eins og kunnugt er af frásögnum blaða hafði brezka ríkisstjórnin áður gefið út til- kynningu þar sem sömu sjónar- miða gætir af hálfu brezku stjórn arinnar. Jafnframt skal þess getið, að sendiherra Danmerkur hefur af- hent utanríkisráðuneytinu grein- argerð þar sem borin er fram til- laga dönsku stjórnarinnar um að boða til ráðstefnu þeirra ríkja er land eiga að Norður-Atlants- hafi til þess að ræða um stækk- un fiskveiðilögsögu íslands, Fær- eyja og Grænlands. (Frá utanríkisráðuneytinu). Æskulýðsráð Islands sfofnað á morgun 1 FYRRA var hér á ferð ritari World Assembly of Youth, sem er alþjóðasamband æskulýðsfélaga í lýðræðislöndunum. Átti hann hér viðræður við forystumenn ís- lenzkra æskumanna og kynnti sér, hvort ekki væri grundvöllur fyrir stofnun heildarsamtaka íslenzks æskulýðs, sem síðan yrðu aðilar að World Assembly of Youth. — Séra Bragi Friðriksson hóf síðan undirbúning að stofnun samtak- anna — og var að lokum stofnuð fimm manna nefnd, sem æskulýðs- samtök stjórnmálaflokkanna og Stúdentaráð Háskólans áttu aðihl að, til þess að undirbúa stofnun samtakanna og semja uppkast að lögum þeirra. Nú er allt komið i kring og stofnfundurinn ákveðinn ámoi'gun — og hafa fulltrúar hinna ýmsu landssambanda æskumanna, póli- tískra sem ópólitískra, verið boð- aðir til fundarins. Mun þetta sam- band æskumanna nefnast Æsku- lýðsráð íslands, verða ópótitískt og gerast .ðiti World Assembly of Youth. Yfir 10 landssamböndum æskurnanna hef ur verið boðin þátt taka og ef að líkum lætur munu félagar í Æskulýðsráði íslands verða milli 50 og 60 þúsund. Markmið Æskulýðsráðsins verð ur aðallega að efla samstarf ig kynningu meðal íslenzkra æsku- lýðsfélaga Jg koma fram sem fuli- trúar þeirra innan lands og utan. Fyrirhugað er að halda uppi nám- skeiðum fyrir forystumenn æsku- lýðsfélaga í landinu um menning- ar- og félagsmál, reka upplýsinga- or fyrirgreiðsluskrifstofu fyrir æskulýðsfélögin og að veita ís- lenzkum æskulýðssamtökum að öðru leyti alla þá þjónustu, sem tök eru á. Nú þegar er hafinn undirbún- ingur að því að setja á stofn skrifstofu samtakanna, sem verð- ur aðalupplýsingamiðstöð þeirra og á að annast margs konar fyrir- greiðslu, sem æskulýðsfélögin um allt land munu þarfnast. Matmillan fer til Parísar annan sunnudag forsí u Á forsíðu blaðsins eru hópmynd- ir af stúdentam, sem i fyrradag brautskráðust úr Menntaskólan- um í Reykjavík og úr Verzlunar- skólanum í gær. PARÍS, 16. júni. (Reuter-NTB) — De Gaulle og stjórn hans munu í þessari viku fjalla um flest þau höfuðvandamál, er franska stjórnin horfist nú í augu við. De Gaulle kom árdegis í dag aftur til Parísar eftir að hafa dvalizt á sveitasetri sínu um helgina. Á morgun kemur stjórn- in saman til fundar, og á Couve de Murville að gera grein fyrir utanríkisstefnu Frakka á naest- unni. Brezka útvarpið sagði í kvöld, Harðorðasta orðsendiny, sem komið hetir frá hrezka utanrík&sráðuneytinu, síðan Súezdeilan stóð Time ræhir deilu Islendinga og Breta í NÝJASTA hefli bandaríska rikisstjórnin á erfitt með að trúa tímaritsins Time er fjallað um því, að ríkisstjórn íslands hafi orðsendingu þá, er brezka rikis- í hyggju að beita vaidi gegn stjórnin sendi íslen/.ku ríkis- brezkum fiskveiðiskipum í þvi stjórninni 2. júní sl. varðandi skyni að fá þau til að fara eftir stækkun landhelginnar. Kemst blaðið svo að orði, að þetta sé harðorðasta orðsending, sem brezka utanrikisráðuneytið hefir látið frá sér fara siðan Súez- deilan hófst. Tekur blaðið síðan orðrétt úr yfirlýsingu brezku stjórnarinnar: „ . .. hlýtur brezka stjórnin að vekja athygli á þvi, að hún myndi telja það skyldu sina að koma i veg fyrir hvers konar ólögmæt- ar tilraunir til afskipta af brezk- um fiskiskipum á úthafinu .. . " Enn segir blaðið: Þó að íslend- ingar hafi ekki enn minnzt á að beita- fallbyssubátum, segir i brezku orðsendiugunni: „Bre^Ka einhliða regíugerð, sem stuðnings flokkar islenzku ríkisstjórnar- innar virðast ætla að gefa út í bága við alþjóðarélt. Og blaðið segir siðan m. a.: Þetta voru hörð orðaskipti mirli tveggja aðila að Atlantshafs- bandalaginu. Um aldaraðir haía 25% af afla brezkra fiskiskpa fengizt rétt utan við þriggja mílna línuna á hinum auðugu miðum við ísland. í veði er hefð- bundið lágt verð á „fish and chips" hjá hinni miklu siglinga- þjóð. íslendingar benda á nauð- syn þess að varðveita þorskinn og ýsuna. Sjálfir fá þeir 48% af aflanum við íslandsstrendur, og er hann 90% af útflutningi þeirra. Stærsti viðskiptavinurinn er Sovétrikin, sem sl. ár keyptu sem nemur 20 millj. dala virði. „Bretar, sem höfðu verið reittir til reiði, voiu sannfærðir um, að óvinveittir menn hefðu gengið á lagið og lagt net sín við Islands- strendur," segir Time. „Útvegs- og viðskiptamálaráðherra Islands, Lúðvík Jósepsson, er kommúnisti, og knúði 12 milna línuna gegnum samsteypustjórn iandsins í anc- stööu við aðra ráðherra, sem hlynntari voru Atlantshafsbanöa- laginu. Sendiherra Sovétríkj- anna, sem skrifað hefir undir samning við félaga Jósepsson um að kaupa þriðjung af fiskafla íslendinga, var fijótur til að lýsa yfir stuðningi Rússa við nýju reglugerðina um 12 mílna fisk- veiðilögsögu. Frá brezka flota- málaráðuneytinu bárust þær íréttir, að fjórum nýjum írei- gátum yrði ef til vill bætt við þá flotadeild, sem verndar brezk fiskveiðiskip í Norðurhöfum," segir biaðið að lokum. að brezki forsætisráðherrann Macmillan fari til Parisar annan sunnudag 29. júni, og gert er ráð íyrir, að bandaríski utanríkisráð- herrann John Foster Dulles fari fii Parísar 5. júlí n. k. Á morgun verður nýja ríkis- lánið, sem bundið er gullverð- inu, boðið út. 1 ræðu á föstudags- kvöld komst forsætisráðherrann svo að orði, að lánið væri fyrsla skrefið inn á braut heilbrigðrar fjármálaþróunar í Frakklandi. Er þess beðið með mikilli eftir- væntingu, hvernig almenningur tekur láninu. Fjármálaráðherr- ann, Antoine Pinay, vinnur nú að áformum um að festa verðlagið og hyggst hann koma því til ieið- ar án skömmtunar eða verðlags- eftirlíts. D * D Miðvikudaginn 18. júni á að halda hátíðlegan til minningar um, að þann dag árið 1940 hvatti de Gaulle hershöfðingi Frakka tii að halda áfram baráttunni gegn Þjóðverjum, þó að franska stjórnin hefði gefizt upp. Starfs- menn í opinberri þjónustu hafa verið hvattir til að gera verk- fall á miðvikudag, en þeir eru fétagsbundnir í Landssambandi verklýðsfélaganna, þar sem kommú'nistar hafa meirihluta. — Einnig hafa kommúnistar hvatt menrf til að fara í kröfugöngur til að koma í veg fyrir þá „fas- isku skrúðgöngu" sem de Gaulle hafi undirbúið á miðvikudag, en þá mun de Gaulle ganga upp Champs Elysées og kveikja log- ann, sem brennur á gröf óþekkta hermannsins undir Sigurbogan- um. — BONN. — Vestur-þýzka fjár- málaráðherranum, Ludwig Er- hard, hefir verið boðið til Moskvu. Andrej Sniirnov, rúss- neski sendiherrann i Bonn, skýrði fréttamönnum frá þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.