Morgunblaðið - 17.06.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.06.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. júní 1958 MORGUnBI.4ÐIÐ Ursgfrú ísland 1958 hefir mestan áhuga á leiklist og tónlist Rcett við Sigríði Þorvaldsdáttur ER TíðindamaSur Mbl. kom í heimsókn til hinnar nýkjörnu fegurðardrottningar, Sigríðar Þorvaldsdóttur í gærmorgun var hún iklædd „samkeppniskjóln- um" sínum og eiginlega enn þá fallegri heldur en þegar hún var valin af Tívolígestum á sunnu- dagskvöldið. Og „drottningar" móðirin, frú Ingibjörg Halldórs- dóttir, sem reyndar lítur frekar út fyrir að vera systir Sigr. en móðir flýtti sér að hella upp á könnuna og bera fram veitingar. — Heimili þeirra hjóna, Ingi- bjargar Halldórsd. hárgreiðslu- konu og Þorvaldar Steingríms- sonar fiðlule.ikara, að Rauðalæk 73, er ákaflega vistlegt og að- laðandi og ber vott um smekk- vísi húsbændanna. — Jæja, ertu búin að átta þig á þessu óllu saman? — Nei, það veit sá sem allt veit að ég er ekki, svaraði Sig- ríður brosandi og elskuleg. — Þetta var líka allt í svo miklu flaustri og svo bjóst ég alls ekki við því að úrslitin yrðu á þennan veg. — En ertu samt ekki ánægð? — Jú, ég er mjög hamingjusöm með sigurinn. — Og hlakkar til að fara til Langa sands? — Það er nú líklega að ég hlakki til. Ég mun fara 11. júlí og hafa Einar Jónsson sem fylgd- armann. ¦— En varst þú ekki upptekin á leiksýningu í gærkvöldi — Jú. Ég leik í söngleiknum „Kysstu mig Kata" og gat ekki komizt í Tívolí fyrr en að sýn- ingu lokinni. — Hefurðu mikinn áhuga á leiklist? — Já, það hef ég. Ég hef verið á leikskóla Þjóðleikhússins og hef nú lokið prófi þaðan. Ég kom fram í fyrsta skipti í vetur í barnaleikritinu. — Heldurðu ekki að sigur þinn í fegurðarsamkeppninni geti haft einhver áhrif á framtíðina? — Það er ómögulegt að segja um það, en vonandi. Kornung — en útlærð hárgreiðsludama — Hvað ertu gömul? — Ég varð 17 ára í apríl s.l., svaraði Sigríður. — í hvaða skóla hefurðu ver- ið. — Ég fór í Iðnskólann þegar ég var 13 ára og tók alla þrjá bekkina á eihum vetri. Ég hef siðan vei-ið að læra hárgreiðslu á stofunni hjá mömmu, og er núna útlærð, þ.e.a.s. ég mun taka hárgreiðsluprófið í haust. —'Þú hefur verið meiri náms- hesturinn að taka heila þrjá bekki á einum vetri. Talar þú þá ekki erlend tungumál reiprenn- andi? — Ég er nú ekki viss urn það. Enskuna má segja að ég þekki nokkuð, en ég hef hugsað mér að æfa mig og tala hana og lesa þangað til ég fer til Langa sands. — Hvernig tók nú fjölskyldan sigrinum. — Halldór litli bróðir minn, sem er ekki nema 7 ára sgaðí: „Ég er svo hreykinn af þér". (Það er talsvert mikil viður- kenning frá 7 ára heiðursmanni, sem er bróðir dömunnar í, ofaná lag) — Og hvað sagði pabbi þinn? — Hann sagði nú ekki neitt, hann bara kyssti mig, en ég veit að hann var glaður. — Og þér frú Ingibjórg, voruð þér ekki ánægðar með dótturina? — Jú, ekki neita ég því, sagði frúin og brosti. — Mér fannst hún taka sig vel út, blessunin. — Tókuð þér ekki eitt sinn þátt í fegurðarsamkeppni — Við skulum nú ekki fara að tala neitt um það. — Mér finnst það megi koma fram, því það er áreiðanlega fáar fegurðardrottningar sem eiga mæður sem tekið hafa þátt í feg- urðarsamkeppni. •^- Ja, þetta var nú öðru vísi samkeppni heldur en nú tíðkast. Það voru teknar myndir af nokkr um stúlkum, sem birtar voru í Víkunni og siðan voru lesendurn ir látnir greiða atkvæði eftir myndunum. — En það var náttúrulega samkeppni samt sem áður. Það má skjóta því hér inn að frú Ingibörg er sérstaklega lag- leg kona og aðlaðandi og var, er hún var ung stúlka annáluð fyrir yndisþokka og fegurð. Á einnig- fallega systir — En átt þú ekki systur? — Jú, Kristin systir mín, sem er 15 ára gömul er nýfarin til Englands. Hún fór 2 dögum fyrir keppnina og þótti mjög leiðin- legt að geta ekki verið viðstödd. — Er hún eins falleg og þú? — Það finnst mér. — Heldurðu ekki að hún mæti þá í keppninni eftir tvö ár? — Ég gæti bezt trúað því, svar aði Sigríður. Áhugamál og sentimetrar Hin unga íegurðardrottning á sér mörg áhugamál, en þar ber hæst leiklistina og tónlistina. Hún hefur lært að leika á píanó og eftirlætistónskáldið hennar er Bach, en hún sagðist hafa mjög gaman af að leika og hlusta á létta klassíska tónlista. Eftirlætisrétturinn hennar er fyllt, steikt lambalæri og eftir- lætislitirnir hennar eru blá- grænt, rautt og gult. En svo við snúum okkur að sentimetramáli hennar, þá er hún 174 crn á hæð, ekki nema 55 cm í mittið, 91 cm yfir mjaðmir og 88 cm yfir brjósið. (Miss Uni- verse 1957 var 170 á haeð, mitti 57 og brjóst og mjaðmir undir 90). Keppinautarnir elskulegir — Og svo að lokum, hvað vil-j-u segja um keppnina almennt. — Ég er ákaflega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að taka þátt í keppninni. Og mig langar til þess að taka skýrt fram hve mér fannst allar stúlk- urnar sem þátt tóku í keppninni vera elskulegar. Þær óskuðu mér svo innilega til hamingju með sigurinn og það var ekki hægt að finna neina öfund hjá þeim. Þær voru ekkert líkar þ' í sem maður hefur lesið um kepp- endur í erlendum samkeppnum, sem verða fjúkandi vondar þegar þær komast ekki í efsta sætið, sagði Sigríður Þorvaldsdóttir að lokum. Og nú óskuðum við drottning- unni og foreldrum hennar enn einu sinni til hamingju, þökkuð- um kaffið og kvöddum. A. Bj. Líbanonsstjórn segist hafa sigrazt á upp- reisnarmönnum í Beirut BEIRUT, 16. júm'. Reuter-NTB. — Talsmaður Líbanonsstjói'nar skýrði svo frá í dag, að stjórn- inni hefði nú tekizt að vinna bug á uppreisnarmönnum í höfuðborg- inni, Beirut, en víða væri enn bar- izt annars staðar í landinu. Sagði talsmaðuri..n, að foringjum upp- reisnarmanna yrði stefnt fyrir rétt undir eins og tekizt hefði að binda endi á oardagana. Kyrrt var í Beirut í dag. — Verzlanir voru víðast hvar opnar. Til nokkurra ítaka kom í vestu'r- hluta bor-arinnar og sprengja sprakk fyrir utan aðsetur fjár- málaráðuneytisins, án þess að nokkurt tjón hlytist af. I fréttaskeyti frá AFP segir, að stjórnir Bretlands og Bandarí'kj- anna séu reiðubúnar að bregoa skjóit við, ef Líbanonsstjórn æski aðstoðar. --- Hinir umfangsniiklu flutningar lierliðs til Kýpur eru m. a. varúðarráðstöfun, ef koma skyidi til óvæntra atburða í Líbanon. • —n— Fimm menn komu í dag á veg- um SÞ til Beirut, og 10 norskir eftirlitsmenn fóru frá Ósló í dag á vegum SÞ til Beirut. Verða þeir komnir þangað árdegis á morgun. Finnska stjórnin hefur svarað ját andi þeim tilmælum Dag Hamm- arskjölds, aðalritara SÞ, að finnsk ir efthlitsmenn fari á vegum SÞ til Líbanons. Sænska stjórnin hef- ur enn ekki ákveðið, hvort beiðni Hammarskjölds verði svarað ját- andi. Hammarskjöld fer sjálfur til Beirut á miðvikudag, og hefur Líbanonsstjórn lýst ánsegju sinni yfir því. Eftirlitsmenn SÞ hafa nú komið sér upp bækistöðvum í Beirut, Trípólí og á svæðinu við sýrlenzku landamærin. Þeir hafa ekki orðið fyrir skotárásum af hálfu uppreisnarmanna. 1 útvarpsræðu í dag ásakaði for sætisráðherra Líbanons Arabíska sambandsríkið um að hafa egnt til óeirða í landinu. — Bandaríska sendiráðið í Beirut hefur boðið bandariskum borgurum ókeypis far til Bandaríkanna, En Bretar hafa engar ráðstafanir gert enn tii að flytja brezka ríkisborgara á brott. Þúsundir manna voru í Tívolí er fegurBardrotfningin var krýnd A LAUGARDAGS- og sunnu- dagskvöld fór fram í Tívolí feg- urðarsamkeppni kvenna. — Var fyrírkomulag keppninnar svipað nú og verið hefur. Fyrra kvöldið komu fram 10 stúlkui', er forráða- menn keppninnar höfðu valið úr hópi þeirra er þeim hafði verið bent á. Síðara kvöldið komu fram á baðfötum þær 5 er flest atkvæði fengu kvöldið áður. — Fór þá fram kjör fegurðardrottningar- Stúlkurnar fimm, sem komust í úrslitakeppnina. Talið frá vinstri: Aldís Einarsdóttir, Aðalheið- ur Þorsteinsdóttir, Hjördís Siguróardóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir. innar 1958 og varð 17 ára stúlka, Sigríður Þorvaldsdóttir, fyrir val- inu. Hlaut hún flest atkvæði garðs gesta og sömuleiðis dómnefndar. A laugardagskvöldið var veður mjög óhagstætt er keppnin fór fram. Voru þá áhoifendur og með færra móti. Þótti mönnum stúlk- urnar 10 óvenjulega jafnar að fegurð og einnig vakti athygli hve ungar þær voiu, fjórar þeirra voru 17 ára og sú elzta mun vera 21. — Síðara kvöldið var veður fag- urt og gott. Keppnin hófst seint því ein stúlknanna (sú er sigraði) fékk eigi að kon.ast til keppninn- ar fyrr en að aflokinni sýningu í Þjóðleikhúsinu. Þúsundir manna voru viðstaddir er stúlkurnar 5 gengu fram í baðfötum og þegar atkvæði höfðu verið talin og dóm- nefnd lokið störfum, fór krýning fram. Krýndi Vigdís Sigurðar- dóttir, ein af þátttakendum keppn innar í fyrra, Sigríði, sem feg- uiðardrottmngu Islands 1958. Þær stúlkur aðrar er fram komu síðara kvöidið hlutu og verðlaun. Margrét Gunnlaugs- dóttir varð önnur og hlaut far til Evrópu og rétt til þátttöku í „Miss Europe" keppninni í Mad- rid 1959. Hjördís Sigúrðardóttir hlaut flugfar til Lundúna, Aldís Einarsdóttir armbandsúr og Aðal- heiður Þorsteinsdóttir snyrti- vörur. Kynnir keppninnar var Guð- mundur Jónsson, óperusöngvari, og skemmti hann áhorfendum híð bezta og átti sinn þátt í að þessi fegurðarsamkeppni fór vel og skipulega fram og var hin ánægju legi'st-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.