Morgunblaðið - 17.06.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.1958, Blaðsíða 6
6 MOR(;VS Hl 401 f> Þriðjudagur 17. júni 1958 Fréttafrelsið er einn af steinum lýðræðisins Frá 11. norræna blaðamötinu, sem hófst í Reykjavík í gær hy rningar- f GÆRMORGUN voru fánar Norðurlandanna dregnir að hún á stöngum framan við Alþingis- húsið, og nokkru fyrir kl. 10. tók fólk að safnast saman í göngum Hermann Jónasson — setti mótið. og sölum hússins. Voru þar komn ir þátttakendur í 11. norræna blaðamótinu og ýmsir gestir, erlendir og innlendir. Kl. 10 gekk forseti íslands ásamt Sigurði Bjarnasyni ritstjóra, formanni islenzku mótsnefndarinnar, í sal neðri deildar og hófst þar síðan setningarathöfn. Ræða Sigurðar Bjarnasonar. Fyrst lék flokkur hljóðfæra- leikara undir stjórn Þorvalds Steingrímssonar konsertmeistara norræn lög, en þá tók Sigurður Bjarnason til máls. Hann bauð þátttakendur og gesti velkomna og mælti síðan m. a á þessa leið: Þetta er í fyrsta skipti, sem norrænt blaðamót er haldið á íslandi. Við væntum þess, að þátttakendur telji það nokkurs virði að kynnast högum minnstu norrænu þjóðarinnar, lífsbaráttu hennar og viðleitni til þess að hyggja upp nútíma menningar- félag. Norrænu blaðamótin hafa þann tvíþætta tilgang að fjalla um viðfangsefni blaða og fréttastofn- ana á hverjum tíma og að treysta vináttu og bræðraböndin milli blaðafólks á Norðurlöndum og rnilli hinna norrænu þjóða. Þáttur blaðanna í norrænni samvinnu getur verið mikill. Við getum aukið kynni þjóða okkar, eytt tortryggni og misskilningi liðins tíma og lagt grundvöllinn að norrænni einingartilfinningu. Fréttafrelsið er einn af hyrning- arsteinum lýðræðisins. Það er hið mikla hlutverk blað anna að segja þjóðunum sann- leikann um það, sem er að gerast í heiminum og til þess þurfa þau að hafa sem frjálsasta aðstöðu. Fréttafrelsið er í dag einn af hyrningarsteinum lýðræðisins. Sé það skert, eru ekki aðeins skert mikilvæg réttindi blaðanna sjálfra og þeirra, sem við þau starfa, heldur og fólksins um víða veröld. Kjarni málsins er sá, að því betur sem þjóðirnar þekkja lífs- kjör, menningu og þrár hver annarrar, þeim mun minni hætta er á deilum og átökum milli þeirra. Vanþekkingin er undir- rót ófriðar og ógæfu. Baráttan fyrir friði er þess vegna fyrst og fremst fólgin í því, að hjálpa þjóðunum til að kynnast og skilja hver aðra. Hér hafa blöðin miklu hlutverki að gegna. Það er von okkar norrænna blaðamanna og blaðaútgefenda, að samtök okkar geti lagt fram sinn skerf til að blöð og frétta- stofnanir á Norðurlöndum verði færari um að gegna hinu mikil- væga hlutverki sínu, að upplýsa fólkið, stuðla að gróandi menn- ingarlífi, eflingu fagurra lista, að uppbyggingu réttlátra þjóðfélaga. Við viðurkennum, að mörgu er ábótavant hjá okkur, en við vilj- um bæta úr því, og halda kyndli sannleika og frjálsræðis sem hæst á loft. Gömul menning og nýtízku tækni. Þá tók til máls P. Koch Jensen, aðalritstjóri við blaðið Börsen í Kaupmannahöfn, en hann er for- maður dönsku mótsnefndarinnar. Hann sagði m. a.: Island er langt frá öðrum Norð urlöndum og ferðin hingað erfið. Þó er það ferð, sem við tökumst glaðir á hendur, ekki aðeins af því, að á íslandi hefur verið lagð- ur mikill skerfur til norrænnar menningar, heldur og af því, að við vitum, að hér er gestum vel fagnað. Saxo og margir yngri höf undar hafa lýst íslandi þannig, að okkur fýsir að kypnast því, og fsland nútímans er dæmi þess, að gömul menning og nýtízku tækni geta runnið saman i eitt.' Við hljótum að dást að því, hve mikinn þroska íslenzk blöð hafa P. Koch Jensen — flutti ávarp af hálfu erlendra gesta. P. Koch Jensen, aðalritstjóri, hinn danski varaforseti blaða- motsins, Sigurður Bjarnason, forseti mótsins, og Per Monsen, Noiegi, varaforseti • (talið frá vinstri). (Ljósm. Mbl. ói. K. m.). Bjarni Benediktsson — ræddi um blöðin og meið- yrðalöggjöfina. náð. Á síðasta blaðamóti, sem haldið var í Kaupmannahöfn árið 1954, sagði þáverandi forsætis- ráðherra Dana, Hans Hedtoft, að frjáls blöð og lýðræði yrðu ekki aðskilin, og það er rétt, að við, sem við blöðin erum, vinnum að störfum, sem eru skilyrði þess, Að lokum afhenti ræðumaður sem Norðurlandaþjóðirnar bua við. A ðlokum afhenti ræðumaður Sigurði Bjarnasyni fundarhamar norrænu blaðamótanna, en hann hefur verið í vörzlum Dana, síð- an þeir héldu síðasta blaðamótið i Kaupmannahöfn fyrir 4 árum. Sannleiki, góðvild og sanngirni. Hermann Jónasson forsætisráð- herra, setti síðan mótið með ræðu. Hann komst m. a. þannig að orði: Fyrir nokkru heyrði ég ræðu- mann á ráðstefnu erlendis segja af miklum móði, að blöð ættu að vera frjáls, — en auðvitað undir svo miklu eftirliti stjórnarvalda, að þau gerðu þjóðarheildinni ekki ógagn. í eyrum Norðurlanda búa láta slík ummæli annarlega, svo fast sem sú skoðun hefur mótazt, að prentfrelsið sé einn af <**f N. Chr. Christensen — sagði frá blaðamannanám- skeiðinu í Árósum. (Ljósm. Vigf. Sigurgeirsson) UP sbrifar ur daglega lífinu ] Idag eru liðin 147 ár frá fæð- ingu Jóns Sigurðssonar. í ævi- sögu Jóns eftir dr. Pál Eggert Óla son segir, að árið 1811 hafi Bótólfs messu (17. júní) borið upp á laug ardag og að hinn nýfæddi sveinn hafi verið skírður dagsgamall. Þess er og getið, að fæðingu Jóns muni hafa verið tekið af miklum fögnuði á heimilinu, þar sem „foreldrar hans höfðu þú búið saman í 8 ár og eigi eignazt barn fyrr, en móðir hans nú komin fast að fertugu". Jón eignaðist reyndar tvö systkini, Jens rektor (f. 1813), en af honum er kom- inn mikll ættbogi hér á landi, og Margréti (f. 1816), sem giftist Jóni Jónssyni skipstjóra frá Suð- ureyri. Margrét lifði til ársins 1888. Hún og maður hennar voru lengiáHrafnseyri, en síðarbjuggu þau að Steinanesi við Arnarfjörð. Voru foreldrar hennar þar með þeim. Margrét fluttist sem gömul kona að Hokinsdal i Arnarfirði og var þá orðin ekkja. Afkom- endur hennar eru margir. Ýmsar sagnir fara af uppvexti Jóns Sigurðssonar, en fæstar þeirra verða staðfestar með ör- uggum heimildum. Faðir hans, séra Sigurður Jónsson, var álitnn vel lærður á skólarlærdóms- greinar, þótt ekki hafi hann ver- ið „fræðimaður í íslenzkum skiln ingi". Á heimlinu voru tveir aðr ir prestar, annar þeirra afi Jóns, og var þar einnig Hrólfur nokk- ur Hrólfsson, maður „fróður, kostulega skýr", eins og segir í húsvitjunarskrám. Er talið, að hann hafi glætt ást drengsins á gömlum fróðleik, en fræða- og frelsisáhugi urðu þeir þættir, er mest gætti í fari Jóns Sigurðs- sonar. Þorleifur H. Bjarnason ritaði um uppvöxt Jóns í Skirni 1911. Hann getur þar sagnar um það, að Jón hafi stundað sjóióðra á unga aldri og átt að fá hálfan hlut, en unað þvi illa og að lok- um fengið sama hlut og aðrir. Þess er og getið, að hann hafi verið glaður og jafnlyndur, en þó fastur fyrir, hver sem í hlut átti. Hann var eigi beinlínis fiíð- ur sagður á yngri árum, dökkur á brún og brá, en bráðger og efnilegur. Hann þótti snemma góðum gáfum gæddur og var nám fús. Einnig vakti athygli, hve fagra hönd hann skrifaði og var því jafnan viðbrugðið siðan. Jón lærði undir stúdentspróf hjá föð ur sínum, og segir Páll Eggert, að til sé stílabók hans, þar sem í eru latneskir og danskir stílar, svo og skýringakver, þar sem fjallað er um rit eitt eftir Xenó- fón. Séra Sigurður þótti ágætur kennari, enda fékk sonur hans hið bezta orð, er hann gekk und- ir stúdentspróf hjá séra Gunn- laugi Oddssyni dómkirkjupresti í Reykjavík vorið 1829. En nokk uð hefur þó skort á menntunina, því að Jón hafði engin kynni haft af skólalífi eða jafnöldrum sínum yfirleitt, sem skólanám stunduðu. Úr því rættist þó siðar, sem kunn ugt er. Útvarpið og sorpritin VELVAKANDI góður. Mér kom í hug að skrifa þér nokkur orð um Ríkisútvarpið, já, það er gagnrýni eins og venju- lega, þegar á þá stofnun er minnzt, m. ö. o. er svo ósköp lítið hægt að segja því til hróss, kvöldskráin er alltaf sama sullið, kammertónleikar, erindi um alls konar vitleysu, íþróttakjaftæði og annað þess háttar. Ég er ekki að efast um andlega gremd út- varpsráðs, en hún virðist vera mjög á öðru stigi en almennings yfirleitt, og er það miður, þar sem útvarpið er einmitt fyrir fólkið. En það hlustar ekkert fólk á þessar kvöldskrár, unga fólkið, sem kemur þreytt úr vinnu sinni að kvöldi sezt ekki niður við útvarpið sitt til að hlusta á kammertónleika, rímna- lestur eða annað álíka áhuga- vekjandi, það vill fjörug dægur- lög, og upplifgandi skemmti- þætti, eitthvað til að hvíla hug- ann og hressa, framhjá þessari staðreynd verður ekki komizt. Ég held, að skýringuna á hinum mikla lestri skemmtiritanna, eða sorpritanna, eins og gáfaðir menn kalla þau, sé fyrst og fremst að finna í því, hvað kvöldskrá Rikis- útvarpsins er afskaplega þung- lamaleg og tormelt. Fólk verður að hafa eitthvað til að dreifa huganum með, ogafþví að útvarp ið er ekki fært um að veíta því það, verða skemmtiritin fyrir valinu til að stytta fólki kvöld- stund. Mig langar því til að beina því til útvarpsráðs, að það reyni að gera kvöldskrárnar fjölbreytt- ari og léttari. Með fullum skiln- ingi á, að enginn gerir svo öllum líki, held ég samt að mögulegt hljóti að vera að gera svo óllum líki eitthvað. Þökk fyrir birtinguna. Björn Bragi. hyrningarsteinm lýðræðisins, enda alkunna, að fyrstu skref einræðisins eru jafnan í þá átt að hefta frelsi hins ritaða og talaða orðs. Nú er það engan veginn svo, að blöð og blaðamenn geti ekki gert þjóðarheildinni ógagn. — Blöðin eru máttug og það veltur á þeim, sem skrifa þau og ráða þeim, hvort þau starfa til góðs eða ills. En í hinum lýðfrjálsu löndum höfum vér ekki þá trú, að eftirlit af stjórnarvaldanna hendi sé ráðið til þess að skapa þjóðholla blaðamennsku, heldur sú ábyrgðartilfinning, sem full- komið frelsi í blaðamennsku fyrir hverjum sómakærum blaða- manni, — það aðhald, sem blöð- in veita hvert öðru í deilum sín- um og réttlætistilfinning borgar- anna, sem blöðin verða að beygja sig fyrir. En það er þung ábyrgð, sem hvílir á herðum manna, sem rita blöðin. Það er ekki nægilegt að biaðamenn geti fimlega beitt pennanum, þeir þurfa að beita honum af óbilandi heiðarleika og drengskap. Misbrestur á því get- ur verið þjóðarvoði. Þegar erfiðleika og vanda ber að höndum í lýðfrjálsum þjóðfé- lögum, eru málin rædd fyrir opn um tjöldum. Þess vegna virðist mónnum oft, er erjur stjórnmála- blaðanna ganga úr hófi að lýð- ræðisskipulagið sé svo rotið, að eigi verði við unað. Á hinu virð- ast menn þá stundum síður átta sig, að þar sem einræðið ríkir og fréttastarfsemi og umræður eru heftar, er alls ekki minnzt á það, sem miður fer. Þess vegna er allur almenningur dulinn galla einræðisskipulagsins, nema þeirra, er hver einstaklingur verður sjálfur var við, en gallar lýðræðisins eru miklaðir fyrir roönnum úr hófi. Fyrir þessari háskalegu blekkingu einræðis- landanna og einræðissinna í lýð- ræðisþjóðfélögum verða menn að vera sérstaklega vel á verði. Á herðum stjórnmálamanna og blaðamanna sérstaklega hvílir mikil ábyrgð í því efni að efla trú manna á lýðræði og frelsi. — ekki með kröfum til annarra í því efni, heldur sjálfra sín, — með því að rækja af alúð frum- skyldu hvers blaða- og frétta- manns: að þjóna sannleikanum án undanbragða og inna starf sitt af hendi af góðvild og sann- girni. Að lokum lýsti forsætisráð- herra mótið sett. Þá lék sveit Þorvalds Stein- grímssonar nokkur lög, en síðan sagði Sigurður Bjarnason setn- ingarfundinum slitið. Kjörnir forsetar Fundur hófst aftur kl. 2,30. Þá vor Sigurður Bjarnason kosinn forseti mtósins, en varaforsetar þeir P. Koch Jensen frá Dan- mörku, Rainer Sopanen ritstjóri í Helsinki, Per Monsen ritstjóri við Arbeiderbladet í Osló og Ingvar Alström aðalritstjóri við Sundsvall Tidning. Ritarar voru kosnir Andreas Elsnab frétta- stjóri hjá danska útvarpinu, Henrik von Bonsdorff ritstjóri við Hufvudstadsbladet í Hels- inki, Andrés Kristjánsson frétta- ritstjóri við Tímann, Vegard Sletten blaðamaður við Verdens Framh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.