Morgunblaðið - 17.06.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.06.1958, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 17. júní 1958 MORCVNBLAÐIÐ 17 Hlustað á útvorp LAUGARDAGIMN 7. júní var í útvarpinu leikritið Nói eftir Arne Bolander, í þýðingu Helga J. Halldórssonar. Leikstjóri: Rúrik Haraldsson, er einnig lék ásamt Indriða Waage og Nínu Sveinsdóttur. Eg veit ekki hvort leikrit þetta hefur áður verið flutt í útvarpinu, en eg hef ekki heyrt það fyrr. Þetta er vel gerð lýsing á gamla tímanum, er þau Nói, gósseigandi og stórbóndi á Ararat, og kona hans tákna. Haf a þau afarstórt landflæmi og fjölda leiguliða eða vinnumanna, sem þau fæða og klæða en nota að öðru leyti eins og þræla eða þjóna og í meðvitund þeirra gömlu hjónanna, er þetta fyrir- komulag sjálfsagt. — Þá kemur Rúrik Haraldsson sem ímynd nýja tímans, nefnist hann Kan- aan, Hann taer skjalatösku og er kurteisin uppmáluð, en erindið er að tilkynna Nóa, að ríkið hafi nú ákveðið að skipta landi hans meðal hinna 30 þúsund þegna eða þræla, og fái hver 200 hekt- ara. Nói á að fá sina 200 aðeins, en ríkið ætlar þó að greiða þeim gömlu hjónunum einhverjar skaðabætur. Nói er tregur til að skrifa undir þessa samninga, en Kanaan segir, að þá verði fjár- nám gert, höfðingjaveldi Nóa á Ararat sé lokið. Leikritið er vel samið, skemmtilegt og prýðilega leikið. A sunnudaginn var þátturinn Skáldið og l.jóðin sem þeir Knút ur Bruun og Njörður Njarðvík sjá um. Var þátturinn helgaður Steini Steinarr, lesið upp úrval úr kvæðum skáldsins og Matthías Jóhannesson flutti mjög skemmtilegt viðtal við skáldið og fróðlegt. „í stuUti máli" heitir þáttur er þeir sjá um Loftur Guðmundsson og Jónas Jónasson. Er þetta skemmti- og fræðsluþáttur. Fyrst var samtal við sænsku óperu- söngkonuna sem hér er nú stödd og söng hún eitt lag. Hún syngur nú hér í Þjóðleikhúsinu í söng- leik er heitir Kysstu mig Kata. Ekki hef ég heyrt þennan söng- leik, en ef dæma á eftir útvarps- söng hinnar sænsku söngkonu eru hér a. m. k. tvær óperusöng- konur íslenzkar betri en hún og virðist því óþarfa gjaldeyris- eyðsla að fá hana hingað. Og hvernig dettur stjórn Þjóðleik- hússins í hug að stofna hér óperuflokk, ef ekki þykir fært að nota íslenzkt söngfólk? A að flytja inn útlenda söngvara? — Þá kom Ragnar Jónsson, bóka- útgefandi, og valdi kvæði er hann flutti, var það ágætt kvæði Vikivaki eftir Guðm. Kamban. Næst var rætt um kjarnorku- og vetnissprengjur og hin skaðlegu, geilsavirku efni er slíkar spreng ingar skilja eftir. Er það einkum á belti er liggur yfir Kyrrahafi, Kína, Rússlandi og Bandaríkjun- um, sem loftið er magnað af þess- um geislum eða geislaþrungna duftí. ísland er fyrir norðan þetta belti, sem betur fer fyrir okkur. — Loks var rætt við tvo sérfræðinga um flugvélar og flugmál, var það fróðlegt. Glöddu þeir fólk með því að segja að ói yggi væri nú orðið svo mikið í flugferðum að slys væru nær því útilokuð. • Andrés Kristjánsson, blaða- maður, talaði um daginn og veg- inn á mánudagskvöld 9. þ. m. Eins og hann sagði munu alhr íslendingar sammála um það, að I landhelgi þarf að vera a. m. k. I 12 sjómílur. Hitt er eg honum alveg sammála um að ef útlend- ingum (togurum) er bönnuð nú þegar veiði innan 12 mílna línu, verður einnig að banna íslenzk- um togurum veiði á sama svæði. Á öðru verður okkur ekki stætt fyrst um sinn. Eru margar ástæð- ur til þess. Við erum dvergþjóð: „Fjallið þagði, það eg skil, það vissi ekki að hún var til", sagði Steingrímur Thorsteinson. Við höfum fengið furðuleg réttindi sem sjálfstæð þjóð, og nú dugar okkur enginn rembingur, heldur rólegar, sanngjarnar kröfur og samningalipurð. Með slíku mun um við fá okkar réttindi viður- kennd án þess að þurfa að blanda okkur í deilur stórveld- anna. Virðuleg framkoma og rökstuddar réttindakröfur sæma okkur ætíð, en engin frekja og stórbokkaskapur. Þessi ræða Andrésar Kristjánssonar var at- hyglisverð að mörgu leyti, t. d. það sem hann sagði um Náttúru- lækningafélagið og sauðfjáreign hér á landi. Það væri heldur ó- heppilegt fyrir bændur, ef allir hættu að éta kjöt. En sennilega stefnir nú að þvi, að hið barbar- íska kjötát leggzt niður og fólk fer að lifa eingöngu á jurtafæðu, ávöxtum, korni og grænmeti — en sjálfsagt á það þó langt í land að svo verði. • Stefán Guðnason, læknir á Ak- ureyri, flutti á miðvikudag, 11. þ. m., fróðlegt og ágætt erindí er hann nefndi Hugleiðingar um slysavarnir. Vona eg að margir hafi hlustað, því erindið vaf skynsamlegt, svo að af bar. Til dæmis var það hárrétt hjá ræðu- manni að útvarpið þarf að magna áróður þar sem skorað er á menn að fara gætilegar, t. d. við bifreiðaakstur, svo og sund í ám og sjó, einkum í straumhörðum, köldum ám og köldum stöðuvötn- um, svo sem Þingvallavatni og Mývatni. Stöðugur áróður í út- varpi í stuttum en gagnorðum erindum á góðum tíma, mundi hafa mikil áhrif svo og blaða- greinar. Hafi Stefán læknir beztu þókk fyrir þetta þarflega og skorinorða erindi, sem vissu- lega var með allra beztu fyrir- Auglýs'mgagildi blaða fer aðallega ettir les- endafjölda þeirra. Ekkert hérlent blað kem?' þar í námunda við lestrum sem útvarpið hefur flutt nýlega. • Heldur var það leiðinlegt að hlusta á hrakfarir okkar manna í knattspyrnukeppni milli úrvals- liðs af Suðvesturlandi og enska liðsins Bury. Ekki var það þeim að kenna er var þulur, hann gerði það ágætlega að vanda. En það er sjálfsagt varla von til ann- ars þar sem við erlenda atvinnu- menn var að etja, valda úr hæf- ustu knattspyrnumönnum stór- þjóðar, sem jafnan hefur staðið í fremstu röð í þeirri íþrótt. • Föstudaginn 13. júní flutti Grétar Fells, rithöfundur, erindi í erindaflokki er hann nefnir: Þroskaleiðirnar þrjár. — Nefndi hann erindið: Vegur vitsmun- anna. Grétar Fells er heimspek- ingur, mikill hugsuður, og mun hafa ákveðnar skoðanir á tilver- unni og því, hvernig mönnum beri að lifa mannsæmandi lífi til þroska á „eilífðarbraut", svo eg noti orð Matthíasar Jochums- sonar. í þessu fyrsta erindi talaði hann um þrjá vegi sem væru framundan öllum hugsandi mönn um: Veg þekkingarinnar eða vits- munanna, veg kærleikans og veg viljans (þ. e. efling vilja eða manndóms). Nú talaði hann um veg þekkingarinnar, eða lær- dóms og vísinda, sem að sjálf- sögðu er mjög mikilvægur til þroska og framfara, en getur leitt út í alls konar villigötur sé út af réttri leið farið, t. d. vís- indin notuð til tortímingar eða þá lærdómurinn til forheimsk- unar og staðnæmzt í einhverjum dogmum eins og stundum hefur verið, og er gert, bæði í andleg- um og stjórnmálalegum efnum. Mér þótti þessi fyrirlestur mjög áheyrilegur og vel hugsaður frá sjónarmiði höfundar, sem mun vera guðspekingur og ætla, að menn fæðist aftur og aftur hér á jörð, þar til þeir hafa náð full- komnun. — Kristnir menn viður- kenna aðeins einn veg til sálu- hjálpar, þar sem leiðin liggur til þekkingar, kærleika og vilja- þreks og þessi vegur er Jesús Kristur, eins og hann sagði sjálf- ur. En kannski lika allir hinir þrír vegir, sem ræðurmaður gat um, séu í raun og veru einn veg ur, þegar á allt er litið? • Eg er ekki vanur að eltast við leiðréttingar á prentvillum í þess um þætti, enda venjulega auðvelt að lesa í málið. I síðasta þætti var þó ein slík villa er ég verð að leiðrétta. Þar stóð að séra Öl- afur Johnsen hefði verið afi Ól- afs Johnson, stórkaupmanns, „tengdaföður Matthíasar Joch- umssonar", átti auðvitað að vera „og tengdafaðir Matth. Jochums- sonar" Þorsteinn Jónsson. Aukin vellíðan eftir hressandi rakstur fæst aðeins með því að nota Blá Gillette* 10 blöð kr. 17.00 *Nýtt Blátt Gillette blað í Gillette rakvélina gefur beztan raksur. — Schweizer Bast, fjórir litir Lampagrindur mikið úrval TÓMSTUNDABÚÐIN POSTHÓLF 822 AUSTURSTRÆTI 8 SÍMI 24026

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.