Morgunblaðið - 17.06.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.06.1958, Blaðsíða 18
18 lUORnr'\nr 4fít& Þriðjudagur. 17. júní 1958 Norska skógræktaifúlkið og aoiir gesiir í garði norsku sendiherrahjónanna í gærdag. — Norðmenn eru hrifnir af skógrœkt- aráformum okkar Hópurinn heldur heim 1 dag HINUM gagnkvæmu heimsókn- um norskra og íslenzkra skóg- ræktarmanna lýkur í dag. Þá fara Norðmennirnir héðan, en heim koma íslendingarnir, sem dvalizt hafa í Noregi við skóg- ræktarstörf að undanförnu. Norðmennirnir hafa verið aust ur í Haukadal og unnið þar að trjágróðursetningu í stórum stíl. Þeir voru hér í bænum í gærdag. Hafði sendiherra Norðmanna hér, Anderson-Rysst, síðdegisboð inni fyrir landa sína á heimili sínu að Fjólugötu 23. Voru þar einnig ýmsir forvígismenn skóg- ræktarinnar, og allmargir Norð- menn búsettir hér í Reykjavík. Norðmennirnir voru ákaflega ánægðir með þessa íslandsreisu. Áttu tæplega orð til þess að lýsa þvi, hve vel heppnuð förin hefði verið, kynnin af landi og þjóð í senn fróðleg og skemmtileg. í stuttu samtali við Hans Berg, forstjóra skógræktarstöðvarinnar í Örstavik, sem hefur á liðnum árum öðlast mikla þekkingu á íslandi og íslendingum við lestur ferðabóka og íslandslýsinga, kvað landið ekki hafa komið sér á óvart frá landfræðilegu sjónar- miði, en gestrisni landsmanna virðist lítil takmörk sett. Hans Berg hefur ferðazt nokk- uð um landið tii þess að kynna sér skóg ræktarmál ís- lendinga, og kvaðst vera stórhrifinn af pessu nýja ameiginiega á- hugamáli andsmanna. — Hér er um að ræða verkefni, mikillar vinnu og öfiugrar skipulagningar. — Hann kvaðst álíta að forvigis- mönnum ísl. skógræktarmála hafi tekið þetta stórmál réttum tökum. Nafn Hákonar Bjarna- sonar ber hæst í þessum hópi ís- lendinga. Eitt þeirra vandamála, sem taka verður tiliit til hér á landi, og þið hafið gert, sem skiptir afar miklu máli, en það er að gera sér fulla grein fyrir því hvaða trjátegundir eiga heima á hverjum stað. Þessu hefur skóg- ræktarstjórinn ykkar gert sér far um að kynnast. Náið hefur hann kynnzt þessu heima i Noregi. Tel ég að þær míklu skógræktaráætl- anir sem þið ísiendingar hafið nú á prjónunum, um að taka þau svæði til gróðursetningar sem bezt liggja við, hárrétta. Næsta skrefið í þessa átt, þarf að byggja á ýtarlegum rannsóknum. Úr því minnzt er á þetta, þá virðist mér heiTlavænleg sú stefna, sem hér ríkir að leggja megi áherzlu á sitkagrenið frá Alaska, í vænt- anlegum nytjaskógum. — En sitka er vandmeðfarið fyrstu sex árin eða svo, það þekkjum H. Berg. krefst við líka heima í Noregi. En þeg- ar þetta öndvegistré hefur náð sex ára aldri, þá er það gjörsam- lega ódrepandi. En svo vikið sé aftur að þess- ari íslandsför, þá hefur hún ver- ið í alla staði hin ánægjulegasta. Um það erum við öll innilega sammála. Ég hefi því miður ekki komið því við heilsa upp á marga af kunningjum mínum hér á landi eins og t.d. sr. Jón ísfeld, sem ég vildi biðja Mbl. að senda kveðjur mínar, og annarra góðra vina, sagði Hans Berg að lokum. Anderson-Rysst, sendiherra ávarpaði skógræktarfólkið. Lagði hann áherzlu á gildi gagn- kvæmra heimsókna norskra og íslenzkra skógræktarmanna. Hann kvað nauðsynlegt að þess- um skiptum yrði áfram haldið. — Þið, sem nú hafið verið hér, eigið aS hafa forustu um næstu íslandsför að þrem árum liðnum, sagði sendiherrann. Hann kvaðst vilja .nota tækifærið til þess að tilnefna mann í slíka undirbún- ingsnefnd, sem hann og gerði. Var þessari uppástungu sendi- herrans tekið með lófataki. Að lokum bað sendiherrann landa sína um kveðjur heim til Noregs, um leið og hann óskaði því farar- heilla og kvaðst vona að endur- minningin um íslandsför þessa mætti lengi lifa með þeim. Fararstjóri Norðmanna Lars Haugland tók þessu næst til máls og ávarpaði Anderson-Rysst sendiherra. Kvað hann starf sendiherrans í því að efla kynnin milli íslands og Noregs hafa orið mikil og áhrifa þeirra myndi lengi gæta í báðum löndunum. Sendiherrann var sá sem átti frumkvæðið að þessum skiptum, lagði þar grundvöllinn að afar merkilegu starfi, sem borið hefur mikinn og góðan árangur. Fyrir petta og störf hans í þágu norsk- íslenzkra samskipta, kvaðst Haug land fararstjóri vilja færa sendi- herranum þakkir þeirra Norð- manna sem þar væru staddir. «— Fararstjórinn kvaðst og vilja nota tækifærið til að þakka ógleymanlegar móttökur send- herrahjónanna. Var undir þetta tekið með lófataki. Séra Haral Hope var meðal gestanna og gerðist hann for- söngvari er hópurinn söng: „Mili on bakkar og berg", sem er þjóð- lag sem allir Norðmenn þekkja L. Haugland eins vel og íslendingar „Yfir kaldan. . . ." Síðan tóku Norðmennirnir upp léttara hjal, rifjuðu upp skemmtí leg atvik frá dvölinni austur í Haukadal og fleira og var glatt á hjalla á heimili norsku sendi- herrahjónanna að Fjólugötu 23. Jafnlaunaneind skipuð SAMKVÆMT ályktun Alþingis frá 30. apríl 1958 skipaði félags- málaráðherra hinn 21. maí s. 1. fimm manna Jafnlaunanefnd. f nefndinni eiga sæti: Snorri Jóns- son, formaður, Hulda Bjarnadótt- ir, Herdís Ólafsdóttir, Valborg Bentsdóttir og Sigríður J. Magnússon. Hlutverk nefndarinnar er að athuga að hve miklu leyti konum og körlum eru raunverulega greidd sömu laun fyrir jafn verð- mæta vinnu. Athugun þessi skal bæði taka til launagreiðslna hjá hinu opinbera, þar sem launa- jafnrétti á að ríkja samkvæmt landslögum, og þeirra almennu kjarasamninga, sem í gildi eru um kaup kvenna í ýmsum starfs- greínum. Ennfremur skal nefnd- in gera tillögur um ráðstafanir til að tryggja fullkomið launa- jafnrétti. Nefndin geri rikisstjórn inni grein fyrir störfum sínum og sjái hún um birtingu álitsgerð- ar nefndarinnar. (Frá félagsmálaráðuneytinu). — BlaðamótiB Framhald af bls. 6. Gang í Osló og Kurt Walles blaða fulltrúi hjá upplýsingaskrifstofu sænska rikisins. Sigurður Bjarnason minntist þá blaðamanna, sem látizt hafa, síðan blaðamót síðast var haldið. Gat hann sérstaklega Hauks Snorrasonar ritstjóra, sem átti sæti í íslenzku mótsnefndinni. — Fundarmenn risu úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. Siðan hófust umræður. Blöðin og meiðyrðalöggjöfin^ Fyrsta umræðuefnið var blöð- ín og meiðyrðalöggjöfin og hafði Bjarni Benediktsson aðalrit- stjóri framsögu. Hann sagði m. a.: Sagt hefur verið, að eitt helzta einkenni lýðræðisins væn, að þar væri stjórnað með umræð- um. Ritfrelsi er því ekki aðeins nauðsynlegt vegna blaðanna sjálfra, heldur vegna heildar- innar. En ekkert frelsi getur staðizt án ábyrgðar og takmörkunar. Til eru þjóðfélagshagsmunir, sem ber að vernda, og hafa í för með sér vissar takmarkanir á prent- frelsinu. Hver einstaklingur á þannig rétt til friðhelgi persónu sinnar og þar með verndar fyr- ir æru sína. Lögfræðinga greinir á um, hvað í ærunugtakinu fel- izt og er ekki um það að víll- ast, að það er mjög háð tíma, umhverfi, aðstöðu og jafnvel stöðu aðila. Einhverjir kynnu að halda því fram, að vegna réttaröryggis og góðrar norrænnar samvinnu væri hér verkefni til að setja sameig- ínlegar reglur um. En laganefnd Norðurlandaráðsins komst þó að gagnstæðri niðurstöðu á fundi sínum fyrir nokkrum dögum, enda gerir hið afstæða hugtak æra slíka sameiningu reglna vart framkvæmanlega. Engu að síður eru nokkur atriði, sem eðlilegt er að blaða- menn íhugi sérstaklega. Þeirra á meðal má geta þessara: 1. Er heimild til sönnunar ásök unum, sem telja má til ærumeið- inga, of takmörkuð? 2. Er tekið nægilegt tillit til þess hlutverks, sem gagnrýnin hefur í opinberum umræðum, — og þá einkum í blöðunum — ekki aðeins varðandi stjórnmál held- Nokkrir af gestum við setmngu blaðamótsins. ur og t. d. vísindakenningar og listaverk. Eg get tekið undir tillögur, sem Gunnar Thoroddsen bar fram fyrir nokkrum árum í er- indi. Hann taldi, að ummæii ættu ag vera vítalaus, þótt ekki tækizt að færa fullar sónnur að þeim, er þessum skilyrðum væri full- nægt: a. Þau séu sett fram vegna op- inberra hagsmuna. b. Unnt sé að færa sæmileg og sennileg rök fyrir staðhæfing- unni, svo að Ijóst sé, að hún sé ekki úr lausu lofti gripin. c. Menn trúí því sjálfir, að ummæli þeirra séu sönn. d. Ummælin séu ekki móðg- andi eða meiðandi en nauðsyn krefur til að ná þeim tilgangi, sem hinir opinberu hagsmunir krefjast. 3. Þá eiga blaðamenn kröfu til þess, að eðlilegur fréttaflutn- mgur, einkum af opinberum fundum og athöfnum, verði ekki talinn til meiðyrða af þeirra hálfu, ef rétt ummæli eru eftir höfð. 4. Eðlilegt er, að blaðamenn spyrji, hvort refsingar við meið- yrðum séu ekki of strangar, eink- um að því leyti, sem þær heimila frelsissviptingu. 5. Þá hefur þótt orka tvímælis, hvort þörf sé sérreglna. sem heimila að ganga alltaf að á- kveðnum aðila um ábyrgð á efni blaða og tímarita. . Ég hef aðeins bent hér á við- fangsefni. Réttarreglurnar á Norðurlöndum eru misjafnar um þessi efni. og eru þau þó öll jafn- góð lýðræðisríki. Sannleikurinn er sá, að réttarreglurnar eru hér aðeins öryggísreglur, sem sára- sjaldan er gripið til, og mikill vafi er á, hvort meiðyrðamál verða yfirleitt þeim til gagns, sem hófðar. Oftast er það svo, að þau vekja athygli miklu fleiri á meiðyrðum en ella hefðu haft hugmynd um þau. Hér á íslandi eru og meiðyrðamál milli blaða svo til horfin úr sögunni. Það voru ekki refsingarnar, sem verkuðu til siðbótar. heldur auk- inn þroski, víðsýni og réttur skilningur á því, að ekkert er eðlilegra en að menn greini á og sitt sýnist hverjum. Að ræðu framsögumanns lok- inni hófust frjálsar umræður. — Fyrstur tók til máls Terkel M. Terkelsen aðalritstjóri við Ber- linske Tidende í Kaupmannahófn. Hann kvaðst álíta ógerlegt að setja samnorræna meiðyrða regl- ur. Slíkar reglur væru tengdar tóninum í þeim opinberu umræð- um, sem fram fara í hverju landi. Terkelsen kvað danska meiðyrða löggjöf milda. Blær opinberra kappræðna væri því ekki mót- aður af henni heldur af venju blaðanna. Hefðu dönsku blöðm komizt að þeirri niðurstöðu á und anförnum árum, að áhrifin af orð um þeirra yrðu ekki síðri, þótt mælt væri af kurteisi. Hins veg- ar kæmi fyrir, að blöðin brygðu af vana sínum og þá krefðist al- menningur oft strangari réttar- reglna. Það taldi Terkelsen illa farið og spurði, hvort ekki væri ástæða til að semja siðaskrá blaða mennskunnar og koma upp blaða ráði til að fjalla um má) af þessu tagi. Ivar Hallveg framkv.stj. blaða- útgefendasambandsins sænska lýsti sænskum réttarreglum um þessi efni og helztu atriðum, sem rætt er um í sambandi við frv. um breytingar á þeim, sem nu er unnið að. Meðal atriða, sem þar hafa komið til álita, er, hvort heimila skuli að færa sönnnur að ummælum, en það hefur ekki ver ið unnt, skv. sænsnum rétti til þessa. Einnig er rætt um að setja reglur um meíðyrði um félög og stofnanir og loks eru umræð- ur um ábyrgð á efni blaða. Per Monsen sagði frá tillöugm, sem refsilagaráðið norska gerði nýlega um breytingar á hegning- arlögum ríkisins. Önnur fjallaði um að herða á rersingum fyrir mistök i sambandi við fréttir af gerðum dómstóla og annarra op- inberra aðila. Blaðasamtökin töldu of langt gengið og að beit- ing reglnanna um frásaginr af ýmsum staðbundnum yfirvöld- um t. d. gæti staðið i vegi fyrir eðlilegri fréttaþjónustu. Dórns- málaráðuneytið félist á sjónar- mið blaðasamtakanna. Einnig var horfið frá að bera fram aðra til- lögu um að gera minni kröfur til hugrænna refsiskilyrða. Blaðamannanámskeiðið í Árósum Að umræðunum um meiðyrða löggjöfina loknum flutti N. Chr. Christensen þingmaður, aðalrit- stjóri við Horsens Folkeblad, skýrslu um blaðamannanámskeið, sem haldið var í vetur. Stóð það yfir frá 1. febrúar til 30. apríl og var tengt kennslu í blaðamennsku við Árósaháskóla. Til námskeiðs- ins var efnt í samvinnu við b'aða samtök á Norðurlöndum, og fyrir frumkvæði Norðurlandráðsins. Norðurlandaríkin styrktu nam- skeiðið. Sextán blaðamenn voru valdir til þátttöku úr hópi 39 um- sækjenda, voru fimm frá Noregi og jafnmargir frá Danmörku og Svíþjóð, einn var frá Finnlandí, en enginn frá íslandi.Fræðsla var veitt um ýmis rlorræn málefni og um sérfræðileg atriði varðandi blaðamennsku. Stjórnarnefnd skipuð fulltrúum frá óllum Morð urlöndunum stóð fyrir námskeið um og gera menn sér vonir um, að önnur slík verði reglulega á næstu árum. Umræðum um þetta má) var frestað. Kl. 5 í gær höfðu forseta- hjónin boð inni fyrir mótsfólkið og í gærkvöldi sat það veizlu for- sætisráðherra og -onu ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.