Morgunblaðið - 17.06.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.06.1958, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 17. júní 1958 MORCVNBI.AÐfÐ 19 22 sfúdenfar úfskrifaðir úr Verzlunarskólanum LÆRDÓMSDEILD Verzlunar- skóía Islands var slitið við hátíö- lega athöfn í skólanum í gær, að viðstöddum kennurum, nemendum og allmörgum gestum. M. a. voru viðstaddir fulltrúar þeirra stúd- enta, sem brautskráðust fyrir 10 árum og bauð skólastjóri þá sér- staklega velkomna. Samkvæmt skýrslu skólastjóra voru 46 nemendur í laerdómsdeild skólans sl. vetur, 21 í 6. bekk og 25 í 5. bekk. — Stúdentspróf þreyttu allir nemendur 6. bekkjar og eúm utanskóla. Hlutu 14 1. einkunn en 8 aðra einkunn. Efst- ur á stúdentsprófi varð Gunnar Þór Ólafsson með 7,17 (Örsteds- skali), annar ,arð Margeir Sigur- björnsson með 7,13 og þriðji Garðav V. Sigurgeirsson með 7,00. Er skólastjóri hafði afhent nýju stúdentunum skirteini sín, sæmdi hann þá verðlaunum, sem fram úr höfðu skarað. Þeir Gunn- ar Þór Ólafsson, Margeir Sigur- björnsson, Garðar V. Sigurgeirs- son og Hörður Sigurgestsson hlutu allir bókaverðlaun fyrir ágaeta frammistöðu á stúdentsprófi. — Gunnar >ór Ólafsson hlaut enn- fremur bókaverðlaun frá Alli- ance Fransais, félaginu Germaníu og félaginu Anglíu fyrir ágæta frammistöðu í frönsku, þýzku og ensku. Maigeir Sigurbjörnsson og Rafn Johnson hlutu einnig bóka- verðlaun frá félaginu Anglíu fyr- ir góða enskukunnáttu. Dansk-ís- lenska félagið veitti þremur stúd- entum verðlaun fyrir góða frammi stö&u í dönsku, þeim önnu Þráins- dóttur, Guðrúnu Lýðsdóttur og Margeiri Sigurbjörnssyni. Garð- ari Sigurgestssyni veittu 10 ára stúdentar verðlaun fyrir ágætis- einkunn í náttúrufræði. Lét skóla- stjóri þess getið, að tveir í hópi tíu ára stúdenta væru starfandi visindamenn á sviði náttúruvís- inda, þeir Högni Böðvarsson, magister í Svíþjóð, og dr. Jakob Magnússon, fiskifræðingur. Bragi Kristjónsson hlaut sérstök verð- laun frá skólanum fyrir óvenju- lega hæfileika á bókf ræðilegu svioi. Umsjónarmaður 6. bekkjar, Hróbjartur Hróbjartsson, hlaut sértaka viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Óskar Yngvarsson í 5. bekk, sem fékk hæstu einkunn Samsöngur Karla- kórs Akureyiar KARLAKÓR AKUREYRAR hélt söngskemmtun í Austurbæjarbíói fimmtudaginn 5. þ. m. við góða aðsókn og ágætar undirtektir áheyrenda. Kórinn hefur verið á ferðalagi um Suðvesturland og sungið á Akranesi, Selfossi, Hafn- arfirði og í Keflavik. Kórinn er vel samæfður og hef- ur söngstjórinn, Áskell Jónsson, mjög góð tök á honum og stjórn- ar hann kórnum með festu og myndugleik. Þó eru á stundum ekki nógu mikil litbrigði i söngn- um — og lítill munur á píano og forte — en grátt og flatneskju- legt mezzo-forte of mikið ríkj- andi. Eigi að síður var mjög ánægjulegt að hlýða á kórinn og er þakkarvert þegar kórar utan af landi koma hingað og láta til sín heyra. Kórinn söng 15 innlend og er- lend lög, í sumum þeirra annað- ist ungfrú Guðrún Kristinsdóttir undírleik á píanó — mjög smekk- lega, svo sem vænta mátti. Ein- söngvarar með kórnum voru tenorarnir Jóhann og Jósteinn Konráðs3ynir og bassinn Eiríkur Stefánsson, sem skiluðu sínum hluta með prýði. Söngstjóra, undirleikara og einsöngvurum bárust blómvendir og varð kórinn að syngja mjörg aukalög. Söngskemrntun þessi var kórnum og öllum, sem hlut eiga að máli til sóma — hafið kærar þakkir fyrir komuna. Vikar. í lærdómsdeiU, 7,25, hlaut bókar- verðlaun írá skólanum. Að lokum ávarpaði skólastjóri nýju stúdentana og brýndi sér- stakiega fyrir þeim að ncta tím- ann sem bezt. Sagði hann m. a.: „Skólahald byggist á stundvísi, ástundun og regiusemi. Er það svo alkunnugt að óþarft ætti að vera að taka slíkt fram. En þvi miður eru þessar dygðir ekki eins almennar í þjóðfélagi voru og vera þyrfti. Nú má segja að um seinan sé að brýna þetta fyrir ykkur nú, er þér eruð að kveðja skólann. En því er til að svara, að þér eigið nú fyrir höndum miklu lengri cg erfiðari skólagöngu. — í skóla lifsins sjálfs verðið þér öll nemendur svo lengi sem yður mun Iíf er.dast. Og þar ríður ekki síður á þeim höfuðdygðum, sem prýða hvern gó*an mann í skóla, skyldurækni, drengskap og stvind- vísi". Er skólastjóri hafði lokið máli sínu, tók til máls Jakob Magnús- son, fiskifræðingur. Flutti hann skólanurr. þakkir og árnaðaióskir 10 ára stúdenta, og fæiði skólan- um ágæta bókagjöf frá þeim fé- lögum. Skólastjóri þakkaði raeðu- manni og þeim félögum öllum fyr- ir góðar gjafir og sagði lærdóms- deild Verzlunarskólans slitið að þessu sinni. Þriggja manna sendi- nefnd frá Fœreyjum komin fil K.-hatnar Stef vill f á útvarps stöðvarleyfi Mbl. hefur borizt frá Stefi eftirfarandi bréf, sem það hefur sent ríkisstjórninni: MED tilliti til þess að ríkisstjórn íslands hefur lagt svo fyrir að veita skuli varnarliðmu á Kefla- víkurflugvelli leyfi til að reka út- varpsstöð, vill Tónskáldafélag ís- lands — svo fremi ríkisstjómin hyggst að standa að því að slik leyfisveiting sé lögleg — hér með virðingarfyllst leyfa sér að fara þess á leit að hún veiti einnig Tónskáldafélagi Islands leyfi til að reka sérstaka útvai-ps- stöð — en í því tilfelli til að kynna íslenzka tónlist og íslenzka menningu. Dagskrár Keflavíkur- útvarpsins 'og Ríkisútvarpsins kynna mestmegnis erlenda tónlist, og ekki hafa enn verið tök á að kynna íslenzka tónlist með svip- uðum hætti. Vér treystum bví að hæstvirt ríkisstjórn sjái sér fært að svara tilmælum vorum svo fljótt að undirbúningur að vetrardagskrá geti hafizt bráðlega. KAUPMANNAHÖFN, 16. júní — Á skrifstofu forsætis- og utan- ríkisráðherrans, H. C. Hansens, hófust í da-g viðræður um fisk- veiðilögsögu Færeyja. Stóðu um- ræðurnar fram á kvöld og hefj- ast aftur árdegis á morgun. Af hálfu Færeyja taka þátt í við- ræðunum Kristian Djurhuus, lög- maður, Ole Jacob Jensen, er fjall ar um sjávarútvegsmál í fær- eysku landsstjórninni, skrifstofu- stjóri landsstjórnarinnar Johan Djurhuus og umboðsmaður Dana í Færeyjum, Elkær-Hansen. Eins og áður er kunnugt, hafði Hansen beðið alla færeyska stjórn málaflokka í Færeyjum að senda fulltrúa til Kaupmannahafnar til að ræða samþykkt lögþingsins um 12 mílna fiskveiðilögsögu. Meirihluti flokkanna hafnaði þessu boði á þeim forsendum, að engu yrði um þokað í samþykkt lögþingsins, og mæltist Hansen því til þess, kæmi einn. aS lögmaSurinn Myndlistar- og Jistiðnaðar- happdrætti Á MORGUN verður dregi* 1 Myndlistar- og listiðnaðarhapp- di-ætti Sýningarsalarins, Hverfis- götu 8—10. Sýning á vinningum er opin í salnum og miðar seldir þar frá kl. 2—7 e. h. ' dag. Á happdrættissýningunni eru verk m. a. eftir Ásmund Sveins- son, Jóhannes S. Kjaifval, Svavar Guðnason, Kristínu Jónsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Jón Engil- berts, Sigurjón Ólafsson, Þorvald Skúlason, Barböru Árnason, Sig- rúnu Jónsdóttur og Ragnar Kjart- ansson. Anæg juleg f erð FYRIR nokkrum dögum birti út- varpið viðtal við Svein Þórðarson, aðalféhirði Búnaðarbanka íslands, i sambandi við stöif Reykvíkinga- féiagsins. Fórust honum þanrig orð, að þetta væri félag „hinna kyrrlátu Reykvíkinga". Og sann- ariega hefur þetta félag ekki lát- ið mikið yfir sér, hvorki með aug lýsingum eða neins konar bram- bolti. En þo hefur félag þetta starfað í 18 ár, ög á talsverðar eignir. Félagið heldur nokkuð reglulega fundi, þar sem eldri og yngri félagar koma saman, rabba saman og rifja upp gamlai' end- urminningar. Auk þess eru á fundunum sýndar kvikmyndir, l'lutt erindi um Reykjavik, söng- ur og listrænn tónlistarflutning- ui o. fl. Og þarna ríkir einhugur og samheldni. En nú hefur Reykvjking'afélag- ið ákveðið að hefja „sumarstarf- semi" og var byrjað með ferð til Akraness. Þetta myndarlega pláss er nú á hvers manns vörum vegna þeirrar stóriðju sem þar er nú að rísa upp, sem er Sementsverk- smiðjan. Að vísu voru veðiuguð- irnir félaginu tíkki að öllu leyti hliðhollir, en gestrisni Akurnes- inga bætti það upp og margir áttu þar vini og kunningja. Ég, sem þessar línur rita, átti þess kost, að vera með sem gestur. Er mér ljúft að -egja það, að íg hef óviða verið með i hópferð, þar sem jafnmiki' ánægja, eining og sam- hugur hefur rikt. — Haldið var heim af Akranesi um kvöldið í glampandi kvöldsólarskini. Hafði veöur þá batnað, og var siglt í blíðasta veðri — heim til Reykja- víkur. Einn úr stjórn Reykvíkinga félagsins lét svo um mælt, að alls staðar nyti félagið góðvildar bæjarbúa o. fl., til dæmis hefði stjórn hf. Skallagríms, skipstjói o. skipshöfn á ms. Akraboig, sýnt félaginu sérstaka góðvild og góða fyrirgreiðslu í sambandi við þetta ánægjulega ferðalag. Ferðulangur. Eyjaskeggjar bjartsýnir um síldarvertíð VESTMANNAEYJUM, 16. júní: Það er ekki hægt að segja, að svartsýni gæti meðal Vestmanna eyinga þegar síldveiðarnar ber á góma. Þetta er svo lika í raun- veruleikanum. Héðan munu fara fleiri bátar til síldveiða við Norð urland en nokkru sinni fyrr i út- gerðarsögu Vestmannaeyja, eða álls 41 skip. í fyrra var tala sild- arbátanna liðlega 30. Aðeins 5 eða 6 bátar voru þá með sæmilegan afla og gaf vertíðin því ekki til- efni til þeirrar bjartsýni, sein nú er ríkjandi hér. Fimmtán bátar eru farnir norður, en hinir munu fara í þessari viku og um næstu helgi. —Bj. Guðm. Krúsjeff segir Vesíurveldin óf íis til samkomu- lags MOSKVU, 16. júní — Tassfrétta- stofan birti í kvöld útdrátt úr bréfi sem sovézki forsætisráð- herrann Krúsjeff sendi Eisen- hower Bandaríkjaforseta nýlega. í bréfinu lætur Krúsjeff i ljósi efa um, að forráðamenn Vestur- veldanna óski raunverulega eftir fundi æðstu manna stórveldanna. Segir hann i bréfinu, að ekki verði betur séð en að tilgangur- inn með ósk Vesturveldanna um undirbúningsviðræður sé sá að • hindra fund æðstu manna. Tími j sé nú kominn til, að báðir aðil- | ar geri ljósa grein fyrir því, hvort þeir óski eftir slíkum fundi eða ekki. Ber Krúsjeff Vesturveld- j unum á brýn, að þau vilji á stórveldafundi ræða ótímabær ' vandamál, sem ekki sé hægt að 1 leysa, svo að þau geti síðar bent | á, að þau hafi spáð rétt um, að , fundurinn muni engan árangur j bera. símanumer okkar er 2-24-80 Þakka innilega ættingjum, félögum og vinum fyrir heim- sóknir, gjafir og skeyti á 75 ára afmælinu. Lifið heil. Guðmundur Bjarnason, bakari. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, fjær og nær, börnuna mínum, tengdabörnum og öðrum vinum, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á sjötugsafmæli mínu þann 5. júní síðastliðinn. Hamingjan fylgi ykkur öllum ævinlega. Elísabet Kemp, Skagaströnd. Hugheilar þakkir mínar vil ég færa öllum vinum og vanda- mönnum fyrir allar þær miklu gjafir, kveðjur og heimsókn er gerði mér fimmtugsafmælisdaginn, 3. júní, ógleyman- legan. — Lifið heil. — Guð blessi ykkur 511. María Tómasdóttir, Borgarnesi. Móðir okkar JÚLÍA STEINUNN ÁRNADÓTTIR andaðist í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, sunnudagina 15. þessa mánaðar. Börnin. Eiginmaður minn KBISTJÁN KRISTJÁNSSON skipstóri andaðist 16. júní Guðrún Hafliðadóttir. Maðurinn minn TÖMAS M. GUOJÓNSSON útgerðarmaður Vestmannaeyjum, andaðist laugard ^glnn 14. júní s.l. Fyrir hönd vandamanna. Sigríður Magnúsdóttir. frá Bróðir okkar JÓN MAGNÍTSSON Hafnarhólmi, andaðist í Vancouver 31. maí s. 1. Fyrir hönd systkina og annarra ættingja. Eymundur Magnússon, Bárugötu 5. Stjúpdóttir mín og systir okkar ANNA GUNNARSDÓTTIR andaðist i Landsspítalanum 14. þessa mánaðar. Margrét Friðriksdóttir og systkiní. Útför móður okkar GUNNÞÓRUNNAR GlSLADÓTTUR sem andaðist 12. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 18. þ.m. Guðrún Hinriksðóttír, Halisteinn Hinrikssoa. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall JÓHANNS SAMÚELSSONAR Arndís Árnadóttir, Guðrún Samúelsdóttir, Ingvi Samúelsson, Þórunn Samúelsdóttir, Guðmundur Samúelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.