Morgunblaðið - 17.06.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.1958, Blaðsíða 20
V EDRIÐ Norðan kaldi. — Léttskýjað. wsmúAtfafo f Dokíorsvörn Friðriks Einarssonar. Sjá bls. 8. 134. tbl. — Þriðjudagur 17. júní 1958 Hásetar og smyrjarar á far- skipaflotanum booa verkfaíl Járnsmibir o. //. ibnabarmenn hefja e. /. v. verkfall 2 dögum síbar SJÓMANNAFÉLAG Reykja- víkur tilkynnti í gær, að hásetar og smyrjarar á far- skipaflota íslendinga myndu hefja verkfall hinn 24. júní, hefðu ekki tekizt samningar fyrir þann tima. Er þetta fyrsta verkfallsboðunin, sem fram kemur, eftir að samn- ingum ýmissa stéttarfélaga var sagt upp frá og með 1. þ. mán. — Sáttasemjari rikisins, Torfi Hjartarson, átti stuttan fund með aðilum í farmannadeilunni í fyrrakvöld. Samkomulag varð ekkert. í gær sendi sjómannafélagið bréf til Eimskipafélagsins, Skipa- útgerðar ríkisins, Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, Eim- skipafélags Reykjavíkur og Jökla Salan — persónu- legur fulltrúi de Gaulles ALGEIRSBORG, 16. júní. Reut- er. — Raoul Salan, hershöfðingi, var árdegis í dag formlega skip- aður persónulegur fulltrúi de Gaulles, hershöfðingja, í Alsír. — Salan er einnig æðsti maður franska hersins í Alsír, og þar sem Salan hefur nú verið gerður perósnulegur fulltrúi forsætisráð- herrans, er borgaraleg stjóvn í Alsír raunverulega komin í hend- ur franska hersins, segir í frétta- skeytum. h.f. og boðaði verkfall háseta og smyrjara á farskipunum frá og með 24. júní. Mbl. sneri sér í gær til Vinnuveitendasambands íslands og Sjómannafélags Reykjavíkur og sögðu talsmenn beggja aðila, að mikiö bæri á milli. G • D Mbl. sneri sér einnig, i gær til Snorra Jónssonar, formanns Félags járniðnaðarmanna í Rvík, til að leita staðfestingar á orð- rómi, um að að félagið myndi næstu daga boða verkfall frá og með 26. þ. m. Snorri sagði, að fundur hefði verið í félaginu í fyrrakvöld og þar hefði stjórn og trúnaðarráð fengið heimild til að boða vinnustöðvun. Yrði fund ur í kvöld til að ákveða, hvort heimildin skyldi notuð, og myndi félagið snúa sér til vinnuveit- enda á miðvikudag. Fyrr væri ekki tímabært að skýra opinber- lega frá samþykktum stjórnar- innar og trúnaðarráðsins. Bifvélavirkjar, blikksmiðir og skípasmiðir munu yfirleitt hafa samráð sín á milli og við járn- smiði um aðgerðir í vinnudeilum. Fundir voru boðaðir hjá a. m. k. bifvélavirkjum og blikksmiðum í gærkvöldi, en ekki tókst að fá upplýst áður en blaðið fór í prentun, hvort veittar hefðu verið heimildir til vinnustöðv- ana. — Hella varð niður allri mjólkinni úr bílnum SELFOSSI, 166. júní: — Stór mjólkurflutningabíll frá Mjólkur búi Flóamarína fór í dag út af veginum við Bakkarholtsá, sem er skammt frá Kotstrandarkirkju. Bílstjórann sakaði ekki, en mjólk urbíllinn, sem var mjög þungt hlaðinn af nýmjólk og var á leið til Reykjavíkur, varð fyrir tölu- verðum skemmdum. Reynt var að ná bílnum upp án þess að létta á farmí, en það tókst ekki. Einnig misheppnaðist tilraun til að dæla mjólkinni úr mjólkurtank bíls- ins, vegna þess hvernig bíllinn lá, en hann var svo til á hvolfi. Varð bílnum því ekki náð upp með öðrum hætti en að opna fyrir mjólkurgeyminn. Varð því að hella þarna niður sex þúsund Sex manns slasast undir Hafnarfjalli AKRANESI, 16. júní. — Hér á Akranesi liggja nú fimm manns, fjórir fullorðnir og eitt barn, vegna meiðsla er þetta fólk hlaut Einstœtt sundafrek lítrum af mjólk,- eða farmi, sem kostar í mjólkurbúðum rúmlega 22 þúsund krónur. —G.G. Dr. Jón E. Vestdal Hátíðaveður um allt land MBL. hringdi til Veðurstofunn- ar seint i gærkvöldi og spurðist fyrir um hvernig mundi viðra 17. júní. Gaf Veðturstofan þær upplýsingar að hér á Suð-Vest- urlandi mundi verða norðankaldi og létt í Iofti, frá Vestfjörðum til Austfjarða yrði hægviðri og þar mundi Iétta til er liði á dag- inn, en léttskýjað yrði á Aust- fjörðum. Er því sýnt að veður verður hið ákjósanlegasta til há- tíðahalda um gjörvallt landið. Sementsverksmiðian Akranesi vígð við hátíðlega athöfn a SEMENTSVERKSMIÐJAN á Akranesi var vígð við hátíðlega athöfn s. 1. laugardag. Fór at- hófnin fram í einum sal verk- smiðjunnar og hófst með því að karlakór Akraness söng, en þá flutti formaður verksmiðju- stjórnar, dr. Jón E. Vestdal, ræðu. I ,-* Hinn kunni sundgarpur, Eyjólf- ur Jónsson ^ynti gl. Iaugardag frá Reykjavík lil Hafnarfjarð- ar, 14 km leið. Er það helm- ingi lengrf vegalengd en Drang eyjarsund. — Frásögn af þessu gundafreki er áb ls. 9. í bílslysi á 6. tímanum sl. laug- ardagskvöld. Slysið varð í Hafn- arskógi er tveir bilar rákust sam- an á hæðinni, sem er utan við Seleyrargil. Bílarnir eru báðir taldir nær ónýtir. Öðrum bílnum, R-812, ók Hjalti Pálsson framkvstj. hjá S.Í.'S.. Með honum var einn farþegi, Þórdís K. Sigurðardóttir Voru þau á leið til Reykjavíkur af aðalfundi S.Í.S. í Bifröst. Við áreksturinn hlaut Þórdís mikinn skurð í and- lit, áverka á höfuð og heilahrist- ing. Hjalti hafði rifbeinsbrotnað. Hinn bíllinn var austan úr Ár- nessýslu, X-451. í honum voru alls sex Selfyssingar. Hlutu fjór- ir þeirra meiri og minni meiðsl. Fimm ára drengur lærbrotnaði. Móðir hans, Kristín Hermanns- dóttir og tveir farþegar aðrir, Yngvi Gunnlaugsson og Bjarni Tómasson, hlutu töluverða áverka á höfði og heilahrising, en tveir farþegar í þessum bíl sluppu ó- meiddir. Bílar, sem komu á staðinn, fluttu hina slösuðu hingað í sjúkrahúsið, þar sem þeir nú liggja. Fáll Gíslason, yfirlæknir, taldi líðan fólksins vera eftir öll- um vonum síðdegis í dag. Hjalti Pálsson var aftur á móti feiða- fær þegar á laugardagskvöld og fór þá til Reykjavíkur Þetta er þriðja stórslysið, sem verður á þessum stað, en kunnug- ir telja, að draga megi verulega úr slysahættunni með því að lækka hæðina. —Oddur. Eliefta norræna blaðamótið var sett við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í gærmorgun. Myndin sýnir nokkra þeirra, sem viðstaddir voru. — Frá mótinu er sagt á bls. 6. Aburðarflugvélin getur farið yfir 10 hekt. á klst. HELLU, Rang.: — Áburðarflug- vélin svo nefnda, sem Flugskól- inn Þytur hefur keypt fyrir nokkru í þeim tilgangj að dreifa áburði og fræi yfir sanda, fór á laugardaginn í fyrsta leiðang- ur sinn. Tókst hann vel að dómi þeirra, sem gerst þekkja. Það var milli kl. 4 og 5 um daginn, sem flugvélin tók sig upp af rennisléttu túninu við Gunn- arsholt. Var hún með fullfermi í áburðargeymirjum, eða 300. kg. Flogið var inn yfir hæðirnar íyr ir ofan Gunnarsholt, en þar er beitiland frá búinu. Var flcgið mjög lágt yfir og var flugvélin aðeins skamma stund að tæma áburðinn gegnum þar til gerðan áburðardreifara. Flugmaður var Karl Eiríksson, Páll Sveinsson, sandgræðslu- stjóri kvaðst vera mjög ánægður með þessa fyrstu reynsluför. Hún gsefi fyrirheit um stórátök á sviði sandgræðslunnar. Með þessu móti væri t. d. hægt að fara yfir á einni klukkustund svo sem 10 hektara lands. Að sjálfsögðu skiptir það höfuðmáli, að skilyrði séu heppileg til slíks flugs. í 10 ha. lands fara um 3000 kg. af til- búnum áburði. Litla flugvélin eyðir alls um 10 gallónum af ben- síni á klukkustund. Flugmaður hennar verður Reynir Eiriksson. Þá kvað Páll Sveinsson ákveð- ið að nota flugvélina einnig til að dreifa gras- og hafrafræi, en óákveðið er hvar byrjað verður á að sá þvi, en það verður í ein- hvern örfokasand. Bauð hann gesti velkomna og rakti ýtarlega sögu verksmiðju- málsins, og þakkaði öllum, sem unnið hafa að því. Lauk hann máli sínu með þessum orðum: „Öll gæfa er frá Guði. Og gæfan hefur ekkí farið fram hjá þessu fyrirtæki. Við þökkum forsjón- inni, að hún skuli hafa látið verk okkar lánast fram til þessa og biðjum þess af heilum hug, að Guðs blessun megi fylgja því um alla framtíð". Þá lagði forseti fs- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, hornstein að verksmiðjunni. Gerði hann það með því að múra blýhólk með sögu verksmiðju- málsins til þessa dags og fleiri merkum upplýsingum í þar til gerða rás í verksmiðjuveggnum. Flutti hann ávarp, óskaði þjóð- inni heilla, „að vera leyst úr aldagömlum álögum moldarkof- anna, hafnleysu og vegleysu". Þá flutti iðnaðarmálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, ræðu og vígði að því loknu verksmiðjuna með þvi að bera eldspýtu að olíu- bleyttum teinungi, sem verk- smiðjumaður bar síðan inn í ofn- inn. Kviknaði á teinungnum við aðra eldspýtu. Að vígsluathöfn lokinni skoð- uðu gestir verksmiðjuna um hríð, en síðan var setzt að veizluborði í hinum rúmgóðu salarkynnum hennar. Undir borðum töluðu m. a. Max Jensen, formaður í framkvæmdastjórn F. L. Smidth & Co., sem færði verksmiðju- stjórninni fundabjöllu úr silfri og Per Mouritzen, forstjóri J. G. Mouritzen & Co., sem gaf postu- línsvasa. Þessu ágæta hófi var slitið um kl. 10 á laugardags- kvöld. í þessari viku mun áburðar- flugvélin dreifa 4 tonnum af áburði yfir heiða- og beitiland fyrir ofan Gunnarsholt. —H. Prestastefna Islands DAGANA 19.—21. júní verður háð í Reykjavík Prestastefna ís- lands. Hefst hún með guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni kl. 10 n. k. föstudagsmorgun. Þar vígir bisk- up cand. theol. Kristján Búason til prests í Ólafsfjarðarpresta- kalli. Dagskrá fundarhaldanna verð- ur með svipuðu sniði og venju- lega. Á fyimmtudagskvöld flyt- ur séra Bergur Björnsson pró- fastur synoduserindi frá Palest- ínuför, og á föstudagskvöld tal- ar séra Helgi Konráðsson pró- fastur um Prestafélag Hólastiftis 60 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.