Morgunblaðið - 17.06.1958, Page 7

Morgunblaðið - 17.06.1958, Page 7
Þriðjudagur 17. júnx 1958 MORCHTSBLAÐll Dr. Friðrik Friðriksson heið- ursfélagi Biblíuiélagsins AÐALFUNDUR Hins íslenzka Bibliufélags var haldinn í Há- skólakapellunni fimmtudaginn 29. síðastliðinn. Forseti félagsins, herra Ásmundur Guðmundsson, biskup; setti fundinn með "lestri Guðs orðs og bæn. Að því loknu flutti hann' skýrslu um störf fé- lagsstjórnarinnar, sem að þessu sinni náði um stuttan tíma, þar eð síðasti aðalfundur félagsins var haldinn í nóvember síðast- liðnum. I skýrslunni kom þó glöggt í Ijós áframhaldandi aukn. ing félagatölu svo og, að sala á Biblíum og Nýja testamentum hefir verið mikil undanfarna mánuði. I>etta, ásamt auknum gjöfum til félagsins, hefir haft mjög góð áhrif á fjárhag félags- ins sem sjá má af því, að skuld þess við Leiftur, fyrir útgáfu Nýja testamentísins í stóra brot- inu, er að fuilu greidd, og skuld við Prestakallasjóð, vegna prent unar Biblíunnar, lækkuð úr kr. 170.000,00 niður í kr. 70.000,00. Myndir þær, sem Halldór Péturs- son, listmálari, gerði á hlífðar- kápu Biblíuútgáfu þessarar, voru gullbókaðar á spjöld og kjöl nokkurs hluta upplagsins, svo að eintök væru til, sem væru sem allra fegurst fermingargjöf. Nýr heiðursfélagi hafði verið kosinn frá því á síðasta aðalfundi. Var það sira Friðrik Friðriksson, sem kosinn var heiðursféiagi í tilefni níræðisafmælis hans á hvítasunnudag. Biskup þakkaði í lok skýrslu sinnar meðnefndarmönnum sín- um samstarf og þó einkum fé- hirði, síra Óskari J Þorlákssyni og framkvæmdastjóra, Óiafi B. Erlingssyni, sem mikið starf hefir hvílt á. Féhirðir, sira Óskar J. Þorláks- son, las reikninga félagsins. Eru þeir orðnir allumfangsmiklir, síð an félagið tók að sér sölu á Biblí- unni, og ekki, sízt síðan tekið var að gefa N. T. og Biblíuna út hér á landi. Gaf féhirðir einnig nokkrar upplýsingar um reikn- inga félagsins það sem af er þessu ári. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða. Þrír farþegar í Tll-184 KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 13. júní. — Fyrir hádegi í dag kom til Keflavíkurflugvallar rússnesk farþegaþota af gerðinni TU-104. Þotan hafði um klukkustundar viðdvöl, en hélt síðan áfram iil Gander, Ottawa, Sascatoon og Vancouver í Kanada. — Hingað kom þotan frá London. Farþegar voru aðeins 3, en áhöfn 17, þar á meðal 4 foringjar úr kandíska flughernum. Ekki er vitað um tilgang flugs þessa, en þotan mun væntanleg hingað aftur eftir 3—4 daga, þá á heimleið. — B. Þ. TIL SÖLU Fokhellt timburhús, 54 ferm., þrjú herb., eldhús og bað. — Mjög vandað. Sanngjarnt verð. Gæti útvegað lóð. Til- boðum :á skilað á afgi-. Mbl. fyrir hád. á laugardag merkt: „Gott hús — 6183“. Barbstrendingar 1 Heiðmörk til gróðursetning- »r í Barðalundi fimmtudaginn 19. júní. Farið verður frá Skátaheimilinu kl. 7. Mikil og góð þátttaka var í umræðum um önnur mál félags - ins, og var þar margs getið svo sem 150 ára afmælis félagsins, nauðsynjar á endurskoðun á þýð- ingu Nýja testamentisins, útgáfu á leiðbeiningum við lestur Ritn- ingarinnar og þó fyrst og fremst, að Biblían yrði þjóðmni í sann- leika opin Biblía með allri beirri blessun, sem því fylgdi fyrir þjóð lífið. Endurskoðendur félagsreikn- inga voru endurkjörmr þeir síra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, og Þorvarður J. Júlíusson, framkv. stjóri Verzlunarráðs. Er raunverulegum aðalfundar- störfum var lokið, flutti dr. Árni Árnason, fyrrv. héraðslæknii', er- indi um ástand og horfur í kristni og þjóðlífi og minntist á margt athyglisvert, bæði sem neikvætt er og jákvætt. Biskup þakkaði snjallt erindi og þakkaði einnig fundarmönn- um áhuga þeirra og fundarsókn og bað þeim öllum blessunar Guðs. Sleit biskup því næst fundi, eftir að fundarmenn höfðu beðið sameiginlega „Faðir vor“ og bisk up lýst drottinlegri blessun. Fundarsókn var góð og bar fundurinn vott Um vaxandi á- huga á málefni félagsins. lltve smenn a ð gefnu tilefni viljum vér upplýsa að öll þau tryggingarfélög sem taka að sér vátryggingar á síldarnótum og bátum hafa að öllu leyti sömu tryggingarskiimála, kjör og iðgjöld. Hafið samband við umboðsmenn vora eða aðalsktrifstof- una og vátryggið áður en það er um seinan. Lipur afgreiðsla — Greiðar upplýsingar Sjóvátr^ífifjflag Islandsí Sími 1-1700 Dagskrá hátíðahaldanna 17. júní 1958 i. n. SKRCÐGONGUR: Kl. 13.15 — Skrúðgöngui' að Austurvelli hefjast frá þremur stöðum í bænum: Melaskólanum, Skólavörðutorgi og frá Hlemmi. Lúðrasveitir og fánaberar ganga inn á Austurvöll kl. 13.50. HÁTfÐAHÖLDIN VIÐ AUSTURVÖLL: Kl. 13.55 -— Hátíðin sett af foi'manni Þjóðhátíðar- nefndar, Eiríki Ásgeirssyni. Gengið í kirkju. Kl. 14.00 — Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Préd- ikun: Séra Gunnar Árnason. Einsöngur: Frú Þur- íður Pálsdóttir: Organleikari: Dr. Páll Isólfsson, tónsáld: Dómkórinn syngur. Kl. 14.30 — Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirs- son, leggur blómsveig frá íslenzku þjóðinni að minn- isvarða Jóns Sigurðssonar. Kl. 14.40 — Forsætisráðherra, Hermann Jónasson, flytur ræðu af svölum Alþingishússins. Kl. 14.55 — Ávarp f jallkonunnar af svölum Alþing- ishússins. KI. 15.00 — Lagt af stað frá Alþingishúsinu suður á íþróttavöll. Staðnæmst við leiði Jóns Sigurðsson- ar. Forseti bæjarstjórnar leggur blómsveig frá Reyk víkingum. Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóstbræður syngja: „Sjá roðann á hnjúkunum háu“. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur fyrir göngunni. Stjórnandi: Paul Pampichler. Á ÍÞRÓTTAVELLINUM: Kl. 15.30 — Ávarp: Gísli Halldórsson, formaður t, B.R. Skrúðganga íþróttamanna og skáta. — Fim- leikasýningar. — Bændaglíma. — Keppni í frjálsum íþróttum. — Keppt verður um bikar þann, sem for- seti íslands gaf 17. júní 1954. — Skemmtiatriði: Pokahlaup, eggjahlaup. — Keppni og sýningar fara fram samtímis. Leikstjóri: Jens Guðbjörnsson. BARNASKEMMTUN Á ARNARHÓLI: Stjórnandi og kynnir: Gestur Þorgrímsson. Kl. 16.00 — Lúðrasveitir barnaskóla Reykjavíkur leika. Stjórnendur: Karl O. Runólfsson og Paul Pampichler. — Ávarp: Franch Michelsen skátafor- ingi. Ýmis skemmtiatriði. V. KÓRSÖNGUR Á ARNARHÓLI: Kl. 17.15 — Karlakói’inn Fóstbræður. Stjórnandi: Jón Þórai'insson. Einsöngvarar: Árni Jónsson og III. IV. Ki'istinn Hallsson. Undirleikari: Carl Billich. — Söngkór kvennadeildar S.V.F.Í. í Reykjavík. Stjórn andi: Herbert Hriberscheck. Undirleikari: Selma Gunnarsdóttir. — Kai’lakór Reykjavíkur. Stjórn- andi: Sigurður Þórðarson. Einsöngvari: Guðmund- ur Jónsson. Undirleikari: F. Weisshappel. — Aale- sunds Mandssangforening. Stjórnandi: Edvin Solem, organleikari. VI. I TfVOLf: Kl. 15.00 — Skemmtigarðurinn opnaður. — Aðgang ur ókeypis. Kl. 17.15 — Leikþáttur. — Einleikur á harmonikku: Emii Theodór Guðjónsson, 12 ára. VII. KVÖLDVAKA A ARNARHÖLI: Kl. 20.00 — Lúðrasveit Reykjavíkur. Stjórnandi: Paul Pampichler. Kl. 20.20 — Kvöldvakan sett: Ólafur Jónsson, rit- ari Þjóðhátíðarnefndar. Kl. 20.25 — Borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen, flytur ræðu. — Lúðrasveit Reykjavík- ur leikur Reykjavíkurmarz eftir Karl O. Runólfsson. Höfundurinn stjórnar. Kl. 20.40 — Þjóðkórinn syngur. Stjórnandi: Dr. Páll ísólfsson. Einsöngvari: Kristinn Hallsson. Kl. 21.00 — Leikfélag Reykjavíkur: Skemmtiþættir. Kl. 21.25 — Nokkrir söngvarar úr Félagi ísl. ein- söngvara, ásamt hljómsveit Björns R. Einarssonar. Kl. 21.45 — Brynjólfur Jóhannesson, leikari: Gam- anvísur. — Undirleikari: F. Weisshappel. VIII. DANS til kl. 2 eftir miðnætti: Að kvöldvökunni lokinni verður dansað á eftirtöld- um stöðum: Á Lækjartorgi: Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar. I Aðalstræti: Hljómsveit Svavars Gests. Á Lækjargötu: J-H-kvintettinn. Hljómsveit Björns R. Einarssonar leikur til skiptis á öllum dansstöðunum. Kynnir: Guðmundur Jónsson, óperusöngvari. Kl. 02.00 — Dagskrárlok. Hátíðahöldunum slitið frá Lækjartorgi. Aths.: Börn, sem lenda í óskilum verða „geymd" að „Hótel Heklu" við Lækjartorg (afgi’eiðsia S.V.R.), unz þeirra verður vitjað af aðstandendum. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.