Morgunblaðið - 17.06.1958, Page 8

Morgunblaðið - 17.06.1958, Page 8
8 MOBCVTSBLÁÐIÐ Þriðjudagur 17. júní 1958 Ef hjúkrunarkon an er falleg getur nuddið verið þœgilegt Frá doktorsvörn Friðriks Einarssonar lœknis KLUKKAN 1,30 á laugard. fór fram í Háskóla íslands doktors- vörn Friðriks Einarssonar lækn- is. Doktorsritgerðin, sem er mik- il bók, prentuð á ensku, fjallar um upphandleggsbrot. Höfundur hefir skýrt frá því, að hann hafi aflað efniviðarins í ritgerðina á sjúkrahúsum í Danmörku. Hann byrjaði á ritgerðinni 1943, þegar hann var fastur læknir á Komm- unalspítalanum í Kaupmanna- höfn. Hann tók eftir því, hve auðveldlega þeim tókst að lækna beinbrot á upphandlegg, betur en annars staðar, þar sem hann hafði verið og að því er virtist hafði aðferð þeirra í för með sér minni óþægindi fyrir sjúkling- ana. Þarna var um tvær frá- brugðnar aðferðir að ræða og vaknaði áhugi hans á því að kynna sér hvort raunverulega fengist betri árangur með auð- veldari aðferðinni heldur en hinni erfiðari og^dýrari. Á þess- um árum höfðu komið til með- ferðar 481 sjúkdómstilfelli, en þegar dr. Friðrik hóf rannsóknir sínar voru 88 þessara sjúklinga látnir. Nokkrir höfðu flutzt út á land, svo ekki var hægt að kom- ast í samband við þá, nokkrir höfðu orðið að flýja Danmörku vegna stríðsins, aðrir vildu ekki láta skoða sig o. s. frv. En hann skoðaði 302 siúklinea eða 91.8 af hundraði. Hann hafði fulllokið rannsóknum sínum þegar hann fór frá Danmörku í lok ársins 1945, en átti þá eftir að rita bók- ina. Hefur hann gert það hér heima ásamt öðrum störfum og einkum unnið að því um næt- ur. Ritgerðinni var lokið sumar- ið 1956 og var síðan þýdd á ensku. Síðan var hún tekin gild til doktorsprófs við læknadeild Háskóla Islands og. var útgefin hjá Ejnar Munkgaard í Kaup- mannahöfn. Bókin er 215 blaðsíð- ur að stærð og í henni eru 94 myndir. □ ★ □ Þegar doktorsvörnin hófst var hátíðasalur Háskólans þéttskip- aður áheyrendum. Voru þar að allega læknar — og má segja að flestir þekktustu læknar landsins hafi hlýtt á. Auk þess voru þarna fjölmargir lækna- stúdentar og aðrir áheyrendur á fremsta bekk sat kona doktors- efnisins ásamt tveimur börnum þeirra hjóna. A sviðinu stóð dokt orsefnið í kjólfötum og við borð öðru megin við hann sat forseti læknadeildar, dr. Sigurður Samú- elsson, en hinum megin sátu andmælendurnir, dr. Bjarni Jóns- son og dr. Snorri Hallgrímsson, prófessor. Doktorsvörnin hófst með því, að doktorsefnið lýsti bókinni og sagði frá tildrögum hennar og að því búnu tók fyrsti andmælandi, próf. Snorri Hall- grímsson til máls. Ræða hans tók um 30 mínútur. Sumum spurningum svaraði doktortsefn- ið jafnóðum, en annars gerði hann athugasemdir sínar að fyr- irlestri dr. Snorra loknum. Meðal athugasemda Snorra Hallgríms- sonar var sú, að ekki kæmi til mála að nota nudd eða hitameð- ferð við ferskt brot, eins og rætt er um í bókinni, en þar segir að slíkt geti verið þægilegt. Dr. Snorri sagðist ekki vita til þess, að það myndi vera þægileg með- ferð nema kannske í því einasta tilfelli að nuddkonan væri sér- lega falleg. Nokkrar aðrar athuga semdir gerði dr. Snorri, en ósk- aði síðan doktorsefninu til ham- ingju, sagði að ritið væri hið bezta úr garði gert og mikið gagn mundi verða að því í framtíð- inni. Hann kvaðst vita að ritið hefði aðallega verið samið um nætur, en ég var oft hissa á því, hve þú varst alltaf sprækur á morgnana, sagði dr. Snorri; þú varst alltaf léttur á þér, aldrei súr en kannske dálítið tilreykt- ur stundum. Að svo búnu svar- aði doktorsefnið athugasemdum fyrra andmælanda. Hann kvaðst hafa reynt að fá skýrslur yfir íslendinga, sem hefðu fengið læknismeðferð vegna upphand- leggsbrots hér í sjúkrahúsum, en það var ómögulegt, sagði hann, ég bað einu sinni um skýrsluryfir 100 sjúkl. á röntgendeildinni, en þær voru ekki tiltækilegar. Það var fyrst þegar dr. Snorri Hall- grímsson varð yfirlæknir við Landsspítalann, að sér- stakur ritari var fenginn til að hafa umsjón með slíkum skýrslum. Doktorsefnið kvaðst fallast á sumar athugasemdir dr. Snorra, en aðrar eKki. T. d. væri það ljóst, að hann hefði ekki get- að rannsakað a lla sjúklingana, sem komið hefðu með upphand- leggsbrot ’í dönsku sjúkrahúsin, það væri ekki hægt að ætlast til þess að hann hefði athugað þá sem dauðir voru. Doktorsefn- ið gat þess, að það mætti segja, að myndum væri áfátt í bókinni, þær væru komnar niður í 94, í upphafi hefði hann hugsað sér að hafa þúsund myndir, en það hefði orðið heldur dýr útgerð, því þá hefði bókin aldrei kostað undir 100.000 dönskum krón- um, svo skar ég myndirnar nið- ur í 200 og loks niður í 94. Loks sagðist hann ekki geta verið sam- mála dr. Snorra um nudd og hita aðferðina, hann sagði að nuddið gæti verið þægilegt, en um það hefðu þeir aldrei orðið sammála. Nudd og hitameðferð færðu líf í vefina en auðvitað yrði að fara varlega, þegar um ferskt brot væri að ræða. Þá tók til máls annar andmæl- andi dr. Bjarni Jónsson og hélt langt enndi um bókina. Stóð fyr- irlestur hans yfir í meira en % klst. Dr. Bjarni gat meðal annars um ýmsar mælingar höfundar og vitnaði oft í ritið máli sínu til sönnunar. Þá ræddi hann ræki- lega um meðferðir á brotum og niðurstöðu bókarinnar. Að lok- um gagnrýndi hann höfund fyrir það, að hann hefði ekki athug- að árangurinn af núverandi með- höndlun upphaldleggsbrota og borið hann saman við fyrri ár- angur. Honum hefði verið hæg heimatökin, því hann hefði unn- ið á handlæknisdeild Landspítal- ans. Sagði hann, að ritið hefði aukizt að gildi við slíkar athug- anir. Að lokum sagði annar and- mælandi: Þetta er mikið verk og þarflegt, höfundurinn hefur unn- ið vel úr efnivið sínum. Hann minnti á það, sem tveir ólíkir höfundar hefðu einhvern tíma sagt, frægur enskur læknir: Never take anything for granted og Halldór Kiljan Laxness, þeg- ar danskur blaðamaður spurði hann um íslenzkar bókmenntir í viðtali fyrir mörgum árum: A íslandi fær engin bók slæma dóma, Islendingar vita að slæm- ar bækur dæju, þó að þær fengju góða dóma — og væntanlega öfugt. Doktorsefnið svaraði hinum rækilegu athugasemdum annars andmælanda nokkrum orðum, sagði þó að margt af því, sem hann hefði sagt, hefði verið eins konar viðbót og væri hann hon- um alveg sammála. Hann sagðist aldrei hafa verið sterkur í stærð- fræðinni. en þó kunnað ýmislegt fyrir sér í geometriu á sínum tíma, samt sem áður gæti hann ékki fallizt á þá skoðun síðara andmæland-a að mælingar sínar hefðu verið slæmar. Þá mótmælti hann algerlega 'þeirra staðhæf- ingu síðara andmælanda að hann hefði ætlað að sanna að „funct- ional treatment“ væri betri én einhver önnur aðferð, sem hann nefndi, en ófróður blaðamaður gat ekki hönd á fest, — hefur hann áreiðanlega ekki verið sá eina þar í salnum, sem ekki fylgdist með öllu, sem fram fór. Vitanlega ætlaði ég ekki að sanna neitt, bætti doktorsefnið við, hér er fyrst og fremst um rannsóknir að ræða og hlutlausar niðurstöður. Þá minntist hann á það, að síðari andmælandi hefði sagt að það hefði verið góð við- bót við bókina að geta borið saman meðferðir á upphaldleggs- brotum nú og fyrir 15 árum. En það er allt annað verk, bætti hann við, nú er t. d. farið að skera upp í nokkrum tilfellum, eins og andmælandi gat um, þeir, sem koma á eftir, verða að at- huga þetta mál nánar,' þá geta þeir ef til vill tekið eitthvað úr mínu verki. Að lokum þakkaði doktorsefnið andmælendum drengilegan málflutning og árn- aði Háskólanum góðs gengis, minnti að lokum á þau orð Jónas- ar Hallgrímssonar sem standa fyrir ofan dyr hátíðarsalar Háskól ans: Vísindi efla alla dáð. Þá stóð forseti læknadeildar upp og sagði að ekki hefði borizt nein tilkynning um að menn kveddu sér hljóðs „ex auditorio", sagði þó að sú beiðm yrði fúslega veitt. Þá stóð upp Snorri Ólafsson lækn ir, skólabróðir Friðriks Einars- son og óskaði honum til hamingju með hið góða verk hans. Að því búnu gengu andmælendur og for- seti læknadeildar út úr salnum og var beðið eftir úrskurði þeirra. Á meðan sagði doktorsefni, að hann gæti því miður ekki skemmt áheyrendum, enda hafa víst fæst- ír búizt við því, að efnið væri til þess fallið. Þegar þremenning- arnir komu inn í salinn aftur, kvaddi forseti deildarinnar sér hljóðs og sagði, að þar sem rit Friðriks Einarssonar hefði verið tekið gilt, svo og doktorsvörnin, þá lýsti hann því yfir að Friðrik Einarsson læknir væri doktor frá læknadeild Háskóla íslands. Þar með var þessari athöfn lokið, hún hafði staðið yfir 15 minútum skemur en tvær klst. Hinn ný- kjörni doktor gekk síðan til fjöl- skyldu sinnar, sem óskaði honum til hamingju. Var sýnilegt, að sonur þeirra hjóna þóttist vita ýmislegt um upphandleggsbrot, ekki síður en faðir hans. Breiðafjarðarför FERÐAFÉLAG íslands efnir til farar um Breiðafjörð 19. þ.m. — Farið verður landleiðis til Stykk ishólms, en þaðan með báti til Flateyjar. Þar verður gist. Næsta dag verður farið til ýmissa Vest- ureyja, en svo heitir eyjaklasinn í nágrenni Flateyjar. Fer það nokkuð eftir veðri, hvaða eyjar verða heimsóttar. í>að er um margar að velja, t.d. Svefneyjar, Skáleyjar, Hvallátur, Hergilsey. Lengst úti er Oddbjarnarsker. Samdægurs verður svo haldið til Brjánslækjar. Breiðafjarðaeyjar er ævin- týraheimur, ekki sízt á þessum árstíma. Fuglalífið er fjölskrúð- ugt. Æður og endur eru að leiða út. Þær eru svo spakar, að ókunn um finnst hér séu alifuglar á vappi. Sömu fuglarnir vitja hreiðra sinna ár eftir ár. Heima- menn þekkja þá eins og við hesta, kýr, kindur og bíla og gefa þeim nöfn. Flatey er perla Breiðafjarðar. Margt minnir á forna menningu, t.d. bókasafnið. Gamla bátahöfn- in, Silfurhöfnin, er listasmíði. Þótt daglaun væru ekki há í þann tíð, þá guldust þau þó í skíru silfri. Þetta var löngu fyrir daga gjaldeyrisnefndar — jurtagarður nefnda var þá miklu fáskrúðugri en nú er á íslandi. Bezti sjóbað- staður á íslandi er í vognum á austur enda Flateyjar. Á Brjámslæk verður gist. Það- an verður skroppið út á Barða- strönd, en þar er höfðingjasetrið Hagi í miðri sveit. Þvi miður gefst ekki færi á því að fara út á Rauðasand og labba um rústir Sjöundarár og heimsækja stór- býlið Bæ, enda væri hætt við því, að ferðalangurinn léti ekki stað- ar numið fyrr en Látrabjarg væri að baki og hafnað væri í Hvallátrum, vestustu byggð ís- lands. Sem sé, það verður snúið við á Barðaströnd, og haldið aust ur með Breiðafirði norðanverð- um. Steinssnar austan Brjáms- lækjar er Vatnsfjörður, rómaður að fegurð. Hlíðar hans eru skógi vaxnar, en í dalbotninum er stöðuvatn. Leiðin austur sýsluna er tilbreytingarrík. Firðirnir eru langir með byggð á stangli. Reyk hólasveit stingur hér í stúf. Þar opnast blómleg byggð með höf- uðbólinu Reykhólum. Skammt austar er Barmahlið, sem Jón Thoroddsen kvað um. Hætt er þó við, að „berjalautu væna“ sé enn berjasnauð. Gististaðinn Bjarkar lund þekkja allir af orðspori. Ég held fáir verði vonsviknir af stað og umhverfi. Gilsfjörður er hlý- legur. Minnstu munar, að hann skilji Vestfirði frá meginlandinu. Ekið verður heim um Dali. Ferð- inni lýkur á sötta degi. Frá doktorsvörninni. Á myndinni sést auk andmælenda, uu»tw«mis og dr. Sigurðar Samúels- sonar, forseta íæknadeildarinnar, nokkur hluti áheyrenda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.