Morgunblaðið - 17.06.1958, Síða 10

Morgunblaðið - 17.06.1958, Síða 10
10 M O R c 1' m n r 4ð:o Þriðjudagur 17. júní 1958 TTtg.: H.f. Arvakur, Reykjavilt. Framkvæmctastjón: aigíus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Augiysmgar: Arni Garðar Knstmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýs'ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 224ou Asknftargjalo kr 30.00 á mánuði innanlands. 1 lausasolu kr. 1.50 eintakið. l 77. JLJNÍ AÐ var dimmt í lofti á Þingvöllum 17. júní 1944. Regnið dundi og vindur- inn næddi um þá er staddir voru á Lögbergi, þegar lýðveldið var endurreist. Yfir engum degi er þó bjartara í minningu þeirra, sem þátt tóku í þeirri athöfn, og allir íslendingar telja nú þann dag einn mesta gæfudag í sögu þjóðarinnar. Síðan hefur margt að höndum borið og allur vandi ekki verið auðleystur. Ekki er þó hægt að hugsa sér, að auðveldara hefði verið að ráða fram úr neinu úr- lausnarefnanna, ef Islendingar hefðu látið vera að stofna lýð- veldið 17. júní 1944. Svo erfið sem ýmis viðfangsefni hafa verið, ekki sízt varðandi utanríkismál- in, sem íslendingar höfðu minnsta reynslu af að fást við, þá er þó Ijóst, að vandinn hefði mjög vax- ið, ef íslendingar herfðu þurft annarra milligöngu i samningum um hin viðkvæmustu mál. Hér hefur enn sannazt, að sjálfs er höndin hollust. Með því er ekki hallað á dönsku þjóðina. Fáar þjóðir eru Dönum fremri og Islendingar eiga vonandi eftir að hafa mikil og vinsamleg samskipti við þá. Það er fyrst, þegar þjóð- irnar eigast við á fullkomnum jafnrétiisgrundvelli sem sam- skipti eru líkleg til að verða þeim báðum til gæfu. íslendingar gleðj- ast yfir, að þeir njóta nú auð- fundinnar vináttu í Danmörku, sem á öðrum Norðurlöndum. Við viljum sannarlega leggja okkar fram til þess, að sú vinátta megi eflast og styrkjast. ★ Þó að 17. júní nú sé einkum hátíðlegur haldinn til að minn- ast endurreisnar lýðveldisins, mun íslendingum aldrei úr minni falla, að hann er einnig afmælis- dagur Jóns Sigurðssonar. Hin formlega endurreisn lýðveldisins var einmitt tengd við þann dag til þess að sýna í hverri þakk- arskuld þjóðin stendur við Jón Sigurðsson. Á íslandi hefur aldrei lifað meiri maður né hef- ur nokkur unnið heillaríkara starf fyrir fósturjörðina en Jón Sigurðsson. Því meira sem menn kynnast verkum hans því fremur hljóta þeir að dást að víðsýni hans, viti og forustuhæfileikum. Það er lítilli þjóð mikil gæfa að þvílíkt stórmenni skyldi fæðast með henni, þegar mest lá við. Jón Sigurðsson var í senn mestur „nútimamaður" sinnar samtíðar, þ e. hann sá bezt hverjar breytingar þurfti að gera til þess að íslendingar fylgdust með tímanum, jafrlframt því sem hann var manna bezt að sér í sögu þjóðarinnar. Þekking Jóns Sigurðssonar á sögu íslands var einmitt undirstaða þess, að hann taldi þjóðinni því aðeins geta vegnað vel, að hún endurheimti fornt frelsi og fengi að ráða mál- um sínum án yfirráða annarra. ★ Gildi þekkingar fslendinga á sinni eigin sögu og tungu var ekki bundið við daga Jóns Sig- urðssonar heldur á við nú ekki síður en þá. Enn eru íslendingar fámennastir þjóða. Ýmsum þykir furðulegt, að svo lítill hópur skuli vilja halda uppi sérstöku þjóðlífi Þekking á sögu íslend- inga sannar að annað kemur ekki til greina. Hætt er við, að erfitt reynist að útbreiða þá þekk ingu nægilega með öðrum þjóð- um. Því betur verður að innræta hana hverjum einasta íslendingi. íslendingar eiga auðvitað hverju sinni að afla sér sem beztrar þekkingar á samtíma vísindum. En uppistaðap í menntun þeirra verður ætíð að vera þekkingin á sögu íslands og örlögum þjóðar- innar, sem byggt hefur þetta land í meira en þúsund ár. Þekkingin á þeim erfiðleikum, sem þjóðin hefur yfirunnið á und angengnum öldum, er ómetanleg- ur styrkleiki í viðureigninni við örðugleikana sem framundan eru. Því að enginn skyldi ætla að örðugleikarnir væru einungis að baki. Þeir eru áreiðanlega margir. og miklir framundan. Á okkar dögum hefur á skipu- lagðan hátt verið reynt að eyða þjóðum, sem hafa verið miklu mannfleiri en við fslendingar. | Það hefur ýmist verið gert með . beinum manndrápum eða flutn- | ingum fólksins frá heimkynnum sínum í þeirri von, að það glat- aði sérkennum sínum, ef því væri dreift innan um aðra. f þjóða- hafinu taka ekki margir eftir hvað verður um hundrað til tvö hundruð þúsund manns. Enda eru margir sem telja, að það sé of- rausn af svo fámennum hóp að telja sig sérstaka þjóð og vilja halda uppi sjálfstæðu ríki. Vonandi sæta íslendingar aldrei slíkum afarkostum. Hnattstaða landsins er eins og sakir standa trygging gegn því, að við hljót- um sams konar meðferð og sum- ar aðrar þjóðir hafa hlotið síð- ustu áratugina. En aldrei skyldu fslendingar gleyma því, hvaðan ofbeldisins er helzt að vænta né hvert skjól- ið gegn því í raun og vera er. Ef valdi á að beita, erum við lítils— megnugir. Þar verðum við að njóta annarra aðstoðar. Eins get- um við þó gætt, og það er að fylgja ætíð lögum og rétti í skift- um okkar við aðra. Einnig í því er hollast að fylgja fordæmi Jóns Sigurðssonar. ★ Á sínum tíma var sagt, að end- urreisn lýðveldisins væri tilraun, sem fslendingar væru staðráðnir í að gera, þó að hugs- anlegt væri að hún kynni að mis- takast. Sú aðvörun, sem í þess- um orðum fólst, á við enn í dag. Hætturnar halda áfram að steðja að. Við þær, sem utan að koma, ráðum við íslendingar ekki, nema að litlu leyti. Hætt- urnar eru ekki heldur allar utan að komandi. Þær búa einnig með okkur sjálfum. í þjóðlífi okkar nú og stjórnarháttum eru veilur sem kunna að verða örlagaríkar ef ekki verður að gert. Á þessum þjóðhátíðardegi eiga allir íslendingar hvar í flokki, sem þeir standa, að sameinast í heitstrengingunni um, að- gera sitt til að bæta úr ágöllunum á íslenzka lýðveldinu. Við eigum að sameinast um að tryggja, að það verði sómi íslenzku þjóðar- innar, sverð hennar og skjöldur á sama hátt og sagt var um hinn eiginlega upphafsmann þess, Jón Sigurðsson. UTAN UR HEÍMI Ein nýjasta þyrilvængja Sikorsky Þyrilvœngjan aldrei samkeppnisfœr við venjulegar flugvélar til almennra flutninga „MR. HELICOPTER“, er hann yfirleitt nefndur í Bandaríkjun- um. Annars heitir hann Sikorsky, nær sjötugur öldungur, rúss- neskrar ættar, sem er einn heizti brautryðjandinn á sviði þyrii- vængjaframleiðslunnar — og stærsti framleiðandinn vestan hafs. Fyrsta þyrilvængjan mín gat allt — nema flogið, sagði hann í blaðaviðtali fyrir skemmstu, en flugeiginleikinn hefur bætzt þyr- ilvængjum hans fyrir löngu — og í dag eru þúsundir Sikorsky þyrilvængja, af öllum gerðum og stærðum í notkun viðs vegar um heim. Sennilega hefur enginn verk- fræðingur öðlazt jafnmikla þekk ingu á þyrilvængjunum og Si- korsky. Fyrir 50 árum hóf hann undirbúningsstarfið, en illa gekk í fyrstu, fyrst og fremst vegna vantrúar þorra almennings á, að hægt væri að smíða flugvél án vængja. Mönnum gekk þá nógu erfiðlega að skilja, að vængjuð flugvél gæti flogið. En Sikorsky var ótrauður og árangunnn varð eftir því, Á dögunum var brautryðjand- inn staddur í Stokkhólmi — og þar átti sænskur fréttamaður tal við hann. Var mikið rætt um framtíð þyrilvængjunnar. en Si- korsky er vantrúaður á það, að hún komi nokkru sinn til með að leysa venjulegar flugvélar af hólmi — a. m. k. ekki í sinni núverandi mynd. Hann segir, að þyrilvængjan sé vissulega þægi- legri í meðförum, spari farþeg- um langar ferðir úr borgum út á flugvelli, en þyrilvængjan sé dýrari í rekstri — og hægfleyg- ari. Vöruflutningar verði alltaf ódýrari með vængjuðum ílug- vélum — og fólksflutningar verði aldrei jafnhagkvæmir fjárhags- lega með þyrilvængjum og venju legum flugvélum. Sumir ræði um að byggja þyrilvængju, sem taki 200 manns, en eflaust yrði hag- kvæmara að byggja fimm minni, sem tækju 40 manns hver. Þyrilvængjan verði hins vegar alltaf jafnnotadrjúg við ýmsar framkvæmdir og björgunarstarf. Kvað hann þær hafa bjargað þús- undum mannslífa jafnt á striðs- tímum sem friðartímum — og þyrilvængjur kvað hann mundu verða í framtíðinni notaðar við ýmsar byggingaframkvæmdir jafnt og kranar og annað slíkí. Gengur 1 brösum Um þessar mundir er verið að gera þrjár kvikmyndir eftir sög- um Hemingways. Allt hefur þetta gengið á afturfótunum. Einni hef ur verið lokið, en þegar Heming- way sá myndina áður en hún var frumsýnd, gekk hann út að sýn- ingunni hálfnaðri og víldi ekki sjá meira. Böivaði hann kvikmynda- stjóranum rækilega og sagði hon- um að fara fjandans til, kvik- myndin væri bezt geymd brennd. „Gamli maðurinn og hafið“ hef ur verið í kvikmyndur í tvö ár — og við ýmsa erfiðleika hefur verið að etja. Fyrsta hluta henn- ar var lokið fyrir skemmstu — og fékk Hemingway að sjá hann. Fór par á sömu leið — og nú er verið a;> bvrja upp á nýtt. „Vopnin kvödd“ hafa og verið kvikmynduð — en Hemingway hefur algerlega neitað að sjá þá mynd, telur þar einskis góðs að vænta. Lúðrasveit á Sandi STYKKISHÓLMI, 16. júní. — Lúðrasveit Stykkishólms fór í gær (sunnud.) út á Hellissand í hljómleikaför. Spilaði hún utan við skólahús staðarins ýmis ætt- jarðarlög og fl. og var mikill mannfjöldi þar saman kominn. Eftir hljómleikana ávarpaði Hjörtur Jónsson hreppstjóri lúðrasveitina og þakkað) henni komuna. Gat hann þess, að þetta væri í fyrsta sinn, að lúðrasveit kæmi á Hellissand. Form. lúðra- sveitarinnar þakkaði móttökurn- ar og á eftir var setzt að kaffi- drykkju í boði heimamanna. Veður var með eindæmum gott, logn og sólskin, og var því för þessi hin ánægjulegasta í alla staði. — Árni. Miklir þurrkar hafa verið í Japan í vor, þeir mestu í 30 ár. Er óttazt mjög um uppskeru bænda og hálfþroskuð rísupp- skeran er nú að visna á ökrunum af vætuskorti. (Myndi að ofan). Um allt land eru haldnar guðsþjónustur tii þess að biðja Í um regn — mikið er í húfi. (Neðri myndin).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.