Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 1
mihlátoifo 45. árgangur 136. tbl. — Föstudagur 20. júní 1958 Prentsmiðia Morgunblao'sins íslendingar fordœma morðsn í Ungverjalandi ::¦:¦::«-: :-:--:; +:-.: :<Sv*:: Birgir Gninnarsson Bjarni Benediktsson Guðmundur G. Hagalín Helgi Sæmundsson Jón Skaftason Útifundur á Lœkjartorgi I dag á vegum stúdenta, menntamanna og lýð- rœbisílokkanna MORÐIN á ungversku leið- togunum hafa vakið hryll- ingu um allan hinn siðmennt- aða heim. Hvarvetna hafa Tómas Guðmundsson verður fundarstjóri leiðtogar lýðræðisaf lanna lýst yfir andstyggð sinni á athæfi ungversku valdaklíkunnar. Réttarmorð og pólitískar af- tókur eru að vísu ekki nýtt fyrirbrigði í heimi nútímans, en þar fyrir erum við íslend- ingar ekki orðnir sljóir gagn- vart villimennsku einræðisafl anna. Má því vænta þess að menn fjölmenni á útifundinn á Lækjartorgi í dag, en þar munu fulltrúar stúdenta, menntamanna og lýðræðis- flokkanna þriggja ræða síð- ustu hryðjuverkin í Ung- verjalandi. Fundurinn hefst kl. 5,30 í dag. Samtökin sem standa að útifundinum eru þessi: Frjáls menning, Stúdentafélag Reykjavíkur, Stúdentaráð Háskóla íslands, Fulltrúaráð Alþýðuflokksins, Fulltrúaráð Framsóknarfélag- anna og Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- Ræðumenn á fundinum verða þessir: Guðm. G. Hagalín rithöfundur fyrir Frjálsa menningu, Sigurbjörn Einarsson prófessor fyrir Stúdentafél. Rvíkur, Birgir ísl. Gunnarsson stud. jur. fyrir Stúdentaráð Helgi Sæmundsson ritstjóri fyrir fulltrúaráð Alþýðufl., Jón Skaftason lögfræðingur fyrir fulltrúaráð Framsókn- arfélaganna, Bjarni Benediktsson ritstjóri fyrir fulltrúaráð Sjálfstæðis- félaganna. Loks talar ungverskur stúdent sem hér er staddur Miklós Tölgyes að nafni. Tómas Guðmundsson skáld stjórnar útifundinum, en Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur við upp- haf hans. Menn eru hvattir til að fjöl- menna á þennan fund og votta hinum ungversku frelsishetjum virðingu sína með því. íslending- ar ekki síður en aðrar þjóðir munu sanna, að þeir finna . til þess þegar réttlætið er fótum troðið af böðlum ógnarstjórn- anna. Churchíil heiðraður PARÍS 18. júní. — De Gaulle hefur sæmt Churchill einu aeðsta heiðursmerki Frakklands. Aðeins tveir erlendir menn hafa áður verið sæmdir þessu heiðursmerki, Eisenhower og Mohammed V. Miklós Tölgyes aigurbjórn fcinarsson Dönsk orðsending athent Bretum í dag Lange leggur til crð trestab verði endanlegum aogeraum FUNDARBOÐENDUR beina því til bæjar- búa að flagga í hálfa stöng frá hádegi í dag í minningu um hina látnu Ungverja. KHÖFN, 19. júní. — Einkaskeyti til Mbl. — Panska orðsendingin til Breta hefur þegar verið send áleiðis til Lonuon, og er búizt við að hún verði afhent brezku stjórninni á morgun. Blaðið „Kvöldberlingur" skrif- ar í dag, að Danir semji við Breta aðeins vegna þess, að þeir séu einasta ríkið sem Danir hafi gert sáttmála við urr. fiskveiði- lögsöguna. Hins vegar sé ekki hægt að leysa vandamálið á svo Lófatak í þinghúsinu í Búda- pest, þegar sagt var frá aftökunum Adenauer: Aftökurnar tilmun til oð kveba nibur „endurskoðunarsfefnuna" NEW YORK, BELGRAD, MOSKVU, 19. júní. — NTB-Reuter. — I dag kom enn fram sú gagngera fynrlitning sem aftökurnar í Ungverjalandi hafa vakið um allan heim. Margir þekktir stjórn- málaieiðtogar létu í ljós andstyggð sína á ógnarstjórn ungversku vald&klíkunnsr. Ungverjar hafa lokað landamærum sínum og Júgó&iava. Ungverjalandsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur verið kölluð saman til aukafundar og júgoslavneski sendiherrann í Mcskvu hefur gengið á fund Krúsjeffs. Bússar hafa hins vegar snúizt harkalega við þeim viðbrögðum sem aftókurnar hafa vakið. Hafa þeir m. a. mótmælt því við dönsku stjórnina, að farnar voru mótmælagöngur í Kaupmanna- höfn. Ungverjalandsnefndin kemur að líkindum saman strax á morg- un eftir hádegi, eftir því sem starfandi formaður hennar, Ron- ald Walker frá Ástralíu, tjáði fréttamönnum í dag. Walker hef- ur verið í sambandi við aðra meðlimi nefndarinnar siðan fréttin um aftökurnar barst til Vesturlanda. Formaður nefndar- innar, danski þingmaðurinn Als- ing Andersen, er staddur í Kaup- mannahöfn. Landamænim lokað Áreiðanlegar heimildir í Bel- grad herma, að ungversk stjórn- arvöld hafi lokað landamærunum milli Ungverjalands og Júgó- slaviu eftir að fréttin um aftök- urnar var birt á þriðjudagsmorg- un. Ungverska sendiráðið í Bel- grad áritar ekki lengur vegabréf fyrir menn sem ætla sér til Ung- verjalands, en búizt er við að þetta bann verði numið úr gildi á morgun. tratnh. á bls. 3. einhliða hátt. Eftir að Genfar- ráðstefnunni mistókst að koma á alþjóðasamningum um fiskveiði- lögsöguna, var málinu skotið til Allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna. Sú staðreynd að Islendingar vilji ekki bíða eftir þeim við- ræðum, segir blaðið, geti ekki réttlætt það að önnur ríki hætti við allar tilraunir tíl að koma á víðtækum alþjóðasáttmála. — Hér sé um að tefla svo mikil- væga atvinnuhagsmuni, að það geti haft örlagaríkar afleiðingar, verði ekki tekið tillit til sam- eiginlegra hagsmuna Atlantshafs- ríkjanna og til almennra alþjóða- reglugerða. Eðlilegt sé að danska stjórnin vilji verða við kröfum Færeyinga, en hins vegar verði stjórnin að hafa það hugfast á öllum stigum málsins, að engin lausn nema sú sem virðir 511 rétt- lát sjónarmið geti komið í veg fyrir algera óstjórn á höfunum. Blaðið bendir á, að Lange utan- rikisráðherra hafi lagt til í ræðu sinní í gær, að frestað verði end- anlegum aðgerðum svo hægt verði að ná samkomulagi nm grundvallaratriðin á alþjóða- vettvangi. Vilja saimfæra ÍslenHínwa LONDON, 18. júní. — Aðstoðar- utanríkisráðlie'ra Breta skýrði svo frá í neðri deild þingsins i dag, að brezka -jórnin revndi að telja is- lenzku stjórnina ú að leysa deil- una um fiskveiðiiandhelgina með samningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.