Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 14
14 M O K O U l\ « L AV I V Föstudagur 20. júní 1958 Aalesunds Mandssangforening syngur á Arnarhóli 17. júní. Áalesunds Mandssangforening — Hallelúja Framh. al bls 6 margar ræður verða haldnar. Ég má ekki vera að þessu, ég er að flýta mér, við eigum eftir að vígja undir fána hersins í kvöld, það er venja já-já, við tökum giftinguna ekki gilda nema það hafi verið gert. Við spurðum hver talaði. Það er kaptein Nielsen. Við spurðum, hvort við mættum hitta hann að máli. þegar við kæmum. — Jú sjálfsagt. Svo '„gengum við í herinn“ eft- ir veikluna, hittum brúðhjónin og röbbuðum við þau stundarkorn. Allir voru ákaflega elskulegir og það er auðséð, að þetta fólk er glatt í sinni trú, hamingjusamt í sínu lífi. Blaðamaðurinn er kom inn, blaðamaðurinn er kominn, hljómaði um þennan stolta berg- kastala, þegar við birtumst í dyr- unuih og spurðum eftir kaptein Nielsen. Hann var ekki við og var okkur vísað á fund brúð- hjónanna. Þau sátu í litlu her- bergi, dálítið kvíðin. — Truflum við? spurðum við um leið og við gengum inn. — Nei, ekki enn. Gjörið þið svo vel. Nöfnin, jú auðvitað, allir verða að heita eitt hvað í dagblöðunum: Marthe og Trygve Woidsund. Norsk, já bæði norsk. Ég er frá Álasundi, sagði brúðguminn, en ég innst úr Guðbrandsdal, sagði brúðurjn og brosti eins og feimin sveita- stúlka. Við spurðum, hvar þau hefðu kynnzt. í Færeyjum. Gott land Færeyjar, segjum við (til að segja eitthvað), en þau brosa dá- lítið alvarlega og segja: Núförum við í sumarfrí heim til Noregs og svo verðum við send til Færeyja. Það verður skemmtilegt. Við vor- um þar í eitt ár og svo .... Já, við skiljum. Ég var síðan send til Akureyrar og hann til Reykja- víkur, segir brúðurin. Hún er klædd herbúningi með hvíta brúðarblæju, sem á eru festir litlir beykisveigar úr Guðbrands- dal. Þetta er ódýr brúðarkjóll, seg ir hún. Við spurðum hana, hvern- ig væri að vera á íslandi. — Gott, svaraði hún og bætti við. A. m. k. er gott að láta gifta sig á íslandi. Við spurðum brúðgumann, hversu gamall hann væri. — 26 ára, svaraði hann. — En brúður- in? — Nú já, alls staðar er kven- fólkið eins, líka í hernum. Einhver kom inn með hvítar nellikkur, vígslan átti að fara fram innan stundar. Aðeins ór- fáar spurningar: — Það ar alvar- legt mál að gifta sig? Já, auðvit- að? Ef foringjar skilja, verða þeir að iáta af embætti. En það er ekki vert að tala um skilnað á slíkri hátíðarstund. Einhver seg- ir, að langt sé síðan foringjar hafi gift sig hér í Reykjavík, ein tíu eða ellefu ár. Þetta er merkur viðburður og það er mikið kaffi drukkið í herkastalanum. Okkur er boðið kaffi að athöfninni lok- inni, en við segjum, að við get- um því miður ekki þekkzt boð- ið; konurnar bíði heima. Brúð- guminn lítur á okkur spumar- aug'um: „Er det saadan det virk- er?“ Svo kveðjum við. Athöfnin hófst stundvíslega kl. 8,30. Brúðhjónin gengu inn gólf- ið, major Guldbrandsen á milli þeirra, það var spilað og sung- ið og allir voru í góðu skapi. Þetta var hátíðleg athöfn. Enginn söng falskt, enginn dottaði. Hér var nóg að sjá. Margir héldu ræð- ur, m. a. kapteinn Nielsen, ung- ur fjörlegur maður, brosleitur og aðlaðandi. Hann sagði: — Ég þekki ekki þessa reynslu. Ég hef aldrei gifzt. Siðan sagði hann sögu af tvíburasystrum í Noregi. Önnur var ákveðin í því að gift- ast presti, hin lækni. Svo þegar þær „urðu stórar“ giftist önnur presti ,en hin var ógift. Þegar hún var spurð hvers vegna, svar- aði hún aðeins: „Ég læt mér nægja að sóla mig í gleði systur minnar.“ — Ég verð lika að láta mér það nægja, sagði kapteinn Nielsen, og allir hlógu. Loks tóku brúðhjónin til máls. Brúðurin minntist þess, þegar hún fór að heiman í hálfgerðu trássi Að foreldrana. Hún ætlaði að rífa sig upp úr syndinni Þegar hún fór í herskólann, fylgdi faðir hennar henni á járnbrautastöð- ina. Þegar þangað kom gerði hann síðustu tilraunina: — Heyrðu Marthe litla, ef þú ferð í herinn, giftistu aldrei. Hann hélt að þar væri veikur blettur á mér, þar sem ég hafði alltaf gam an af að skemmta mér. Nú vildi ég að hann væri kominn hing- að, þá gæti hann séð með eigin augum, að guð hefur einnig séð fyrir þessu atriði. Brúðguminn minntist æsku sinnar, þegar hann gerði grín að Hjálpræðishernum og lifði í syndinni. Þegar hann var tvítugur, frelsaðist hann á hersamkomu: — Ég varð gagn- tekinn af boðskapnum og tók á móti honum, sagði hann. Samkoman var á enda. Við gengum út og allir horfðu á eft- ir okkur. Samsöngur í Austurbæjarbíói. HÉR voru á ferðinni góðir gestir frá Noregi: Aalesunds Mands- sangforening, um 60 manna karla kór undir forustu Edvin Solem, hins ágæta organleikara Aaie- sunds kirke, aðalkirkjunnar í ÁJa sundi. Kórinn efndi til söng- skemmtunar í Austurbæjarbíói mánudaginn 16. júní og söng 18 lög. Varð að endurtaka sum laganna, og auk þess söng kórinn aukalög. Söngskráin voi' því nokkuð löng. Kórinn er geysivel þjálfaður og söng öll lögin af hinni mestu prýði. Það sem mað- ur saknaði af gliti bjartra ten- óra, vann kórinn upp með list- rænni túlkun verkefnanna. Söng- urinn hófst með þjóðsöng íslend- inga, Ó, guð vors lands, en lauk með þjóðsöng Norðmanna, Ja, vi elsker dette landet. Lögin, sem þar voru á milii, 18 að tölu, voru eftir norska, sænska, finnska, íslenzka og þýzka höfunda. Að telja það allt væri of mikið, — að eins skal tekið fram, að hér var um lög að ræða, sem gáfu kórn- um gott tækifæri til að sýna al- hliða stíltækni, og var sungið á öllum „registrum“. Ef til vill naut píanissimó-söngur kórsins sín bezt, enda óvenjuþýður og fiau- elsmjúkur. En kraft og kynngi á kórinn einnig í ríkum mæli, sem hvað bezt kom fram í „Olav Tryggvason", eftir Reissiger, „Brennið þið vitar“ ,eftir undir- ritaðan, sem var framúrskarandi vel sungið, og svo í „Landkjenn- ing“ Griegs. Einsöngvari kórsins var P. Schjell-Jacobsen, og söng hann af öruggri smekkvísi og þýðri tenór-barytónröd nokkur lög með kórnum, þar á meðal Landkjenning. Edvin Solem er snjall tónlist- armaður, organleikari, tónskáld og söng- og hljómsveitarstjóri. Hann stjórnaði mjög vei og voru hinar fallegu hreyfingar hans i góðu samræmi við alla túlkunina, sem var nákvæm og vandlega yfirveguð. Fritz Weisshappel aðstoðaði og leysti sitt hlutverk prýðilega af hendi. STRENGJAKVARTETT _ sá, sem skipaður er þeim Birni Ólaíssyni og Jóni Sen, fiðluleikurum úr Sinfóníuhljómsveit íslands. og George Humprey og Karl Zeise úr Sinfóníuhljómsveitinni í Bost- on, munu halda opinbera tónleika í hátíðasal Háskóla íslands í kvöld, 20. þ. m., og hefjast þeir klukkan 8,30. Strengjakvartett þessi hefur að undanförnu ferðazt víðs vegar um landið og þegar haldið tón- leika á Akureyri, Húsavík, Seyðis firði, Neskaupstað, Vestmanna- eyjum, Bolungavík og á ísafirði. Hvarvetna þar, sem kvartettinn hefur komið fram, hafa tónieik- arnir verið vel sóttir og leik þeirra fjórmenninganna mjög vel tekið og hlotið almennt lof. Tónleikarnir í hátíðasal Háskól ans á föstudagskvöld eru haldnir á vegum skólans, og er öllum heimill ókeypis aðgangur að þeim. Verða þetta einu opinberu tónleikarnir, er strengjakvartett- inn héldur hér í Reykjavik, því Bandaríkjamennirnir tveir úr Bostonhljómsveitinni halda aftur vestur um haf nk. sunnudag. Á hljómleikunum verða leiknir þrír strengjakvartettar, tveir eft- ir Beethoven, kvartett í c-moll Kórnum var forkunnar vel tek- ið og varð hann, sem fyrr segir, að endurtaka sum lögin og syngja aukalög. Var heimsókn þessi hin ánægju legasta í alla staði, og vöktu frændur okkar, Norðmennirnir, mikinn fögnuð með söng sínum og komunni hingað. P.I. op. 18 nr. 4, og kvartett í f-moll op. 95, og loks kvartett 1 F-dúr op. 96 eftir Antonin Dvorák. Þjóðhátíðin á Akranesi AKRANESI, 18. júnf — Hátíða- höldin 17. júní hófust hér á úti- messu á Gagnfræðaskóiablettin- um kl. 1,30 e. h. Sóknarprestur- inn, séra Jón M. Guðjónsson, prédikaði, en kirkjukórmn söng. Þaðan gekk mannfjöidinn í tkrúð göngu með hljómsveit og fána- bera í fararbroddi upp á Barna- skólatún. Form. þjóðhátiðarnefnd ar, Stefán Bjarnason, setti sam- komuna. Þá söng karlakórinn Svanir undir stjórn Geirlaugs Árnasonar. Síðan flutti Ragnar Jóhannesson, skólastjóri, ræðu og karlakórinn söng enn á ný Loks flutti frú Sigurborg Sigurjóns- dóttir ávarp fjallkonunnar, klædd í upphlut. Þá var knatt- spyrnukappleikur og kl. 5—7 undir kvöldið var dansleikur fyr- ir börn. Seinast dansaði fullorðna fólkið til kl. 2 um nóttina. Allt fór vel fram og veður var stillt og fagurt. —Oddur, SÍLDARSTIJLkLR vantar mik til Raufarhafnar og Siglufjarðar. Fríar ferðir, húsnæði og kauptrygging. Kammertónleikar í hátíðasal Háskólans Gunnar Halldórsson, sími 34580. Danskt píanó Louis Zwicki sém nýtt til sýnis og sölu í dag kl. 5—7 í Bollagötu 6. KEFLAVÍk Samkvæmt lögum frá 9. apríl 1956 fer vinnu- miðlun fram í skrifstofu bæjarins við Hafnarg. kl. 11—12 alla virka daga. Bæjarstjóri. Síldarstúlkur Vantar til söltunarstöðvarinnar Sunnu Siglufirði. Gott húsnæði, fríar ferðir og kauptrygging. Upp- lýsingar í skrifstofu Ingvars Vilhjálmssonar Hafn- arhvoli. Simi 1-15-74. — Utan úr heimi M iðstöðvarkatlar Olíugeymar fyrir húsaupphitun. — Allar stærðir fyrirlifraiandi — Sími 24400 F'.'c.ir.h. af bls. 8 bolirnir í tvennu lagi, brjósta- höld og buxur. Eftir síðari heimsstyrjöldina komu bikinibaðfötin á markað- inn. Þó að þau séu ekki enn há- tízkufyrirbæri, þykja þau ómiss- andi í klæðaskáp hverrar tízku- konu. Vorið 1957 komu á mark- aðinn röndótt baðföt með hálfsíð- um buxum og breiðum böndum yfir axlirnar, eins og tíðkazt hafði í lok 19. aldarinnar. En tízkufrömuðum hefir gengið illa að endurvekja hjá stúlkunum löngun til að koma svo mikið klæddar á baðströndina. • Gerð þeirra efna, sem notuð eru í sundföt, hefir ekki tekið minni breytingum en sniðið. UU og baðmull eru nú svo að segja úr sögunni, í stað þeirra eru not- uð rayon og nælon, venjulega teygjuefni, sem lagfæra vöxtinn eftir þörfum. Nælon er vinsæl- ast, af því að það þornar fljótt. Nýjasta efnið í baðfatagerðinni er pappír, sem styrktur hefir ver- ið með efnum unnið úr stein- olíu. Þessi klæðagerð er enn á tilraunastigi, en hugmyndin er sú, að hægt sé að nota slík baðföt fim meða sex sinnum og fleygja þeim síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.