Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 20. júní 1958 „Seint, seint, kæra Irene“, sagði hann í mildum áskökunartón stóð á fætur og kyssti hana á kinn ina. Svo settust þau bæði við borð ið og hann leit spyrjandi til henn- ar. „Hvar varstu svona lengi?“ „Ég var . . . hjá . .. hjá Ame- lie. . . Hún þurfti að gera svolítið og ég var að hjálpa henrii“, svar- aði hún, en sá jafnskjótt eftir því, að hafa logið svona klaufalega. Venjulega hafði hún ákveðið það fyrirfram, hvaða skýringu hún skyldi gefa honum á töf sinni — skýringu sem hann gæti ekki á nokkurn hátt vefengt, en í kvöld hafði hún alveg gleymt þeirri fyrirhyggju sinni og varð þvi að grípa til svo óhugsaðrar og ósenni legrar lygi. „Gengur nokkuð að þér? . . . Mér sýnist þú vera eitthvað svo óróleg . . . og hvers vegna tekurðu ekki þennan hatt af þér?“, spurði maður hennar. Hún hrökk við og fann sér til skelfingar, að hún roðnaði upp í hársrætur. Svo flýtti hún sér að standa á fætur, gekk inn í herbergið sitt, tók af sér hattinn og settist fyrir fram- an spegilinn. Þar sat hún og starði á spegilmynd sína, unz öll merki óróleika og ótta voru horf in úr svipnum. Þá stóð hún á fæt ur og fór aftur fram í borð- stofuna. Þjónustustúlkan kom inn með kvöldverðinn og kvöldið varð svipað öllum öðrum kvöldum, kannske örlítið hljóðasa og óvið- felldnara — kvöld með fjörlaus- um, þreytandi og slitróttum sam- ræðum. Hugsanir hennar voru stöðugt bundnar við það, sem fyr ir hana hafði komið og henni varð alveg sérstaklega tíðhugsað til þeirrar skelfilegu stundar, þegar hún stóð andspænis fjár- kúgaranum. Þá leit hún alltaf í kringum sig með ótta og áhyggju I í tillitinu, eins og til að fullvissa sig um það, að engin hætta væri á ferðum. Og stóra veggklukkan, sem rauf þögnina með rólegu tifi, veitti hjarta hennar ró og öryggi með hinu jafna, áhyggjulausa gagnhljóði sínu. 2 . Morguninn eftir, þegar maður hennar var farinn til skrifstofu sinnar, börnin komin út og hún var loksins orðin ein, hurfu allar ömurlegar endurminningar gær dagsins úr huga hennar, í björtu sóslskini morgunsins. Hún minnt ist þess nú, að slæðan hennar var svo þétt og þykk, að óhugsandi var að nokkrum hefði tekizt að sjá og þekkja andlit hennar í gegnum hana. Svo fór hún að hugsa um það, hvaða öryggisráð- stafanir hún ætti helzt að gera. Hvað sem öðru leið þá gat hún aldrei heimsótt elskhuga sinn í íbúð hans framar — og þá var engin hætta á því að hún yrði aftur fyrir slíkri árás. Þá var ein ungis sá möguleiki eftir að þessi manneskja kynni af tilviljun að verða á vegi hennar, en slíkt var þó mjög óliklegt, því að ekki gat hún hafa veitt henni eftirför, þar sem hún hafði flúið í bifreið. Nafn og heimilisfang var henni- með öllu ókunnugt og ekki var heldur nein hætta á því, að and- lit hennar hefði sézt svo greini- lega í gegnum þykku slæðuna, að það yrði með nokkurri vissu endurþekkt. En jafnvel við þess- um veika möguleika var frú Irene búin: Þá — þegar hún væri ekki lengur kramin vg klemmd í skrúfþvingu óttans — yrði hún fyrst og fremst að reyna að vera róleg og örugg í svip og fasi, neita öllu, halda þvi fast og hiklaust fram, að um missýn og misskilning væri að ræða og kæra þennan ofsækjanda sinn fyrir fjárkúgun, þar sem hann var eina vitnið að hinni afdrifa- Kona óskast í eldhúsið á matbarnum Lækjargötu 6. Kvenskátaskólinn, Ijlfljótsvatni Ennþá eru nokkur pláss laus fyrir Ijósálfa og yngri Skátastúlkur á tímabilinu frá 8. júlí—21. júlí, frá 22. júlí—4. ágúst og frá 5. ágúst—18. ágúst. Fyrsti dvalarflokkur er fullskipaður. Ljósálfar geta komist að allan tímann. Umsóknir í pósthólf 831. Kvenskátaskólinn. ríku heimsókn hennar. Frú Irene, sem var gift einum þekktasta málaflutningsmanni borgarinnar, hafði lært það mikið af samtölum hans við stéttarbræður sína, að hún vissi að fjárkúgun var ein- ungis hægt að hindra með fyllstu ró og stillingu og að hvert hik og hvert óróleikamerki fórn- ardýrsins jók aðeins frekju og yfirburði andstæðingsins. Fyrsta öryggisráðstöfunin sem hún gerði, var að skrifa elskhuga sínum stutt bréf, þar sem hún til- kynnti honum, að hún gæti ekki komið heim til hans á morgun, eins og þau höfðu komið sér sam- anum, og ekki heldur næsta dag. Sú óvænta og óþægilega uppgötv- un særði stolt hennar og hégóma- girnd, að svona óverðug og auð- virðileg manneskja skyldi hafa verið fyrirrennari hennar, sem ástkona hans og nú naut hún þess með hatursfullum tilfinningum að skrifa bréfið, þar sem hefni- girni og meinfýsi skinu út úr hverju orði. Hún hafði kynnzt þessum unga manni, sem ypr píanóleikari, af hreinni tilviljun, á kvöldskemmt un og varð áður en hún gerði sér fulla grem fyrir og næstum óvilj- andi, ástkona hans. Kaunveru- lega hafði hún aldrei þráð hann, hvorki andlega né líkamlega. Hún hafði gefið sig honum á vald og látið að vilja hans, án þess að þarfnast hans og án þess að þrá hann, sökum einhvers ístöðuleys- is gegn vilja hans og kitlandi for- vitni. Það var hvorki af líkamlegri þörf né andlegum áhuga sem hún hafði gert hann að elskhuga sín- um. Hún var fyllilega hamingju- söm við hlið auðugs, umhyggju- sams eiginmanns og tveggja barna sinna og naut þægilegrar, borgaralegrar og kyrrlátrar til- veru. En deyfð og tilbreytingar- leysi getur reynzt fullkominni hamingju næsta hættulegt. Gnægð er ekki síður þreytandi en skortur og þetta hættulausa öryggi í lífi hennar gerði ævintýr ið lokkandi og eftirsóknarvert í hennar augum. Svo, þegar þessi ungi maður birtist allt í einu hinum borgara- lega heimi hennar, þar sem karl- mennirnir dáðu aðeins hina „fögru frú“ í henni, með hávær- um gamanyrðum, en lítilli ást- leitni og án þess að þrá raunveru lega konuna í henni, þá fylltist brjóst hennar lokkandi eftirvænt ingu ,eins og á ungmeyjardögum hennar. I fari þessa unga manns var það þó sérstaklega eitt, sem laðaaði hana að honum, en það var hinn viðkvæmi tregablær — eins og skuggi af harmi — sem hvíldi yfir svip hans og einkenndi hann. í þessum trega þóttist hún skynja æðri veröld og hún teygði sig ósjálfrátt út fyrir takmörk sinna daglegu tilfinninga, til þess að skoða hana nánar. Hrósyrði, á hrifningarstund, kannske heitari og ákafari en tilhlýðilegt var, urðu þess valdandi, að hann leit frá hlóðfærinu til hennar. Og þetta fyrsta tillit greip hana sterkum tökum. Hún vapð gripin ótta, en fann jafnframt til unað- ar alls ótta: Samræður, þar sem hvert orð virtist hitað af ein- hverjum huldum funa, vakti og æsti forvitni hennar svo mjög, að hún hugsaði sig ekki tvisvar um, þegar henni bauðst nokkru síðar tækifæri til að hitta unga píanó- leikarann aftur á opinberum tón- leikum. Og brátt fór fundum þeirra að bera saman, án þess að um nokkra tilviljun væri að ræða lengur. Sú fullyrðing hans, að skilningur hennar og vinátta væru sér mikils virði, gladdi hana og kitlaði hégómagirnd hennar og þegar hann bauð henni heim til sin nokkrum vik- um síðar og kvaðst ætla að leika fyrir hana og hana eina, nýjustu tónsmíði sína trúði hún honum og tók boðinu. Kannske var það lika einlægur ásetningur hans, en hann drukknaði þá a.m.k. i koss- um og hinni óvæntu uppgjöf hennar og undanlátssemi. Fyrsta tilfinning hennar var hræðsla við það sem gerzt hafði. Þeir töfrar sem gert höfðu þetta samband svo freistandi, voru skyndilega rofnir og henni tókst aðeins að nokkru leyti að friða sektarvit- und sína með þeim kitlandi hé- góma, að hún hefði nú í fyrsta skipti og af sjálfsdáðum afneitað þeim borgaralega og óbreytta heimi, sem hún lifði í. Óttinn við síria eigin vonzku, sem þjáði hana fyrsta daginn, breytti þannig hé- gómaskap hennar í aukið dramb og stærilæti. En þær tilfinningar áttu þó ekki heldur langan aldur. Eðlishvöt hennar snerist til varn- ar gegn manninum og einkum og sér í lagi gegn hinu nýja og fram andi í fari hans, hinu frábrugðna, sem í fyrstu hafði vakið forvitni hennar og hrifningu. Eiginlega kærði hún sig ekkert um þessi drottnunargjörnu, ónær gætnu faðmlög, sem hún bar ó- sjálfrátt saman við hin við- kvæmu og ástríku atlot mannsins síns. En nú, þegar hún hafði einu sinni hrasað á vegi skírlífsins, kom hún til hans aftur og aftur, SAXA - KRYDD - SAXA 1) „Já, Siggi, ég vildi að Markús væri hérna“, sagði Sirrö. „Pabbi er íarinn að láta á sjá. Baráttu- þrek hans er ekki eins mikið og áður. — 2) Á sama tíma: „Jæja Markús, ferð þín er á enda“, sagði Oddur, „og ég verð að segja það, að hún tókst með afbrigðum vel“. —3) „Hvernig finnst þér að mér hafi tekizt, Oddur?“ spurði Dídí glettnislega og ástfangin. — „O, þér hefir líka gengið vel, frú Vaensson". án þess að verða hamingjusamari og án þess að verða fyrir von- brigðum, aðallega vegna eins kon ar skyldutilfinningar og vana- festu. Hún helgaði honum einn dag í viku, eins og tengdafor; eldrum sínum, en með þessum nýju tegnslum lagði hún ekki niður neitt af sínum gömlu venj- um, heldur tileinkaði sér bara fleiri. Þessi elskhugi breytti í engu hinni þægilegu tilveru henn ar og brátt virtist henni ævin- týrið jafnhversdagslegt og hin- ar leyfilegu skemmtanir. Nú fyrst, þegar hún átti að greiða hið raunverulega gjald fyrir ævintýrið, fór hún að í- huga gildi þess. Hún hafði frá barnæsku verið skemmd og van- in á kveifareskap með of miklu dekri og óhófi og þess vegna virtust þessi fyrstu óþægindi á lífsleið hennar ætla að verða henni um megn. Hún afsagði að gera nokkuð það, sem skert gæti andlegt áhyggjuleysi hennar og var þess albúin að fórna elskhuga sínum fyrir næði og þægindi. Að áliðnum degi kom sendi- maður með svarbréf frá elskhug- anum, þar sem hann grátbað, kvartaði og ásakaði, svo að hún fór að verða hikandi í þeim ásetn ingi sínum að binda endi á ævin- týrið, jafnframt því sem örviln- un hans gladdi hana og kitlaði hégómagirnd hennar. Friðill hennar bað hana heitt og innilega að finna sig sem allra fyrst, svo að hann gæti að minnsta kosti bætt fyrir brot sitt, ef hann skyldi hafa á einhvern hátt móðg að hana, eða gert óviljandi á hluta hennar. Og nú freistaði hinn nýi leikur hennar, að vera fúl og afundin við hann og láta hann ganga enn meira á eftir sér. Svo mælti hún sér mót við hann í lítilli veitingastofu, sem hún minntist skyndilega að hafði verið stefnumótsstaður nennar og ungs leikara, í gamla daga, þegar hún var unglingsstúlka. Hún gat ekki annað en bros- að, þegar hún hugsaði til þess að rómantíkin í lífi hennar, sem öll hjúskaparár hennar hafði farið þverrandi, skyldi nú byrja að blómgast aftur. Og það lá við að henni þætti vænt um að fund- um hennar og hinnar undarlegu kvenpersónu skyldi hafa borið saman daginn áður, vegna þess að við það urðu tilfinningar henn ar svo styrkar og örvaðar. að taugar hennar sem annars voru mjög rólegar, titruðu. □ O □ í þetta skipti fór hún í dökk- an, látlausan kjól og setti annan hatt á höfuðið, til þess að eiga það ekki á hættu, ef svo illa vildi til að sama manneskjan yrði á vegi hennar aftur, að hún þekkti sig. Hún hafði slæðuna tiibúna, til þess að hylja andlitið, en 3|Utvarpiö Föstudagur 20. júní: Fastir liðir eins og venjulega, 19.25 Tónleikar: Létt lög (pl.). 20. 30 Synoduserindi: Prestafélag Hólastiftis 60 ára (Séra Helgi Konráðsson prófastur á lauðár- króki). 21.00 Tónleikar af segul- böndum frá sænska útvarpinú. 21. 30 Útvarpssagan: „Sunnufell“ eft ir Peter Freuchen; VII. (Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur). 22. 10 Garðyrkjuþáttur: Edwald B. Malmquist talar við Guðrúnu Hrönn Hilmarsdóttur, húsmæðra- kennara um grænmetisneyzlu o. fl. 22.20 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Islands ' Þjóðleik- húsinu 3. þ.m. Stjórnandi: Paul Pampichler. Einleikari á selló: Erling Blöndal Bengtsson. 23.10 Dagskrárlok. Laugardagur 21. júní. Fastir liðir eins og venjulega. 14.00 „Laugardagslögin". 19.30 Samsöngur: Karlakórinn „Ad- olphina“ í Hamborg syngur. —• 20.30 Raddir skálda: „Hvíld á heiðinni", smásaga eftir Jakob Thorarensen. 21.00 Tónleikar. —• 21.15 Leikrit: „Borba“ eftir Bengt Anderberg. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.