Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 6
6 MORcrwnr 4ðið Föstudagur 20. júni 1958 Finnbjörn Hermannsson ísafirBi, áttrœöur Frá herbrúð kaupinu. Hallelúja hrúðkaup Möriu og Tryggva á Hjálpræðishernum Herbrúðkaup ÞAÐ er ekki oft sem blaðamenn vita ekki, hvað þeir eiga að gera við tímann. Þó kom það fyrir nú um helgina. í miðjum önnum blaðamannamótsins hugðumst við leita þeirrar andlegu sálubót- ar sem hverjum manni er nauð- synleg ,ekki sizt á sumrin, þegar enginn hefur áhuga á öðru en sjó og sólböðum og allur kúltúr landsmanna einbeinist að því að geðjast útlendingum og heyra þá segja að hér sé „vackert“ Auð- vitað er þetta allt gott og blessað og engin ástæða að amast við hlýju viðmóti. En stundum er þetta ekki nóg og við víljum eitt- hvað meira. Þar sem við gerðum ekki ráð fyrir því að heilagur andi kæmi yfir blaðamannamót- ið, löbbuðum við niður á Lækjar- torg, — og viti menn: fyrr en varði var Hjálpræðisherinn mætt ur og samkoma hófst. Við horfð- um á það sem fram fór eins og timbraðir farisear og tókum sér- staklega eftir ungri frekknóttri konu og svarthærðum manni sem stóð við hlið hennar, ungur og kraftalegur, en þó lágur vexti, einbeittur með þvermóðsku- snerkjur kringum munnvikin. Að vísu var þetta unga fólk ekki frábrugðið öðrum á neinn hátt, nema e. t. v. að því leyti einu að það virtist hamingjusamara en allur þorrinn, söng hærra en aðr- ir sínum guði til dýrðar og ekki alveg laust við að það skotraði augunum annað veifið í kringum sig unz þau mættust í Jesú nafni. Það var eitthvað á seyði. Það var eitthvað óvenjulegt að gerast innra með þeim og það var eins og herinn væri allur á nálum. Við biðum því í von um að eitt- hvað gerðist, litum á áhorfendur sem hlustuðu af athygli og gáf- um gaum að orðaskiptum tveggja róna, sem voru ekki aldeilis á því að frelsast: Kemur ekki til mála í þessu veðri, sögðu þeir og þóttust miklir karlar. Kannski voru þeir það líka í augum sumra áheyrenda. Vitnisburðum er lokið og nú á að syngja „síð- asta sálminn í dag“ en áður skal þess getið, að öllum er boðið á samkomu á miðvikudagskvöldið átjánda, þá fer fram herbrúð- kaup, Trygve og Marthe ætla að gifta sig. Allir velkomnir! Þá var skýringin fengin. Þetta var sann- arlega ferð til fjár. Stórfrétt! Eitthvað fyrir fólkið. Þeir gifta sig líka í hernum, hvílík dýrð, hvílík sæla. Við hentum skot- silfri í körfuna svo að klingdi í. Það var ekki um að villast, blaða menn fengu enn viðunandi kaup — eða voru þetta tveir 10-eyr- ingar? Þeir eru svei-mér-ekki blankir, þessir, sögðu rónarnir og buðu okkur dús. Svo var sam- komunni slitið. Við örkuðum af stað og gættum að því, hvort Marthe og Trygve leiddust. En þau voru horfin í mannþröngina. Þegar líða tók á þjóðhátíðar- daginn, vorum við búnir að fá nóg af „sjálfstæði landsins“ og „foringjanum mikla“ og hugð- umst ganga niður að Tjörn. Þar nutu endurnar „óskoraðs sjálf- stæðis“, enda minntust þær ekki á það. Engin þeirra hélt ræðu, engin minntist á „foringjann“ en samt gat engum blandazt hugur um, að þarna var hver steggur foringi sinnar kerlingar. Það var yndislegt veður eins og sjálfsagt er á þjóðhátíðardag og allir í góðu skapi. Hannes á Horninu líka. Þegar við höfðum notið sól- ar um stund, gengum við inn í bæinn aftur, framhjá Herkastal- anum. Þá rákum við augun í eft- irfarandi auglýsingu: Halleluja brúðkaup Mörtu og Tryggva annað kvöld kl. 8.30. Major Guld- brandsen stjórnar. Allir vel- komnir. — Á þeirri stund tókum við merkilega ákvörðun: við ætl- uðum að fara í brúðkaup næsta kvöld. Daginn eftir hittum við svo brúðhjónin að máli. Skömmu áð- ur höfðu þau verið gefin saman af sr. Bjarna Jónssyni, en hann bað vinsamlegast um, að þess yrði ekki getið og verður það ekki gert hér. Að vígslu lokinni var haldin mikil og dýrleg veizla. Þar var brúðhjónunum fagnað, þau brostu og voru glöð og ánægð, þau höfðu ekki „geng- ið í herinn“ til einskis. Skömmu áður en veizlan hófst ætluðum við að ná tali af þeim. Við hringdum. — Nei, hér er ekki hægt að tala við neinn, hér eru allir uppteknir. Hér er brúð- kaup. En þér getið hringt síðar ef þér viljið. Hvénær? Ég veit það ekki, það fer eftir því, hvað Frh. á bls. 14. HVERT mannsbarn á ísafirði þekkir hann, enda hefur hann verið þar búsettur síðustu 50 ár- in og á því marga vini og kunn- ingja. Enn er hann ungur í anda og útliti og vel á sig kominn þrátt fyrir árin. Engirtn, sem ekki veit betur, myndi trúa, að þar færi eldri maður en sextug- ur. Finnbjörn er Aðalvíkingur að ætt, fæadur að Læk í Aðalvík þ. 20. júní 1878, sonur hjónanna Hermanns bónda Sigurðssonar og Guðrúnar Finnbjarnardóttur, sem með ráðdeild komust vel af á þessari litlu jörð. Hann var námfús og fékk staðgóða mennt- un á unglingsárum sínum, en var snemma settur til vinnu og byrj- aði róðra sem háseti á fermingar- aldri; reri hann 3 vertíðir frá Læk og aðrar 3 frá Sæbóli. Arið 1897 réðst Finnbjörn sem verzlunarmaður til útibús verzl- unar Á. Ásgeirssonar á Hesteyri. Hafði verzlunarstjórinn þar, Sig- urður Pálsson (bi-óðir Gests skálds) komið auga á hæfileika Finnbjarnar og falazt eftir hon- um. Urðu þetta afleiðingarík þáttaskipti í ævi Finnbiarnar. Hann var frábitinn sjómennsku og stóð hugur hans til frekari mennta, en efnin leyfðu ekki. Tók hann því að sér þetta starf hjá Hesteyrarverzlun, sem svo var kölluð, og var við það til ársloka 1901, en þá réðst hann sem starfsmaður til aðalstöðvar verzlunarinnar, verzlunar Á. Ásgeirssonar á Isafirði og starf aði þar síðan meðan sú verzlun var við lýði, * eða þar til verzl- unin ásamt öllum útibúum henn- ar var seld Hinum sameinuðu ís- lenzku verzlunum, þ. 1. des. 1918. Voru störf Finnbjarnar við Ás- Brúðhjónin vígð undir fána hersins. Major Guldbrandsen bless- ar þau. Kapteinn Nielsen heldur á fánanum. sbrifar úr > daglega lifinu j Ónnum kafnar símastúlkur ¥jAÐ hefur verið minnzt á það áður hér í dálkunum, að sum ar þeirra stúlkna, sem vinna við símaþjónustu hér í Reykjavik Virðast hafa alltof mikið að gera Það er algengt að þurfa að bíða lengi eftir að ýmis fyrirtæki og Tbr/tn rG> stofnanir svari, þegar þangað er hringt og á þetta jafnvel við um símann sjálfan og önnur þjón- ustufyrirtæki. Forstöðumenn fyr irtækja ættu að athuga, hvort vesalings símastúlkurnar hjá þeim eru ekki svo störfum hlaðn ar að nauðsynlegt sé að fá þeim hjálparmey. Með því gerðu þeir hringjandi Reykvíkingum mik- inn greiða og ynnu um leið í þágu sinna eigin fyrirtækja. Endurbætt póstþjónusta EN'SKUM blöðum hefir nú að undanförnu mátt lesa- um þær stórfenglegu umbætur, sem verið er að gera á póstþjónustunni brezku, sem þó lengi hefir verið talin öðrum þjóðum til fyrirmynd ar. Sjálfur póstmálastjórinn kall- ar þær „revolution in the Post Office“. Vera má að eitthvað í sömu áttina sé í aðsigi hjá okkur. Þannig er nú verið að gerbreyta innréttingum í okkar General Post Office, pósthúskytrunni hérna í höfuðstaðnum, enda get- ur það varla talizt ótímabært. Vonandi fylgja þar með margar umbætur aðrar, þar á meðal sú, að það fari nú að verða úr sög- unni að allur bærinn þurfi að sækja ábyrgðarbréf sín á póst- húsið. Það fyrirkomulag má með sanni furðulegt heita. Ekki alls fyrir löngu var það ráð tekið, að skipta bænum í póst hverfi. Ef þetta greiddi á ein- hvern hátt fyrir afgreiðslunni. var það að sjálfsögðu heillaráð, en það mátti undur kadast að hverfin voru einkennd með þeirri löngu úreltu aðferð að nota nokk uð flókið bókstafakerfi, í stað tölustafa, eins og nú tíðkast hvar vetna. Tölurnar er auðvelt að muna, en hitt ekki, og aldrei mun vestan Atlantshafs hafa verið notað annað en tölur. 1 það horf ætti nú endilega að breyta hér. Bréfasmugur í pósthúsinu eru nú merktar, eins og vera ber; því að það léttir starf póstþjóna og flýtir fyrir. En hvers vegna er smugan fyrir bréf til útlanda merkt ,,Foreign“? Vitaskuld skilst þetta, en því ekki að nota sama orðið og enskumælandi þjóðir: „Abroad“? Og nú mætti sannarlega koma læsilegt skildi (orðið er Steingríms Thorsteins- sonar, ekki mitt; það er fallegra en skilti og eðlilegra) yfir dyr pósthússins. Vegna erlendra manna mætti það gjarnan vera ekki aðeins á íslenzku, heldur einnig á ensku, heimsmálir.u Það væri kurteisi við gesti okkar Landshornamaður. geirsverzlun jafnan fjölþætt; jafnhliða afgreiðslu- og skrif- stofustörfum var hann oft í ferða lögum, í fisk- og vöruflutningum og vörusölu fyrir verzlunina og naut hann mikils trausts og álits yfirboðara sinna, sem lengst af var Árni Jónsson, verzlunar- stjóri. Eftir að eigendaskipti voru orðin á verzluninni hélt Finn- björn áfram störfum hjá Hinum sameinuðu íslenzku verzlunrtm, og snemma árs 1919 gerðist hann verzlunarstjóri útibúsins á Hest- eyri. Gegndi hann því starfi næstu 7—8 árin, eða þar til Hin- ar sameinuðu íslenzku verzlanir voru lagðar niður með öllu og seldar í allar áttir. Síðan hefur Finnbjörn verið á „lausum kili“, en haft ýmis störf með höndum, stundað skrifstofu- störf jafnhliða því sem hann hef- ur verið löggiltur vigtarmaður o. fl þar til nú síðustu árin, sem hann algerlega hefur helgað konu sinni og heimili þeirra. Finnbjörn kvæntist árið 1905 Elísabetu Jóelsdóttur, ágætri konu, sem bjó þeim fagurt fyrir- myndarheimili. Héldu þau gull- brúðkaup sitt hátíðlegt fyrir þrem árum. Hafa þau átt 5 börn. Dó eitt þeirra í æsku, en hin fjögur eru öll löngu uppkomin, þrír synir og ein dóttir, Margrét, sem er gift Kristjáni Tryggva- syni, klæðskerameistara á ísaf., og er hún sú eina barnanna, sem enn dvelst á ísafirði. Öll eru börn þeirra hjóna hið mesta myndarfólk. Elísabet, kona Finnbjarnar, varð fyrir því óláni, að fá illsku í fót og hefur verið við rúm að mestu síðastliðin 20 ár. Hefur hún notið stakrar ástar og um- hyggju eiginmanns síns allan þann tíma, svo henni hefur ekki orðið þetta eins þungbært og bú- ast hefði mátt við, enda ávallt glöð og ánægð, þegar hún er heimsótt. Finnbjörn er og hefur alltaf verið mjög söngelskur. Hefur hann hljómþýða bassarödd og hefur sungið í flestöllum söng- félögum Isafjarðar fram á síð- ustu ár, lengst framan af undir stjórn Jóns sál. Laxdal og síðan Jónasar Tómassonar. Þá hefur hann og verið í kirkjukór Isa- fjarðar upp undir 50 ár og sungið við flestallar guðsþjónustur og jarðarfarir á þeim tíma. Við Finnbjörn vorum sam- verkamenn við Ásgeirsverzlun í full 17 ár og á ég ekkert nema góðar endurminningar frá þeirri samvinnu. Vil ég að endingu þakka Finnbirni, ekki eingöngu fyrir samstarfið, heldur einnig fyrir tímann, sem liðinn er síðan og alla hans órofa tryggð og vin- áttu mér og mínum til handa. Ég óska þessum góða og gamla vini mínum alls góðs á komandi árum, sem ég vona að verði mórg og ánægjurík. Jón Grímsson. HÖRÖUR OLAFSSON málflutnmgsskril'stofa. Löggiltur dómtúikur og :kial- þýðandi í ensku. — Austurstraetí 14. Sími 10332

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.