Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 13
Fösfudagur 20. júní 1958 MORGVNBLAÐIÐ 13 Valgerður Crímsdóttir \rá Óseyrarnesi — Minningarorb í DAG verður borin til grafar sæmdarkonan frú Valgerður Grímsdóttir frá Óseyrarnesi, er lézt á heimili dóttur sinnar hér í bæ hinn 13. þ. m. á 84. aldurs- ári. Valgerður var eitt af þjóð- hátíðarbörnunum, sem nú taka óðum að týna tölunni. Hún var fædd í Óseyrarnesi í Stokkseyr- arhreppi hinum forna 4. okt. 1874, og voru foreldrar hennar Grímur óðalsbóndi og sýslu- nefndarmaður í Nesi Gíslason og kona hans Elín Bjarnadóttir. Grímur var sonur Gísla formanns Þorgilssonar á Kalastöðum og Sesselju Grímsdóttur bónda í Traðarholti Jónssonar bónda á Grjótlæk Bergssonar hreppstjóra í Biattsholti Sturlaugssonar, sem Bergsætt er frá komin. En Elin í Nesi var dóttir Bjarna hrepp- stjóra í Nesi Hannessonar bónda á Baugsstöðum Árnasonar, en kona Hannesar á Baugsstöðum var Elín Jónsdóttir hreppstjóra og óðalsbónda á Stokkseyri Ingi- mundarsonar í Hólum Bergsson- ar hreppstjóra í Brattsholti, og áttu þau Neshjón, Grímur og Elín, því bæði til Bergsættar að telja. Börn þeirra og systkini Valgerðar, sem upp komust, voru þau Páll hreppstjóri í Nesi í Selvogi, Bjarni verzlunarmað- ur á StokkseyTÍ, síðar fiskimats- maður í Reykjavík, Sigríður, kona Þorkels formanns á Eyrar- bakka Þorkelssonar frá Óseyrar- nesi, Guðmundur stúdent og Bjarni yngri. Eru þau systkinin nú öll látin^ börn Gríms í Nesi. Valgerður ój6t upp á hinu fjöl- menna og umsvifamikla heimili foreldra sinna við nám og vinnu. Heimiliskennari í Nesi var Brynjúlfur fræðimaður frá Minna-Núpi. Á uppvaxtarárunum lærði Valgerður m. a. fatasaum hjá Þórdísi ljósmóður á Eyrar- bakka og að leika á harmoníum hjá Elísabetu, dóttur séra Jóns Björnssonar. Hélt Valgerður þeirri kunnáttu sinni við fram á seinustu ár. Hún giftist árið 1896 Gísla skósmið Gíslasyni frá Skúmsstöðum á Eyrarbakka. Byrjuðu þau búskap á Skúms- stöðum, en fluttust þaðan að Eystra-íragerði í Stokkseyrar- hverfi. Þar bjuggu þau í 25 ár (1900—1925), unz þau fluttust búferlum til Reykjavíkur, þar sem þau áttu heima síðan. Val- gerður missti mann sinn árið 1953, en síðustu missirin dvaldist hún til skiptis hjá börnum sín- um. Börn þeirra Gísla og Val- gerðar voru þessi: Elín, er jafnan var með móður sinni og lézt á síðastliðnu ári, Sigurjón, missti ungur heilsu upp úr kíghósta- veiki, Guðný, kona Sigurðar Bjarnasonar múrara í Reykjavík, og Óskar ökukennari í Reykja- vík, kvæntur Ingileifi Guð- mundsdóttur úr Önundarfirði. Valgerður var kona framúr- skarandi dugleg, að hverju sem hún gekk, tápmikil og vel verki farin. Þurfti hún sem margir aðrir mjög á því að halda um dagana. En tvennt var það, sem einkenndi hana sérstaklega og létti henni byrðar lífsins. Annað var hin frábærlega góða skap- gerð hennar, létta og glaða lund, sem aldrei brást, jafnvel ekki í löngu stríði vegna veikinda hennar nánustu. Hitt var ást v- hennar á söng og hljóðfæraslætti, sem hún bar í brjósti alla ævi og var henni án efa í blóð borin sem mörgum í hennar ætt. Sjálf hafði hún góða söngrödd. Meðal annars söng hún í mörg ár í kirkjukór Stokkseyrarkirkju undir stjórn frænda síns, Gísla Pálssonar í Haftúni bróður Is- ólfs. Ávallt þegar vinir og frænd- ur komu saman og tekið var lag- ig, var Valgerður þa~ fremst í flokki um söng og glaðværð. Með Valgerði Grímsdóttur er síðasti fulltrúi systkinahópanna mannvænlegu af báðum bæjun- um í Nesi horfinn af sjónarsvið- inu. Henni fylgja á veg þakk- látir hugir ættingja og vina sem og allra þeirra, er kynntust við hana á langri ævi, — þakklátir fyrir sólskinsbletti og gleði- stundir i návist hennar. Gúðni Jónsson. Þorvaldur Ari Arason, hdl. LÖGMANNSSKRIFSTOFA SkólavörðuBtig 38 «/o Hdll Jóh.MarIrlfsrun h.f- - Pósth 621 Sima* IS116 og 15417 - Simne/nt. 4»i Síldarstúlkur Nokkrar síldarstúlkur vantar á síldarplan á Siglufirði. Kauptrygging og gott húsnæði. Upplýsingar gefur: Uppl. gefur Helgi Eyjólfsson, sími 136, Keflavík. NÝ SEIMDING amerískir morgunkjóiar Qw&o* SALT CEREBOS 1 HANDHÆGU BLÁU DÓSUNUM. HEIMSpEKKT GÆÐAVARA Happdrœtti Sjálfstœðisflokksins býður yður upp á glœsilegustu bifreið ársins Plymouth-Savoy bifreið (1958) • Dregið verður í happdrættinu á þriðjudag, 24. þ.m. \ 0 Þeir, sem fengið hafa senda miða eru vinsamlegasf boðnir að gera skil nú þegar. 0 Afgreiðslan í Sjálfstæðishúsinu er opin í dag til kl. 7 síðd., sími 17104. 0 Hin glæsilega bifreið er fil sýnis við Úfvegsbankann í Ausfursfræfi og þar má einnig fá keypta miða. 0 Eflið sfarfsemi Sjálfsfæðisflokksins með því að kaupa miða og freisfið gæfunnar um leið. llappdrætti Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.