Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 9
Föstudagur 20. júní 1958 M o R G V y n 1. 4 Ð 1Ð 9 t a u m r ð u m s a g t Hœnsnabygg handa les- endum Morgunblaðsins Rabbað v/ð ísleif Gislason hálfniræðan ÍSLEIFUR Gíslason, Sauðár- króki, er hélfníræður í dag. Hann er fæddur í Ráðagerði í Leiru, sonur þeirra hjóna Elsu Dorotheu Jónsdóttur og Gísla Halldórssonar, bónda og útgerðar manns. Isleifur stundaði lengi barna- og unglingakennslu, síð- ast á Sauðárkróki, þar sem hann býr nú og rekur smáverzlun: — Hún á að sjá mér farborða í ellinni, segir hann, eða eigum við heldur að segja, að hún gegni því merkilega hlutverki að halda í mér líftórunni. Ójú það er víst rétt, ég skrimti. ísleifur hefur lengi verið eitt mesta kímniskáld á Króknum og er vinsæll maður, enda skemmtilegur og hlýr í við- móti. Þegar við ætluðum að hafa tal af honum fyrir skömmu, sagði hann að það yrði engin mynd á því: — Ég er orðinn svo sljór og minnislaus, að ég man ekki frá nefinu til munnsins. Ef þið viljið, get ég sagt ykkur ein- hverjar sögur, sumar hafa víst birzt áður, en ég man ekki, hverj- ar þær eru, það verður þá að hafa það. Jú, minnið er tekið að bila og ég er ekkert feiminn að kannast við það. Því til sönn- unar get ég lofað ykkur að heyra vísukorn: Hrakar bæði heyrn og sjón, sem hafa starfi skilað, en heilsu minni tel ég tjón, að toppstykkið er bilað. Það er nú það. Ef þið ætlið að spyrja mig um ævi mína, farið þið bónleiðir til búðar. Ég man ekki orðið nokkurn skapað- an hlut, ég er orðinn eins og flaska, sem ekki er hægt að taka tappann úr. Sennilega mundi ég þó muna einhverjar sögur og nokkur vísukorn, ef þið vilduð. ísleifur segist hafa mikinn áhuga á stjórnmálum, og eins og oft er, verður þólitíkin honum tilefni vísna: í höfuðstað landsins ei hundur má sjást, og hygg ég það ákvæði rétt, en ein er þó tík þar, sem aldregi brást, að elti þar sérhverja stétt. Þeir kalla hana pólitík, flokkarnir fimm, og fæða hana allir í senn. Hún spangólar, urrar og geltir svo grimm og glefsar í flest alla menn. Eftir bæjarstjórnarkosningarn- ar í vetur komu foringjar allra stjórnmálaflokkanna í útvarpið og fluttu, ræður. Ræddu þeir um niðurstöður kosninganna og varð þá þessi vísa til: Af kosningunum kynnt oss var, að kempur margar hröpuðu. Allir sigra unnu þar, en einkum þeir sem töpuðu. Og svo eru hér tvær vísur um verðbólguna, þær eru svona: Verðbólgan með veldið sitt, virða þjáir flesta, Viltu, Gudda, í vestið mitt vísitölu festa. Að hafa allt á hælunum hiella náði smalarm, slitnaði burt úr buxunum bölvuð vísitalan. Já, svona er nú þetta. Ég gríp oft til þeirra Guddu og Björns, þeg ar ég þarf að búa til vísu, en ekki veit ég deili á þeim skötu- hjúum. Við mæðiveikifaraldur hann Björn minn löngum bjó, svo búskapurinn illa gekk og lítið fékkst úr sjó. Svo bólgnaði í honum botnlang- inn, sem botnlanga er siður, og Björn var skorinn upp, en rollurnar hans niður. Eftir þetta raulaði Gudda þessa bölsýnisvísu: Mörgum eykur mótlæti, mæðiveiki og botnlangi. Enginn friður er hér meir, npp og niður skera þeir. Við fórum nú að rabba saman um æsku ísleifs og hafði hann þá mest gaman af að segja okkur ýmsar sögur, bæði af skringilegu fólki, sem hann hafði kynnzt og strákapörum sínum. Við komum okkur saman um, að drengirnir á bænum hefðu í mörgu líkzt Knold og Tott, að minnsta kosti hefði náttúra þeirra staðið tii sömu hluta: — Þegar við strák- arnir vorum átta eða níu ára, lék- um við okkur oft að smáskútum á pollum og tjörnum og komum þá stundum heim rennblautir í fæturna. Dag nokkurn hafði ég vöknað þrisvar sinnum og þegar ég kom 'heim í síðasta skiptið, rennvotur, sagði móðir mín, að ég fengi ekki fleiri sokka. Ég skyldi fara upp í rúm, setjast ofan á teppið og fengi ég þá eitthvað að dunda við. Svo lét hún mig fá kindarvölu og stóran bandhnykil og sagði mér, að vinda hann upp. Er ég hafði lokíð því, fór ég að kasta hnyklinum yfir á rúmið, þar sem vinnu- maðurinn sat. Sá hét Jón og var kallaður Jón nefur, því að hann hafði afar stórt og þunnt neí.Karl inn sat á rúmstokknum og kembdi ull. Henti hann hnykl- inum alltaf til mín aftur og gekk svo um stund. Fór ég að færast í aukana, kastaði hnyklinum af meira afli en áður og einu sinni þegar ég hafið hent, datt karlinn afturábak í rúmið og lá þar hreyf ingarlaus eins og dauður væri, með kambana ofan á brjóstinu. Nú þóttist ég viss, um að ég hefði meitt karlinn, eða jafnvel drepið hann. Datt mér þá í hug þjóðsaga nokkur, sem ég hafði heyrt, þar sem frá því var sagt, að tröll áttu fjöregg, sem ekki mátti sprengja, þá var þeim dauð inn vís. Fannst mér, að nef Jóns væri sömu náttúru og mundi hnykillinn hafa lent i því. Von- aðist ég til þess, að karlinn mundi rísa upp þá og þegar og hreyta í mig ónotum, en svo varð ekki. Fór mér ekki að verða um sel, datt í hug að fara til mömmu, því að þangað var alltaf leitað, þegar í nauðir rak, en af því að ég hélt að karlinn væri dauður, þorði ég það ekki og var helzt á því að fara út í hesthúskofa sem stóð í túninu. Mér datt í hug að laum- ast þangað og fela mig. En við nánari athugun þóttist ég þess fullviss, að það yrði farið að leita að morðingjanum og þá mundi ég finnast þar. Þótti mér öll sund lokuð og fór að skæla, en þá rís karl upp aftur og segir: „Það var naumast þú hentir, drengur minn.“ Hef ég aldrei orðið neinu ávarpi jafnfegiiin. Jón nefur var lítilmenni, en þótt- ist þó vera talsverður bógur. Einu sinni voru þeir faðir minn að gera við grjótgarð, sem var í kringum túnið; með föður mín- um var annar vinnumaður. Allt í einu heyra þeir mikið vein og hljóð, þar sem Jón var. HlupU þeir til hans og héldu, að hann hefði stórslasað sig. Þegar þeir komu að honum, stóð karl í keng og strauk iærið í ákafa. Þeir spurðu hann, hvort hann hefði brotnað eða meitt sig: O-nei, seg- ir þá Jón og rís upp, ekki er það nú, það bara fór stykki úr lærinu á mér. í annað skipti kom hann heim með slógskrínu á bakinu neðan frá sjó. Þegar hann er kominn rétt heim að húsdyrun- af þar. Hann fer af stað með trogið. en þegar hann kemur á frammíþóftuna, er hann stöðvað- ur af þeim sem þar sitja og spurður, hvert hann ætlaði með trogið. Hann sagði sem var, en þeir ráku hann öfugan til baka og sögðu honum, að fiskurinn væri ekki eins viðkvæmur og ég hefði sagt. f annað skipti sátum við á tregum fiski og höfðum litla beitu. Þá ráðlagði ég honum að beita sjóvettlingum sínum og vita, hvort hann yrði var á þá, en þorskurinn vildi heldur grá- sleppuræksni en óróna sjóvettl- inga, svo að lítið varð af veiði. Orónir sjóvettlingar voru mjög stórir, en þegar þeir höfðu þófnað á árahlummum, minnkuðu þeir til muna og urðu allra vettlinga hlýjastir. Þá var sagt, að þeir væru kútrónir. Mátti heita, að ísleifur Gíslason um, dettur hann kylliflatur á slíkir vettlingar héldu vatni Þeir grúfu. Vinnustúlkan, sem þar var að þvo plögg á stéttinni, hljóp til og losaði hann við skrínuna, spurði hann síðan hvort hann hefði ekki meitt sig mikið: O-nei, sagði karl, ekki tel ég það. það bara slitnaði sin. — í mínu ung- dæmi var það alvanalegt, að bændur fyrir austan fjall sendu syni sína, unga pilta, til að lama sjó sem þá var kallað. Komu margir suður í Leiru þessara er- inda, enda góð sjósókn þaðan. Piltar þessir kunnu auðvitað ekkert til sjávarverka, en áttu að læra af heimamönnum. Urðu þeir því stundum fyrir barðinu á okkur strákunum, eins og oft vill verða, enda leituðu þeir oft- ast til okkar jafnaldra sinna þótt við leiðbeindum þeim ekki alltaf eins og til var ætlazt. Einu sinni kom til föður míns ungur piltur að læra sjó. í fyrsta róðrinum þurfti hann að kasta af sér vatni, sem ekki er í frásögur færandi. Hann leitaði nú ráða hjá mér, hvernig hann ætti að snúa sér í þessu viðkvæma máli og sagði ég honum, að hann mætti ekki undir neinum kringumstæðum pissa í bátinn og því síður í sjó- inn, því að þá yrðum við ekki lífs varir. Spurði hann mig þá, hvernig hann ætti að fara að og sagði ég honum, að hann skyldi sækja austurstrogið sem var geymt aftur við skut, farft með það fram í barka og ijúkí. sér voru því hið þarfasta þing í kulda og slæmum sjó. Isleifur sagði okkur margt fleira af Leirunni og æskuárum sínum þar, en stað- næmdist við ýmsar skringilegar sögur, sem hann mundi eftir af undarlegu fólki. Einkum var hon um tíðrætt um Vilhjálm nokkurn á Stóra-Hólmi, en kvaðst þó mundu segja okkur tvær sögur aðrar, áður en hann snert sér að honum: í nágrenni við okkur bió kerling nokkur, sem Guðrún hét ásamt manni sínum Birni að nafni. Hann var vanur að fara í kaupavinnu upp í Borgarfjörð Hálfum mán. eftir að Björn var farinn upp í Borgarfj. kom grann kona Guðrúnar til hennar og spurði hana m. a. hvort hún hefði ekki frétt neitt af Birni — Nei, það er nú eitthvað ánnað segir Guðrún, þó skrifaði ég hon- um hálfum mánuði eftir að hann fór uppeftir og hef ekkert svar fengið. Ég er orðin sannfærð um að annaðhvort hefur Björn mis farizt eða bréfið dáið! Var kerl ing þessi fræg fyrir ýmiss konar mismæli og fljótfærni. Fyrir um það bil hálfri öld reri ég á Aust fjörðum nokkur sumur, eins og þá var títt. Þegar Norðmenn fóru að veiða síldina fyrir Norð urlandi, tók fólk að flykkjast þangað til að þéna peninga. Einu sinni vildi svo til, þegar við ætl- uðum heim, að nokkrir sjómann- anna misstu af skipsferð og kom- ust ekki suður með öðrum hætti en taka Thyru til Færeyja Þar biðu þeir svo í 3 daga tóku á leigu eldgamlan beituskúr og lifðu við lítinn kost þangað til Laura kom við á leið til Reykja- víkur. í för þessari var Sigurður nokkur Gunnarsson, sem nú er nýlátinn. Var haft við orð, að honum hefði fundizt svo mjög til um þetta ferðalag, að hann hefði alltaf sagt, þegar á það var minnzt: Þegar ég var erlendis! Á þessum árum þótti mikið um það Vert að vera „sigldur'*. Þegar fátæktin var sem mest á íslandi, þótti hver sá maður með mönnum, sem hafði komizt út fyrir landsteinana, það skipti þá ekki svo ýkja miklu máli, hvort þeir höfðu farið á konungs- fund eða Brimarhóim. Nú fór ísleifur að seg.Vi okkur af Vilhjálmi á Stóra-Hólmi í Leiru: — Vilhjálmur þessi var 'Sigurðsson og hét kona hans Sigríður, en ekki man ég hvers dóttir hún var. Þau áttu nokkur börn og komu tveir synir þeirra einkum við sögu. Vilhjálmur var bróðir Símonar, sem kallaður var æ-jú“ og bjó við fátækt sudur. Miðnesi. Vilhjálmur var nafn- kenndur fyrir fyndni, háð og neyðarleg tiisvör og sagði mein- ingu sína á þann hátt. að alltaf hitti í mark. Þá glotti hann við tönn. Hann var greindur maður, hár vexti, holdskarpur, og svart- ur á hár og skegg; kemur mér hann alltaf í hug, þegar ég les lýsingu Njálu á Skarphéðni. Hann fór á fullorðinsaldri vestur til Bandaríkjanna ásamt Sigríði konu sinni, en kom aftur vegna þess að honum leiddist fyrir vest- an. Sigríður var eftir í Ameríku og fréttist lítið af henni, eins og þá var venja, því að samgöng- ur voru ólíkar því, sem nú er og þótti gott, ef maður fékk eitt bréf á ári frá vinum og vanda- mönnum. Lausafrétt kom una það, að Sigríður kona Vilhjálma væri dáin. Nokkru síðar fékk Vilhjálmur bréf að vestan, og er menn vissu það, heimsóttu þeir karl og spurðu frétta. Einn spurði, hvort það væri rétt, að Sigríður hans væri dáin. Hann svaraði: — Ekki gat hún um þa* bréfinu sem hún skrifaði mér, að hún hefði dáið síðan við skild- um. — Þegar við strákarnir vor- um duglegir að hjálpa til við að- gerð á fiski á netjavertíðinni, var okkur stundum gefinn þorskur, sem við máttum eiga og veika til innleggs. Eignuðumst viS þannig nokkra fiska og mátcum taka út á þá sjálfir. Voru betta kölluð lausakaup. Ekki máttum við þó taka út sælgæti eða annan óþarfa. Einu sinni þegar Vil- hjálmur gamli kom úr kaupstaS ásamt tveimur sonum sínum, tek ur hann eftir því, að strákarnir eru að éta eitthvað úr bréfstikli. Líkaði honum illa, að þeir skyldu vera að háma í sig sælgæti, en þeim heíir sennil. ekki fundizt þeir hafa neitt þarfara að gera, enda of ungir til að vera undir ár- um. Karl spyr: Hvað eruð þið að éta strákar? — Rúsínur, segja þeir. — Jæja, segir þá karl, finnst ykkur þetta ekki vera nokkuð dýrt skepnufóður? Einu sinni var hann staddur í búð í Keflavík og hafði tekið sér brenni vín á kút, þá kom kunningi hans í búðina og bauð Vilhjálmur hor.- um að dreypa á kútnum. Maður- inn var vínhneigður og minntist nokkuð lengi við kútinn og þótti Vilhjálmi nóg um. Hann segir þá við kunningja sinn: — Mér þætti vænt um ef þú vildir gjöra svo vel að hrækja út úr þér gjörðun- um. — Ekki var Vilnjálmur drykkfelluur, en þótti þo gott í staupinu. Eins og kunnugt er, var það siður margra að r.aka sér á flösku, þegar farið var i »kaup- staðinn. Gerði Vilhjalmur það stundum. Einu sinni kom hann sjóveg frá Keflavík. Var nokk- uð drukkinn. Settist á stein i kampinum, á meðan piltar brýndu bátnum upp úr sjó. Sig- ríði bar þar að og sér að Vil- hjálmur er drukkinn víkur sér Frh. á bls. II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.