Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 20. júní 1958 MoncrwnT 4ðið 3 — Lófatak Framh. af bls. 1 Frá Vínarborg berast þær fréttir, að lögreglan í Ungverja- landi hafi verið kvödd út til að vera viðbúin alvarlegum átökum síðustu dagana, en í Budapest og öðrum borgum hefur gætt mikils óróa, segir í fréttum AFP. Við öll götahorn í Búdapest hafa ver- ið settir vopnaðir lögregluþjón- ar, segja austurrískir ferðamenn nýkomnir frá borginni. Ennfrem- nr hafa borizt fregnir af mikl- um herflutningum á svæðunum við austurrísku landamærin. Veikir traust Vesturveldanna Macmillan forsætisráðh. Breta, sagði í neðri málstofunni í dag, að aftökurnar hefðu leitt til hörmulegs ástands og komið eins og reiðarslag yfir brezku þjóð- ina, í lávarðadeildinni sagði markgreifinn af Landsdowne fyr- ir hönd ríkisstjórnarinnar, að af- tökurnar hefðu rýrt mjög alvar- lega það traust sem vestræn ríki gætu borið til Sovétríkjanna og áforma þeirra, bæði að því er snerti ráðstefnu æðstu manna og lausn annarra alþjóðlegra vanda- mál. Vonsvipting Meðlimir vestur-þýzka sam- bandsþingsins í Bonn stóðu þögl- ir í tvær mínútur í byrjun þing- fundar í dag til að minnast og sýna virðingu fórnarlömbum ógnarstjórnarinnar í Ungverja- landi. Forseti þingsins sagði, að nú hefði heimurinn enn fengið sönnun þess, að allar tilraunir til að koma á skynsamlegum sam- skiptum við Rússa og kommún- istaríkin væru vonlausar um ó- fyrirsjáanlegan tíma. Mótmæli við Dani Rússneska Tass-fréttastofan skýrði frá því í dag, að Grómýkó utanríkisráðherra hefði kalláð fyrir sig danska sendiherrann í Moskvu og lýst yfir mótmælum við dönsk stjórnarvöld vegna þeirra fjandsamlegu atburða sem átt hefðu sér stað við rússneska sendiráðið í Höfn með samþykki dönsku stjórnarinnar. Við þetta tækifæri voru nokkrar rúður brotnar, og hefur danska stjórn- in þegar boðizt til að láta setja nýjar rúður í gluggana. Fundur við Krúsjeff í Moskvu var tilkynnt að sendi herra Júgóslava hefði átt fund við Krúsjeff forsætisráðherra. Micinovic sendiherra hafði sjálf- ur farið fram á þennan fund. Tass-fréttastofan segir ekki frá því, hvað rætt hafi verið á þess- um fundi. Lófatak þingmannh í Búdapest klöppuðu þingmenn lof í lófa þegar varaforsætisráð- herrann, Apno, las þeim form- lega tilkynningu um dauðadóm- ana og aftökurnar. Ungverska þjóðin hefur loksins gert upp sakirnar við þessa glæpamenn, sagði hann. Þeir menn á Vestur- löndum, sem gera veður út af því að ungverska þjóðin hefur gert upp. reikningana við gagnbylt- ingarmennina, verða að gera sér ljóst, að í Ungverjalandi hcfur barátta verkalýðsstéttarinnar verið útkljáð í eitt skipti fyrir öll. Janos Kadar framkvæmda- stjóri kommúnistaflokksins og Muennich forsætisráðherra sátu í bekkjum sínum en tóku ekki til máls. Ummæli Adenauers 1 Bonn lét Adenauer kanslari svo ummælt við erlenda frétta- menn, að hann gerði ekki ráð fyrir að Rússar hefðu hrundið aftökunum í Ungverjalandi af stað til að koma í veg fyrir ráð- stefnu æðstu manna, heldur ætti þetta að vera rothögg á hina svo- nefndu „endurskoðunarstefnu“ í kommúnistaríkjunum. Ef Rússar ætluðu að koma í veg fyrir ráð- stefnu æðstu manna, mundu þeir gera það með þeim hætti, að hægt væri að skella skuldinni á Vesturveldin, Aldrei hefir annar eins manngrúi verið saman kominn við íþróttasvæði Akureyrar og 17. júní sl. Fjölbreytt hátíðahöld á Akureyri 17. júní AKUREYRI, 18. júní. — I glamp- andi sólskini fögnuðu Akureyr- ingar þjóðhátíðardeginum.Aldrei hefur hvílíkur fjöldi verið saman kominn á Ráðhústorgi eða á hinu nýja íþróttasvæði. Um morgun- inn voru fánar dregnir að húni og milli kl. 9 og 10 ók blómum prýddur bíll um bæinn með hljómsveit og þul innanborðs. — Ávarpaði þulurinn bæjarbúa, en hljómsveitin iek fjörug lög. Kl. 10,30 var hátíðaguðsþjónusta í kirkjunni og þjónuðu báðir sókn- arprestar bæjarins. Eftir hádegið tók Lúðrasveit Akureyrar að leika á Ráðhústorgi, en þangað flykktist fjöldi fólks. Þar setti forniaður þjóðhátíðarnefndar, Jón Ingimarsson, hátíðina, en frú Leikfélag Akureyrar efnir til leikíarar um nágrennið AKUREYRI, 18. júni. — Leik- félag Akureyrar efnir til leik- fara um tvær næstu helgar og mun sýna gamanleikinn „Tann- hvöss tengdamamma" í sviðsetn- ingu Guðmundar Gunnarssonar, en þar leikur Emelía Jónasdóttir aðalhlutverkið sem gestur. Á- formað er að sýna á Sauðárkróki nk. laugard. og sennilega á Dalvík á sunnudag. — I næstu viku verða svo tvær til þrjár sýningar á Akureyri, en um aðra helgi verða sýningar á Húsavík og í Mývatnssveit. Þessi leikur var sýndur hér í bænum í vetur við miklar vin- sældir, en þá var fannkynngi hér á Norðurl. svo mikið, að sam- göngulaust var við sveitir og ná- grannahéruð. Þessi leikför er far- in vegna eindreginna óska ým- issa aðila hér í nágrenninu. —vig. Þjóðhátíð í Stykkishólmi STYKKISHÓLMI, 18. júní. — 17. júní var Stykkishólmur fán- um prýddur. Fjöldi manns safn- aðist saman fyrir framan skrif- stofur hreppsins, þar sem lúðra- sveitin lék í bezta veðri. Skrúð- ganga var gengin undir lúðra- blæstri inn á íþróttavöll. Þar flutti Sigurður Ágústsson alþm. ávarp. Sigrún Guðbjörnsdóttir las hátíðaljóð og Ólafur Jónsson frá Elliðaey frumort kvæði. Þá voru margs konar íþróttir, en um kvöldið var dans í samkomuhús- inu. Almenn þátttaka var í hátíða höldunum, sem fóru einstaklega vel fram. —Árni. Björg Baldvinsdóttir leikkona flutt ávarp í gervi fjallkonunnar. Þessu næst var haldið út á íþrótta leikvang bæjarins, og þar hófst fjölbreytt dagskrá. Magnús E Guðjónsson bæjarstjóri flutti lýð veldisræðu, en Þórir Sigurðsson, nýstúdent úr M.A., flutti minni Jóns Sigurðssonar. Þá var keppt í frjálsum íþróttum og var það stigakeppni UMSE og ÍBA. Höfðu Eyfirðingar sigrað í fyrra, en nú snerist það við og Akureyringar FORDINN var keyptur í verk- smiðjunni í Detroit og síðan fluttur til New York. Þaðan sjóleiðis til Liverpool á Eng- landi — og landveginn til Leith og að síðustu hingað heim með skipi, sem kom til Reykjavíkur þann 20. júní árið 1913. Það var Sveinn Oddsson, sem talaði, einn hinna þriggja Vestur- íslendinga, sem hingað eru komn- ir í boði ýmissa hérlendra aðila í tilefni þess, að í dag eru liðin 45 ár síðan V-íslendingarnir fluttu inn fyrsta Ford-bílinn — en segja má að með honum hefjist í rauninni saga bílsins á íslandi. V-íslendingarnir, sem hér eru staddir, eru Páll Bjarnason og kona hans Guðrún, sem aldrei hafa komið hingað áður. Sveinn var með bílinn hér fyrsta sumar- ið ásamt Jóni Sigmundssyni, sem ekki gat komið með þeim hingað sökum vanheilsu. o—o—o — í rauninni var það séra Jakob Lárusson, sem var upp- hafsmaður bílakaupanna, sagði Sveinn. Hann var prestur hjá okkur vestra um skeið. Hann lagði fram 100 dollara, Sigfús Bergmann aðra 100, en Páll af- ganginn, en þá kostaði bíllinn 750 dollara. Páll kostaði líka flutning bílsins og för okkar Jóns hingað, sagði Sveinn, en Jón hafði kynnt sér bílaviðgerðir. — Það var þó nokkuð hægt að aka hér um bæinn, fyrsta ferð okkar Jóns var upp að Árbæ, en síðar fórum við til Keflavíkur og vorum ekki nema hálfa aðra klukkustund suður eftir — það þótti fljót ferð í þá daga. Með okkur voru þrír menn, þar á meðal þeir Gísli og Baldur Sveinssynir. En okkur Jóni dvald ist suður frá svo að þeir Gísli og Baldur gengu aftur til Reykja- víkur — og voru' á undan okk- ur heim. — Já, við fórum víða, til Þing- valla, að Ægissíðu, Fellsmúla — I og alla leið austur að Rangá, en fóru með sigur af hó’mi Lúðra- sveit Akureyrar lék milli atciða Síðast var knattspyrnukappleik- ur milli nútíðar og framtíðai þ. e. yngri en 21 árs. Hinir eldri sigruðu með litlum’ mun. Um kvöldið var dagskrá á Ráðhús- torgi og var þar bæði söngur, upplestur og gamanþættir til skemmtunar. Einnig var fluttur kafli úr íslandsklukkunni. Þá sungu karlakórar bæjarins, en að lokum var stiginn dans fram eft- ir nóttu. Um daginn voru barna- skemmtanir í kvikmyndahúsum bæjarins. Öll voru hátíðahöld þessi hin ánægjulegustu, dag- skrá fjölbreytt og skemmtileg. —vig. þar sat bíllinn fastur og Geir Zoega, sem þá var að byggja brú þarna, lánaði okkur menn til þess að draga bílinn upp með okkur. o—o—o — Viðtökurnar, sem við feng- um hér, voru mjög góðar — yfir- leitt, enda þótt ekki færi hjá því, 'að við yrðum töluvert varir við að fólk hafði ekki ýkjamikla trú á þessu samgöngutæki, sagði Sveinn. Fáeinir höfðu jafnvel ó- beit á bílnum — og ég minnist þess, að skömmu eftir komuna fékk ég mjög kjarnyrt hótunar- bréf frá manni einum, sem hafði það að atvinnu að flytja fólk milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur á hestum — að ég held. Bíllinn gerði auðvitað strik í reikninginn hjá honum — og hann var fjúkandi vondur út í okkur. o—o—o — En tæpu ári síðar komst bílamálið fyrst alvarlega á dag- skrá á opinberum vettvangi, þeg- ar Jónatan kaupmaður flutti inn Overland-bílinn. Þá hófst mikill „kappakstur“ um það hvor bíll- inn væri betri. Þessi „kappakst- ur“ fór aðallega fram á ritvell- inum, því að ekki voru vegirn- ir beinlínis heppilegir til kapp- aksturs. En eitt sinn, ég held að það hafi verið um vorið 1914, fórum við fjórir saman á Ford- aranum upp að Kolviðarhóli. Snjóskaflar voru enn á veginum — og þegar við komum upp und- ir Kolviðarhól ókum við fram á Overlandinn, sem sat þar fast- ur í skafli. Jónatan bað okkur að kippa í bílinn, en í stráksskap sögðum við: Já, við komum aft- ur. Fordinn fór í gegnum skafl- inn, við fórum upp að Kolvið- arhóli, drukkum þar kaffi — og þegar við komum til baka sat Overlandmn enn í skaflinum. Við ýttum honum af stað — og ekki man ég betur én að við höfum látið á okkur skilja, að STAK8TEINAR - »* " Guílkorn Eysteins Tíminn birtir í forustmgrein í gær kafla úr ræðu Eysteins Jóns- sonar á eldhúsdeginum. Segir Tíminn að ræða þessi hafi ekki verið birt, en blaðið vill nú halda henni til haga til lærdóms fyrir þjóðina. Dæmi um spakmæli Eysteins í ræðunni er þessi setn- ing: „Þegar leit út fyrir það um daginn, að stjórnin yrði að fara frá án þess að koma efnahags- málafrumvarpinu fram, varð meginþorri manna mjög áhyggju- fullur út af því, og það ekkert síður andstæðingar ríkisstjórnar- innar en hinir“. Varla er hægt að hugsa sér meira öfugmæli en þetta „gullkorn“ Eysteins Jóns- sonar. Það er staðreynd, sem al- menningur getur sjálfur borið um, og þarf þar ekki Eysteins Jónssonar með, að þegar stjórnin sjálf og flestir aðrir töldu að hún væri úr sögunni, voru menn almennt fegnir og fannst birta yfir. ÖHum almenningi, og áreið- anlega ekki síður ýmsum stjórn- arliðum, létti stórlega við að þessi langa stjórnarþraut væri nú á enda. Hitt er svo aftur ann- að mál að öll alþjóð var áhyggju- full út af ástandinu í málefnum landsins almennt og þær áhyggj- ur voru síður en svo úr sögunnt þegar „líkið reis upp við dogg“ ! og þær eiu enn hinar sömu. „Hó«kalegur löstur44 Eysteinn Jónsson segir í ræð- unni að það sé „háskalegur löst- ur“ er menn „berjast á móti þvi sem þeir raunverulega eru með“. E. J. þekkir það víst mætavel af eigin reynslu hvað það er að tala þvert um hug sinn. En „lestirnir“ eru víst fleiri en þessi. Skyldi það ekki vera „háskalegur löst- ur“ að reyna að fela fyrir al- menningi staðreyndir sem eru að einhverju leyti óþægilegar. Tím- inn þegir vandlega í gær um það uggvænlega útlit, sem nú er á vinnumarkaðnum þegar ýmis stór verkalýðsfélög hafa boðað verkföll innan fárra daga. Hér er um mikil tíðindi að ræða sem alla þjóðina varða. En Tíminn þegir af því að verkföll falla nú ekki í hans „kram“, á sama hátt og 1955, þegar blaðið veitti komm únistum vinsamlegan stuðning í verkföllunum miklu það ár. „Fráhvarfið frá stöðvunarstefnunni“ Þrátt fyrir ávítur Tímans held- ur Þjóðviljinn áfram að birta feitletraðar fréttir af nýjum verð hækkunum. í gær gat að lita rammagrein á öftustu síðu blaðs- ins, undir yfirskriftinni: „Frí- hvarfið frá stöðvunarstefnunnl. Kjöt og kaffi hækkar í verði“. Tíminn snupraði Þjóðviljanu mjög á dögunum fyrir að þegja ekki yfir verðhækkununum, en Þjóðviljinn er sýnilega óforbetr- anlegur í þessu efni. Af hverju drepnir ? Þjóðviljinn vitnar í gær til tveggja erlendra kommúnista- blaða um það af hverju þeir Nagy og Maleter voru liflátnir. Segir annað blaðið að Nagy og félagar hans hafi verið drepnir vegna þess að hann hafi verið áhang. andi „endurskoðunarstefnunnar", en hún sé „skæðasti óvinurinn“. Hitt blaðið á að hafa sagt að þeir félagar hafi ekki verið drcpn ir „fyrir að aðhyllast endurskoð- unarstefnu" heldur fyrir „fjand- skap við alþýðuna". Það er ekki ófróðlegt að skyggn ast inn í slíkt og þvílíkt sálarlif við værum ekki í neinum vafa ' en ekki er það nýtt að glæpa- um það, hvor bíllinn væri betri. I menn lendi í mótsögnum. ,,— og hann var fjúkandi vondur út í okkur"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.