Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 8
8 m(t fi(, v i\ ni ao:ð Föstuclagur 20. júní 1958 I tTtg.: H.í- Arvakur, Reykjavllt. Framkværndastjóri: bigtus Jónsson. Aðanrtstgorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Viffur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Oia, sími 33045 Augiysingar: Arni Garðar Kristmsson Rustjörn: Aðaistræti t Auglýs'ngar og aígieiðsla: Aðalstrætí 6 Sími 22480 Askriftargjalci kr 30.00 á manuði innaniands. 1 lausasolu kr. 1.50 eintakið. HRÆSNI OG FLÁTTSKAPUR Á HÁSTÓLI ir ■ NDANFARNA mánuði hafa leiðtogar kommún- istaflokksins rússneska haldið uppi stöðugum áróðri fyr- ir fundi „æðstu manna“. Hafa jþeir látið, sem sovétstjórnin væri nú einkar áhugasöm um að leysa öll ágreiningsefni á sviði alþjóðamála, eyða áhrifum „kalda stríðsins" og leggja grund völl að varanlegum friði og ör- yggi í heiminum. Undir þessa „friðarsókn" sovét- stjórnarinnar hafa svo leiðtogar kommúnista um allan heim tekið. ★ Forystumenn lýðræðisþjóð- anna hafa verið nokkuð á báðum áttum gagnvart tillögum komm- únista um fund æðstu manna. Þó virðist, sem þeir hafi almennt talið reynandi að efna til slíks fundar. Hefur þá það sjónarmið verið lagt til grundvallar að einskis mætti láta ófreistað til þess að styrkja friðinn og vinna að bættu samkomulagi í alþjóða- málum. Lýðræðisþjóðirnar hafa talið, að rétt væri enn að reyna, hvort um nokkur skoðanaskipti væri að ræða hjá leiðtogum Sovétríkjanna og hvort hugsan- legt væri að þeir vildu í raun og sannleika hverfa til' nýrra og friðsamlegri vinnubragða. Af þessum orsökum hefur hug- myndinni um nýjan fund „æðstu manna“ ekki verið tekið óvin- samlega af mörgum leiðtogum lýðræðisþjóðanna. Þeir hafa í lengstu lög viljað byggja nokkr- ar vonir á friðarhjali kommún- ista. Morðin í Ungverjalandi En svo gerist það. að Moskvu- stjórnin og leppar hennar í Búdapest láta myrða tvo af leið- togum ungversku þjóðarinnar í uppreisn hennar gegn hinni rúss- nesku harðstjórn haustið 1956. Þeir Imre Nagy, fyrrverandi for- sætisráðherra, og Pal Maleter, hershöfðingi, eru leynilega dæmd ir til dauða og líflátnir ásamt tveimur ungverskum blaðamönn- um, sem einnig höfðu túlkað málstað þjóðar sinnar og tekið i þátt í uppreisninni. ★ Á sama tíma, sem sovét-' stjórnin er að básúna út fríð- > arvilja sinn og áhuga á fundi! æðstu manna til eflingar j heimsfriðnum, er hún að iáta leppa sína í Búdapest myrða frelsishetjur ungversku þjóð- arinnar. ★ Hvernig er hægt að taka frið- artal slíkra manna alvarlega? Hver getur trúað því að sovét- stjórnin vilji í raun og veru taka upp heilbrigðari afstöðu gagn- vart heimsfriðnum og frelsi og öryggi þjóðanna? Getur haft örlagaríkar afleiðingar Hér skal engu spáð um afleið- ingar morðanna í Búdapest. — Auðsætt er að það eru Rússar og leiðtogar þeirra, sem bera á þeim I höfuðábyrgðina. En ekki er ólík- ' legt að þetta atferli, þessi hyl- djúpa sviksemi og fyrirlitning fyrir heiðarleika og réttlæti, eigi eftir að hafa örlagaríkar afleið- ingar. Allur heimurinn sér það nú betur en nokkru sinni fyrr, að í Moskvu situr hræsnin og fláttskapurinn á hástóli. Sovét- stjórnin þykist sífellt vera að berjast fyrir eflingu heimsfriðar- ins. En á sama tíma lætur hún leppa sína myrða frelsishetjur hinnar kúguðu þjóðar. Og komm- únistadeildirnar um víða veröld eru látnar syngja þessum myrkra verkum lof og dýrð. ★ En úlfshár hins alþjóðlega kommúnisma verða ekki dul- in. Allur hinn frjálsi heimur sér, að fjandskapur kommún- ista við frelsi og mannréttindi er taumlausari í dag en nokkru sinni fyrr. Fyrirlitn- ing þeirra 4Pyrir heilbrigðri dómgreind fólksins á sér eng- in takmörk. Morðin á ungversku frelsis- hetjunum munu enn opna augu margra. Hinn alþjóðlegi kommúnismi er stöðugt að grafa sína eigin gröf. AÐ „FRIÐLÝSA LÖNDIN". KOMMÚNISTADEILDIN á íslandi segist nú hafa mikinn áhuga á því að „friðlýsa fsland“. Þessi friðlýs- ing á að vera í því fólgin að reka varnarliðið burtu og láta ísland segja sig úr Atlantshafs- bandalaginu. ★ Kommúnistar hafa nú verið nær tvö ár í rikisstjórn. Aður en þeir tóku sæti í henni lofuðu þeir að láta það verða sitt fyrsta verk að koma hernum úr landi. En raunin varð sú, að eitt fyrsta verk vinstri stjórnarinnar var að semja um áframhaldandi dvöl hins ameríska varnarliðs um ótil- tekinn tíma. Fyrir þetta fékk vinstri stjórnin meira að segja ríflega borgun í dollurum. Báru ráðherrar kommúnista fulla ábyrgð að lögum á þessum stjórn- arathöfnum. Þar af leiðandi bera þeir fulla ábyrgð á dvöl varn- arliðsins á íslandi i dag. Þannig hafa þá kommúnistar „friðlýst ísland" síðan þeir komu í ríkisstjórn. En hvernig fara kommúnistar þá að því að „friðlýsa“ önnur lönd? Nýjasta dæmið um það getur að líta í Ungverjalandi. Þar „friðlýsa" kommúnistar landið með því að láta taka frelsishetj- ur þjóðarinnar af lífi. Mennirn- ir, sem börðust fyrir frelsi ung- versku þjóðarinnar haustið 1956 og setið hafa í tukthúsum komm- únista síðan eru nú myrtir. Þannig fara kommúnistar að því að „friðlýsa löndin“. ★ Það eru einfaldir og aumk- unarverðir menn, sem láta komm únistadeildina á íslandi teyma sig út í baráttu fyrir því, sem hinn fjarstýrði flokkur kallar „friðlýst land“! UTAN UR HEÍMI Baðdísir i Brighton í Englandi í byrjun sl. aldar. Þær afklædd- ust í „baðvélum“ og syntu í baðmullarkjólum. Á 6. öld klæddusf íþrótta- konur á Sikiley bikinibahfötum BAÐSTRÖND Reykvíkinga í Nauthólsvíkinni fer nú að verða fjölsótt í góðu veðri, enda er það skemmtilegt og hressandi tóm- stundágaman að fá sér sólbað og sjóbað. Ekki er svo ýkjalangt síðan sólböð og sjóböð komust í tízku, og því eiga baðfötin sér skemmri sögu í tízkuheiminum en flestar aðrar flíkur. En saga baðfatanna hefir verið viðburða- rík, þó að hún sé stutt. I fyrst- unni voru baðfötin efnismikil, enda var tilgangurinn þá að hylja mestan hluta líkamans. En nú eiga baðföt framar öllu að vera efnislítil ,svo að hægt sé að sýna sem bezt fallegan vöxt og fallega húð. Þess má þó geta, að baðfötin, sem kennd eru við Bikini eru ekki uppgötvun nútímans. A Sikiley hefir fundizt mósaíkmynd frá því á 6. öld, og sýnir mynd- in íþróttakonu í „bikinibaðföt- um“. Er fornleifafræðingar rann sökuðu rómverskar rústir, er fundust í Lundúnum 1953, urðu á vegi þeirra „bikinibaðföt“, sem varðveizt höfðu í brunni, sem var fullur af vatnsósa leir. A þeim tímum, er Rómverjar herjuðu á Bretlandseyjum, munu „bikini- föt“ ekki hafa verið notuð sem sundföt heldur mun þetta hafa verið vinnuklæðnaður ambátta. c Eitthvað munu menn hafa tekið að iðka sjóböð t.d. á Bretlands- eyjum snemma á 18. öld. í fyrst- unni var hér ekki um neina skemmtun að ræða heldur voru menn að leita sér lækninga við sjúkdómum, og margir trúðu því, að með sjóböðum mætti lækna margs konar óskylda sjúkdóma, t.d. heyrnarleysi og geðveiki. Læknar ráðlögðu þessu fólki að baða sig í köldu veðri. Það var því ekki að undra, þó að konur þess tíma færu í sjóinn í síðum baðmullarkjólum. Kjólar þessir voru háir í hálsinn, og hálsmálið vandlega hnýtt saman undir hök- unni. En er konurnar voru komn ar út í sjóinn, lyftust pilsin upp á yfirborðið og breiddu þar úr sér. Það hlýtur að hafa verið skringileg sjón að sjá þessar vatnadísir busla í sjónum í baðm ullarsloppum. I Scarborough í Bretlandi höfðu karlmennirnir þann sið að fara á bátum spölkorn út á sjó og baða sig þar naktir. En síðar kom „bað- vélin“ til sögunnar. Var það klefi á hjólum, sem hesti var beitt fyr- ir og látinn draga út í sjó. Síðan var eins konar sóltjaldi komið fyrir við yfirborð sjávarins, svo að hægt væri að synda í friði fyrir augum forvitinna áhorf- enda. Snemma á 19. öld munu menn hafa tekið upp á því að afklæð- ast á ströndinni. Vakti þetta mikla athygli, og víða er kvartað undan því á prenti, að ekki sé um annað að ræða en beita það fólk hörðu, sem þrjózkulega haldi því fram, að sjórinn sé öllum frjáls og menn eigi að geta baðað sig hvar sem, hvernig sem og hvenær sem þeim þóknast. Enn í dag er víða mikið deilt um það, hvort leyfa megi mönnum að af- klæðast á baðströndum. • Ekki leið á löngu þar til augu kvennanna opnuðust fyrir því, að baðmullarkjólarnir væru ekki mjög klæðileg baðföt, og nú kom ust í tízku víðar hálfsíðar buxur og ermalangar blússur, skreyttar blúndum og böndum. Þessi skringilega baðfatatízka hélzt alveg fram til loka 19. aldarinn- ar. Smám saman með vaxandi frelsi kvenna og aukinni þátttöku þeirra t.d. í íþróttum, tók bað- fatatízkan að breytast og verða æ djarfari. Einnig hafði það sín áhrif, að í stað „baðvélanna" komu nú baðklefar á ströndinni, svo að ganga þurfti spölkorn nið- ur að sjónurn,, og baðdísirnar vildu gjarna vera smekklega klæddar. Nú tók einnig að bera á því, að ungar stúlkur komu á baðströndina án þess að bleyta sig nokkuð að ráði í sjónum til að eyðileggja ekki hárlagning- una og lágu í sólbaði undir sól- hlífum til að sólbrenna ekki! • Skömmu eftir 1920 óx sóldýrk endum mjög fiskur um hrygg. Einkum voru sólböð mikið iðkuð í Þýzkalandi, og það er raun- veruleg orsök þess, að baðfötm verða æ efnisminni. Nú þótti það ekki lengur tiltökumál, að handleggir og fótleggir væru naktir, og sundfötin flegin í háls málið. Og upp úr 1930 eru sund- Framh. á bls. 14 Sagan endurtekur sig. Nútímastúlka í bikinibaðfötum er eins klædd og íþróttakonur, sem uppi voru á Sikiley fyrir 14. öldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.