Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.06.1958, Blaðsíða 15
Föstudagur 20. júní 1958 MOftCVMtTAÐfti 15 íslandsmeisfarar Akraness unnu Hafnarfjörð 3:1 í jöfnum leik Albert Guðmundsson bar af á vellinum ÍSLANDSMÓTI-Ð i knattspyrnu, keppni fyrstu deildar, hófst í gærkvöldi með leik milii Akra- ncss og Hafnarfjarðar. Báru ís- landsmeistararnir sigur úr být- um með 3 mörkum gegn 1. Leik. urinn var jafn og í honum mikil barátta og jafnteflisúrslit senni- lega réttmætust eftir öllum gangi leiksins og tækifæram. Setning Björgvin Schram form. KSÍ flutti stutta setningarræðu. Gat hann þess að þetta væri nú í 47. skiptið er íslandsmótið færi fram. Bauð hann kapplið, starfs- menn og áhorfendur velkomna til móts og sagði það sett. ýý Fyrri hálfleikur Hafnfirðingar léku undan nokkrum vindi í fyrri hálfleík og fyrsta stundafjórðunginn var frumkvæðið þeirra. Það var t.d. ekki fyrr en á 13. mín. leiks að markvörður Hafnfirðinga kom fyrst við knöttinn. En sókn Hafn firðinga leiddi ekki til opinna marktækifæra. Á 17. mín. átti Albert þrumuskot. Helgi varp- aði sér þegar en Guðm. bak- vörður kom honum til hjálpar og tókst að skalla frá. Tækifæri voru síðan á báða bóga. Þórður Þórðar átti skot um miðjan. hálfleik, sem var varið. Litlu síðar bjargar Kristinn Gunnlaugsson á línu eftir horn- spyrnu og þvögu við Akranes- markið. Enn nokkru siðar tókst Einari Sigurðssyni að bjarga á línu eftir að Ríkharður hafði lyft knettinum yfir markvörð Hafnarfjarðar. En Akranesi tókst að ná tök- um á leiknum er undir lok hálf- leiksins leiö og skora á 43. mín. Mistókst Einan að „hreinsa“ inn í vítateig Hafnarfjarðar og náði Ríkharður knettinum, sendi hann fyrir markið þar sem Þórður Þórðar stóð og átti auð- velt með að skora. Var þetta „ódýrt“ mark fyrir Akurnesinga. ★ Síðari hálfleikur Á 8. mín. sið. hálfleiks skorar 1 GÆR fóru fram í Svíþjóð leik- irnir í „8 hða úrsdtum" heims- meistarakeppninnar. Fengust hrein úrslit í þeim öllum og eru 4 lið enn í keppnmni: Svíþjoð, Frakkland, Þýzkaiand og Braz- ilía. Svíþjóð mætti Rússlandi í Stokkhólmi. Russar eru það liðið sem flestir höfðu spáð að berj - ast myndi í úrslitaleik keppm.m- ar. Staðan í hálfleik var 0:0, en í síðari hálfleik skoruðu Sviai' 2 mörk. Skoraði Hamrin útherji það fyrra eftir ’sc»ógegnumbrot‘ og hmn lagði knöttinn fyrir fæt- ur Simonsen miðherja, er skor- aði bað síðara. Rússar þóttu þreytulegir eftir aukaieikinn við hnglendinga og notfærðu Svíar sér þao ,neð þv» að leik; mikið upp kantana. Af þóttu bera Gunnar Gren og Hamrin, svo og vörn liðsii-s. Þjóðverjar mættu Jugóslöíum og báru sigur úr býtum 1:0. Var markxð skorað í fyrrj nálfleik. Frakkar mættu Irum, sem frægxr eru orðnir fyrir hörku í leikum sínum. En það virtist ekki ná Frökkunum. Þeir náóu Þórður öðru sinni. Var það eftir laglegt samspil Rikharðs og hans, en þeir fengu að vera að mestu óáreittir á vítateig Hafnarfjarð- ar. Þar fékk Þórður að undir- búa sig og skora laglegt mark. Skömmu eftir miðjan siðari hálfleik skora Hafnfirðingar. Átti Albert þar állt frumkvæði að. Hann sendi fram og út til Ásgeirs sem lék upp og gaf fyrir, þar var Albert kominn og skor- aði óverjandi. Hleypti þetta mai-k miklu lífi í leikinn og náðu Hafnfirðingar góðum leikkafla og höfðu í fullu tré við íslands- meistarana. —- En hamingjan var ekki þeirra megin. Skömmu fyrir leikslok sendi Ríkharður fram til Þórðar sem stóð óvald- aður fyrir innan og að flestra dómi rangstæður. Hann skoraði auðveldlega og dómarinn dæmdi mark. Og þau urðu úrslit leiks- ins — 3:1. Lið'in Lið Akurnesinga fékk erfiða keppinauta þar sem Hafnfirðing- ar voru. Eru Hafnfirðingar eftir þennan leik í hópi þeirra ísl. liða, sem Akurnesingar eiga erfiðast með. Var ekki laust við að tauga- óstyrks gætti hjá Akranesliðinu. Vörn þeirra varð skipulagslaus á köflum og framverðirnir náðu aldrei þeim tökum á vallarmiðj- unni sem þeir eru svo frægir ÞAÐ þótti í fyrra nýstárlegt að efna til skíðamóts í júnímánuði, jafnvel þó það væri haldið á ís- landi. Mótið var haldið í Siglu- fjarðarskarði og hlaut nafníð „Skarðsmót". Um þessa helgi fer mótið fram öðru sinni. Á morgun kl. 2 verð- ur keppt í stórsvigi og á sunnu- daginn kl. 2 í svigi. Keppt er í karla- og kvennaflokkum en án flokkaskiptingar að öðru leyti. Keppendur á þessu móti verða frá Reykjavík, Akureyri og forys.u . fyrri hálfleik með 1 marki og bættu þrem við í hin- um siðari. Barsilía sigraði Waxes, en með minni markamun en oujzt var við. Það er athyglisveri > keppn- inni að Brasilíumenn hata ekk- ert mark fengið á sig - Svíar eitt. fyrir. Leikurinn var hörð bar- átta frá upphafi á kostnað góðr- ar knattspyrnu. Ríkharður og Þórður tryggðu liðinu enn einn sigurinn — og máttu nú heppni hrósa Enn staðfestist það hver yfirburðamaður Albert Guð- mundsson er i ísl. knattspyrnu. Á vellinum bar hann af livað tækni snerti, i návígum flest- um sigraði hann og það svo að mótherjarnir voru farnir að forðast að lenda nálægt honum. í sendingum til sam- herjanna bar hann af og var nákvæmnin í sendingunum | undraverð. Þar ofan á bætist að það er hans verk á s. 1. tveim árum að ísl. knatt- spyrna er einu fyrsta deildar liði ríkari en áður. Án hans væri sennilega ekkert Hafn- arfjarðarlið til, að minnsta kosti ekki í fyrstu deild. Þetta er maðurinn, sem svo er ekki sagður hæfur til að vera í landsliði íslands. Háfnarfjarðarliðið er styrkara en það var í fyrra. Beztu menn þess auk Alberts eru Einar, Ragnar, Kjartan, Ásgeir og Sig- urjón. Þeir ná oft að sýna lagleg tilþrif en þá henda á stundum afleitar skyssur og mistök í send- ingum og stundum helzt til mikill flýtir við að gera það sem ekki liggur á og kannski kostaði það þá mark í þessum leik. Siglufiiði. Aðstæður eru mjög góðar til skíðamótsins nú, næg- ur snjór og góður og vegurinn upp í skarðið alveg nýruddur svo greiðfært er á mótsstað. Hátíðahöld á Saoðárkróki SAUÐÁRKRÓKI, 19. júní. — Há- tíðahöldin 17. júní hófust hér á íþróttavellinum kl. 1,45. Sr. Björn Björnsson flutti bæn, Jó- hann Salberg Guðmundsson sýslumaður hélt aðalræðu dags- ins, fjöldasöngur var undir stjórn Eyþórs Stefánssonai’. Síðan fór fram íþróttakeppni og hestamenn slógu köttinn úr tunn- unni. Kl. 4,30 var kvikmyndasýning fyrir börn í samkomuhúsinu. Vigfús Sigurgeirsson sýndi ís- lenzkar kvikmyndir. Sýningin var endurtekin fyrir fullorðna kl. 6. Dansleikur hófst kl. 10 um kvöldið. Veður var hið bezta og hátíða bragur á öllu. — jón. Öllum þeim mörgu einstaklingum, stofnunum og félög- um, frændum og vinum f jær og nær, sem heiðruðu mig og sýndu mér vinsemd á einhvern hátt á sextugsafmæli mínu, hinn 11. júní sl., sendi ég hérmeð þökk og kveðju og bið þeim allrar blessunar í nútíð og framtíð. Jónas Guðmundsson. Lokað vegna jarðarfarar frá ld. 12 á hádegi, föstudaginn 20. júní. i Búnadarbanki íslands Svíar, Frakkar, Þjóð- verjar og Brasilíumenn berjast um heimsmeistaratitilinn A. St. Skarðsmótið á morgun ÍSÍ vill ekki ógilda 2. deildarkeppnina 1957 STJÓRN ÍSÍ hefur nú tekið fyrir kæru Isfirðinga varðandi úrslita leikinn í 2. deildai-keppninni 1957. Gerði ÍSÍ stjórnin sam- þykkt í málinu. Má segja að’hún feli enga lausn vandans í sér og fari málið enn til dómstólanna innan íþróttahreyfingarinnar er allt í óvissu með framgang 2. deildarkeppninnar frá í fyrra og 1. deildarkeppnina í ár. Samþykktin sem ÍSÍ gerði í málinu var svohljóðandi: „Kæran í heild heyrir ekki undir framkvæmdastjórn ÍSÍ þar sem hún hefur ekki vald til að úrskurða annað en móta- og kepp endareglur og áhugamannaregl- ur ÍSÍ, en ekki meint brot á lög- um KSÍ eða ÍSÍ. Varðandi hið meinta brot á móta- og keppendareglum ISÍ telur framkvæmdastjórn ÍSÍ að ' það sé ámælisvert að stjórn KSÍ skuli ekki hafa haft samráð við framkvæmdastjórn ÍSÍ um niður röðun landsmóta árið 1957, en hins vegar telur framkvæmda- stjórnin ekki rétt að ógilda í heild knattspyrnumót íslands í II deild árið 1957, vegna þeirra formgalla, sem raktir eru í kæru ÍBÍ varðandi móta- og keppenda- Ireglur ÍSÍ enda komu leikdagar II deildar keppninnar 1957 ekki , í bága við framkvæmd annarra landsmóta svo vitað sé“. ÍSÍ vill ekki ógilda mótið vegna gallans á framkvæmd þess. Dómstóll KSÍ hefur þó áður ógilt auglýstan úrslitaleik milli Keflvíkinga og ísfirðinga á grundvelli sama formgalla á framkvæmd leiksins. Úrskurður ÍSÍ er enginn dómur og verði málinu vísað til dóm- stólanna, þá mun langan tíma taka að leiða það til lykta. Telja má víst að ísfirðingar skjóti mál inu til dóms, enda fær það vart staðizt að dæma einn leik ógild- an vegna þess að ekki var sótt um staðfestingu ÍSÍ á leikdegi og tíma, en láta alla aðra leiki sama móts vera gilda, þrátt fyr- ir sama formgalla. Tillögum Breta liafnað í Aþenu og Ankara LONDON, 19. júní — Brezka stjórnin lagði í dag fram tillög- ur sínar um lausn Kýpurmálsins og er þar gert ráð fyrir tak- markaðri sjálfsstjórn eyjar- skeggja með þátttöku bæði gríska og tyrkneska þjóðbrots- ins ásamt aðild grísku og tyrk- nesku stjórnarinnar. Talsmaður grísku stjórnarinnar sagði í dag, að hún hefði hafnað brezku til- lögunum í heild, og haft er eftir góðum heimildum í Ankara, að tyrkneska stjórnin hafi einnig ákveðið að hafna tiilögunum. Macmillan forsætisráðherra Breta hefur sent gríska og tyrkneska forsætisráðherranum einkaskeyti þar sem hann fer þess á leit að haldin verði ráðstefna ríkjanna þriggja um málið, áður en tekin verði endanleg afstaða til tillagna Breta. I I Elsku litla dóttir okkar SIGRÚN lézt 5. þ.m. — Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Þórunn Vilmundar, Jón Þórir Jónsson. Útför eiginmanns míns ÓLAFS H. JÓNSSONAR kaupmanns, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju laugard. 21. þ.m. kl. 2 e.h. — Fyrir hönd vandamanna. Katrín Hallgrímsdóttir. Minningarathöfn um son okkar ARNE HREIÐAR JÓNSSON sem lézt af slysförum 4. maí fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 21. júní kl. 11 f.h. Anna Kristensen, Jón Gíslason, Kársnesbraut 25. Jarðarför TÓHfASAR M. GUÐJÖNSSONAR útgerðarmanns, Vestmannaeyjum, fer fram frá Landa- kirkju, laugard. 21. júní og hefst með húskveðju frá heim- ili hins látna kl. 2 e.h. Blóm eru vinsamlega afþökkuð. Þeim, sem vildu mlnn- ast hins látna er bent á Slysavarnarfélag Íslands. Fyrir hönd vandamanna. Sigríður Magnúsdóttir. Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför EINARS J. ÖLAFSSONAR Freyjugötu 26 Ingibjörg Guðmundsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar KRISTlNAR ARNADÓTTUR Njálsgötu 110. Þorbjörg Pálsdóttir, Bjargey Christensen, Árný J. Pálsdóttir, Inga Sólnes, Kristín Pálsdóttir, Auður Pálsdóttir, Sigríður Páisdóttir, Árni Páisson, Páll Kr. Pálsson. u«i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.