Morgunblaðið - 24.06.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.1958, Blaðsíða 2
3 M O K G l! J\ B í 4 O IÐ Þriðjudagur 24. júní 1958 -1 Þá tékk maður kaupið sitt ávallt greitt í gullpeningum Samfal við Árna Siemsen aðalrœðismann — Ég er ekkert farinn að eld- ast, mér hefur alltaf liðið vel, hefi alltaf verið frískur og finnst ég í dag hafa vinnuþrek á við 50 manns. Þannig komst Árni Siemsen, að atræðismaður íslands í Liibeck m.a. að orði, er MbL. hitti hann sem snöggvast að máli i gaer. En hann hefur dvalizt hér heima í stuttri heimsókn hjá vinum og ættingjum sl. hálfan mánuð. — Þessi unglegi og hressilegi mað- ur á sjötugsafmæli hinn 22. sept ember í haust. Hann fæddist í Hafnarfirði árið 1888, sonur Þór unnar, dóttur Árna lanöfógeta, og Franz Siemsens sýslumanns í Gullbringu- og Kjósarsýsiu. Var Árni 8 ára gamall, er hann flutt- ist úr Hafnarfirði til i.,;javík- ur. 54 ár í Þýzkalandi. —r Hvað hafið þér verið lengi búsettur 1 Þýzkalandi? - - Ég hef verið þar sl'. 54 ár. Fór þangað fyrst nokkru eftir fermingu til verzlunarnáms og var fyrstu 4 árin í Slésvíkurbæ, þar sem ég vann í verzlun og gekk í kvöldskóla. Ég kunni ekki stakt orð í þýzku, þegar ég kom þangað. Hafði í upphafi ætlað mér að hefja námið í Danmörku. Að loknu fjögurra ára námi flutt ist ég til Lubeck, réðst þangað sem verzlunarmaður. Árið 1922 stofnaði ég þar sjálfstæða út- flutningsverzlun með þýzkar vör ur, er ég seldi til íslands. Hef ég rekið hana í svipuðu formi síðan. Hefi selt þar allt milli himins og jarðar. Uppgangstímar — Hvernig var lífið í í>ýzka- landi, þegar þér komúð þangað fyrst sem unglingur? — Fyrstu tíu árin, sem ég var I Þýzkalandi, 1904—1914, voru miklir uppgangstímar, einhverj- ir þeir mestu, sem ég man eftir þar í landi. Maður fékk þá t.d. kaupið sitt ávallt greitt i gull- peningum. Þetta voru síðustu ár keisara- stjórnarinnar, áður en fyrra stríð ið skall á. — En hafði ekki styrjöldin mik il áhrif á störf yðar? — Ekki svo mikil. Ég fann lít- ið fyrir fyrra stríðinu, nema hvað almenn skömmtun var í landinu og matvælaskortur, þeg- Árni Siemsen ar á leið. En við höfðum það samt gott. — En hvernig gekk svo lífið hjá ykkur í síðari heimsstyrjöld- inni? — Margvíslegir erfiðleikar urðu þá að sjálfsögðu á vegi manns. En aðeins ein stór loftár- ás var þá gerð á Lúbeck. Hún stóð yfir heila nótt, og 500—600 hús voru lögð í rústir, þar af þrjár aðalkirkjur bæjarins. í húsinu okkar brotnuðu allar rúð- ur. Gengishrunið — En höfðu ekki styrjaldirnar mikil áhrif á viðskiptalífið? — Jú, eftir fyrra stríðið varð t.d. algert gengishrun, upp úr því fengum við eitt mark fyrir hverja eina billjón marka. Eftir seinna stríðið fékk maður eitt Fékk fullfermi í kasfi þrisvar í röð Nœlonnœtur ryðia sér til rúms í flofanum VÉLSKIPIÐ Víðir II úr Garði var í gærkvöldi á leið til Iands með góðan afla úr fjórðu veiði- för sinni á nýbyrjaðri síldarver- tíð við Norðurland. Aður hafði báturinn fengið 2100 uppmældax tunnur síldar í þrem veiðiferð- um. Er báturinn með nælonnót, en slíkar nætur virðast ætla að ryðja sér til rúms hér. I þessum þrem ferðum hafði Víðir kastað aðeins einu sinni ’ hverri veiðiför og fékk þá 600— 850 tunnur í kasti. Allur aflinn úr þessum þrem ferðum, 2100 tunnur, sem fyrr greinir, fór til söltunar eða frystingar. Verð- mæti uppmældrar tunnu er nú 150 krónur, svo að aílaverðmætið nemur því alls um 315,000 kr. Víðir II var meðál þeirra báta er fyrstir fengu síld ! vertíðinni er hófst á þjóðhátíðardaginn 17. júní. A síldarvertíð í fyrra var bálurinn með mest aflaverðmæti ailra síldveiðiskipanna, sem þátt tóku í vertíðinni, en þau voru 235. Skipstjóri á Víði II er einn kunnasti aflamaöur Vdaflotans, Eggert Gíslason úr u-ði. Eig- andi bátsins er Guðm odur Jóns- son á Kafnkelsstöðum, sem einnig á nú á vertioinni bátana Rafnkel og Mumma. Voru þeir Víðir og Rafnkell báðir komnir á fyrstu aflaskýrslu Fiskifélags- ins, sem miðuð var við laugar- dagskvöld og nær til báta, sem aflað hafa yfir 500 mál og tunn- ur. Eru á þeirri skýrslu 7 skip. Nælonherpinætur voru fyrst reyndar hér á íslenzku síldarskip unum fyrir tveim árum. — Var það Ingvar Vilhjálmsson, útgerð- armaður sem lét reyna slíka nót á báti sínum, Hafþór. Á síldar- vertíðinni í iyrra voru nokkur skip með nælonnót, en nú munu milli 40 og 50 skip vera með slík- ar nætur. Nót sú er Eggert Gíslason hef ur á bát sínum er 210 faðmar á lengd og 48 faðmar á dýpt og er með plast-nótaflot. — Er nótin sett upp í netaverkstæði Þórðar Eiríkssonar. Eftir fyrstu veiðiförina hafði Eggert Gíslason, skipstjóri, sagt, að því kasti myndi hann ekki hafa náð með venjulegri herpi- nót, en þetta var um 600 tunnu kast. Hafði nótin farið í kaf og Eggert orðið að „bakka á nót- inni“, eins og sjómenn kalla það, til að ná henni upp. Ekki hafði hún gefið sig hið minnsta, hafði skipstjórinn sagt. mark fyrir hver txu mörk. Ég tapaði svo að segja aleigu minm við lok beggja styrjaldanna. —» Hvernig hefur svo endur- reísnarstarfið gengið? — Það hefur gengið vel. Með mikilli vinnu og áreynslu fólks- ins hafa borgir og héruð risið úr rústum á undraskömmum tíma. — Hvenær urðuð þér fyrst ræðismaður íslands? — Ég var skipaður fyrsti vara ræðismaður íslands í Vestur- Þýzkalandi árið 1948. Aðalræðis maður íslands varð ég 1956. Enn fremur var ég aðstoðarmaður Vilhjálms Finsens, á meðan hann var í Hamborg. — En hafið þér ekki líka starf- að fyrir Rauða kross íslands í Þýzkalandi? -— Jú, ég hefi verið umboðs- maður Rauða krossins undanfar- in ár, Iðkar íþróttir — Og þer haldið áfram að verzla? — Já, ég ætla að halda áfram að verzla og vinna. — Hvernig á maður að halda æsku sinni eins vel og þér gerið, komnir fast að sjötugu? — Það er enginn vandi, aðeins að vinna og iðka íþróttir í hófi. Ég hefi stundað róðraríþrótt í fjölda ára og ég vona, að ég kom- ist í róður á sjötugsafmælinu mínu í haust. Ég er mjög glaður yfir því, seg ir Árni Siemsen að lokum, að ég gat nú verið hér heima í fyrsta skipti á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Það var regluleg þjóðhátíð. Mér hefur líka þótt vænt um að geta í þessari heimsókn hitt marga góða vini mína og ætt- ingja. Því miður náði ég ekki til allra, en ég hitti þá næst þegar ég kem, sem ég vona að verði fljótlega. Þó ég hafi dvalizt lang- dvölum erlendis, þekki ég landið okkar vel. Ég hefi siglt kringum það oftar en einu sinnx, en ég hefi aldrei komið að Gullfossi og Geysi. Ég er hrifinn og þakklát- ur fyrir móttökurnar hér heima og hverf heim til starfa minna bjartsýnn á framtíðina. Tveir synir Árna . Siemsens, þeir Ludvig og Franz, eru nú búsettir hér á landi. Reka þeir umboðsverzlun í Reykjavík undir nafni föður síns. Merkilegt starf. Árni Siemens hefur unnið mik ið og merkilegt starf í þágu lands síns og þjóðar í Þýzkalandi. —. Hann hefir veitt miklum fjölda landa sinna margvíslega og mik- ilvæga aðstoð. Er mikill fengur að aðalræðismannsstarfi hans í Vestur-Þýzkalandi, en það rækir hann með miklum dugnaði og sér stakri lipurð. Vinir Árna Siem- sens og heimilis hans árna hon- um heilla með sjötugsafmælið á komandi hausti, um leið og þeir óska honum góðrar ferðar og þakka honum fyrir komuna. — S. Bj. Júgóslavar aftökunum BELGRAD, 23. júní. — NTB —Reuter. — Júgóslavneska stjórnin mótmælti í dag í mjög harðorðri orðsendingu, er Tító marskálkur sjálfur samdi að nokkru, sakfellingu og aftökum fyrrverandi forsætisráðherra Imre Nagys, Pal Maleters hers- höfðingja og tveggja félaga þeirra. I orðsendingunni er ungverska stjórnin ásökuð um að hafa svik- ið þau Iteit sín að láta ekki draga þá Nagy og Maíeter fyrir lög og dóm. Hafi þetta m.a. ver ið gert til að spilla sambaudl 44 skip komu með síid til Sigiuijarðar SIGLUFIRÐI, 23. júní — Eftir- talin skip hafa komið með sild til Siglufjarðar til söltunar og lít-’ ils háttar tíl bræðslu. Þetta hef- ur farið á ýmsar hafnir norðan lands, mest til Siglufjaxðar og hefur verið stanzlaus söltun á öll- um plönum. Síldin er langt sótt, 80 til 110 mílur norður af Siglufirði. Síldin veiðist mest eftir asdic og lóðn- ingu, sjaldan að hún sést vaða. Þessi skip hafa komið með síld: Sigurbjörg 150 tunnur, Stef- án Árnason 250, Andri 350, Fjalar 1150, Gissur hvíti 500, Helga TH 500, Guðmundur Þórðarson RE 200, Steinunn gamla 350, Jökull 1000, Hafbjörg 300, Sigrún AK 300, Víkingur 300, Víðir II 600, Heiðrún 500, Fanney 400, Fákur 800, Pétur Jónsson 600, Sigurfari 150, Svanur RE 500, Sigurfari SH 500, Einar Hálfdáns 150, Magnús Marteinsson 500, Geir KE 200, ísleifur II 350, Álftanes 300, Kóp ur 250, Von KE 350, Dux 350, Guðbjörg ÍS 200, Sæfaxi 300, Ól- afur Magnússon 400, Særún 150, Sigurður 900, Ófeigur III 300, Grundfirðingur II 300, Hólmkell 400, Gjafar 300, Snæfell 300, Svan ur SH 500, Hrönn II 1000, Mummi 400, Björg SU 300, Reykjanes 300 og Reynir VE 600 í nótt og í morgun er vitað um þessi skip sem hafa fengið góða veiði og eru nú á leið til lands: Björn Jónsson 500 mál og tunnur, Helga RE 400 tunnur, Hrafn Sveinbjarnarson 350, Krisfján 600, Gunnar 300, Vilboi-g 550, Freyr 250, Hrafnkell 450, Þorbjörn 600, Mímir 300, Heiðrún 200, Sigurfari SF 550, Svanur RE 400, Guðmundur Þórð arson GK 600, Sveinn Guðmunds- son 350, Einar Hálfdáns 400, Kap 500, Garðar 150, Rifsnes 700, Erl- ingur V 200, Heimaskagi 300, Gylfi II 200, öðlingur 200, Fja'ar 200, Hilmir 200, Páll Pálsson 350, Sindri 650, Trausti 200, Stjarnan 450, Þorleifur Rögnvaldsson 400, Sigurfari VE 750, Svala 250, Ver 500, Mummi 500, Þorsteinn þorskabítur (áður Jörundur) 1800—1900 mál og tunnur, Gull- borg 150, Bjarni Jóhannesson 250 og Skipaskagi 150. — Guðjón. Á leið til hafnar i gærkvöldí Eftir að þetta skeyti barst MbL hafði það fregnir af þessum skip- um, sem öll voru á leið til lands: með síld, sem hér segir : Bergur VE 600, Sigrún 250, Reyn ir VE 500, Guðfinnur 450, Fróða- klettur 350, Búðaklettur 300, Böðvar 400, Gunnar EA 450, Völu steinn 100, Erlingur IV 600, Sæ- rún 450, Akurey 150, Arnfirðing- ur 400, Stefán Árnason 200, Hannes Hafstein 500, Guðmund- ur frá Sveinseyri 40, Langanea 250, Sunnutindur 100, Víðir SU 180, Sigurvon AK 200, Sæljón 700, Valþór 200, Viðir II 400 og Bjarni Jóhannesson 250 tunnur. Síldarfréttir frá höfnum nyrðra Stanzlaus síldarsöltun á Olafsfirði Fréttaritari Mbl. á Ólafsfirði símaði síðdegis í gær. að þar nafi verið stanzlaus síldarsöltun frá því snemma á sunnudagsmorgun. Þessir bátar höfðu komið til Ólafsfjarðar: Víðir, Garði, með 600 tunnur, Sigurfari FH 500, Svanur SH 600, Kristján 630 og Þorbjörn 500. Væntanlegir voru í gærkvöldi: Bjarnar með 450 tunr.ur, Þorleif- ur Rögnvaldsson 350 og Einar Þveræingur 200. Auk þess var Víðir frá Garði enn á leið til lands með góðan afla úr fjórðu veiðiferð bátsins. Síldarfréttir frá Dalvík Dalvík, 21. júní (laugardag) — í dag barst fyrsta síldin hér á land á þessu sumri. Kom mb Baldvin Kristjánsson með 200 tunnur, og var síldin söltuð. Áð- ur hafði sami bátur komið með 250 tunnur til Siglufjarðar og mb. Hannes Hafstein hafði lagt þar upp 200 tunnur. Ekki hefur frétzt um aðra Dalvíkurbáta, sem feng- ið hafa veiði, enda ekki nema 4 sólarhringar síðan þeir fyrstu fóru út. Síldin veiddist á NV- svæðinu og er bæði stærri og feit- ari en sú, sem veiddist þar fyrst sl. sumar. Sjómenn telja litlar lílcur til, að um mikla veiði verði að ræða á þessum slóðum. Dalvík, 23. júní — Frá klukk- mótmœla harðlega Ungverjalands og Júgóslavíu. Er minnt á það, að þegar fyrrver- andi utanríkisráðherra Rajk var tekinn af lífi fyrir landráð, var Júgóslavía einnig ákærð fyrir í- hlutun um innanríkismál Ung- verjalands. En Rajk var siðar endurreistur og viðurkennt, að hann hefði verið borinn röngum sökum. Sé því ástæða til að ef- ast um, að sannleikskorn finnist í ákæruskjali ungversku ríkis- stjónxarinnar í máli Nagys. Segir í orðsendingunni, að af- tökurnar hafi vakið mikla g.emju í Júgóslav.u. an 8 í gærkvöldi hafa þessir bát- ar landað síld til söltunar: Fakur 550, Ágúst Guðmundsson 490, Björk, Eskifirði, 350 og Ólafur Magnússon 400 tunnur uppmæld- ar. Ennfremur er von á Guðfinni með 400, Bjarma, Dalvik, 200 og Hrafni Sveinbjarnarsyni 400 tn. Síldin virðist sæmilega eðlis- góð en illa farin á langri leið og því mjög úrgangssöm í söltun. 450 tunnur til Bolungarvíkur Bolungarvík, 23. júní — Um hádegisbilið í dag kom hingað vélbáturinn Einar Hálfdáns með 400 tunnur af síld, sem aflazt hafði djúpt norður af Horni. Síld- in er góð, feit og falleg. — Var strax tekið til við að salta síld- ina og unnið í tveimur flokkum. í kvöld er svo væntanlegur vél- báturinn Guðmundur frá Sveins- eyri með 50 tunnur síldar. Sjald- gæft er að síldarsöltun hefjist hér svo snemma sumars, en und- anfarin sumur hefur verið söltuð hér reknetjasíld. — Pólland Frh. af bls. 1 ára afmæli vináttusáttmála Pól- verja og Ungverja. Mjög fáír menntamenn og listamenn komu til hátíðarinnar, og aðeins minni- háttar embættismenn stjórnarinn ar voru viðstaddir. Tónlistar- menn, er leika áttu á hátiðar- hljómleikunum, féllust ekkl á að spila, fyrr en þeim var hótað brottrekstri úr flokknum. ★ Hingað til hefir engin opinber yfirlýsing verið gefin út í Pól- landi um aftökurnar. og frétta- ritarar furða sig á því, hvers vegna Gomulka þegi. — í Reutersskeyti í kvöld segir, að grein, er nýlega birtist í málgagni pólska kommúnistaflokksins, — Kommunist, bendi til þess, að Gomulka liafi enn í fullu tré við stalinistana innan flokksins. Hins vegar geti honum stafað hætta af beinni ógnun frá Moskvu. í óstaðfestum fregnum segir, að Gomulka hafi ritað Krúsjeff mótmælabréf, þar sem hann og pólski kommúnistaílokk- urinn taki afstöðu gegn aftöku Nagys.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.