Morgunblaðið - 24.06.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.06.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. júní 1958 MOnninSBT 4¥>lh 3 „Með mér lifa enn hugmyndir Ingólfs Arnarsonar um sjálfstœði og frelsi" Samtal við Joseph Thorson, þann íslending sem hlotið hefur meiri frama en noKKur annar meðal erlendra þjóða — Ég er Kanadamaður. Foreldr- ■ar mínir fluttust frá íslandi vest- ur um haf fyrir 7 áratugum. Þau voru staðráðin í að gerast góðir borgarar í nýja landinu, þar sem þau vonuðu að möguleikarnir væru meiri en heima á hinu kalda Fróni. Öll okkar fjölskylda var ákveðin í að gerast Kanadamenn. En þó höfum við aldrei getað gleymt því að við vorum fslend- ingar. Þannig mælti Joseph Thorson dómsforseti við mig, er ég kom að máli við hann á Hótel Borg í gær. Hann bætti við: — Skömmu eftir að við vorum lent hér og vorum komin hing- að á Hótel Borg, varð mér geng- ið inn í matsalinn, þar sem ég ætlaði að snæða hádegisverð. Þar var framreitt kalt borð og mér þótti vænt um að sjá þar m. a. sviðakjamma, lifrarpylsu og blóð- mör. Þetta var maturinn, sem mamma bjó til í gamla daga, þeg- ar ég var drengur. Ég hafði varla séð hann síðan. Mikið smakkaðist hann vel. Áður en lengra er farið ætla ég að greina iesandanum nokkuð frá því hver Joseph Thorson er. Hann er Vestur-íslendingur, sem er nú kominn í stutta heimsókn til ættlands síns. Ef til vill er hann sá maður af islenzku bergi brotinn, sem hefur getið sér mest- an frama. Hefur hann borið hátt í stjórnmálasögu Kanada. Hann var mörg ár þingmaður á sam- bandsþinginu í Ottawa. í nokkur ár var hann ráðherra í sambands- stjórn Mackensie King. Var það einstæður atburður, því að fram að þeim tíma höfðu engir nema menn af brezkum eða frönskum ættum skipað ráðherrasess í sam- bandsstjórn Kanada. Síðan 1942 hefur Joseph Thorson verið for- seti fjármálaréttarins í Ottawa. Hann er heiðursdoktor við Há- skóla fslands og stórriddari Fálka orðunnar. Hann hefur gegnt ótal störfum öðrum, sem alltof langt yrði upp að telja. Um skeið var hann fulltrúi Kanada á þingi Þjóðabandalagsins í Genf og árið 1952 var hann kjörinn forseti Al- þjóðanefndar lögfræðinga, sem eru samtök lögfræðinga í nær 50 löndum. Mun hann m. a. ræða um starf þessara samtaka á fundi í Lögfræðingafélaginu í Háskól- anum í dag. Er ég hitti hann niðri á Hótel Borg bað ég hann um að greina nokkuð frá íslenzkum upp- runa sínum. — Faðir minn hét Stefán Þórð- arson, sonur Þórðar Jónssonar og Helgu Jónsdóttur, sem bjuggu á Bryggju í Biskupstungum. Móðir mín hét Sigríður Þórarinsdóttir, dóttir Þórarins Þórarinssonar og Guðríðar Jónsdóttur, sem bjuggu að Ásakoti, einnig í Biskupstung- um. Foreldrar mínir áttu heima í Reykjavík í mörg ár, þar sem faðir minn vann sem steinsmiður við byggingu margra húsa. Þau fóru vestur til Kanada 1886. Þá var eins og allir vita fátækt mikil á íslandi o* faðir minn hélt að möguleikar fyrir afkomendur hans kynnu að verða meiri vest- anhafs. Elzti bróðir minn, Jón, fæddist í Reykjavík. Hann býr nú í Calgary og er sonur hans bezti læknir þeirrar borgar. Ég fæddist þremur árum eftir förina vestur. Tvo aðra bræður átti ég: Karl Gústaf, sem var og er lista- teiknari, starfaði lengi hjá Walt Disney, en býr nú í Toronto, og Stefán Helga, en hann féll á víg- stöðvunum í Frakklandi 1916. — Bar heimili foreldra þinna íslenzkan svip? — Það var bæði kandískt og íslenzkt. Eins og ég sagði vorum við ákveðin í að verða góðir kanadískir borgarar. Við bræðurn ir töluðum ensku saman og lika við pabba, en íslenzku við mömmu. Móðir min var mikil dugnað- arkona og kjarkmikil. Hún hafði til að berá styrk víkingsdóttur- innar. Hún kenndi okkur líka dálítið af íslenzkum ljóðum, en þeim hef ég fyrir löngu gleymt,- Ég var aldrei neitt fyrir skáld- skap, þótt pabbi væri hagmælt- ur. Þegar ég lærði að lesa las ég nokkuð mikið á íslenzku t. d. Njálssögu, Egilssögu og Grettlu og sögur Eiríks rauða og Þor- finns karlsefnis. Faðir minn, Stefán Þórðarson, var sjálfmenntaður maður. Hann var fluggáfaður og sérlega góður ræðumaður. Ertginn maður hefur haft eins mikil áhrif á mig og líf mitt eins og hann. Ég var líka eftirlætisdrengurinn hans. Ég held að hann hafi lifað sitt líf, eins og hann vildi að það hefði orðið, „gegnurn" mig — ef svo mætti segja. — Við töluðum alltaf mikið saman. Alltaf fannst mér ég geta mikið lært af pabba, ekkert síður þótt ég væri sjálf- ur orðinn langskólagenginn. Hann sagði mér lika mikið frá Islandi og hann rak á eftir mér að læra. Oft var ég þreyttur á skólaset- unni og vildi hætta, en hann af- tók það með öllu. — Hvers vegna valdirðu lög- fræðina sem þína fræðigrein? — Ég var sjólfur hikandi, — langaði eins mikið til að leggja fyrir mig klassísku málin, latínu og grísku og gerast kennari í þeim. Enn getur verið að við þá ákvörðun hafi gætt þeirra áhrifa frá föður mínum, sem höfðu úr- slitavaldið. Hann hafði ætíð vilj- að að ég tæki þátt í opinberum málum og ég vildi það sjálfur. Ég fór til Oxford í Englandi, tók lagapróf og hóf lögfræðistörf þar. Mér líkaði ágætlega í Englandi og hefði getað haldið þar áfram, en Kanada var nú mitt heima- land. Og ég sneri heim og gerðist lögmaður i Winnipeg, þar til fyrri heimsstyrjöldin brauzt út. Þá gekk ég í herinn og var á víg- stöðvunum í Frakklandi í 18 mánuði. — Voru margir Vestur-fslend- ingar á vígstöðvunum? — Fleiri hlutfallslega en af nokkru öðru þjóðerni fyrir utan þá sem voru af ensku bergi brotn ir. Nokkrar deilur urðu um þetta meðal íslendinga, en faðir minn, sem þá var bæjarstjóri og lög- reglustjóri í Gimli stóð fremstur í flokkj þeirra, sem töldu að ís- lendingar ættu að taka á sig allar skyldur sem þegnar Kanada, lika að berjast. fyrir frelsinu. Sjálfur missti hann mikið, því að annar sonur hans féll á vígstöðv- unum í Frakklandi, en það breytti í engu sannfæringu hans. Joseph Thorson vill sem minnst tala um sjálfan sig eða hinn mikla frama, sem hann nefur hlotið á lífsleiðinm. Þó spyr ég hann nokkurra spurninga, t. d. um þingmennskuferii hans. — Já, ég fylgdi Liberala-flokkn um að málum. Ég bauð mig fyrst fram í South Center Winnipeg kjördæmi árið 1926 gegn W. W. Kennedy, frambjóðanda íhalds- flokksins. Ég vann kjördæmið þá frá honum. En 1930 tapaði ég því aftur til hans, enda vann flokkur hans þá stórsigur. Þótt við værum póltískir andstæðingar vorum við Kennedy ætíð góðir persónulegir vinir. Hann hefur verið kunnur íslandsvinur og báðir getum við skreytt okkur með stórriddara- krossi Fálkaorðunnar. Ég fór aftur í framboð 1935 og nú í Selkirk-kjördæmi, en hluti af því er Nýja-ísland. Þar var ég kosinn og síðan endurkjörinn 1940. Ég flutti þá allmargar fram boðsræður á íslenzku, sem var mér eiginleg, en ég gerði meira þá, — ég lærði meira að segja úkrainsku, en mikið af landnem um frá Úkrainu býr á þessu svæði. — Villtu greina eitthvað frá Alþjóðanefnd lögfræðinga, sem þú hefur verið forseti fyrir siðan 1952? —Já, árið 1952 var ég meðal lögfræðinga frá 43 þjóðum, sem komu saman á þing í Vestur Ber- lín til að rannsaka á fræðilegan hátt ásakanir sem fram höfðu komið um margháttuð réttar- brot á rússneska hernámssvæð- inu í Þýzkalandi. Eftir nákvæma athugun á mjög Víðtækum og margháttuðum sönnunargögnum þótti það sýnt, að hið hörmuleg- asta réttleysi ríkti í A-Þýzka- landi, þar sem persónufrelsi og mannleg virðing væru að engu fræðilega réttarofsóknir hvar sem þeirra gætir, og fordæmt þær, hvort sem það er undir stjórn kommúnista eða í einræðis ríkjum eins og Spáni og víðar. — Ég held, að íslenzkur upp- runi minn hafi e. t. v. gefið mér betri skilning á nauðsyn rétt- lætis og frelsis, en ella hefði verið. Ég finn það að með mér lifa enn hugmyndir Ingólfs Arn- arsonar um sjálfstæði og frelsi. Við íslendingar erum, hvar sem við búum, austanhafs eða vestan aldir upp í arfleifð frjálsrar hugs unar og frjáls vilja, Það er dýr- mætur arfur, sem við megum aldrei varpa frá okkur. Að lokum vík ég mér að frú Thorson, sem hér er og stödd með manni sínum. Hún heitir Alleen og er af enskum og írsk- um ættum, sem lengi hafa búið í Kanada. Faðir hennar var F. C. Scarth. — En þetta er norrænt nafn, Skarð. Svo máske er frúin að langfeðgatali komin af norrænum víkingum sem settust að á hinni grænu eyju fyrir þús- und árum. — Og þau hjónin segja: — Við eigum þrjú börn: Donald, sem er lögmaður í Ott- STAKSTEIMAR Joseph T. Thorson og frú. höfð. Ég held að þessi athugun hafi sannað þátttakendum þings- ins á áhrifamikinn hátt, hve rétt- indum þeim sem okkur virðast sjálfsögð getur verið nærtæk og mikil hætta búin. Þess vegna óx upp úr þessu þingi sú hugmynd, að lögfræðingum um heim allan bæri öðrum mönnum fremur skylda til að berjast fyrir því að vernda réttarríkið og fyrir því að það væri endurreist, þar sem hað hefði hrunið áður. Upp úr því voru alþjóðasamtök þau svo stofnuð, sem ég veiti íor- sæti. Vex þessum samtökum stöð ugt ósmegin. Þau hafa rannsakað awa og tvær dætur Ellen og Gail, en sú fyrri dætranna er gift og á 3 börn. Að lokum segir Joseph Thor- son: — Dvöl okkar hér hetur verið ævintýraleg. För okkar sl. sunnudag í boði HáskólanS austur í Biskupstungur og til Þingvalla er ógleymanleg. Mér þótti sér- staklega vænt um að sjá þessa sveit forfeðra minna. Ég sagði í byrjun að ég væri Kanadamað- ur, — og þó liggja ræturnar i íslenzkri mold. Ég man ekki bet- ur en að ég sé meira að segja afkomandi þeirra Skallagríms og Kveldúlfs. Þ. Th. EÖvarð Sigurðsson gagn- rýnir ríkisstjórnina en telur ekki vera ,stemningu' fyrir verkfalli SVO sem frá hefur verið skýrt hér í blaðinu hélt verkamanna- félagið Dagsbrún fund s.l. fimmtudagskvöld og var fundar- efni samningarnir. Lét stjcrn Dagsbrúnar þar samþykkja tvær tillögur. 1 annarri tillögunni lýs- ir Dagsbrún andstöðu sinni við „bjargráðin" svonefndu en í hinni tillögunni samþykkir fund- urinn að gera það að höfuðkröfu sinni til breytinga á uppsögðum samningum félagsins að þeir verði uppsegjanlegir hvenær sem er með eins mánaðar fyrirvara. Allmiklar umræður urðu á fund- inum og var deilt hart á stjórn- ina fyrir það, að leggja ekki fram neinar raunhæfar tillögur vegna væntanlegra samningagerða. Ritari Dagsbrúnar, Eðvarð Sigurðsson, hafði framsögu fyrir tillögunum og mótaðist ræða hans algjörlega af andstöðu hans gegn núverandi ríkisstjórn og gagnrýndi hann mjög aðgerðir hennar í efnahagsmálunum. Sagði Eðvarð að sú 5% grunnkaupshækkun, sem lög- skipuð væri í „bjargráðun- um“ gerði ekki meira en mæta að litlu leyti þörfum launþeganna vegna hæxkaðs vöruverðs og ýmiss konar þjón- ustugjalda. Eðvárð kvað stjórn ina vilja, að samningarnir væru framlengdir nær óbreyttir, þó þannig að þeir væru uppsegj- anlegir hvenær sem væri með eins mánaðar fyrirvara. Eðvarð sagði, að þetta væri ekki gert vegna þess að ekki væri nauð- synlegt að bæta kjör verka manna, þvert á móti, en það vant aði „stemningu" meðal félagn- manna fyrir verkfalli. Lagði Eðvarð síðan fram tillög- ur þær sem getið er um hér að ofan og birtust í Mbl. sl. laug- ardag. Emil Helgason tók næstur +il móls. Taldi hann ræðu Eðvarðs hafa verið mjög lausa í reipun- um, hann hefði slegið úr og i, verið beggja blands. — Ríkis- stjórnin hefur gert þær ráðstaf- anir, sem rýra mjög verulega kaupmátt tímakaupsins og þær meinsemdir, sem í upphafi átti að skera á, hafa aukizt og vaxið að miklum mun, sagði Emil. —. Framh. í bls. 15 Góð eru skattfríðindin! Tíminn er alltaf við og við a® birta fréttir af viðskiptaveltu hinna ýmsu kaupfélaga, sem nú halda fundi sína og eru þar notað- ar mjög stórar fyrirsagnir. í fyrra dag birti blaðið frétt um, að heildarsalan hjá Kaupfélagi Skag firðinga hafi vaxið um 10 millj. kr. á s.. 1. ári og orðið alls 53,2 milljónir. Þó séu sjávarafurðir ekki meðtaldar, en þær eru seld- ar á vegum Fiskiðju Sauðár- króks h. f. og nema á árinu 5 milljónum króna. Heildarsalan er því milli 58 og 60 millj. kr., þegar allt er talið. Nú kemur það í ljós, að afgangur til að endur- greiða félagsmönnum af því sem er kallað ágóðaskyld vör<uúttektI var einar 382 þúsundir og er það ekki mikil upphæð, þegar öll viðskiptaveltan, nær 60 milljón- ir, er höfð í huga. Nú er að því að gá að kaupfélögin njóta stór- kostlegra fríðinda um greiðslu skatta og útsvara. Þau fríðindi nema geysilegum fjárhæðum á hverju ári og er engum vafa bundið, að ef Kaupfélag Skag- firðinga sæti þar við sama borð og sá rekstur í landinu, sem einstaklingum tilheyrir, þá hefði enginn afgangur orðið og vafa- laust tap á rekstri félagsins. Þetta sama endurtekur sig mjög víða hjá félögunum og er það raunar ekkert að undra svo illa sem nú er komið flestum rekstri í land- ,,Hin löglausu útsvör“ Tíminn birtir á laugardaginn kafla úr ræðu Þórðar Björnsson- ar, sem hann hélt í bæjarstjórn Reykjavíkur í sl. viku. Eitt af því sem bæjarfulltrúinn tók til með- ferðar var, að Niðurjöfnunar- nefnd hefði lagt miklu hærri út- svör á Reykjavíkurbúa s. 1. ár, heldiur en löglegt hefði verið. Þetta er grýlá, sem var vakin upp af kommúnistum í fyrrasumar og gerð að miklu „númeri“ fyr- ir kosningar, eins og menn ef til vill muna. Ýmsir endurskoðend- ur og einstaklingar, sem aðhyll- ast stefnu Framsóknarmanna og kommúnista kærðu útsvör sín á þeim grundvelli að þau væru ólögleg og bárust Ríkisskatta- nefnd nokkrir tugir af slíkum 1 kærum. Nú er Ríkisskatta- « nefnd að meirihluta skipuð mönnum úr stjórnarflokkunum eða hinum sömu flokkium, er höfðu þennan áróður uppi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. Ríkis skattanefnd vék þessum kærum algerlega frá sér og vísaði þeim, sem vildu til dómstólanna um þetta mál, en ekki er vitað að nokkur hafi notað sér þá leið. Úrskurður Ríkisskattanefndar gefur hins vegar eindregna bend- ingu í þá átt, að niðurjöfnunar- nefnd Reykjavíkur hafi farið al- gerlega löglega að við útsvars- álagninguna á sl. ári, enda beitt sömu aðferðum við álagningu þá eins og undanfarin ár. Lægsti útsvarsstiginn sem þekkist Það er ein staðreynd í sam- bandi við útsvörin, sem blöð stjórnarflokkanna forðast gersam ! Iega að minna á. En hún er sú, að útsvarsstiginn í Reykjavík er sá lægsti, sem nokkurs staðar þekkist í kaupstað hér á landi. Við samanburð sést, að út- svarsstigi Reykjavíkur er Iægri en annars staðar gerist og mun- uinn verður mestur þegar um er að ræða barnmargar fjöl- skyldur og aðra, sem hafa fyrir þungum ómögum að sjá. í þessu hefur samanburðurinn ver- ið einna óhagstæðastur fyrir stjórnarflokkana á Akranesi en i þar hafa þeir allir verið í einni ber.du saman í bæjarstjórninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.