Morgunblaðið - 24.06.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.06.1958, Blaðsíða 8
8 MORCVNRT 4 Ð!Ð T'riðjudagur 24. júní 1958 l t Utg.: H.t. Arvakur, ReykjavtR. Framkvæindastjón: bigíus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arm Ola, simi 33045 Auglysingar: Arni Garðar Kristmsson, Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýs'ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 ÁsKriftargjalci kr. 30.00 á mánuði innaniands. 1 lausasolu kr. 1.50 eintakið. VERKFALLSSVIPAN Á LOFTI TÍMINN birti á sunnudag forustugrein, sem hann kallar „Barátta Sjálf- stæðisflokksins gegn vinnufriðn- um“. Eru þar bornar fram sömu sakirnar á Sjálfstæðisflokkinn, eins og á s. 1. ári, að hann vilji koma á, eins og blaðið orðar það, „mikilli og varanlegri truflun á vinnufriðnum með því annars vegar að æsa verkalýðsfélögin til kröfugerðar og verkfalla og eins með því að hvetja atvinnurek- endur til að láta nú hvergi und- an síga“. Vitaskuld eru þessi um- mæli algerlega úr lausu lofti gripin og standa ekki í neinu sam- hengi við það sem nú er raun- verulega að gerast á vinnumark- aðnum. Tíminn minnist vitaskuld ekki á það einu orði, að lang- flest þau félög, sem nú hafa sagt lausum samningum eru undir beinni stjórn kommúnista og nokkur undir stjórn Alþýðu- flokksins, þannig að mikill meirihluti af öllum þessum félögum er beinlínis undir stjórn manna, sem eru úr þeim flokk- um, sem styðja ríkisstjórnina. Þessari staðreynd skýtur Tíminn algerlega undir stól, enda hefur hann yfirleitt fáar eða engar fréttir birt lesendum sínum af því sem nú er að gerast í verka- lýðsmálum. Tilgangurinn er aug- ljós, því Tíminn hefur alltaf ætl- að að koma á eftir og telja les- endum úti á landsbyggðinni, sem málum eru lítt kunnugir, trú um að þau verkföll sem skella yfir, séu Sjálfstæðismönnum að kenna. Tíminn minnist því síður einu orði á það, að Framsóknarmenn og kommúnistar hafa nána sam- stöðu í verkalýðsmálum og verð- ur því Framsóknarflokkurinn að teljast samábyrgur kommúnist- um um þá „truflun á vinnu- friðnum“, sem kommúnistar stofna nú til. Þjóðviljinn kemur Tímanum líka illilega í opna skjöldu í for- ystugrein, sem blaðið flytur sama daginn og Tímmn birti grein sína um baráttu Sjálfstæðisflokksins gegn vinnufriðnum. Þá grein kall ar Þjóðviljinn „Ný aðvörun". Rekur blaðið fyrst ályktun Dagsbrúnarfundarins og að fund- urinn hafi þar lýst andstöðu sinni við efnahagsmálalög ríkisstjórn- arinnar og „telur að verkalýðs- hreyfingin verði að vera vel á verði til að fyrirbyggja kjara- skerðingu". Síðan segir orðrétt: „í samræmi við þetta hefur Dagsbrún ákveðið að gera nú þá meginkröfu í sambandi við fram- lengingu samninga að þeir séu uppsegjanlegir hvenær sem er með eins mánaðar fyrirvara. Með því lýsir Dagsbrún yfir því að hún telji horfurnar svo ískyggi- legar að óhjákvæmilegt sé að félagið sé tilbúið til kjarabaráttu með lágmarksfyrirvara, og hlið- stæð eru viðhorf annarra félaga, sem hafa sagt upp samningum sínum hér í Reykjayík og annars staðar. Félögin vilja láta reynsl- una skera ÚF um áhrif efnahags- laganna nýju, en þau,telja horf- urnar slíkar að ekki megi hafa samninga bundna til langs tíma, ef félögin eigi að geta fullnægt því verkefni sínu að gæta kjara félagsmanna sinna. Að þessu þarf ríkisstjórnin að hyggja, ekki sízt Framsóknarflokkurinn sem knúði fram hina alvarlegu stefnubreyt- ingu, sem felst í nýju lögunum“. Hér er brugðið upp allt annarri mynd af baráttunni gegn vinnufriðnum", heldur en Tím- inn vill vera láta. Hér segir mál- gagn kommúnista berum orðum, að Framsóknarmenn hafi knúið fram „fráhvarf frá stöðvunar- stefnunni“, eins og Þjóðviljinn kallar það margoft og að þess vegna vilji mörg félög hafa samn inga sína lausa, til þess að geta verið á verði til að „fyrirbyggja kjaraskerðingu". Segir Þjóðvilj- inn að Dagsbrún telji horfurn- ar svo ískyggilegar að félögin verði að vera tilbúin til kjara- baráttu með eins stuttum fyrir- vara og nokkur möguleiki sé á. Og þetta er Framsóknarflokkn- um fyrst og fremst að kenna, eft- ir því sem Þjóðviljinn segir. Vitaskuld er þó ekki sagður nema nokkur hluti sannleikans í þessari forustugrein Þjóðviljans. Það sem á bak við það liggur, að kommúnistar í Dagsbrún vilja hafa samningana lausa með lág- marksfyrirvara er vitskuld að geta haft verkfallssvipuna á lofti, hvenær sem er. Ástandið í stjórn- arherbúðunum er að dómi komm únista mjög ískyggilegt. Ríkis- stjórnin er völt og innan hennar eru mikil átök. Kommúnistar vilja því hafa allan þann hita í haldinu, sem þeir mögulega geta. Og það má heldur ekki gleyma þvi, að framundan eru nú í haust kosningar til Alþýðusam- bandsþings. Það er sízt af öllu fyrir það takandi, að kommún- istum finnist það heppilegt að geta þá sýnt framan í „gömla leiðina", verkfallsleiðina, til þess að eggja verkalýðinn sem mest fyrir Alþýðusambandskosning- arnar og reyna að safna sem flestum enn á ný undir merki sitt. Það er þannig sízt af öllu Sjálf- stæðisflokkurinn, sem „rær und- ir verkföllum“, heldur eiga þau sínar orsakir í stjórnarherbúð- unum sjálfum og má Framsókn- arflokkurinn þá ekki sízt líta í sinn eigin barm. Það hefur heldur engum dulizt, sem lesið hefur Þjóðviljann nú síðustu vikurnar að hverju hann hefur stefnt. Dag eftir dag hefur blaðið birt látlausar áróðurs- greinar gegn efnahagsmálalög- gjöf ríkisstjórnarinnar og sífelld- lega birt stórletraðar fréttir um verðhækkanir og kjaraskerðing- ar, sem. hafa orðið af völdum þessara laga. Kommúnistar hafa deilt sterklega á Framsóknar- flokkinn í þessu sambandi, en Tíminn hefur þagað undir þeim höggum. Framsókn vill sýnilega allt til vinna að halda sem bezt- um friði við kommúnistana ein- mitt nú meðan stjórnin lifir ekki nema hálfu lífi og tæplega það. í stað þess að snúa sér gegn Bar- áttu kommúmsta „gegn vinnu- friðnum“ tekur Tíminn upp ímyndaða baráttu við Sjálfstæðis flokkmn út af verkföllum og óróa á vinnumarkaðnum. Það má vel vera að blaðinu takist að blekkja einhverjar sálir úti á landshornum, sem ekki hafa tæki færi til að sjá málin, eins og þau liggja fyrir með eigin aug- um, og horfa ekki út um aðra glugga en þá, sem Tíminn opnar þeim. En sem betur fer er sá hópur lítill. áttum — — Úr ýmsum „Leðurnef" ofursti NAFN Jean Thomazos, ofursta, hefur oft birzt í fréttum undan- farið. Hann var forvígismaður að stofnun öryggisnefndar á Korsíku og leiðtogi upþreisnarmanna þar. Myndir hafa því birzt af honum í blöðum, og hafa menn velt því fyrir sér, hve.rs vegna hann hafi band þvert yfir andlitið. Á miðju bandinu er leðurþykkildi, sem hylur nefið. Félagar hans í hern- um hafa gefið honum viður- nefnið „Leðurnef". Þannig er mál með vexti, að í bardögunum á Ítalíu í síðari heimsstyrjöldinni varð Thomazo fyrir skoti og skaddaðist mjög á nefinu. Thom- azo er enginn hégómamaður og kærði sig ekkert um skurðað- gerðir til að lagfæra nefið. — „Slíkt er aðeisn fyrir kvikmynda leikara", sagði hann og lét leður- pjötluna nægja. Philippe de Gaulle hefir engan áhuga á st j ó r n m á I u m Þó að Charles de Gaulle sé önn- um kafinn, lætur hann aldrei hjá líða að heimsækja son sinn, téngda dóttur og barnabörn. Philippe de Gaulle er kapteinn í franska sjó- liðinu. Hann er nærri eins hávax- inn og faðir hans og ekki óáþekk- ur honum í andliti. Hins vegar gekk Philippe í sjóherinn, en ekki í landherinn eins og faðir hans, og Philippe hefir engan áhuga á stjórnmálum. Hann hefir samt barizt á landi eins og faðir hans. Er innrásin var gerð í Frakkland 1944, var hann í landgönguliði franska sjóhersins. Hann var í fyrstu herdeildinni, er hélt inn í París, er Þjóðverjar höfð: hörfað þaðan. Þ æ g i I e g t tóm- stundagaman orbib cð hundleibinlegri vísindagrein Brezki forsætisráðherrann Har- old Macmillan er ekki mjög mikill bridgemaður. Sú var þó tíðin, að hann lét ekkert tækifæri ónotað til að fá sér slag. — Það er Gulbertson að kenna, að ég sneri baki við bridge, segir Tommy Steele opinberaði ný- lega trúlofun sína, og sú ham- ingjusama er fyrrverandi einka- ritari hans, Anne Donague. Hann er 21 árs, en hún er 22 ára. Um- boðsmenn Tommy töldu hann á að segja einkaritaranum upp fyrir ári á þeim forsendum, að ekkj væri heppilegt fyrir rokk- söngvara að umgangast einhverja ákveðna stúlku mikið, Súkt myndi fæla ungar stúlkur frá því að verða aðdáendur hans. Um- boðsmennirnir urðu því ofsareið- ir yfir trúlofuninni. Tommy kvað nú hafa sem nemur 100 þús. ísl. kr. í vikulaun, enda mun hann eiga álitlega upphæð í banka. Rokksöngvarinn hefur undanfarið verið mjög tauga- veiklaður og segist hann hafa ofreynt sig, af því að umboðs- menn hans hafa ætlað honum of mikið. En nú hefur Tommy lýst yfir því, að hann vilji ekki láta umboðsmenn sína stjórna sér lengur. Þeir hafa fengið þriðj- unginn af tekjum hans og auðg- azt á velgengni hans, leigt sér dýrar íbúðir og ekið í luxusbif- reiðum, meðan söngvarinn sjáif- ur hefur lifað spart, eins og hans hefur ætíð verið vandi. Macmillan. Honum hefir tekizt að gera bridge, sem einu sinni var þægilegt tómstundagaman að hundleiðinlegri vísindagrein. ★ Prédikarinn Billy Graliam er ekki eins þröngsýnn og ætia mætti. 1 prédikun, sem hann hélt nýlega í San Francisco lofaði hann pokakjólatízkuna hástöfum og hélt svo áfram: ---- Öllum konum — ég á hér framar öllu við giftar konur —. ber skylda til að vera aðlað- andi. Ef konan er það ekki, er þá hægt að furða sig svo mjög á því, að maðurinn fari að heiman? Aftur á móti verða karlmenn- irnir að leggja sig fram við að sýna konunni, að þeir elski hana. Gleymið ekki, að falleg gjöf er mikils virði í daglegu amstri — gleymið því heldur ekki, að sér- hver kona á að fá eins mikla vasa- peninga til frjálsra afnota og mögulegt er. ★ Fáir myndu slá hendinni á móti þvi að fá um 5 þús. millj. ísl. kr. í árstekjur. Jarlinn af Kuwait hafði þessa álitlegu' fjárhæð í árstekjur árið 1957, enda er Kuwait auðugt að olíulindum. Jarlinn stingur þó ekki allri fjárfúlgunni í eigin vasa. Síð- ur en svo. Með þessum pening- um verður hann að standa straum af fjár- hagsáætlun jarlsdæmis síns. Og Abdulla, jarl af Kuwait, hefir m endurreist höfuðborg sína, svo að hún er orðin mjög nýtízkuleg og þrifaleg. Hann hefir einnig varið miklum fjárupphæðum til að reisa sjúkrahús og skóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.