Morgunblaðið - 24.06.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1958, Blaðsíða 1
wprnWaMIS* 45. árgangur 139. tbl. — ÞriSjudagur 24. júní 1958 Prentsmiðia Morgunhlaflsuis /y/ð ískyggilegasta er hall- inn gagnvart útlöndum Sjálfstæbisflokkurinn efndi til 8 funda um helgina Sjálfstæðisflokkurinn efndi til 8 stjórnmálafunda um helgina. Á laugardaginn voru fundir á Patreksfirði og Þingeyri, á sunnu dag á Kirkjubæjarklaustri, Búð- ardal, Borgarnesi, Suðureyri, Flat eyri og Sauðárkróki. t blaðinu í dag birtast frásagnir af fundun- um á laugardaginn, en frá öðrum verður skýrt í blaðinu á morgun. Fundurinn á Þingeyri hófst kl. 8.30 á laugardag. Framsögumenn voru Bjarni Benediktsson og Þor valdur Garðar Kristjánsson. Bjarni Benediktsson drap á, að eðlilegt væri í lýðræðisþjóðfélagi að flokkar skiptust á um að fara með stjórn, svo að almenningur gæti af eigin raun dæmt um, hverra úrræði reyndust bezt. Við síðustu kosningar hefðu Sjálf- stæðismenn unnið meiri sigur meðal kjósenda en nokkru sinni fyrr, þó að ranglát kjördæmaskip un leiddi til þess, að þeir töpuðu tveim þingsætum. Núverandi stjórn hefði ekki verið mynduð vegna kosningasigurs flokkanna þriggja, því að þeir hefðu ætíð áður, frá því að flokkaskipun komst í núverandi horf haft sama færi á því að mynda stjórn, ef þeir hefðu komið sér saman. Síð ast hefðu tveir þeirra lofað að vjnna alls ekki með þeim þriðja, en einmitt eftir það loforð hefðu þeir gengið til sameiginlegrar stjórnarmyndúnar. — Upphafið hefði því ekki verið gott og nú hefðu menn nær tveggja ára reynslu af framkvæmdinni. Verðbólgan f síðustu kosningum hefði eink um verið deilt um tvö mál: Efna hagsmálin og varnarmálin. Rétt væri, að fyrrverandi stjórnir hefðu ekki til hlítar ráð- ið við vanda efnahagsmálanna. En þó hefði nú mun verr til tek- izt en nokkru sinni áður. Undir- staða lækningarinnar væri að menn gerðu sér grein fyrir á- stæðunum til meinsemdar verð- bólgunnar. Þar kæmu þessi atriði einkum til: Nokkur verðbólga væri í flest- um eða öllum frjálsum lýðræðis löndum. Hér væri því síður en Bilun hjá útvarpinu KLUKKAN 19,36 í gærkvöldi þagnaði útvarpsstöðin og varð klukkutíma hlé á útsendingum. Þetta mun hafa stafað af bilun á sendistöðinni á Vatnsenda og hafði orðið vart truflana á stöð- inni fyrr um daginn. í kvöld- fréttum var frá því skýrt að unnið væri að rannsókn og við- gerðum. Mololov farinn Irá svo um einstakt íslenzkt fyrir- bæri að ræða þegar velja ætti um atvinnuleysi eða verðbólgu. Væru menn að vonum hikandi að velja „hæfilegt atvinnuleysi", er ýmsir hagfræðingar teldu skil- yrði þess að komið yrði í veg fyr- ir verðbólguna. Ekki væri um að villast að atvinnuleysi væri versta bölið. Vegna smæðar þjóðfélagsins er erfiðara að halda fullu jafnvægi Svíar íhuga 12 mílna fiskveiðilögsögu STOKKHÓLMI, 23. júní — NTB — Sænska stjórnin íhugar nú hvaða afstöðu hún eigi að taka til þeirrar ákvörðunar íslendinga að víkka fiskveiðilögsögu sina út í 12 mílur 1. sept. nk., sagði tals- maður sænska utanríkisráðuneyt- isins í dag. Minnti talsmaðurinn á það, að Bretar og Vestur-Þjóð- verjar hefðu mótmælt þessari ákvörðun, en Sovétríkin tjáð sig fylgjandi henni. í íslenzku efnahagslífi en með hinum stærri þjóðfélögum. Hallinn út á við Á íslandi þarf á skömmum tíma að byggja upp þjóðfélag, sem hundruð eða þúsund ár hef- ur verið að þróast annars staðar. Þess vegna hlýtur hin svokallaða fjárfesting að verða meiri hér en víðast annars staðar. Loks er á það að líta að í sum- um verkalýðsfélögunum hafa fengið völdin menn ,sem vilja nota afl þeirra til að sprengja fjárhagskerfið og þar með sjálft þjóðskipulagið. Til að ráða bót á þessu hefðu kommúnistar nú verið teknir inn í stjórn, en það hefði einungis gert illt verra. Verðbólgan hefði aldrei verið í örari vexti en n,ú og sjálfir stjórnarherrarnir eins og Ey- steinn Jónsson, viðurkendu, að „bjargráðin" væru aðeins hálf- kák. Hið versta við ástandið nú er þó ekki álögurnar inn á við og skattaaukningin, þó að gífurleg sé. Hið ískyggilegasta er hall- inn út á við og eyðsluskuldafjöt urinn, sem lagður er á þjóðina. Þessi lán eru ekki fengin með eðlilegum hætti, heldur sem af- leiðing þess, að stjórnin sveik Frainh.. á bls. 15. Gerður aðsúgur að sendi- ráði V.-Þjóðv. í Moskvu MOSKVU, 23. júní — NTB-Reut- er — Hópur ungmenna réðist í dag að sendiráðsbyggingu Vest- ur-Þýzkalands í Moskvu. Kastað var grjóti, múrsteinum og flösk- um að byggingurini, og 30 rúður voru brotnar. Einnig var hent blykbyttum í framhlið byggingar innar, og rauðir blektaumar runnu niður hvít- og grænmálaða framhliðina. Hópur lögreglu- manna, sumir ríðandi og aðrir gangandi, kom ekki á vettvang, fyrr en um 20 mínútum eftir að ungmennin hófu óspektir váð sendiráðsbygginguna. Hópgöngu- menn báru spjöld, sem á var rit- að t. d.: „Munið eftir Stalíngrad', „Niður með þýzku fasistana" og „Lengi lifi ríkisstjórn Ungverja- lands". I fregnum frá Bonn segir, að aðsúgurinn að sendiráðsbygging- unni hafi verið skipulagður fyrir- fram, og hafi vestur-þýzki sendi- herrann, Hans Kroll, verið aðvar- aður fyrir tveimur sólarhringum. Hafði Kroll þá beðið um lög- regluvörð við sendiráðið, en þeim tilmælum var ekki sinnt. — Er veitzt var að sendiráðinu hringdi Kroll þegar til utanríkisráðuneyt isins og bað um að fá að tala við Gromyko, en fékk þau svör, að utanríkisráðherrann væri vant við látinn. Tókst lögreglunni ekki að dreifa mannfjöldanum fyrr en eftir tvær klukkustundir. Sagði Tassfréttastofan, að hóp- gangan hefði verið farin til að mótmæla álíka atburði við rúss- neska sendiráðið í Bonn í sl. viku. í REUTERSSKEYTI segir, að Ad- enauer forsætisráðherra hafi í dag tjéð sig fýsandi þess, að 20 manna hópur vestur-þýzkra iðn- rekenda, sem er á ferðalagi í Rússlandi, kæmi þegar heim. Sagði Adenauer þetta á fundi Kristilegra demókrata í Diissel- dorf. Lagði hann áherzlu á, að það hefðu verið ungverskir stúd- entar, sem fóru hópgöngu að rússneska sendiráðinu í Bonn sl. föstudag og að þeir hefðu haft fulla ástæðu til að mótmæla morð unum á ungversku frelsishetjun- Heimsmeistarakeppnin í svifflugi hófst fyrir viku í Póllandl. Svifflugmenn frá 22 löndum taka þátt í keppninni, en hingað til hefur fremur seint gengið, því að veðurguðirnir hafa brugð- izt — og nokkra daga hafa veðurskilyrði verið svo óhagstæð, ao" ekki hefur verið hægt að fljúga. Myndin var tekin við setning- arathöfnina, er pólski forsætisráðherrann skoðar eina svif- fluguna. Pólverjar ótíast endur- vakningu stalínismans í Varsjá gengur orðrómur um, að stalín- istar muni reyna að steypa stjórn Gomulka VARSJÁ — I fréttastofufregnum segir, að sá orðrómur gangi nú i Varsjá, að mikil hætta sé á því, að stjórn Gomulka verði steypt af stalínistum innan flokksins. — Fylgir það fregnunum, að eftir- maður Gomulka verði núverandi sendiherra Póllands í Prag, Franciszek Mazur. Undanfarna viku hefur Mazur setið þing tékk- neska kommúnistaflokksins í Prag. Þessar fregnir hafa þó ekki verið staðfestar. Mazur var vara- forsætisráðherra, en varð að víkja, er Gomulka tók völdin i sínar hendur. Hann er einn af leiðtogum hinnar svokölluðu Natolinfylkingar stalinista innan flokksins. í marz í ár kom til nokkurra átaka milli stalínista og Gomulka í miðstjórn flokksins, og á Mazur að hafa átt sinn þátt í því. Go- mulka bar sigur úr býtum j þeirri .deilu. Ef fótur reynist vera fyrir þess um orðrómi, mun ákvörðunin um að reyna að steypa GomulKa sennilega vera komin frá Kremi, þar sem Gomulka hefur haldið fast við vináttusamband Pól- verja og Júgóslava, og einnig hef- ur hann dulið illa andúð sína a aftöku Imre Nagys og félaga hans. Reyndar hefur stjórn Go- mulka komizt svo að orði, að Tító hafi gert sig sekan um frávik frá stefnu Marx og Lenins, en pólsk blöð hafa verið miklu hófsamari í dómum sínum yfir Tító en blöð annarra Austur-Evrópuríkja. — D- -? VARSJA, 23. júní — NTB-Reuter — Í fregnum frá Varsjá í kvöld segir, að miðstjórn pólska komm- únistaflokksins hafi sent deildum kommúnistaflokksins úti um land yfirlýsingu, þar sem sú skoðun kemur fram, að flokkurinn sé andvigur aftökum fyrrverandi forsætisráðherra, Imrt Nagys, og félaga hans. Er þetta haft eftir góðum heimildum í Varsjá. — 1 yfirlýsingunni endurtekur mið- stjórnin, að hún telji, að Nagy hafi orðið á mistök í uppreisn- inni í Ungverjalandi 1956, en aS hann hafi ekki verið „gagnbylt- ingarsinni". ?- -G Jafnframt hafa viðskiptaleg »g menningarleg tengsl ^óllands og Júgóslavíu verið aukin. Á vissan hátt hafa Pólverjar opinberlega fordæmt aftökurnar í Ungyerjalandi. SI. miðvikudag var haldið hátíðlegt í Varsjá 10 Framh. á bls 2 Eg verð að halda áfram, ég verð að gera það fyrir Ungverjaland, — > VARSJÁ, 21. júní. — Haft er \ ^ eftir áreiðanlegum heimild- S s um, að Molotov hafi verið 5 i leystur frá sendiherraembætt- ^ : inu í Ytri-Mongólíu — og sé s S nú í Moskvu. Heimildarmað- í i urinn gat ekki gefið neinar \ • nánari fregnir. j Kadar ánægður SOFlA, 23. júní — NTB-AFP — Aðalritari ungverska kommún- istaflokksins, Janos Kadar, kom í dag til Sofíu ásamt nokkrum leiðtogum ungverska kommun istaflokksins. Sagði hann frétta mönnum, að hann væri ánægður með aftökur þeirra Nagys og fé- laga hans, sem svikið hefðu ung- versku þjóðina og kommúnism- ann. sagði Maleter í síðustu orðaskiptunum við samherja sína AMSTERDAM. — Einkaritari Pal Maleters hershöfðingja hefir skýrt blaðamönnum svo frá, að hún hafi eindregið varað hershöfð ingjann við því að fara til fundar við rússnesku liðsforingjana 3. nóv 1956. Einkaritarinn, Magda de Kunery, er gift ofursta, sem einn- ig tók þátt í frelsisbaráttu Ung- verja. Sagðist hún hafa verið sanfærð um, að Rússar hefðu illt í hyggju og því varað Maleter við að fara á fund þeirra. Maleter hafði hvatt Mögdu de Kunery til að koma með sér, af því að hún talaði betur rússnesku en hann, en hún neitaði að fara og gerði sitt bezta til að telja hann á að hafna tilmælum Rússa um samn- inga. af fundinum. En hann hringdi aldrei. Hann hafði lítið loftskeyta tæki með sér, og ég hafði sam- band við ;\ann nokkrum sinnum, áður en hann kom til fundarstaA- arins. Klukkustund eftir að^hann hafði yfirgefið okkur, gat ég ekki lengur náð sambandi við hann. M..gda de Kunery hafði setið í fangelsi í 4 ár fyrir andkomm- úniska starfsemi, en var látin laus, skömmu eftir af uppreisn — Ég var sannfærð um, að þeir j var gerð í Ungverjalandi. Sagði myndu myrða okkur, og ég sagði hún, að er hún náði loftskeyta- við hann, að við myndum aldreí I sambandi í síðasta sinn við Male- framar sjá hann. Pal sagði, að j ter, hefði hann sagt. — Ég verð hann myndi hringja til mín um ' aí hr'la áfram, ég verð að gera kvöldið, undir eins og hann kæmi það f;.-.'¦• Ungverjaland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.