Morgunblaðið - 24.06.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.06.1958, Blaðsíða 12
12 MOKcrvnr 4ÐIÐ l'riðjudagur 24. júni 1958 IF WE'RE GOING TO GET THAT ROAD THROUGH LOST FOREST, WE'LL HAVE TO WORK THROUGH THE ROAD COMMISSIONERS...CAN VOU INVITE THE CHAIRMAN, MR. BLAKE, TO 5 DINNER AT YOUR ,______í HOME ÖNE / Ílffesí NIGHTSOON? /f FOREST SERVICE PLANE COMING, CHERRV. IT'S OOT TO BS MARK / Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlöginaður. Aðalstræti 8. — Sími 11043. ÖRN CLAUSEN lieraðsdomslögmað ur Málf'utningsskrifstoía. Bankastræti 12 — Sími 18499. STEFAN PÉtVkSSON, hdl., Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 7. — Sími 14416. Heima 13533. HÖKÐUR ÖLAFSSON málflutningsskrifstofa. Löggiltur dómtúlkur og íkial- þýðandi ' ensku. — Austurstræti 14. Sími 10332 Hún reyndi að brosa: — „Hvað . . . hvað er á seyði? Hvers vegna horfirðu svona á mig? Ég held að mig hafi verið að dreyma einhverja vitleysu“. „Já, þú hljóðaðir svo hátt upp yfir þig. Ég heyrði það alveg inn í herbergið mitt“. „Hvað hrópaði ég? Hverju ijóstraði ég upp hugsaði hún óttasleginn með sér. _ „Hvað veit hann mikið?“ Hún þorði naumast að líta upp, en hann hofði á hana, alvarlegur í bragði og með undarlegri ró. „Hvað gengur að þér, Irene Eitthvað hefur komið fyrir þig. í>ú hefur gerbreytzt á nokkrum dögum. Það er eins og þú þjáist af sótthita, ótta og eirðarleysj og svo hróparðu á hjálp i svefnin- um“. Hún reyndi aftur að brosa: „Nei“, bætti hann við. — „Þú skalt ekki leyna mig neinu. Eru það einhverjar sorgir eða áhyggj. ur sem þjá þig? Allt heimilis- fólkið hefur tekið eftir þvi hversu breytt þú ert. Þú ættir að bera traust til min, Irene“. Hann færði sig örlítið nær henni. Hún fann hvernig fingur hans struku og gældu við nak- inn arm hennar og i augum hans brá fyrir undarleguns glampa. Hana langaði allt í einu svo ákaft til að þrýsta sér að honum, vefja hann örmum, játa allt og sleppa honum ekki fyrr en hann hefði veitt henni fulla fyrirgefn- ingu. En lampinn varpaði bleikum bjarma um herbergið, andlit hennar sást ógreinilega og hún blygðaðist sin. Hún var hrædd við orðin, játninguna. „Hafðu engar áhyggjur, Frits“, sagði hún og reyndi að brosa, um leið og skjálfti fór um allan lík- ama hennar. „Ég er bara dálítið taugaveikluð. Þetta batnar strax“. Hann kippti snöggt að sér hendinni og hún horfði óttasleg- in á andlit hans, fölt í ljósskím- unni og með þungan skugga al- varlegra hugsana í hverjum drætti. Hann rétti sig seinlega og hægt upp. — „Núna í nokkra síðustu daga hefur mér fundizt, að þú myndir þurfa að segja mér eitthvað. Eitthvað sem að- eins snerti þig og mig. Nú erum við tvö ein, Irene. Hér truflar enginn okkur“. Hún lá hreyfingarlaus, eins og dáleidd af þessu alvarlega og tor- ráðna tilliti. Húm fann, að allt gat orðið gott aftur. Hún þurfti aðeins að segja eitt orð, eitt lítið orð: Fyrirgefning og hann myndi ekki spyrja hvers vegna. En hvers vegna logaði þetta ljós, þetta sterka, áleitna, hlust- andi ljós? I myrkri hefði hún getað sagt það. En Ijósið braut niður allan þrótt hennar og kjark. „Þarftu þá sem sagt ekki að segja mér neitt, alls ekki neitt?“ Hve sterk var freistingin. Hve þýð og ástrík var rödd hans. Aldrei hafði hún heyrt hann tala svona áður. En Ijósið, lampinn, þetta gula forvitna ljós .... Hún reif sig upp úr þessum hugsunum. — „Hvað þér getur dottið í hug“, sagði hún og henni varð hverft við að heyra sína eigin rödd. — „Þarf ég endilega að búa yfir einhverju leyndar- máli? Getur mann ekki dreymt illa af neinum öðrum ástæðum?‘í Hana hryllti sjálfa við því hversu ósennilega og falskt orð- in hljómuðu og hún þorði ekki að mæta augnaráði hans. „Jæja, sofðu þá vel“. Hann sagði þetta snöggt og með hálf- gerðum kulda i rómnum, eins og ógnun eða eins og illkvittnislegt og nistandi háð. Svo slökkti hann ijósið og hún sá hann hverfa út um dyrnar, hljóðan 'og fölan, eins og vofu úr öðrum heimi og þegar dyrn- ar lokuðust á eftir honum, fannst henni sem líkkistu væri skelit aftur. Umhverfis hana rikti ömur leg dauðaþögn, sem ekkert rauf nema hennar eigið hjarta, sem barðist í brjósti hennar með ör- um, þungum og þjáningarfullum slögum. 7. Daginn eftir, þegar þau sátu við miðdegisverðarborðið kom þjónustustúlkan inn með bréf til „náðugrar frúarinnar". Hún horfði undrandi á skriftina, sem hún kannaðist ekkert við, flýtti sér því næst að opna umslagið og hafði rétt rennt augunum yfir fyrstu línuna, þegar allur roði hvarf úr kinnum hennar. Svo spratt hún á fætur, án þess að taka nokkuð eftir hinum rann- sakandi spurnarsvip á andliti manns síns. Bréfið var stutt. Aðeins þrjár linur: „Gerið svo vel að afhenda þeim er færir yður bréfið, hundr- að krónur". Engin undirskrift, engin dagsetning, aðeins þessi fáorða skipun. Frú Irene hljóp inn í herbergið sitt, til þess að sækja peningana. í fyrstunni mundi hún ekki hvar hún hafði látið lykilinn að peningakassan- um og leitaði með sjúklegum ákafa að honum um allt her- bergið og reif og tætti upp úr hverri hirzlu, uns hún fann hann að lokum. Með skjálfandi hönd- um lét hún peningaseðlana í um- slag og afhenti það sjálf sendi- boðanum, sem beið við dyrnar. Hún gerði þetta allt ósjálfrátt, eins og í leiðslu, án þess að hugsa nokkuð um það. Svo gekk hún aftur inn í borðstofuna. Hún hafði verið tæpar tvær mínútur fjar- verandi. Allir þögðu. Hún settist við borðið og ætlaði að fara að gefa einhverja skýringu, þegar hún — og hún varð svo skjálfhent að hún flýtti sér að setja glasið aftur niður á borðið — upp- götvaði sér til mikillar skefing- ar að hún hafði skilið bréfið eft- ir opið við hliðina á disknum sínum. Hún greip blaðið, eins laumulega og hún gat og bögl- aði það saman i lófa sinum, en um leið og hún ætlaði að lauma því í vasa sinn, varð henni litið til eiginmannsins og mætti augna tillit hans, hvössu stingaði sárs- aukafullu tilliti, sem smaug eins og hnífur í gegnum hana. Svona hafði hann horft á hana á dansleiknum kvöldið áður og með þessu augnaráði hafði hann birzt henni í svefni um nóttina. með hníf í hendinni. Hún minnt- ist nú þess er hún hafði eitt sinn heyrt hann segja, að margir rann- sóknardómarar beittu því bragði að lesa málsskjölin af mikilli athygli meðan á yfirheyrslunni stæði, en líta svo leiftursnöggt upp, þegar að hinni raunverulegu taumlausa ástríðuhita, hinn grimmdarlega funa í orðum hans og myrka, ógnandi svipinn sem á andliti hans grúfði, þann sama svip sem hún þóttist nú þekkja aftur í starandi augnaráðinu, und ir þungum brúnum. Allar þessar gleymdu endur- minningar vöknuðu nú á einni sekúndu í huga hennar og stönz- uðu orðin sem komin voru fram á varir hennar. Hún þ.agði, enda þótt hún fyndi alltaf betur og betur hversu hættuleg þessi þögn var. Til allrar hamingju var borð- haldinu brátt lokið, börnin þustu á fætur og hlupu með hrópum og hlátri inn í hliðarherbergi, þar sem kennslukonan reyndi árang- urslaust að stilla í þeim mestu ærslin. Eiginmaður hennar reis líka úr sæti og gekk þyngsla- lega og án þess að líta í kring- um sig, út úr stofunni. Þegar hún var orðin ein eftir í stofunni, tók hún hið hættulega bréf upp úr vasa sínum og las aftur þessar þrjár línur: „Gerið svo vel að afhenda þeim er fær- ir yður bréfið hundrað krónur“. Svo reif hún það í smátætlur og ætlaði að fleygja þeim í bréfa- körfuna, en sá sig um hönd, laut niður að ofninum og kastaði mið- unum í kulnandi glæðurnar. Hvít ur logi blossaði upp og át ógn- unina með óseðjandi græðgi. Þá varð henni rórra innanbrjósts. Á sama andartaki heyrði hún fótatak mannsins síns við dyrnar. Hún flýtti sér að rétta úr sér, rauð í framan af hitanum frá úrslitaspurningu kæmi og stara hvasst og rannsakandi á hinn ákærða, sem venjulega ruglaðist í riminu við hið stingangdi, athugula tilllit dómarans og æti ofan í sig fyrri lygi, hversu senni- leg og þaulhugsuð sem hún kynni að vera. Ætlaði hann nú sjálf- ur að beita þessu hættulega bragði og átti hún að verða fórn- ardýrið? Hún varð enn skelfdari vegna þess, að hún vissi hversu sterkar andlegar ástríður tengdu hann við starf sitt, fram yfir hinar lögfræðilegu kröfur. Rannsókn og eftirgrennslan í fjárkúgunarmáli gat hrifið hann jafnmikið og fjárhættuspil eða ástamál aðra og á slíkum dögum andlegra njósna át hann og drakk mjög lítið, en reykti þeim mun meira og virtist geyma svo að segja öll orð, þángað til í réttarsalnum. Einu sinni hafði hún séð hann við slíka dómsathöfn og ekki nema í það eina skipti, því að svo skefld hafði hún orðið við hinn ofninum og fátinu. Ofnhurðin var opin og hún reyndi með klaufa- legum tilburðum að hylja hana með likama sínum. Hann gekk að borðinu, kveikti á eldspýtu, til þess að fá eld í vindilinn sinn og þegar bjarminn féll á andlit hans sá hún að nasavængirnir titruðu, en það var öruggt merki um innibyrgða reiði. Hann leit stillilega til hennar: — „Ég vildi bara taka það fram, að þú ert alls ekki skyldug að sýna mér bréfin þín. Ef þú vilt halda ein- hverju leyndu fyrir mér, þá er þér það fyllilega leyfilegt", Hún þagði og þorði ekki að líta á hann. Hann beið eitt and- artak, blés svo frá sér þykkum reykjarmekki og gekk þungum skrefum út úr stofunni. 8. Hún vildi ekki hugsa meira um neitt, aðeins lifa, öðlast meiri ró og fylla hugann með fánýtum, þýðingarlausum viðfangsefnum. Hún fann að hún varð að fara út á götu, út á meðal fólks, ef hún átti ekki að missa vitið. Með þessum hundrað krónum vonaðist hún til þess, að hafa keypt sér nokkurra daga frelsi frá fjárkúg- aranum og hún ákvað að hætta sér í hressingargöngu. Hún hafði ákveðið það fyrirfram hvernig hún skyldi haga ferðum sínum. Frá húsdyrunum fleygði hún sér, eins og stökkpalli, með lokuð augu, út í fólksstrauminn á göt- unni. Og þegar hún fann til harðrar gangstéttarinnar undir fótum sér herti hún gönguna og gekk eins hratt og henni var óhætt án þess að vekja athygli, gekk stefnulaust og beint af aug- um og starði beint niður á gang- stéttina, til þess að eiga það ekki á hættu að mæta aftur hinu hræðilega augnaráði. Væri henni veitt eftirför, þá vildi hún a. m. k. ekki vita af því. Og þó varð hún þess vör, að hún gat ekki um neitt annað hugsað og hrökk við í hvert skipti sem einhver kom af tilviljun við hana á göt- unni. Taugar hennar þjáðust af hverju hljóði, hverju fótataki, sem hún heyrði fyrir aftan sig, hverjum skugga sem framhjá leið. Það var aðeins í lokuðum vagni eða ókunnugu húsi, sem hún gat andað rólega. ajUtvarpiö Þriðjudagur 24 júní: Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum (pl.). 2t,30 Er- indi: Minnzt 50 ára afmæli* fræðslulaga (Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra). 20.45 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin í maí sl.: Sinfóníuhljómsveit Björgvinjar leikur. 21.30 Útvarps sagan: „Sunnufell“ eftir Peter Freuchen; VIII (Sverrir Krist- jánsson sagnfræðingur). 22.10 Erindi: Blóði drifnar þjóðbrautir (Pétur Sigurðsson erindreki). 22. 25 Hjördís Sævar kynnir lög unga fólksins. 23.30 Dagskrárlok. Miðvikudgur 25. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50—14.00 „Við vinnuna": Tón- leikar af plötum. 19.30 Tónleikar: Óperulög (plötur). 20.30 Tónleik- ar: Wladimir Selinsky og strengjasveit hans leika man- söngva (plötur). 20.50 Erindi: Helgileikir í kirkjum (Séra Ja- kob Jónsson). 21.15 íslenzk tón- list: Lög eftir Sveinbjörn Svein- björnsson (plötur). 21.35 Kímni- saga vikunnar: „Svona er lífið“ eftir Kristmann Guðmundsson. (Ævar Kvaran leikari), 22.15 „Niccolo Macchiavelli", Ítalíupist ill frá Eggert Stefánssyni (Andrés Björnsson flytur). 22.35 Harmonikulög: Franco Scarica leikur (plötur). 23.00 Dagskrár- lok. Kristján Guðlaugssou bæsti.réUarlögiuaður. Austurstræti 1. — Simi 13400. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. PÁLL S. PÁLSSON hæstarettarlöttinaðui. I 3ankastræti 7. — Sími 24-200. Gísli Einarsson héraðsdómslög *ua j ur. Málílutningsskrii'stofa. I.augavegi 20B. — Sími 19631. 1) „Ef við eigum að fá þennan veg lagðan með löglegum hætti", sagði Brjánn lögfræðingur, „verð um við að fá vegamálastjórnina í lið með okkur. Geturðu ekki boðið Bjarna vegamálastjóra til kvöldverðar bráðlega?" —• „Jú, að sjálfsögðu", svaraði Tryggvi. — 2) Á sama tíma: „Flugvél skóg ræktarinnar er að lenda á vatn- inu, Sirrý", hrópar Siggi. „Það hlýtur að vera Markús að koma“. — 3) Sirrý og Siggi hlaupa niður á bryggju til þess að taka á móti flugvélinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.