Morgunblaðið - 24.06.1958, Blaðsíða 14
14
UURGV1SB1. AÐIÐ
Þriðjudagur 24. júní 1958
Keflavík — Suðurnes
Oss vantar nú þegar trésmið vanan verkstæðisvinnu.
Langur vinnutími. Framtíðaratvinna. Upplýsingar
í síma 31 eítir kl. 7 á kvöldin.
STÚLKA
getur fengið atvinnu strax í smávöru- og vefnaðarvöru-
verzlun í miðbænum við að leysa af í sumarleyfum. —■
Einnig gæti verið um framtíðarstarf að ræða. — Um-
sóknir sendist afgreiðslu Morgunblaðsins merktar:
HS H H —6260“.
íslandsmótið í II. deild.
I.K.F. — Vestmannaeyjar
Keppa á grasvellinum í Njarðvík
í kvöld kl. 8,30.
Dómari: Hreiðar Ársælsson.
Mótanefndin.
Laus sfaða
Heimsmeistarakeppnin í knatlspyrnu:
í kvöld á oð skera úr um hvaða
tvö lönd keppa um titilinn
NÚ eru hin „fjögur stóru“ ríki
eftir í úrslitum heimsmeistara-
keppninnar í knattspyrnu. Það
eru Brasilía, Frakkland, Svíþjóð
og Þýzkaland. í kvöld er næsta
orrusta. Svíar og Þjóðverjar mæt
ast á Ulleví í Gautaborg, Brasilíu
menn og Frakkar mætast á Rá-
sunda við Stokkhólm.
Engum sem fylgzt hefur með
úrslitakeppninni blandast hugur
um að aldrei hefur hún verið
harðari og tvisýnni baráttan um
heimsmeistaratitilinn. Keppnin
í þremur riðlum af fjórum varð
að útkljást með augaleikum.
Liðin þrjú sem komust áfram
eftir aukaleikina, Rússland (sem
sigraði Breta í aukaleik) Wales
(sem sigraði Ungverjaland í auka
leik) og írland (sem sigraði
Tékkóslóvakíu í aukaleik) þóttu
þreytuleg og komust ekki lengra.
En hjá þeim sem eftir standa
þótti mikill „glans“ yfir leikn-
um. Það er t. d. sagt um leik
Svía við Rússa að þar hafi sænsk
knattspyrna náð hæst. Leik
Frakka er og mikið hrósað eink-
um „miðjutriosins" þeirra Fonta-
ines ,Kopa og Piantonis og er
samleikur þeirra talinn einhver
bezti leikur miðjutríos í úrslita-
keppninni. Piantoni þekkjum við
vel frá leik Frakka hér í fyrra
en þá bar hann nokkuð af í
framlínu Frakka, þó hann ekki
hefði þá tvo með sér sem nú
vekja mesta athygli. Við má bæta
að til þessa er Fontaine marka-
hæsti maður í úrslitakeppninni,
hefur skorað átta mörk. Næstir
koma MacParland, N-írlandi og
Rahn, Þýzkalandi með 5 mörk
hvor.
Þjóðverjar og Svíar hrósa báðir
happi yfir að fá að lenda hvor á
móti öðrum. Er ekki laust við
að flest lið vilji í lengstu lög
komast hjá að lenda gegn Brasi-
líumönnum. Það sem mesta at-
hygli hefur vakið við leik þeirra
er vörn liðsins, sem til þessa
hefur sýnt sig að vera allt að
því „vatnsþétt", að minnsta kosti
hefur hún engum knetti hleypt
fram hjá sér í net. Eru þeir eina
liðið sem ekki hefur fengið mark
á sig 4 leiki í röð í keppninni,
Auk þess hafði liðið leikið tvo
leiki í Evrópu fyrir heimsmeist-
arakeppnina, án þess að mark
væri skorað hjá því. Talar þetta
skýru máli um mátt liðsins og
eru fleiri sem hallast að sigri
þess í keppninni en nokkurs ann
ars liðs.
★
Liðin 4, sem eftir standa, leika
í kvöld, eins og áður er sagt. —
Leikirnir hefjast kl. 6 eftir ísl.
tíma og verður lýst í útvarpi og
má vel heyra lýsinguna í hvaða
tæki sem er á 49 m bandinu.
j Símstjórastaðan í Þorlákshöfn er laus til umsóknar.
<
Umsóknarfrestur til 1. júlí 1958.
Upplýsingar um launakjör og annað viðvíkjandi
starxinu veitir ritsímastjórinn í Reykjavík.
Póst- og símamálastjórinn, 23. júní 1958.
Vandaðar íbúðir til sölu
Höfum til sölu íbúðir, sem eru 117 ferm., 4 herbergi, eld-
hús, bað og hall. 1 kjallara fylgir auk þess 1 íbúðarher-
bergi, sérstök geymsla, eignarhluti í þvottahúsi, þurrk-
herbergi, barnavagnageymslu og frystigeymslu. íbúðirn-
ar eru nú tilbúnar undir tréverk og málningu og húsið
fullgert að utan. Ibúðinar eru seldar í því ástandi og
með allri eign inni í húsinu fullgerðri. Hægt er að fá íbúð-
irnar lengra komnar. Eru til sýnis á venjulegum vinnu-
tíma. Lán á 2. veðrétti kr. 50 þús. fylgir. Fyrsti veðréttur
er laus fyrir kaupanda. Nú eru aðeins 2 íbúðir eftir.
Fasteigna & Verðbréfasalan,
(Lárus Jóhannesson, hrl.)
Suðurgötu 4.
Símar: 13294 og 14314.
Valbjörn í Varsjá
Góðar vörur — Gott verð
Smábarnafatnaður, gott úrval.
Bleyjugas, tvíofið 80 cm. Kr.: 8,95 m.
Léreft, 3 teg. verulega gott. Verð frá kr: 16,15 m.
Dama.sk í sængurver, röndótt, rósótt. Verð frá kr. 100.—
í verið.
Silkidamask í gluggatjöld, dökkrautt og gult. Verð frá
kr: 42,00.
Kakhi, rautt, gult, grænt, blátt. Verð frá kr. 13.35 m.
EINS og áður hefur verið skýrt
frá sigraði Valbjörn Þorláksson
í stangarstökki á stórmóti í
Varsjá, sem haldið var til minn-
ingar um einn bezta hlaupara
Pólverja Kusocinski.
★
Keppni Valbjörns byrjaði ekki
vél. Hann felldi 4 m tvívegis, af
því að atrennan ekki passaði. En
eftir það gekk allt vel og hann
stökk 12 sm hærra en Pólverjinn
Riflað flauel, 3 bláir litir, 2 grænir litir, brúnt, rautt og
grátt. Verð kr. 29.95 m.
Skyrtuefni, köflótt, 5 litir. Verð frá kr: 14,45.
Fiðurhelt léreft, blátt. Verð kr: 36,20.
Flúnel með myndum, 4 litir. Verð kr: 19,05.
Náttfataefni: með myndum, 4 litir. Verð kr.: 15,90 m.
Þýzki nærfatnaðurinn á drengi og telpur, gamla verðið.
SENDUM I PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT.
Geymið augiýsingúna. /
Sólrún
Laugavegi 35.
sem næstur kom. Keppnin í
stangarstökkinu milli 12 þátt-
takenda var geysihörð.
Árangur á mótinu var mjög
góður. Rússinn Rakowski vann
þrístökkið með 16,26 m og í öðru
sæti var Kreu 16.07 og þriðji Pól-
verjinn Schmidt er setti pólskt
met 16.06 m.
★
Delicour, Frakkl., vann 100 m
hlaup á 10,3 og 200 m á 21,0 sek.
Chromik Póllandi vann 3000 m
á 7:58,0 mín. Ter Ovanesjan Rúss-
landi vann langstökkið með 7,75.
Ýmsir er þarna sigruðu kom-
ust í efsta sæti hfeimsafrekaskrár
innar á árinu eftir þetta mót og
t.d. skipa 6 fyrstu menn í 3000 m
hlaupinu á mótinu nú 6 efstu
sæti heimsafrekaskrár ársins. —
Áhorfendur að mótinu voru 40
þúsund fyrri daginn og 50 þús.
síðari daginn.
•k
Myndirnar er hér fylgja eru
teknar af Valbirni á mótinu. —
Stærri myndin sýnir Valbjörn
einmitt í metstökki'nu að sögn
farartjórans Arnar Eiðssonar. Á
hinni myndinni býr hann sig und
ir stökk.
— Hræringar
Framh. aí bls. O
gegn Tító, en þá var Krúsjeff ó_
sammála Molotov, en hefur nú
snúizt til sömu stefnu og for-
dæmir Tító. Það hafa áður verið
uppi fregnir um, að Maierikoff
væri í hættu staddur og hefur
nafn þeirra Molotovs og Mal-
enkoffs oft verið nefnt upp á
síðkastið og nú hefur nafn Sepil-
ovs bætzt við.
★
I London er það einnig haft við
orð, að meira hafi verið á dag-
skrá miðstjórnarinnar heldur en
landbúnaðaráætlun Krúsjeffs.
Einn af helztu blaðamönnum
Englendinga, sem hefur þekkingu
á málum Sovétríkjanna, Victor
Zorza, skrifaði þegar nokkr-
um dögum áður en fúndur-
urinn hófst, að fregnir lægju fyr-
ir um, að ekki væri allt í sem
beztu lagi með það, sem haun
kallaði „landbúnaðarævintýri
Krúsjeffs" í hinum lítt ræktuðu
lendum í austri. Margt bendir til
að Zorza hafi hér haft nokkuð
fyrir sér, því samkvæmt þeim
fregnum, sem komið hafa frá
höfuðborgum leppríkjanna hafa
mjög háar öldur risið á þessum
fundi og Krúsjeff þar þurft að
standa fyrir máli sínu.
í sambandi við allt þetta verð .
ur að minna á, að fáar af þess-
um fréttum eru staðfestar, en
margt er nú skrafað um það, hvað
sé að gerast þarna fyrir austan
og ýmsir kunnugir halda því
fram, að ekki skuli menn vera
hissa á því, þó „bak við reykinn
sé iíka eldur“t eins og sum blöð-
in orða það.
★
Nú um helgina hafa borizt ýms
ar fregnir um að stalimstar hafi
sig meira í frammi í Póllandj en
áður og hafi þeir gert sér vonir
um að geta steypt Gomulka af
stóli. Þessi stalinistahópur er al-
mennt kenndur við bústað sendi-
herra Sovétríkjanna í Varsjá og
kallaður Natolin-klíkan. Hafa
sumir spáð því, að Gomulka muni
láta af embætti, en við taka nú-
verandj sendiherra Pólverja í
Prag, Mazur að nafni. En þegar
síðast fréttist lá ekki fyrir
nein staðfesting á þessum orð-
rómi og hallast menn frekar að
því á Vesturlöndum, a ðsvo langt
muni ekki vera komið enn, að
Gomulka verði að hrökklast í
burt. Þetta er aðeins dæmi um
það, hvaða áhrif menn telja að
hinar nýju stalinisku aðferðir
valdhafanna í Moskvu kunni að
hafa í leppríkjunum.