Morgunblaðið - 24.06.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.1958, Blaðsíða 6
6 MORGUISBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. íúní 1958 HRÆRINGAR í KOMMÚNISTA- FLOKKUNUM ÝMSAR fréttir berast nú síðustu dagana frá Rússlandi og lepp- ríkjum þeirra og alla leið austan úr Kína um alls konar hræring- ar, sem þar séu á stjórnmálasvið- inu og kemur þó öllum saman um, að það sem fréttist af þessu muni aðeins vera lítið eitt af því, sem raunverulega gerist og auk þess erfitt að átta sig á sam- hengi einstakra atburða og fá yfirlit um það hvert stefnir. ★ Um miðja sl. viku hélt mið- stjórn rússneska kommúnista- flokksins tveggja daga fund í Moskvu, en þar lagði Krúsjeff fram nýja áætlun um fram- kvæmdir í landbúnaðarmálum og var hún samþykkt Ennfremur fékk hann tvo af vinam sínum og samherjum kosna í aðalstjórn flokksins og virðist því ekki vera efi á, að Krúsjeff hefur orðið ofan á á fundi þessum og að fregnir af því, að mjög sé þrútið loft í Moskvu og er talið að eftir- lit lögreglu og ritskoðun hafi verið mjög hert, meðan stóð á miðstjórnarfundinum. EinsiÖKU fregnir, sem berast frá lepprikj- unum benda til, að á þessum fundi hafi verið ráðizt mjög harkalega á Krúsjeff. Brezku blöðin birtu á laugardag ýmsar fréttir um það. að Molotov væri nú ekki lengur sendiherra í Mon- gólíu, heldur væri hann hafður undir sérstöku eftirliti einhvers staðar í Moskvu. Oft hefur frétzt, að Krúsjeff hefði sérstaklega auga með Molotov, sem er hinn seinasti af hinum gömlu bolsjevikkum. Ymsar óstaðfestar frvgnir hafa hermt, að þegar Molotov var í Ulan Batov, hafi hann haft mjög náið samband við kínversku kom múnistastjórnina og þá mjög ýtt undir hinar hörðu árásir hennar Sextugur i dag: Jakob Benediktsson á Þorbergsstöðum SEXTUGUR er í dag Jakob Bene diktsson bóndi á Þorbergsstöðum. Hann var fæddur á Ketilsstöðum í Hörðudal 24. júní 1898, sonur hjónanna Benedikts Kristjáns- sonar og Margrétar Guðmunds- dóttur og fluttist með þeim á tí- unda ári að Þorbergsstöðum. Þar bjuggu þau hjón á þriðja tug ára við gestrisni mikla og rausn. — Jakob hefur jafnan síðan átt heim Jón Nordal Síðustu tónleikar Tónlisf- arfélagsins á þessu vori JÓN Nordal tónskáld og píanó- leikari heldur tónleika fyrir Getið þið ekki skotið skuggana lika? (Teikning úr „Svenska Dagbladet“, sem birzt hefur í blöðum víða um heim). hann sé mjög sterkur og öflugur, hvað sem líður ölium getgátum um hið gagnstæða. Þannig virðist þetta a. m. k. líta út á yfirboið- inu. Miklar fréttir berast um ókyrrð og alls konar aðgerðir af hálfu stjórnarvalda í Kína, Sendiherr- ar Kína í höfuðborgum Austur- Evrópu og Asiu voru i lok síðustu viku á fundi í Peking til þess að gefa stjórninni skýrslu, að því er kínverska utanríkisráðuneytið lýsti yfir. TaTSmaður utanríkis- ráðuneytisins skýrði ekki nánar frá þessu móti og hefur ýmsum getum verið að því leitt hvað hér vaeri á seyði. Bent er á, að sendi- herrar Sovétríkjanna í London, París og Washington hafi nýlega verið kallaðir til Moskvu, til þess að vera viðstaddir fundinn í mið- stjórninni. En margir halda, að sú staðreynd, að helztu sendi- herrar Kína og Sovétrikjanna eru kallaðir heim á sama tíma, bendi til þess, að um sé að ræða við- burði á sviði utanríkismála, sem Kína og Sovétríkin hafi talið nauðsynlegt að hafa samráð um. Júgóslavneska blaðið „Borba“ skýrir frá því, að nú fari fram miklar handtökur og fangelsanir í Kína. Sérfræðingur blaðsins í Austurlandamálum, Teslic, sem dvalizt hefur langdvölum í Kma, segir, að nú sé hin mesta hræðsla og skelfing meðal íbúa landsins. Menn séu hræddir htfer við ann- an og enginn þori neitt að að- hafast af ótta við njósnir náung- ans. Segir blaðið, að „hið stutta pólitíska vor“, sem verið hafi í Kína á seinasta ári, sé nú orðið að „helköldum síberískum stormi“. í London þykjast menn hafa á Tító og júgóslavneska „endur- skoðunarsinna", eins og það er kallað. Eins og kunnugt er, var það Molotov, sem var þess mjög hvetjandi að taka upp baráttu Framh. á bls. 14 Gagnfræðaskól- inn í Keflavík GAGNFRÆÐASKÓLANUM í Keflavík var slitið i kirkjunni í Keflavík laugardaginn 31. maí. Athöfnin hófst með því, að sókn- arpresturinn, séra Björn Jónsson, las upp ritningargrem og flutti ávarp og bæn. Þá flutti Rögn- valdur Sæmundsson, skólastjóri, skólaslitaræðu og afhenti próf- skírteini. í skólann voru skráðir 222 nem endur, 153 í skyldunámi, en 69 í frjálsu gagrífræðanámi í 3. og 4. bekk. Til prófs komu 216 nem- endur og einn utanskóla. Þar af gengu 69 undir unglingapróf, 12 landspróf miðskóla og 24 tóku gagnfræðapróf. Hæstu einkunnir hlutu þessi: í 1. bekk Ragnhildur Árnadóttir, 9,04. 2. bekk, unglingapróf, Unn- ur Pétursdóttir 9,42. 3. bekk Guð mundur Þórðarson 8,23. 3. bekk, landspróf, Eiríkur Ragnarsson 8,49. 4. bekl$ gagnfræðapróf Lyd- ía Egilsdóttir 8,08. Að lokum ávarpaði skólastjóri gagnfræðinga. Óskaði þeim heilla og hvatti þá til þess að vera sjálf- um sér trúir. Hinir nýútskrifuðu gagnfræðingar færðu skólanum að gjöf bókaflokkinn Merkir fs- lendingar. Hinn 27. maí fóru 2. og 4. bekkingar í 4 daga ferðalag til Akureyrar og hrepptu hið ákjósanlegasta veður. — Helgi S. styrktarfélaga Tónlistarfélagsins nk. miðvikudag og fimmtudag kl. 7 síðd. í Austurbæjarbíói. Eru þetta sjöundu tónleikar á þessu ári, sem Tónlistarfélagið heldur fyrir styrktarféiaga sína, en tveir þeir fyrstu tilheyrðu síðasta ári. Verða þessir tónleikar því þeir 5. í röðinni af 10 tón- leikum, sem árlega eru haldnir fyrir styrktarfélaga. Á efnisskránni eru fimm pre- lúdíur úr „Wohltemperiertes Klavier" eftir J. 'S. Bach, frönsk svíta nr. 5 og sálmforleikur „Jes- us bleibet meine Freude“ eftir sama höfund, sónata op. 2 nr. 3 eftir Beethoven og loks tilbrigði fyrir píanó eftir Anton Webern, en hann er talinn einn af merk- ustu og sérkennilegustu nútíma- höfundum. Jón Nordal er eins og kunnugt er, einn af okkar fremstu píanó- leikurum. Hann hefir ekki haldið hér opinbera pianótónleika siöan 1952, er hann lék fyrir styrktar- félaga Tónlistarfélagsins. Siðast- liðinn vetur lék hann með Sin- fóníuhljómsveitinni og þá sinn eigin píanókonsert. Hlj.ómsveitar stjórinn Wilhelm Schleuning, sem stjórnaði þessum tónleikum, var svo hrifin af frammistöðu Jóns, bæði sem tónskálds og pí- anóleikara, að hann bauð honum að koma til Þýzkalands og leika þar þennan konsert með Ríkis hljómsveitinni í Dresden. Þessu boði tók Jón og lék konsertinn á tónleikum í síðastliðnum febr- úarmánuði og hlaut mjög góða dóma í Dresden. Jón Nordal er nú kennari við Tónlistarskólann. ur sferífar daglega lifinu J NÝLOKIÐ er hér á landi nor- rænu blaðamóti, eins og les- endur Mbl. hafa reyndar verið fræddir um áður. Næstsíðasta dag mótsins var farið með þátt- takendur upp á Akranes og um byggðir Borgarfjarðar. Það var mikil ferð, hófst kl. 9 að morgni og stóð fram yfir miðnætti. Meiri hluti tímans fór í að aka bílum eins hratt og aðstæður leyfðu (það var ekki mjög hratt), og meirihluti þess tíma, sem þá var eftir, fór í að sitja við matborð. Ferðin var vel undirbúin og við- tökur þeirra, sem boðið höfðu ferðalöngunum til snæðings góð- ar. Það orkar hins vegar mikils tvímælis, hvort „stutti rúntur- inn“ (Þingvellir, Sog, Hellisheiði) eða í mesta lagi „langi rúnturinn“ (Þingvellir, Sog, Krýsuvík) eru ekki svona nokkurn veginn það mesta, sem hægt er að bjóða fólki upp á á einum degi, allra helzt, ef um er að ræða erlent fólk, sem ekki gerir sér nema óljósa grein fyrir sögulegri helgi Reykholts, Skálholts og jafnvel Þingvalla, hefur ekki nema meðalahuga á mannvirkjum og kann lítt að meta furðuverk náttúrunnar, néma að svo miklu leyti, sem unnt er að taka af þeim myndir. (Þessi lýsing á auðvitað ekki við þátttakendur í blaðamótinu! Hér erum við sem sé komin út í al- mennar hugleiðingar). Gestir á alls konar ráðstefnum og mótum, koma fyrst og fremst tij. að sitja þau, en vilja líka sjá sig eitthvað um í leiðinni á þess- ari úthafseyju, sem margir þeirra eiga . sjálfsagt ekki eftir að líta nokkru sinní aftur. Það má pvi ganga út frá, að þetta fólk vilji eitthvað ferðast, en það virðist misskilningur að reikna með að það hafi allt sömu skoðanir á því, hvernig eigi að nota dagana hér á landi. Væri ekki athugandi fyrir mótsskipuleggjendur að hafa þann hátt á, að skreppa með gesti sína á Þingvöll og fara í leiðinni um Krýsuvík eða Hellisheiði, ef tími er nægur, en leggja að öðru leyti niður langar ferðir fyrir alla þátttakendur saman. Ef þeir hafa hins vegar haft í huga að skemmta þeim með slíku, mætti í staðinn reyna að láta gestina sjálfa velja sér ferð. Það hlýtur að vera unnt að ná sam- starfi við ferðaskrifstofurnar um að vera til aðstoðar á þessu sviði. Sumir gætu þá slegizt í hóp ann- arra ferðalanga, sem vilja sjá Gullfoss, aðrir siglt upp á Akra- nes, og sumir skroppið með triilu út fyrir Engey að veiða sjávar- dýr. Það lá við, að hér kæmi líka uppástunga um, að mönnum væri gefinn kostur á að skjótast í góða laxá, en þá tillögu er varla þor- andi að bera fram, þar sem sann- orður maður og mikill sérfræð- ingur í iaxveiðum heldur því fram, að nú orðið se álíka dýrí að taka sér far með flugvé! til Skotlands og fá sér þar hótel- herbergi og veiðirétt í eina viku og að skreppa norður í Þingeyj- arsýslu í jafnlangan tíma til lax- veiða. En hvað, sem því líður er víst, að margt mætti finna, sem verið gæti gestum okkar til skemmtunar einn dag eða svo. Ótrúlegt er, að ekki sé unnt að koma þessu þannig fyrir, að kostn aðurinn verði viðráðanlegur (þótt sumir mótsskipuleggjend- ur hafi reyndar gott lag á að iáta ýmsa aðila bjóða nokkrum rútu- hlössum af fólki í mat), ótrúlegt líka, að mótsfólk sé svo hænt hvort að öðru, að það geti ekki til þess hugsað að skipta hópnurn, en trúlegt hins vegar, að margir hefðu meira gaman af íslands- dvöl sinrn, ef þeir mættu sjálfir ráða sér meira en nú tíðkast. ili á Þorbergsstöðum. Var að heiman einn vetur í Hólaskóia og á annað misseri við landbún- aðarstörf í Danmörku. Jakob er í báðar ættir kominn af merkum Dalabændum. Má þar fyrstah nefna föðurföður hans Kristján Tómasson hrepp- stjóra á Þorbergsstöðum héraðs- höfðingja og gagnmerks manns. Þegar faðir Jakobs andaðist 1930, tók Jakob jörðiha og hóf þar allumfangsmikinn búskap og jarðabætur. Hefur hann nú slétt að túnið að fullu og stækkað það geysimikið. Endurbyggt íbúðar- húsið. Reist hlöður miklar og öll fénaðarhús. Jafnhliða búskapn- um hefur hann verið vegaverk- stjóri í Dalasýslu, tók við því starfi er faðir hans andaðist. Nú síðustu árin hefur hann mest stjórnað vegagerð í vestursýsl- unni. Hefur hann sýnt áhuga og atorku við það starf og þakka Skarðstrendingar honum með réttu hversu fijótt og vel vegur eftir þeirri sveit var lagður og nýtur Jakob síðan mjög trausts þeirra og vinsælda. Jakob er góður drengur og hjálpsamur, vill hvers manns vanda leysa, er mjög vel kynnt- ur þeim, sem hann þekkja, Hann er harðduglegur og búmaður góður, hygginn og forsjáll. Hvort tveggja búnaðurinn og vegagerð- in hefur honum farizt mjög vel úr hendi, þó má telja að annað þessara starfa sé einum manni nægilegt verkefni. Jakob kvæntist árið 1936 Ágústu Kristjánsdóttur, prýðis- konu, ættaðri af Vestfjövdum. Þau eiga einn son Sigurð að nafni. Jakob er manna vinsælastur og vinum sínum traustur og öruggur máttarstólpl ef á reynir og er betra fylgi hans en flestra tveggja. Lítt hefur hann sótt fram til mannvirðinga, þótt hann hafi traust og vinsældir sveitunga sinna. Hann er einarður í skoð- unum og lætur ekki hlut sinn í orðdeilum, enda valið sér hið betra hlutskiptið í stjórnmálum. Ég ætla ekkj að telja upp hér alla mannkosti Jakobs því að það yrði of langt mál í stuttri grein. Við, sem hann þekkjum bezt vit- um allir að hann er dáðadreng- ur og þarfur maður héraði sínu. Óskum því að hann megi lengi lifa ern og hraustur á búi sínu og reynist enn um langx skeið vegabætir í Dölum vestur. Eng- inn er í vafa um það að mikill veizlufögnuður verður í dag að Þorbergsstöðum. Lifðu heill, Jakob bóndi. Þorst. Þorsteinsson. TVEIR VANIR sölumerm sem fara kringum landið óska eftir vörum í umboðssölu strax. Uppl. í síma 10455. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.