Morgunblaðið - 13.07.1958, Page 8
8
MORCVNfíT. 4Ð1Ð
SunmúJagur 13. 'júlí 1958
Um borð í
Gripsholm
ÞAÐ hefur ekki oft komið fyrir,
að fallegustu skip, sem sigla um
heimshöfin, hafi varpað akkerum
í Reykjavíkurhöfn. Þetta gerðist
þó fyrir nokkrum dögum, þegar
sænska hafskipið Gripsholm kom
hingað til Reykjavíkur með
bandaríska auðkýfinga. Skipið
var á leiðinni til Hammerfest í
Noregi. Síðan var í ráði að sigla
suður með Noregsströnd til Osló
ar, þaðan til Kaupmannahafnar
og jafnvel Helsingfors og síðan
og endahöfn þess er Antwerpen,
en þaðan á skipið að
fara aftur með ferðafólkið til
New York. Ferðin tekur um 44
daga.
Gripsholm, sem er eign Sænsk-
amerísku línunnar í Gautaborg,
er stærsta og nýtízkulegasta far-
þegaskip, sem nú siglir undir
Norðurlandafána. Hin velkunna
skipasmíðastöð í Itala Anzaldo
480 manns, en af þessum fjölda
| höxðu aðeins tveir menn komið
hingað til íslands áður og voru
þeir í förum með gamla Grips-
holm.
Þegar komið er um borð i
Gripsholm, er engu líkara en
gengið sé um borgarstræti. Gang
arnir eru t.d. svo langir, að ekki
sér milli enda. Þeir eru að visu
dálítið þröngir, minna kannske
einna helzt á götur í ævagömlum
borgarhverfum erlendis. Við
gangana eru farþegaklefar, sem
allir snúa út að hafinu, en gegnt
þeim eru ýmsar verzlanir, rakara
stofur, hárgreiðslustofur og því
um líkt. Skipsmennirnir tala um
torg, þar sem gangarnir breikka.
Þar eru sýningargluggar með alls
konar vörum, sænsku postulíni,
silfurmunum og öðrum luxus-
varningi, sem fáir kaupa aðrir
en bandarískir milljónamæring-
Sænskur sjóliði í skipsbáti.
byggði skipið og það hefur verið
í förum í rúmlega 1 ár. Það kost-
aði um 15 milljónir dollara full-
gert, það er rúmlega 23 þúsund
tonn að stærð og í farþegaklef-
um, sem eru jafnglæsilegir og
dýrustu hótelherbergi, rúmast
rúmlega 400 farþegar.
Þegar Gripsholm sigldi inn á
ytri höfnina í Reykjavík fyrir
skömmu var það auðvitað í
fyrsta skipti, sem það kom hing-
að, en þess má geta til gamans,
að gamla Gripsholm sigldi oft
hingað norður á hjara veráldar
fyrir síðustu styrjöld og var
Reykvíkingum vel kunnugt.
Áhöfn nýja Gripsholms er um
ar. Það má því með sanni segja,
að hér sé um að ræða fljótandi
borg.
Hér er það varla annað en sjáv
arloftið, sem minnir farþegana
á, að þeir séu komnir á sjó út.
Skipið á lítið sem ekkert að
rugga, því það er með eins kon-
ar uggum, sem eiga að halda því
í jafnvægi. Þegar tíðindamenn
Morgunblaðsins, sem fengu að
skoða skipið, spurðu leiðsögu-
mann sinn að því, hvort farþeg-
amir yrðu ekki oft sjóveikir,
sagðist hann ekki vita til þess.
Hér líður öllum prýðilega, sagði
hann og við efuðumst ekki um
það.
Tíðindamennirnir skoðuðu
skipið hátt og lágt með leiðsögu-
manni sínum, sænskum manni
Ohlen að nafni. Hann hefur eink-
um með höndum að sjá um mót-
tökur gestanna í landi. Aðeins
var hægt að sjá hið helzta, enda
nauðsynlegt að hafa hraðann á,
ef ganga átti um allar 7 hæðirn-
ar. Þó flýtti það fyrir ferðinni,
að í Gripsholm hefur nútíma-
tækni haldið innreið sína: Marg
ar hraðlyftur eru í skipinu og
koma að góðu gagni. í þessari
„eftirlitsför“ var farið um hvern
salinn öðrum glæsilegri, matsali,
setustofur, vínstúkur, samkomu-
sali, danssali, skoðaðir voru tenn
isvellir, úti og innisundlaug og
síðan gengið upp á sólbaðsþilj-
urnar, sem eru næst fyrir neðan
brúna, en að því búnu í útsýnis-
turninn, sem er í fremri reykháfi,
því að vélin þarf aðeins þann
aftari, hinn er settur til að gera
línurnar í skipinu fallegri, sagði
Ohlen, leiðsögumaður. Hvor reyk
háfurinn um sig er álíka hár og
tvílyft hús. Salirnir voru allir
búnir mjög fallegum húsgögnum
og litaval allt og samsetning
mjög smekkleg. Víða gat að líta
frábært handbragð á allri vinnu
og frágangi og á nokkrum stöð-
um hreinustu listaverk. Gangar
voru allir skreyttir með lista-
verkum eftir unga sænska list-
málara.
Fylgdarmaður blaðamannanna
var bersýnilega mjög kunnugur
orðinn öllu skipulagi slíkra
skemmtisiglinga. Hann vissi
hvaða kröfur skemmtiferðafólk-
ið gerir, hvar hættast er við
árekstrum, enda vita forstöðu-
menn slíkra skipa að fyrsta atr-
iðið í rekstri þeirra er: góð þjón-
usta. Fólkið vill fá hvíld, það vill
lifa makindalegu lífi, þann stutta
tíma, sem það er um borð og fá
sem allra mest fyrir peningana.
Eins og kunnugt er, hugsa millj-
ónamæringar ekki síður um pen
inga en annað fólk, annars hefðu
Gripsholm.
þeir sennilega aldrei orðið
milljónamæringar! — En far-
þegarnir vilja líka geta
skemmt sér, lifa í sukki og
sællífi, ef út í þá sálma fer, því
að milljónamæringar þurfa líka
að skemmta sér, sagði Ohlen og
brosti. Fólkið borgar geypiverð
fyrir farmiðana, lægsta fargjald
er um 2500 dollarar fyrir þessa
44 daga en getur líka farið upp
í 5000 dollara, ef vill. Sumir
þeir, sem hér eru um borð, eru
svo ríkir, að þeir gætu keypt
Gripsholm, sprengt hann í loft
upp og verið jafn stöndugir eftir
sem áður. Það mátti líka sjá, að
frúrnar skorti ekki skartgripi, en
yfirleitt var þetta fólk allmjög
við aldur. Það fór ekki hjá því,
borgarbúa. Voru hér komnir
Fóstbræður að skemmta farþeg-
um með söng. Það var augsýni-
legt, að margir höfðu áhuga á því
að heyra í þessum íslenzka karla
kór og eftir söngskemmtunina
heyrðum við, að Fóstbræðrum
hefði verið „vel tekið“. Þannig
er reynt að gera farþegum allt
til hæfis. Meðan skipið er í förum
milli landa, eru ýmisskonar
skemmtanir til reiðu, kvikmynd-
ir, fyrirlestrar og þess háttar.
Auk þess fá farþegarnir nokk-
urs konar dagblað á hverjum
morgni og geta fylgzt vel með
því sem gerist í umheimmum.
Þá er um borð 10 manna dans-
hljómsveit að minnsta kosti og
sennilega einhverjir fleiri
’omnisvöllurinr.
Horft af brún-
að ævi þess var tekin að hníga
til horns.Ohlen saagði, að Reykja
vík væri fyrsta höfnin, sem ferða
mennirnir kæmu til á þessari
! skemmtiför. Það gerir því ráð
1 fyrir að komast í verzlanir til að
eyða peningum, en hvað gerið
þið svo, spurði hann. Jú, þið lok
ið verzlununum kl. 12 á hádegi
á laugardögum og er enginn vafi
á því,- að margar pyngjur eru
þyngri en ella af þeim sökum.
Svo er það mjög þýðingarmikið
atriði að þetta fólk þurfi ekki
að bíða eftir neinu. Amerískir
milljónamæringar eru nefnilega
þeirrar náttúru, að þeir eiga erf-
itt með að bíða eftir þjónustu.
Ef þeir fara austur að Geysi til
að sjá hann gjósa og eru komnir
þangað kl. 4,50, ætlast þeir til,
að hann gjósi kl; 4,52. Þess vegna
er líklega öruggara að fara aust
ur á Þingvöll eða í Hveragerði,
ja eða austur að Gullfossi, því að
ekki hættir hann að renna kl.
4,52.
Ohlen leiðsögumaður skýrði
okkur frá því, að Gripsholm væri
alltaf í sólskini. Á sumrin fer
hann um norðlægar slóðir, en á
veturna siglir hann inn í suð-
rænni sólarlönd. Það er skemmti
legt að vera um borð,sagðiOhlen
og ekki er ég farinn að finna til
þreytu. Ég kann vel við mig í
sólskininu og svo rignir kannske
stundum, já og ekki aðeins í
Reykjavík bætti hann við.
Þegar við komum niður á aðal-
hiljurnar, sáum við kjólklædda
skemmtikraftar án þess að við
yrðum þeirra varir.
Þegar við höfum setzt að snæð
ingi og hámum í okkur þann
bezta mat, sem hugsazt getur,
„Long Island Duckling“, segir
Ohlen okkur frá því, að Svíakon-
ungur noti stundum Gripsholm
nafnið, þegar hann fer til Riviera
eða annar ókunnra slóða og vill
ganga undir dulnefni. Þá lætur
hann skrá sig í gestabækur hó-
telanna: hertoginn af Gripsholm.
Ohlen sagði okkur einnig, að far-
þegarnir hefðu verið ánægðir
með dvöl sína hér á landi. Hún
væri að vísu ekki löng, en þeir
hefðu ýmislegt séð og ýmsu
kynnzt og væru yfirleitt í „sjö-
unda himni“. Áður en við kom-
um hingað, höfðu þeir séð kvik-
mynd frá íslandi og starfsmaður
fyrirtækisins hafði haldið fyrir-
lestra fyrir þá um íslenzk mál-
efni. Þeir hafa því verið allvel
undirbúnir og kannske ekki allt
komið þeim á óvart.
Þegar hér var komið sögu voru
íslendingarnir beðnir um að
ganga í land og við urðum því
að kveðja þetta fallega skip og
okkar ágæta gestgjafa. Við förum
með seinasta báti. Þar eru Fóst-
bræður fyrir og taka eitt lag, en
farþegar standa á þiljunum, veifa
og klappa í kveðjuskyni. Síðan
er haldið inn á Reykjavíkurhöfn.
Allir vonast til þess að sjá hið
tignarlega skip aftur á ytri höfn
inni eitt fagurt sumarkvöld 1959.