Morgunblaðið - 13.07.1958, Side 18

Morgunblaðið - 13.07.1958, Side 18
l b MORCT'MtT 4ÐIÐ Sunnudagur 13. júlí 1958 TIL SÖLIJ ísskápur tveggja dyra (sem nýr), hakkavél, til að standa á borði, kartöfluskrælari, pylsusprauta (handsnúin) og brauðskurðarhnífur. Fullkomið frystikerfi fyrir frystiklefa ca. 2x3 Hurð og allt tilheyrandi fyigir. Upplýsingar í síma 15899. F asteignirnar Suðurgata 5 og Tjarnargata 6—8 eru til sölu, hvor í sínu lagi eða báðar saman, ef við- unandi tilboð fæst. Lóðirnar eru samliggjandi eignarlóðir, mjög vel stað- settar, þar eð þær liggja að þrem götum. Nánari upplýsingár veita : GUÐJÓN HÓLM, hdl. Aðalstræti 8. sími 10590, HILMAR GARÐARS, hdl., Gamla Bíó, sími 11477, JÓN BJARNASON, hrl., Lækjargötu 2, sími 11344. S B U vann sigur 7:1 ÚRVALSLIÐ knattspyrnumanna af Sjálandi, sem hingað er kom- ið á vegum Fram í tilefni 50 ára afmælis félagsins, lék sinn fyrsta leik á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld. Mættu Danirnir gest gjöfum sínum og sigruðu þá með miklum yfirburðum eftir lifandi og vel leikinn leik af Dana hálf. Fyrri hálfleikur var ekki ójafn og átti Fram nokkur góð tæki- færi, sem þó voru misnotuð, að einu undanskildu, en það var er Björgvin Arnason lé'k hratt upp miðju, gaf inn til Dagbjartar, sem var laus fyrir opnu marki og skoraði með snöggu skoti við jörð. Guðmundur Óskarsson átti skot í stöng, að vísu laust, en án möguleika fyrir markvörðinn að ná. Fyrsta markið skoruðu Sjá- Höfum úrval af: barnafatnaði og hvenjatnaði. Strardgötv. 31. (Beint á móti Hafr.arf jarðarbíói). SUMAR JAKK ARNIR KOMA U M HELGINA Það er yðar að velja um: Stakan jakka Jakka með samlitum buxum Jakka með mislitum buxum. Ensk úrvalsefni Falleg nýtízku snið Margir fallegir litir. VESTURCÖTU 17 LAUGAVEC 39 yfirburða- lendingar upp úr aukaspyrnu á vallarmiðju. Vörn Fram var of sein að staðsetja sig, og miðherj- anum tókst að leika inn fyrir og skora með fallegu skoti, skammt innan vítateigs". Síðan skoraði Dagbjartur, eins og áður getur. Eftir það átti Fram nokkuð góð- an kafla, lék stutt og skipulega upp, en eins og endranær virtist allt lokað og allt þeim í mót, er upp að vítateignum kom. Kant- arnir eru furðu illa notaðir, lík- ast því, að þar sé landhelgi, og einhver lömum virðist hjá fram- línunni í heild, er hylla sést und- ir mark andstæðinganna. Er hér um mjög alvarlegan galla að ræða, og jafnvel furðulegt, að jafn vel leikandi lið og Fram skuli ekki þegar hafa bætt þetta að einhverju leyti. Annað mark Dananna skoraði hægri innherjinn, og kom það einnig úr gegnumbroti upp miðj- una. Þannig lyktaði hálfleiknum, með 2—1 fyrir Sjáland. Manni virtist sem Danirnir legðu ekki hart að sér í þessum hálfleik, enda kom á daginn í þeim síðari, að þeir geta hreyft sig og eru ófeimnir innan vítateigs andstæð mganna. Síðari hálfleikurinn mátti heita algjör éinstefnuakstur; Sjá lendingar voru allsráðandi og byggðu upp einföld en skemmti- leg upphlaup með virkum og hreýfanlegum leik framlínunnar. Sérlega hættulegur var hægri kantmaður þeirra, Jörgen Olsen, en hann hefur 18 sinnum leikið í danska landsliðinu. Var hann mikið notaður í leik þessum og byggði hann mjög skemmtilega upp. Kom þriðja markið úr hárri sendingu frá honum utan af kanti, sem v. innherji af- greiddi mjög laglega með skalla. Fram gerði tilraunir til að byggja upp með stuttum samleik, en voru of kyrrstæðir og seinir, þannig að Danirnir áttu fremur auðvelt með alla völdun. Fjórða markið var ef til vill það glæsilegasta en það skoraði v. útherji með föstu skoti innan á stöng úr þröngri stöðu. Mið- herjinn var enri að verki og skor aði fimmta markið með föstu skoti og lágu. Markvörður Fram, Baldur Skaftason átti ekki góðan leik, og hefði með réttum út- hlaupum átt að verja a.m.k. tvö þeirra skota, sem í netinu höfn- uðu. Markvörður Dananna var aftur á móti mjög góður, gaf aldrei neinn frið innan síns víta- teigs og greip oft mjög skemmti- lega inn með úthlaupi á réttum tíma. Síðasta mark leiksins skoraði h. framvörður Sjálendinga af löngu færi, en knötturinn fór af varnarmanni Fram í netið. Lið Sjálendinga olli ekki von- brigðum í þessum fyrsta leik sínum. Hér eru á ferðinni menn, sem kunna að skora mörk og eru ekki feimnir við það. Er liðið skipað nokkuð jafngóðum leik- mönnum, þó að framlínan sé ef til vill sterkari hluti liðsins, en þar sker sig úr Jörgen Olsen á hægra kanti, eins og fyrr getur. í liði Fram átti aðeins einn maður verulega góðan leik, en það var hægri bakvörðurinn. Rúnar Guðmannsson. Er hann mjög laginn, byggir alltaf upp, ef færi er á og er eini maðurinn í liðinu, sem kann að skalla. Dagbjartur var hreyfanlegasti maður framlínunnar, en hefur þann stóra galla, að ætla sér hluti, sem hann ekki ræður við. Það er mikil bjartsýni af manni, sem skortir mjög knattmeðferð, að ætla sér að leika „sóló“ í gegn um Vörn andstæðinganna, og það hvað eftir annað. Dómari var Guðbjörn Jónsson og gerði hann starfi sínu góð skil. Næsti leikur Dananna er á morgun og leika þeir þá gegn Akranesi. Svavar Markússon kemur að markl eftlr ve! útfært 1500 m hlaup (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.). Tilboð óskast I nokkrar fólksbifreiðir er verða til sýnis að Skúlatúni 4, mánudaginn 14. þ.m. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Nauðsynlegt er að taka fram símanúmer í tilboði. SÖLUNEFND V ARN ARLIÐSEIGN A.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.